Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 14
Nokkrir málshættir …  Margur hefur farið flatt á hálum ís  Sjaldan er góður matur of oft tugginn  Betra er að standa á eigin fótum en annarra Sæta fiskastelpan Það er flestum óljóst af hvaða uppruna þessi litla sæta fiskastelpa er, en eitt er víst að enginn getur veitt hana. Nema kannski þú! Reyndu að finna leiðina í gegnum hana með önglinum þínum fína. Smá orðarugl í tilefni sjómannadagsins. Orðin sem finna skal mynda eina setn- ingu, og eru öll í réttri röð. Lesið línurnar hægt og þá finnið þið orð í þessari stafa- súpu. Smá vísbending: orðin eru sex. Orðarugl — í grænum sjó Ógnvaldar sjómanna Já, sjóræningjar voru ógnvaldar sjómanna öldum saman, rændu þá og rupluðu, og eru reyndar enn til í dag. En hér sjáið þið nokkra áhafnarmeðlimi sjóræn- ingjaskipsins „Gull í ginið“. Hverjir þeirra eru eins? Lausn neðst. Steini er ótrúlega klár stangveiðimaður. Þessa mynd tók frúin þegar hann veiddi þennan glæsifisk. Hún varð að framkalla myndina fjórum sinnum og alltaf vantaði eitthvað tvennt á hverja mynd. Sérðu hvað? Lausn neðst. Steini stöng Hvers konar skrímsli er þetta? Ekki fiskur – eða hvað? Það er spurning hvort maður kærir sig um að veiða þessa furðuveru, jafnvel þótt mörgum finnist hún bragðgóð. Dularfullt … Viltu veiða þetta? Hér eru nokkrir þorskar sem lentu í netinu hjá honum Sigga sjóara, sem hélt hann sæi tvöfalt, en svo var ekki, heldur eru tveir þorskanna eins. Hverjir eru það? lausn neðst. Lausnir: Á mynd nr. 1 vantar hluta af munni fisksins og ugga. Nr. 2: efst áveiðistöngina og smá af skónum. Nr. 3: Smá af línunni og annað eyrað. Nr. 4: Efsta hakið á „sagarblaði“ fisksins og einn fingurinn. Þorskar nr. 2 og 5 eru eins. Sjóræningjar A og G eru eins. Þorskar í þvögu Það er alltaf stuð á sjómannadaginn. Þá fyll- ist miðbær flestra bæja og þorpa á Íslandinu góða af fólki sem vill fagna með sjómönn- unum, með því að fara í skrúðgöngu, sjá skemmtiatriðin niðri á höfn, fá blöðru, bíta í pylsu og jafnvel fara í bátsferð. Hvað ætlar þú að gera? Sjómannadagurinn var fyrst haldinn í Reykjavík og á Ísafirði 6. júní 1938, fyrir 65 árum. Eftir nokkur ár hafði siðurinn breiðst út um allt land, því auðvitað vildu allir sjó- menn standa saman og eiga góðan dag. Sjó- mannadagurinn er venjulega haldinn fyrsta sunnudag í júní og er á mörgum stöðum mik- ill hátíðisdagur, enda eini dagurinn á árinu sem allir sjómenn koma í land. Á sjómannadeginum er starf sjómanna kynnt, en þá er líka minnst drukknaðra sjó- manna. Eins og þið vitið er starf sjómanna mjög erfitt, enda oft ógnarveður úti á sjó, og stórhættulegt að sækja gull í greipar Ægis, eins og sagt er. Sjómenn kljást við furðuverur Í eldgamla daga voru sjó- menn bara bændur sem reru til fiskjar á árabát fyrir utan bæinn sinn sem stóð við sjó. Þeir lentu nú í ýmsu, því þá var til sæfólk og sæskrímsli og ýmsar furðu- verður, eða svo segja þjóðsögurnar að minnsta kosti. Um það má lesa á netslóðinni: www.snerpa.is/net/thjod/sjo.htm. Sæfólk var reyndar eins og venjulegt fólk, nema hvað það bjó í sjónum. Stundum veiddu karl- ar á árabát óvart ungar sækonur, þegar öng- ullinn þeirra festist í beltinu þeirra. Þá urðu þeir áreiðanlega mjög glaðir, og stundum svo skotnir í þeim að þeir giftust þeim. Stundum drógu þeir sæmenn upp á yfirborð- ið, en þeir voru kallaðir marbendlar. Ef sjó- mennirnir voru svo góðir að setja sæfólkið aftur ofan í sjóinn fundu þeir nýjar kýr á beit hjá bænum sínum þegar þeir komu heim. Einnig er talað um urðarbola nokkurn óg- urlegan, sem var af sæskrímslakyni. Hann var maður að ofan og annaðhvort selur eða naut að neðan. Að öllum líkindum lenda sjó- menn í dag ekki í álíka ævintýr- um. Og þó! Það er aldrei að vita. Spínat fyrir framtíðarsjóara En margar skemmtilegar sögur hafa verið skrifaðar um sjómenn út um allan heim og einn þeirra er teikni- myndahetjan Stjáni blái. Hann þykir bæði ljótur og við- skotaillur, en samt hefur fólki líkað ótrúlega vel við þennan furðulega náunga, allt frá því að hann var fyrst teiknaður árið 1929. Stjáni blái er yfirmáta og ótrúlega skotinn í henni Gunnu stöng, og kemst ekkert að nema hún … og svo auðvitað spínatið hans. Stjáni blái gerði nefnilega spínat svo vinsælt í Bandaríkjunum, að gerð var stytta af hon- um! Við mælum með að þau ykkar sem ætla að verða sjómenn borði nóg af spínati, það gefur fullt af krafti sem þarf til sjómennsku. Fyrsta teiknimyndin um Stjána bláa kom út árið 1933 og hét „Sjómaðurinn Stjáni blái“, en síðan hafa verið gerðar 600 teikni- myndir um hann. Árið 1980 var síðan gerð leikin bíómynd um ævintýri þeirra Gunnu stangar og heitir hún „Popeye“, eins og hann heitir á ensku. Kannski er eitthvað til á myndbandaleigunni um hann? Goðsögnin um höfin sjö Fyrir þá sem vilja sjá bíómynd um sjó- menn, þá er ein góð á leiðinni. Það er ný Disneymynd um Sindbað sæfara, eða Sindbað farmann, eins og hann er líka kall- aður. En sögurnar um hann, sem eru úr ar- abísku ævintýrunum 1001 nótt, má finna á netinu og er netslóðin: www.snerpa.is/ net/1001/1001.htm. Þar má lesa um öll æv- intýrin hans, en teiknimyndin, sem frum- sýnd verður 15. ágúst, á að gerast tíu árum eftir sjöundu og seinustu sjóferð hans í arab- ísku ævintýrunum. Hún mun heita „Sindbað sæfari og goðsögnin um höfin sjö“. Nú mun Sindbað hitta Eris, gríska gyðju óreiðunnar, og líka Próteus, sjávarguðinn sem breytist í hvert skipti sem hann birtist Sindbað. Þessi tveir karakterar eru stór hluti af þessari miklu ævintýramynd af sjónum. Og það sama má segja um hina þokkafullu ungmey Marínu. Já, ástir og ævintýr. Sjómanns- ins ástir og ævintýr Vei! Sjómannadagurinn er í dag! Sindbað úti á sjó. Hvar annars staðar? Teiknið sjóara … R R G O T T D R A N M A E E R P A Ð G I Ú N R U R S Ú P A S A L T A N A N Í T F H S J Ó A S K O H J Á I L U Ó Ý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.