Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 B 13 bíó QUEEN Latifah hefur barist ótrauðfyrir réttindum svarta kyn-stofnsins og bættri sjálfsmynd sinna kynsystra þar. Þótt frammi- staða hennar í hlutverki Mama Morton fangavarðar í Chicago væri frambærileg er hún ekki átaka- eða tilþrifamikil og algjörlega fráleitt að hún sé besti leikur í aukahlutverki kvenna á síðasta ári; sama má raunar segja um flesta Óskarana sem þessi ofmetna mynd fékk. Því er ekki ólík- legt að þessi eftirsóttu verðlaun hafi Queen Latifah fullt eins hlotið fyrir póli- tískar sakir en leikrænar. Akadem- íunni hefur fundist flott að veita þau blökkukonu sem barist hefur til met- orða í bandarískri dægurtónlist og kvikmyndum upp á eigin spýtur – án þess að vera til þess menntuð, valin eða hönnuð eftir ímyndarstöðlunum. Queen Latifah er núna 33 ára að aldri og heitir rétti nafni Dana Owens. Þar sem hún ólst upp í blökkumanna- hverfum New Jersey umgekkst hún jafnt götugengi jafnaldra sinna sem lögregluliðið á svæðinu því bæði faðir hennar og eldri bróðir voru lög- reglumenn. Þessir tveir heimar mót- uðu hana og höfðu áhrif á rappið sem hún átti eftir að skapa og flytja. Í skóla heillaðist hún jafnt af rappi og hipp-hoppi sinnar kynslóðar sem leiklistinni því hún tók þátt í skóla- leikritum en í hvorugri listgreininni er hún menntuð. Það var tónlistin sem fyrr náði yfirhöndinni. Skóla- systur hennar og vinkonur voru að rappa og ríma en Dana sló rytmann fyrst í stað. Og það var taktslátturinn sem gerði hana að hrynsveit í stúlknarapparanna Ladies Fresh. Hún hafði lengi skrifað ljóð í frístundum og fór því fljótlega sjálf að rappa. Hún var nýútskrifuð úr gagn- fræðaskóla og vann fyrir sér á ham- borgarastaðnum Burger King áður en hún hugðist innritast í mennta- skóla þegar henni bauðst hljóm- plötusamningur. Fyrsta smáskífan, Wrath of My Madness, kom út 1988, þegar hún var aðeins 18 ára, og sló í gegn. Síðan hefur Queen Latifah ekki litið um öxl og ekkert varð úr menntaskólanáminu. Þegar fyrsta breiðskífan All Hail the Queen kom út ári seinna hafði Queen Latifah áunnið sér mikla hylli fyrir texta sína sem boðuðu samstöðu svarta kynstofnsins og baráttu fyrir jafnrétti. Hún varð snarlega fyr- irmynd og átrúnaðargyðja ungra kynsystra sinna því hún sótti gegn kvenfyrirlitningunni í rapptextum karlanna þar sem konur voru kall- aðar „bitches“ og þaðan af verra. Þegar Spike Lee vildi fá rappara í smá- hlutverk gengilbeinu í hinni mögn- uðu þjóðfélagsádeilu sinni Jungle Fever (1991) varð Queen Latifah að lok- um fyrir valinu. „Þetta var yfir- þyrmandi reynsla fyrir mig,“ segir hún, „en samt mætti ég aðeins einn vinnudag.“ Hlutverkin stækkuðu smám sam- an. Hún var sérlega minnisstæð og fyrirferðarmikil sem lesbían í hópi vinkvenna sem ræna banka í Set It Off (1996) og sýndi á sér nærfærnari hlið sem söngkona í vanmetnu gam- andrama Living Out Loud (1998), svo dæmi séu tekin af ferli sem nú nær yfir tvo tugi hlutverka af ýmsu tagi. Í myndinni Bringing Down the House leikur hún svo sitt fyrsta aðal- hlutverk, tugthúslim sem Steve Martin kynnist gegnum Netið og umbyltir auðvitað lífi hans. Fyrir utan tónlistar- og kvik- myndaferilinn hefur Queen Latifah átt tvær syrpur í bandarísku sjónvarpi, leiknu gamanþættina Living Single og rabbþátt sem ber nafn hennar. Hún hefur aldrei afsalað sér sjálf- stæði sínu í hendur umboðsmanna og stórfyrirtækja; hún er sinnar gæfu smiður og ákveður ekki aðeins sín eigin verkefni heldur rekur alhliða skemmtibransafyrirtæki sem styður við bakið á listafólki sem hún hefur trú á og vill veita brautargengi. „Ég hef aldrei þurft að hafa áhyggjur af því að einhver sé að ljúga að mér, feli fyrir mér mikilvæg mál eða steli frá mér eða taki ákvarðanir fyrir mig sem geta skaðað mig í framtíðinni.“ Hún segist vita að algengara sé en hitt að einmitt þannig hagi það fólk sér sem listamenn treysti fyrir hags- munum sínum í Bandaríkjunum. Þótt kvikmyndirnar taki nú meiri tíma á ferli Queen Latifah en rapp- tónlistin á hún þó hug og hjarta hennar þegar heim er komið. Hún saknar róttækninnar úr rappi nú- tímans þar sem brjóst og bossar skipti meira máli en inntak þess sem sungið er um. Hún segir ekki sjálf- gefið að rapparar leiki vel, og er það sannarlega rétt, en kveður tján- inguna til orðs og æðis geta verið hjálplega þegar kemur að því að leika fyrir framan tökuvélina. Þótt Queen Latifah flokkist nú um stundir undir lukkunnar pamfíla hef- ur hún átt sínar erfiðu stundir og sín „hneykslismál“. Árið 1995 lést vinur hennar af skotsárum þegar bíl henn- ar var rænt. Árið 1996 var hún tví- vegis handtekin, í annað skiptið fyrir að ráðast á ljósmyndara og hið síðara fyrir að hafa undir höndum hlaðna byssu og maríjúana. Og það sem dýpst sár skildi eftir – eldri bróðir hennar, Lance Owens, sem var lög- reglumaður lést í mótorhjólaslysi. Latifah hafði sjálf gefið honum hjólið og til minningar um hann ber hún enn þann dag í dag hjóllyklana sem men um hálsinn. Þegar Queen Latifah var eitt sinn spurð hverju hún væri stoltust af á ferlinum svaraði hún: „Sennilega því að hafa getað hjálpað nokkrum fjölda okkar út úr fátækrahverfunum. Ég hef getað ráðið töluvert marga okkar í vinnu og veitt þeim tækifæri.“ Þetta óeigingjarna svar gefur til kynna að hún ber drottningarnafnið með meiri rentu en margur annar í hennar fagi. Þótt nafnið Latifah sé arabíska yfir „brothætt og viðkvæm“ er eigandi þess fallegur, svartur boldangskvenmaður sem fátt lætur sér fyrir brjósti brenna og engan yfir sig vaða. Queen Latifah hef- ur í tæp 15 ár verið harðsnúnasti kven- rappari Bandaríkjanna og sú fyrsta úr þeirri deild sem ekki aðeins hefur tryggt sér sterka stöðu í þarlendri kvikmynda- gerð – leikur nú sitt stærsta hlutverk á móti Steve Martin í gamanmyndinni vin- sælu Bringing Down the House, sem frum- sýnd er hérlendis um helgina – heldur einnig unnið til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn og söng í Chicago. Árni Þórarinsson SVIPMYND Heill drottningunni segist reyna að taka að sér þau verkefni eingöngu sem hún telji sig geta valdið og helgað sig. „Ég vil ekki gera meira en ég ræð við,“ og til þess að gæta rétta jafnvæg- isins hefur hún framkvæmda- stjóra, aðstoðarmann, sérstaka umboðsmenn fyrir sjónvarp, kvik- myndir, tónlist og málefni og listamenn sem hún vill leggja lið, og að lokum fjölmiðlafulltrúa. „Og þegar allt kemur til alls er það ég sem ákveð hvenær ég vil taka mér frí og þá vita þau öll að þau mega ekki hringja í mig.“ Reuters Queen Latifah skuli hún hugsa málið uppá nýtt. Hann slær strax til og leggur von- góður af stað í leitina að tilgangi lífs- ins. Fljótlega kemst hann að raun um að lausnin á lífsgátunni er ekki auðfundin og er orðinn úrkula vonar þegar hann sér sjónvarpsviðtal við mann sem býr einn á eins konar partasölu. Viðtalið við hann er eitt af þessum „skemmtilegu mannlífsvið- tölum“ sem einhver sposki frétta- maðurinn er að taka. Mér sýnist oft vera tilfellið með slík viðtöl að fréttamenn tali við jaðarfólk eins og einmitt það viti hver tilgangur lífsins er. Þessi maður, Max (Gary Lewis), svarar spurningunni um hvort hann þekki lausnina á lífsgátunni með því að glotta og segja: „Auðvitað.“ En hann neitar að tjá sig um hver hún sé. Jed tekur þetta sjónvarpsviðtal svo bókstaflega að hann trúir því að þarna sé maðurinn sem geti bjargað sér. Hann sest því að í gömlu hjól- hýsi á partasölunni. Max vill fyrst í stað ekkert með Jed hafa en svo tekst með þeim ákveðin vinátta og þeir gera með sér samning, sem ekki rétt að lýsa hér og nú.“ Langaði í samstarf við Friðrik Þór Huldar segir að sér lítist mjög vel á þá aðalleikara sem nú hafi verið ráðnir að verkinu, en hann hafi hvorki skrifað handritið með til- tekna leikara né leikstjóra í huga. „Þegar ég og framleiðendurnir ræddum saman um gerð myndar- innar kom hins vegar fljótlega í ljós að okkur hafði alla langað til að vinna með Friðriki Þór. Hann er mjög myndrænn og næmur leik- stjóri með mýkt og tilfinningu fyrir fallegum sviðsetningum utanum manneskjur. Okkur fannst líka spennandi að sjá hvað kæmi útúr þessu því handritið er ekki dæmi- gert fyrir það sem Friðrik Þór hefur áður gert.“ Friðrik Þór Friðriksson svarar spurningunni um hvers vegna hann tók að sér leikstjórnarverkefni fyrir aðra framleiðendur en sitt eigið fyr- irtæki þannig: „Þetta var svo fallegt handrit. Ég fann sjálfan mig í því og treysti mér til að gera góða mynd úr efninu. Ég er ekki vanur því að leik- stýra fyrir aðra þannig að þetta verkefni höfðaði meira til mín en flest tilboð önnur sem ég hef fengið.“ ath@mbl.is myndagerðarmenn róa á þessi mið? Sigur Rós, Maus og Mínus? Sagan er of stutt og ekki vitað um mikið drama. Líf, tónlist og ástir Bubba Morthens? Saga Hljóma og drama- tískt samstarf og vinátta Gunnars Þórðarsonar og Rún- ars Júlíussonar? Ævi Ellýjar Vilhjálms? Rúnars Gunn- arssonar? Grýlurnar, Ragga Gísla og jafnréttisbarátta kvenna í rokkinu? Eða Stuðmenn með Rúnari Frey í hlutverki Egils Ólafssonar? Skin og skúrir á ævi Bjarkar? Kannski. Kannski ekki. Enn eitt í sambúð rokksins og bíósins er nýting þess síðarnefnda á vinsældum þess fyrrnefnda með því að láta poppstjörnur gerast leikara. Þetta var gert með Elvis. John Lennon. Ringo. Bobby Darin var fínn leikari. Ma- donna er enn að reyna. Britney Spears hefur reynt. Meira að segja fyrr- nefndir Johnny Cash, Bob Dylan og Keith Moon reyndu fyrir sér í kvikmynda- leik. Það gerði Björk einu sinni og gerði það vel. Egill Ólafsson og Ragn- hildur Gísladóttir eru fínir leikarar. Björn Jörundur líka. Núna gildir þetta t.d. um ýmsa ameríska rapp- ara eins og Queen Latifah (sjá Svip- mynd). Menn ættu ekki að draga það lengi að gera fyrstu myndina með Birgittu Haukdal. Hún gæti fjallað um Húsavíkurstúlku sem verður fræg poppstjarna á gjörv- öllu Íslandi. Um það sem gerist næst yrði svo önnur og síðari mynd að fjalla með annarri aðal- leikkonu. Birgitta Haukdal: Birgitta Haukdal? Kevin Spacey: Bobby Darin? Jude Law: Brian Epstein? Joaquin Phoenix: Johnny Cash? E PA Hefurðu prófað nýju Happaþrennuna? Happaþrennan inniheldur þrjá skemmtilega leiki. Hæsti vinningur er 3 milljónir auk fjölda annarra vinninga. Lumar þú á 150 kr. sem gætu fært þér vinning? Eflum Háskóla Íslands í verki. Happdrætti Háskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.