Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 10
10 C SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hjúkrunarforstjóri Heilsugæslan Salahverfi Kópavogi Salus ehf óskar eftir að ráða hjúkrunarforstjóra til starfa að Heilsugæslunni í Salahverfi í Kópavogi. Heilsugæslan verður staðsett að Salavegi 2 í Kópavogi og er fyrst og fremst ætlað að þjóna íbúum Linda-, Sala- og Vatnsendahverfa í Kópavogi skv. samningi Salus ehf við Heil- brigðis-og tryggingaráðaneytið. Stöðin tekur til starfa í febrúar 2004. Á stöðinni verður öll almenn heilsugæsla; - læknisþjónusta, hjúkrun, mæðra-og ungbarn- aeftirlit og rannsóknarstofa. Leitað er að velmenntuðum hjúkrunarfræðingi með reynslu af heilsugæslu. Framhaldsmennt- un á sviði heilsugæslu, ljósmóðurfræða eða stjórnunar er æskileg en ekki áskilin. Hér er um að ræða spennandi starf í nýju rek- strarfyrirkomulagi innan heilsugæslunnar sem hjúkrunarforstjóri hefði tækifæri til að móta og byggja upp frá grunni. Umsóknir með upplýsingum um náms-og starfsferil skulu berast fyrir 6. sept. nk. til Guðjóns Magnússonar, Nýsir hf, Flatahrauni 5a, 220 Hafnarfirði, sími 540 6380, e-mail gudjon@nysir.is sem einnig veitir frek- ari upplýsingar um starfið. Sýslumaðurinn á Patreksfirði Skrifstofumaður Starf skrifstofumanns við embætti sýslumannsins á Patreksfirði er laust til umsóknar Starfið felst m.a. í símsvörun, útgáfu þinglýs- ingarvottorða, aflýsingu skjala, skjalavörslu, umsjón með lögskráningu sjómanna, útgáfu atvinnuskírteina, umsóknum um ökuskírteini, vegabréf o.fl. Góð tölvukunnátta er nauðsyn- leg. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags ríkisstofnana og ríkissjóðs. Kon- ur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Skriflegum umsóknum, er tilgreina aldur, menntun og fyrri störf, skal skilað til Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns, fyrir 5. september nk. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst í september. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 22. ágúst 2003. Þórólfur Halldórsson. Trésmiðir, píparar gröfumenn, byggingaverkamenn Vegna aukinna verkefna óskar JB Bygginga- félag eftir að ráða trésmiði, pípara, gröfumenn og byggingaverkamenn. Nánari upplýsingar gefur Magnús Kristjánsson í síma 544 5333 og Kristján Yngvason í síma 693 7005 Umsóknir berist til skrifstofu JB Bygginga- félags, Bæjarlind 4. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu félagsins www.jbb.is eða senda umsókn með tölvupósti á magnus@jbb.is . Hjá JB Byggingafélagi er boðið er uppá góða starfsaðstöðu og líflegt starfsmannafélag. Næg verkefni eru framundan. Vestmannaeyjabær Skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar embætti skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarfulltrúi er fram- kvæmdastjóri skipulags- og byggingarnefndar. Hann skal annast skipulagsmál, gefur út fram- kvæmdaleyfi og annast eftirlit með því að framkvæmdir séu í samræmi við útgefin leyfi. Skipulags- og byggingarfulltrúi skal uppfylla skilyrði 48. og 49. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Um- sækjandi skal hafa að lágmarki tveggja ára starfsreynslu, sem skipulags- og byggingar- nefnd metur gilda. Starfið hentar konum sem körlum. Nauðsyn- legt er að viðkomandi hafi góða þekkingu á tölvuvinnslu og reynslu af byggingareftirliti. Nánari upplýsingar veitir Frosti Gíslason, fram- kvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmda- sviðs, í síma 488 5030 og Jökull Pálmar Jóns- son, skipulags- og byggingarfulltrúi, í síma 488 5030. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda til: Vestmannaeyjabær, Kirkjuvegi 50, 900 Vestmannaeyjum. STÖRF VIÐ SÉRKENNSLU HJÁ LEIKSKÓLUM REYKJAVÍKUR Engjaborg, Reyrengi 11 Upplýsingar veitir Valborg Guðlaugsdóttir leikskólastjóri í síma 587 9130. Garðaborg, Bústaðavegi 81 Upplýsingar veitir Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri í síma 553 9680. Hamrar, Hamravík 12 Upplýsingar veitir Erna Jónsdóttir leikskólastjóri í síma 577 1240. Rauðaborg, Viðarási 9 Upplýsingar veitir Ásta Birna Stefánsdóttir leikskólastjóri í síma 567 2185. Leitað er að starfsmönnum sem hafa góða samstarfshæfileika og búa yfir skipulögðum og nákvæmum vinnubrögðum. Störfin eru þegar laus. Veitt er fræðsla og þjálfun í starfi Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskólum, á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, sími 563 5800 og á vefsvæði www.leikskolar.is Leikskólasérkennarar, þroskaþjálfar og/eða fólk með menntun og reynslu á sviði sérkennslu óskast til starfa í eftirtalda leikskóla:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.