Morgunblaðið - 13.07.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 13.07.2003, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 B 15 bíó Þegar komið var að Sálumessunni hans Aron-ofskys var Connelly búin að „vera á markaðn-um“ í hálfan annan áratug án þess að nokkuð gengi eða ræki. Hún er fædd í New York-fylki árið 1970 og komst í gegnum fjölskyldubönd í fyrir- sætustörf langt innan við fermingu. Connelly varð fastagestur á forsíðum tískublaða, eftirsótt fyrir- sæta og leikari í sjónvarpsauglýsingum og slíkur frami hlýtur að enda fyrr eða síðar í Hollywood. Sá sem „uppgötvaði“ Connelly í kvikmyndaheim- inum var enginn annar en Sergio Leone, spaghetti- vestra skáldið góða. Connelly fer með hlutverk aðal- kvenpersónu Einu sinni var í Ameríku (C’era una volta in America ), á yngri árum (Elizabeth McGovern tekur við), þessi ábúðarmikla stórmynd, sem jafn- framt var frumraun leikstjórans í Vesturheimi, stóð ekki undir væntingum. Hrollvekjusmiðurinn Dario Argento, tók eftir Connelly í mynd samlanda síns og bauð henni aðalhlutverk í Phenomena (’85). B- hrolli, sem líkt og flestar myndir Argentos, naut tals- verðra vinsælda á meginlandinu. Étoile (’88) og Stelpur (Some Girls) (’88), eru lítið skárri en Völ- undarhús (Labyrinth), (’87), gerð af Jim Henson með David Bowie, komst í hóp mest sóttu mynda í Evrópu það árið og var spor í rétta átt á tilþrifalitlum ferli til þessa. Dennis Hopper var með fyrstu mönnum til að gera sér grein fyrir hæfileikum hinnar brúnhærðu Connelly, afraksturinn var Viðkvæmur stað- ur (The Hot Spot) (’91), nokkuð athyglis- verð mynd um heitar ástríður og svalar konur í smábæ í Texas. Eldflaugamað- urinn (The Rocketeer) (’91) er dýr og metnaðarfull mynd með laglegum brellum en útkoman ótrúlega leiðinleg og stóð engan veginn undir vænt- ingum. Næstu myndir eru allar auð- gleymdar, að Mulholland fossum (Mulholland Falls) (’96), undan- skildri þótt hún standi ekki undir væntingum sem frumraun Nýsjá- lendingsins Lee Tamahori (Eitt sinn stríðsmenn) í Hollywood. 14 ár voru liðin frá því að leik- konan spreytti sig undir stjórn Leones og síðan hafði fátt umtalsvert gerst. Connelly var samt ekki á því að láta deigan síga og sem oft áður reyndist hjálpin nærri er neyðin var stæst. Hún birtiust í Myrkraborg (Dark City) (’98), und- arlegri B-mynd eftir Alex Proyas, sem margir telja með persónulegustu leikstjórum Bandaríkjanna. Þótt Connelly fengi góða dóma í hlutverki eiginkonu aðalpersónunnar og aðsóknin væri prýðileg, olli myndin engum straumhvörfum í lífi leikkonunnar. Hún fékk að vísu aðalhlutverkið í sjónvarpsþátt- unum $trætið (The $treet) (’00), en þá var röðin loksins komin að Sálumessunni sem getið er í upphafi. Það var því David Aronofsky sem varð fyrstur til að virkja hæfileika Connelly með um- talsverðum árangri, en hún hefur e.t.v. mátt líða fyrir fagurt útlit fram að því. Allar götur síðan hefur leikkonan getað valið úr góðum hlutverkum. Connelly fylgdi velgengninni vel eftir. Stendur sig með sóma á móti Ed Harris í Pollock (’00), og ennfrekar sem eigin- kona Johns Nash (Russell Crowe) í Fag- urri sál (A Beautiful Mind) (’01). Hlutverkið færði henni bæði Golden Globe, BAFTA og Óskarsverðlaunin og það sem mestu máli skipti, kærkomna viðurkenningu. Nú fáum við að sjá til Connelly í Hulk, sem stefnir í að verða ein vinsælasta mynd ársins og ætti að tryggja hinni fagureygðu leikkonu fastan sess með- al þeirra bestu. Löng leið á toppinn SJÁLFSAGT hafa augu margra byrjað að beinast af al- vöru að Connelly er hún hristi duglega upp í taugakerfi áhorfenda á kvikmyndahátíð fyrir fáeinum árum í Sálu- messu draums (’00) (Requiem for a Dream). Mögnuð inn- lifun hennar í hlutverki stúlku sem við sjáum drabbast niður í skítinn úr ríkidæmi og vellystingum er einhver áhrifaríkasta aðvörun við eiturlyfjum sem um getur í kvikmyndasögunni. Sæbjörn Valdimarsson SVIPMYND Jennifer Connelly Inntakið í hasarblaðasögninni um Hulk minnir óneitanlega á Fríðu og dýrið og það er góð lausn að setja hina háu og spengilegu gæðaleikkonu Jennifer Connelly í aðal- kvenhlutverkið, en stórmyndin um græna risann er frumsýnd núna um helgina. Connelly leikur Betty Ross, ástina í lífi hins óhamingjusama Bruce Banner/Hulk. Tilfinningarík, hádramatísk túlkun Connelly gefur hasarmyndinni óvænta dýpt. AP CHARLES Frazier er fyrrverandi prófessor í bandarískum bókmenntum sem gerðist hestabóndi á ættaróðalinu í Bláfjöllum í Norður-Karólínufylki. Þar vaknaði áhugi hans á þátttöku forfeðra sinna í Þrælastríðinu og úr varð að lokum sögulega skáld- sagan Kaldbakur (Cold Mountain). Frazier lagði ekki upp með bók í huga er hann hóf rannsóknir sínar á löngu gengnum stríðsmönn- um Frazierættarinnar, einkum forföður sínum að nafni Inman. Smám saman hlóðst upp efni og hugmyndir og Frazier ákvað reyna að sjóða saman skáldsögu úr dagbókum sínum og minnis- blöðum, þar sem aðalpersónan ber nafnið Inman. Það kom honum ekki minna á óvart að ritsmíðin hlaut frábæra dóma og eftirsótt verðlaun og ekki síst að hún seldist í milljónaupplagi og sat tæpt ár á metsölulistum. Ævintýrinu var ekki lokið því MGM keypti kvikmyndaréttinn á 1,25 milljónir dala og þar á bæ varð mönnum fljótlega ljóst að hér var efni í stórmynd af gamla skólanum. Slík verk kosta óhemju fjár svo gamli Hollywood-risinn gafst upp við svo búið og metnaðarfulli „dvergrisinn“ Miramax gekk inn í kaupin. Gengið var frá ráðningu úrvalsmanna með leikstjórann/handritshöfundinn Anthony Minghella í fararbroddi. Hann hefur gert tvær myndir fyrir Miramax, sem færðu því átta Óskars- verðlaun og aðrar átta tilnefningar til viðbótar. Fjallamaðurinn og prófessorinn Frazier Suðurríkjamaður að langfeðgatali: Met- söluhöfundurinn Charles Frazier. KOSTNAÐARVERÐ Einn.0 er áætlað um tvær milljónir evra og er fjármagnað m.a. af Íslenska kvik- myndasjóðnum, Íslensku kvikmynda- samsteypunni og ZentAmerica Ent- ertainment, fyrirtæki í eigu Thomasar Mai, aðalframleiðanda myndarinnar. Upphaflega var ætlunin að Einn.0 yrði tekin hér á landi og í Kanada, þar sem Marteinn býr og hefur starfað að undanförnu. Kostnaðurinn reyndist óviðráðanlegur og því var horfið til Rúmeníu þar sem verðlag er hvað hagstæðast nú um stundir í Evrópu. Lítið hefur kvisast út um efnið ann- að en að vísindaskáldsöguleg spennu- mynd mun vera á ferðinni og aðalper- sónan er starfsmaður á auglýsinga- stofu sem verður tilraunadýr í tengsl- um við eitt stórverkefna stofunnar. Hollywood-leikararnir Jeremy Sisto (Röng beygja – Wrong Turn, Þrettán – Thirteen ), (báðar ’03) og Deborah Unger (sem við sáum fyrir skömmu í Salton hafinu (The Salton Sea), fara með aðalhlutverkin. Höfðingjarnir Lance Henriksen og Udo Kier fara með stæstu aukahlutverkin, þeir eru valin- kunnir kappar sem sett hafa svip á margar óvenjulegar myndir í gegnum tíðina. Henriksen stóð sig vel í Alien- myndunum; Púðri (Powder), Sá snöggi og sá dauði (The Quick and the Dead) og Tortímandanum (The Term- inator), svo nokkrar séu nefndar. Furðufuglinn Þjóðverjinn Kier hef- ur m.a. sést að undanförnu í myndum Gus Van Sant og Lars von Trier. Marteinn og Renfroe hafa starfað sam- an við gerð auglýsinga og hljómlistar- myndbanda, m.a. Súkkat – Vont en það venst. Einn.0 er hinsvegar fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem þeir leikstýra. Auk þess skrifa þeir hand- ritið og klippa myndina eins og fram hefur komið. Marteinn og Renfroe gera sér vonir um að frumsýna Einn.0 að hausti, samtímis í Kanada og á Ís- landi. Einn.0 fékk úthlutað 10 millj- ónir í framleiðslustyrk frá Kvik- myndamiðstöð Íslands þ. 10. júlí. Einn.0 Marteinn Þórsson að ljúka við mynd í Hollywood Kvikmyndagerðarmennirnir Marteinn Þórsson og félagi hans, Jeff Renfro, hafa lokið tökum á spennumyndinni Einn.0 (One.0), sem staðið hafa í tvo og hálfan mánuð í Rúmeníu. Félagarnir eru u.þ.b. að byrja að klippa efnið í Los Angeles.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.