Morgunblaðið - 17.08.2003, Page 19

Morgunblaðið - 17.08.2003, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 C 19 TINDFJALLAJÖKULLrís upp af Fljótshlíð inn-anverðri. Tindar hansog hnúkar standa upp úrhjarnbreiðunni og er Ýmir þeirra hæstur, 1462 m. Úr skriðjöklum Tindfjallajökuls falla ár og heitir sú Valá er fellur um Aust- urdal niður í Eystri-Rangá. Aust- urdalur er nánast lokaður dalur, yfirskyggður staður, en fagur og gróðursæll. Guðmundur frá Miðdal segir í árbók F.Í 1960, Suðurjöklar, að Austurdalur sé ,,afareinkennileg- ur og fagur. Þar hafa skriðjökull, jökulár og klettarið háð sína baráttu um aldir, skilið eftir öldur, urðir og stórgrýti.“ Laugardaginn 19. júlí síðastliðinn fór Ferðafélag Íslands í fyrstu skipulagða ferð sína í Austurdal og má af því marka að dalurinn er fá- farinn. Fararstjórinn, Gunnar Sæ- mundsson, er Rangæingur og hafði komið fyrst í dalinn sem ungur drengur og varð það upphafið að gönguferðum hans um landið. Slíkur er máttur Austurdals. Hann sagði okkur að flest örnefni þar byrjuðu á Val. Hann vakti sérstaka athygli á Saxa, dökku fjalli sunnan við Tind- fjallajökul efst í Austurdal en Saxa verður síðar getið. Leiðin lá inn á Fjallabaksleið syðri við Hafrafell og síðan ekið af leið yfir Eystri-Rangá í Lambadal sem liggur í um 300 m hæð. Slóðin var slæm síðasta spöl- inn og rútan ruggaði í ánni. Stóra-Valagil Gangan hófst klukkan ellefu eftir þriggja tíma akstur úr bænum. Sól hló í heiði. Leiðin lá fyrst upp á Klofninga meðfram Stóra-Valagili, hrikalegu gljúfri með hamraveggj- um, og hlykkjast Valá eftir því. Gilið er um tvo km á lengd en það nær að Valafelli, sem lokar nálega Austur- dal. Eftir nokkra göngu opnast sýn inn grænan dalinn, en fyrir botni hans rís hvítur Tindfjallajökull á bláum feldi og sér í Ými fyrir miðju. Tvær kvíslar að Valá falla hvor frá sínum skriðjökli. Línur landsins eru frá þessum sjónarhól ávalar og mjúkar. Suðurhlíð á hægri hönd og Valafell nær, Norðurhlíð á vinstri hönd og Valahnúkur nær. Einn ferðafélaginn sagði frá því að hann hefði staðið uppi á jöklinum fyrir nokkrum vikum og horft niður í dal- inn og óskað sér að hann mætti komast niður í hann. Hann var að vonum glaður að ósk hans hafði ræst. Gamall skriðjökulsfarvegur Fyrir rúmum fjörutíu árum stóð Guðmundur frá Miðdal uppi á Saxa og athugaði umhverfið. Sjónarhorn hans var vissulega annað og stór- brotnara en okkar sem horfum inn dalinn. Lýsing hans í árbók 1960 hefst svo: ,,Verður þá litið norður af brúninni, en þar er hengiflug ofan á skriðjökulinn, sem gengur ofan í Austurdal. Skriðjökullinn hefur sorfið norðurhlið fjallsins, svo að víða slútir bergið fram yfir jökulinn, en dalurinn er gamall skriðjökuls- farvegur, alldjúpur, barmar víða snarbrattir. Hið efra eru klettahjall- ar og malarurðir í dalbotninum, og hefur jökulsporðurinn gengið tals- vert til baka í seinni tíð. Neðar í dalnum er gróður nokkur, og rennur Valá fram með brúnum beggja meg- in.“ Niðri í dalnum óðum við Valá í miðja kálfa en héldum síðan áfram göngunni með syðri kvíslinni upp undir jökul. Vestast er dalurinn í um 530 m hæð en hækkar þegar austar dregur. Hann er um fimm km á lengd og tvo á breidd. Innar í daln- um falla fossar í gljúfri og dvöld- umst við þar nokkra stund. Við jökulrætur Við rætur jökulsins er urð og grjót og hvítfyssandi foss. Þangað lögðu nokkrir leið sína. Af hæðinni kul frá jökli og sá til Þríhyrnings í fjarska. Síðan var haldið til baka með nyrðri kvíslinni. Í miðjum daln- um við ána vöktu sérkennileg setlög, skálög, athygli okkar. Þar hjá voru nokkrar kindur á beit. Þegar við óð- um Valá var hringnum lokað. Upp sandölduna, Klofninga, var haldið og brátt hvarf dalurinn fagri sjónum okkar eins og tjald væri dregið fyrir. Sýningunni lokið. Nú var haldið stystu leið í rútuna sem hafði beðið okkar í Lambadal. Þangað komum við eftir tæplega sjö tíma göngu. Hitinn hafði verið mikill um daginn og á leiðinni heim sáum við að fé hímdi í skugga undir rofabörðum. Í Austurdal við Tindfjallajökul Austurdalur er afar ein- kennilegur og fagur dalur við Tindfjallajökul. Nýlega fór hópur frá Ferðafélagi Ís- lands dagsferð þangað og var það fyrsta hópferð fé- lagsins á þær slóðir. Gerður Steinþórsdóttir segir frá ferðinni og lýsir stað- háttum. Morgunblaðið/Gerður Skemmtileg setlög framarlega í Austurdal. Foss innst í Austurdal, við jökulræturnar. Gengið inn Austurdal með Valá á hægri hönd. Fyrir miðju Tindfjallajökull og Saxi næst honum til hægri. Höfundur hefur setið í stjórn Ferðafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.