Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 6
KNATTSPYRNA 6 B MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ARNAR Gunnlaugsson, besti maður vallarins í gær, var himinlifandi með frammistöðu KR gegn Fylki. „Það var frábært að sigra Fylki 4:0 og auðvitað er mjög gaman að hafa skorað þrennu. Það var kom- inn tími til fyrir mig að minna á mig. Það eru spennandi tímar framundan með KR og landsliðinu og ég vona að með frammistöðu minni í dag hafi ég sýnt að ég er tilbúinn í slaginn. Ég hef verið dálítið óheppinn í sumar með meiðsli og ég vona að þau séu núna að baki. Það skiptir öllu máli að sleppa við meiðsli ef maður ætlar að leika vel og það gildir alls staðar, sama hvort mað- ur leikur á Bretlandi, í Armeníu eða á Íslandi,“ sagði Arnar. Það gekk allt upp hjá KR. „VIÐ ætluðum að spila að okkar hætti og gera það sama og við gerðum fyrir leikin við Þrótt – verjast vel og fá á okkur fá m – en það virðist ekki hafa gengið upp í sí ustu tveimur leikjum. Þetta var aðeins skárra en síðast en samt fengum við á ok fjögur mörk. Við eigum erfitt með að sæk og fáum á okkur ódýr mörk en KR var be liðið í dag, það er ljóst,“ sagði Þórhallur Dan Jóhannsson í Fylki eftir leikinn. Han sagði ekki neitt ókeypis hjá KR. „KR-inga fengu tvö færi og tvö mörk í byrjun og þa er erfitt að komast inn í leikinn eftir svol is en við eigum að vera með sterkara lið svo að við brotnum við það. Þegar KR-ing eru komnir með tveggja marka forskot g þeir það ekki svo glatt frá sér. Þeir spilu mjög vel í dag og við þurftum að eiga við gott lið á meðan við vorum lélegir. Ef ég vissi skýringuna á þessum úrslitum væri búinn að koma með hana fram en við ver um að hysja upp um okkur brækurnar og taka næsta leik. Annað kemur ekki til greina. Það eru bara fjögur stig í KR og í pottinum, við skulum sjá hvernig það ge ur.“ Þórhallur segir liðsandann samt í lagi. „Það er verið að tala mikið um pressuna okkur en við hugsum minnst um það. And í Árbænum er góður eins og alltaf, menn hafa verið í boltanum lengur en eitt ár og verða bara að halda áfram og bera höfuð hátt. Ef það á að stinga höfðinu í sandinn vinnum við ekki neina leiki,“ sagði Þórha ur. Hann kom inn á á 35. mínútu þegar Björn Viðar Ásbjörnsson meiddist. „Það e ekki oft sem maður situr á tréverkinu en varð að bíta í það súra epli í dag. Það hef verið gaman að koma inn á og breyta ein hverju en það virtist ekki ganga vel. Við náðum að vísu að bæta leik okkar síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik en svo fór leik urinn í sama farið eftir hlé.“ Segja má með sanni að upphafið íleik toppliðanna í Frostaskjóli hafi verið beint framhald hjá Fylk- ismönnum frá því í leiknum við Þrótt á dögunum þar sem þeir steinlágu á heimavelli, 5:1. Fylkismenn fengu kjaftshögg strax á 5. mín. þegar Arn- ar Gunnlaugsson skoraði gott mark og rothöggið kom 5 mínútum síðar þegar Veigar Páll skallaði laglega yfir Kjartan Sturluson. Glæsileg byrjun meistaranna en Fylkismenn vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið. Mótlæt- ið fór greinilega nokkuð í skapið hjá Fylkismönnum því þrívegis með stuttu millibili þurfti Egill Már Mark- ússon að lyfta gula spjaldinu á loft til handa Fylkismönnum. Þessi frábæra byrjun KR-inga efldi mjög sjálfs- traustið í þeirra herbúðum og leik- menn eins og Einar Þór Daníelsson, sem hefur átt misjöfnu gengi að fagna í sumar, sýndi gamalkunna takta á vinstri kantinum sem stuðnings- mönnum KR líkaði vel. Fylkismenn voru eðlilega slegnir út af laginu og segja má að allt leikskipulag þeirra hafi fuðrað upp með þessari byrjun. Sigurvin Ólafsson var ekki nema hársbreidd frá því að gera endanlega út um leikinn á 15. mínútu en Kjartan Sturluson varði með naumindum aukapsyrnu hans af löngu færi. Á 35. mínútu þurftu Fylkismenn að stokka upp í sínu liði. Björn Viðar Ásbjörns- son fór meiddur af velli og Þórhallur Dan Jóhannsson leysti hann af hólmi en Þórhallur var óvænt tekinn út eftir skellinn á móti Þrótti. Innkoma Þór- halls varð til þess að Fylkismenn fóru í leikkerfið 3:5:2 og það sem eftir lifði fyrri hálfleiks náðu Árbæingar heldur að rétta úr kútnum. KR-ingar færðu sig aftar á völlinn og gáfu Fylkis- mönnum eftir miðjuna og fyrir vikið var atburðarásin mikið inná vallar- helmingi KR. Minnstu munaði að Veigar Páll skoraði þriðja markið undir lok hálfleiksins en skot hans fór naumlega yfir. KR-ingar voru ekkert á því að slaka á klónni í seinni hálfleik. Þeir byrjuðu hann með krafti og það kom kannski ekki á óvart þegar Arnar skoraði þriðja markið eftir góðan undirbúning Veigars á 53. mínútu. Fáeinum mínútum síðar slapp Sævar Þór Gíslason innfyrir vörn KR-inga en Kristján Örn Sigurðsson sýndi enn og aftur hvers megnugur hann er en þessi öflugi varnarmaður frá Akur- eyri bjargaði á síðustu stundu og ekki í fyrsta sinn í sumar. Síðasti hálftím- inn var eign KR-inga eins og hann lagði sig. Fylkismenn játuðu sig sigr- aða. Þeir hengdu haus inni á vellinum en KR-ingar gátu skemmt stuðnings- mönnum sínum með frábærum tökt- um og hvað eftir annað yljuðu Arnar og Veigar Páll áhorfendum með mögnuðum tilþrifum. Arnar kórónaði svo frábæran leik sinn og KR-inga þegar hann fullkomnaði þrennu sína og stórsigur vesturbæjarliðsins með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. KR-liðið átti skínandi leik, hvar sem á það er litið og leikurinn hlýtur að teljast sá besti sem það hefur spil- að í sumar. Leikgleðin geislaði af leik- mönnum KR-inga og á meðan Fylk- ismenn voru að puða hver í sínu horni unnu KR-ingar hver fyrir annan út um allan völl. Að öðrum ólöstuðum var Arnar Gunnlaugsson maður leiks- ins. Fylkismenn réðu lítt við hann og Veigar Pál Gunnarsson og það er ekki nema eðlilegt að stuðningsmenn KR- inga og fleiri vilji sjá þá í landsliðiðinuí leikjunum við Þjóðverja. Kristján Örn Sigurðsson átti enn stórleikinn í vörninni og þá er vert að geta fram- lags Kristins Hafliðasonar en hann og Sigurvin réðu ferðinni á miðju vall- arins, Sigurvin skapandi að venju og Kristinn ódrepandi vinnuþjarkur. KR-liðið var afar samstiga, vörnin geysiörugg, miðjuspilið gott og fram- herjarnir stöðug ógnun fyrir varnar- menn Fylkis sem höfðu engin ráð gegn þeim. Titillinn í sjónmáli hjá KR sem engum þarf að koma á óvart þeg- ar mið er tekið af mannskapnum sem liðið hefur úr að moða. Um Fylkisliðið þarf ekki að fara mörgum orðum. Það átti dapran dag og menn hljóta að spyrja sig hvað hrjáir það þessa dagana. Árbæingar fengu að vísu kalda vatnsgusu yfir sig í byrjun leiks og náðu eftir það ekki að hrista úr sér hrollinn en það mátti glöggt greina í upphafi leiks að leik- menn Fylkis báru allt of mikla virð- ingu fyrir KR-ingum og virtust í raun lafandi hræddir við þá. Vörnin, sem lengst af í sumar hefur verið sú sterk- asta í deildinni, er eins og gatasigti þessa dagana, lykilmenn á miðjunni, Sverrir og Finnur, virka mjög þungir og hinu fótfráu framherjar, Sævar Þór og Haukur Ingi, ná ekki að stilla saman strengi sína og eru hreinlega ekki á skotskónum. Á meðan ágúst og september eru mánuðir sem Fram- arar vakna til lífsins fer allt í handa- skolum hjá Fylkismönnum og þriðja árið í röð stefnir í að þeir gefi eftir á lokasprettinum og sjái titilinn hafna annars staðar en í Árbænum. KR vart stöðv- að úr þessu Arnar Gunnlaugsson var skrefi á undan varnarmönnum Fylkis. Arna ÍSLANDSBIKARINN verður um kyrrt í bikarasafni KR-inga ef marka má frammistöðu liðsins í uppgjöri toppliðanna, KR og Fylkis, í Frostaskjóli í gærkvöld. KR-ingar sýndu sannkallaða meistaratakta og sigruðu, 4:0, og stigu þar með stórt skref í átt að Íslandsmeist- aratitlinum annað árið í röð. KR-liðið í heild lék afburðavel en þó enginn betur en Arnar Gunnlaugsson en hann kom við sögu í öllum mörkum KR – skoraði þrennu og lagði það fjórða upp. Guðmundur Hilmarsson skrifar Vinnum ekki leik ef við stingum höfðinu í sandin KR-ingar með fjögurra stiga forskot eftir stórsigur í uppgjöri toppliðanna KR 4:0 Fylkir Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 15. umferð KR-völlur Sunnudaginn 24. ágúst 2003 Aðstæður: Hægur vindur, skýjað og milt. Völlurinn blautur en góður. Áhorfendur: 3.673 Dómari: Egill Már Mark- ússon, Grótta, 5 Aðstoðardómarar: Guðmundur H. Jónsson, Ein- ar Guðmundsson Skot á mark: 12(8) - 12(3) Hornspyrnur: 1 - 4 Rangstöður: 3 - 3 Leikskipulag: 4-3-3 Kristján Finnbogason M Jökull I. Elísabetarson M Gunnar Einarsson M Kristján Örn Sigurðsson MM Sigursteinn Gíslason M (Kristinn Magnússon 86.) Sigurvin Ólafsson M Kristinn Hafliðason M Bjarki B. Gunnlaugsson M Veigar Páll Gunnarsson MM Arnar B. Gunnlaugsson MMM (Sölvi Davíðsson 83.) Einar Þór Daníelsson M (Garðar Jóhannsson 66.) Kjartan Sturluson Helgi Valur Daníelsson M Kjartan Antonsson (Ólafur Páll Snorrason 74.) Hrafnkell Helgason Gunnar Þór Pétursson Finnur Kolbeinsson Ólafur Ingi Skúlason M (Arnar Þór Úlfarsson 65.) Sverrir Sverrisson Sævar Þór Gíslason Haukur Ingi Guðnason Björn Viðar Ásbjörnsson (Þórhallur Dan Jóhannsson 35.) 1:0 (5.) Einar Þór Daníelsson fékk laglega sendingu frá Sigurvini Ólafssyni á vinstri kantinn. Einar lagði knöttinn vel fyrir og sendi fasta sendingu inn á vítateiginn og þar kom Arnar Gunnlaugsson á fleygiferð og skor- aði frá markteig. 2:0 (10.) Veigar Páll Gunnarsson skoraði með glæsilegri kollspyrnu eftir hárná- kvæma fyrirgjöf Arnars Gunnlaugssonar frá vinstri kanti. 3:0 (53.) Veigar Páll tætti vörn Fylkis í sig. Hann lagði knöttinn fyrir Arnar Gunn- laugsson sem skoraði með föstu skoti sem fór í stöng og inn. 4:0 (80.) Arnar Gunnlaugsson fullkomnaði þrennu sína með glæsimarki beint úr aukaspyrnu af um 25 metra færi. Hann skrúfaði boltann yfir varn- arvegginn og í bláhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir Kjartan Sturlu- son, markvörð Fylkis. Gul spjöld: Kjartan Antonsson, Fylki (16.) fyrir brot  Finnur Kolbeinsson, Fylki (19.) fyrir brot  Ólafur Ingi Skúlason, Fylki (29.) fyrir hendi  Sverrir Sverrisson, Fylki (48.) fyrir brot  Veigar Páll Gunnarsson, KR (88.) fyrir leikaraskap  Rauð spjöld: Engin Gleði ríkti á meðal stuðningsmanna KR með frammistöðuna. „Við spiluðum mjög vel en ég hef alltaf sagt að þegar við erum með fullskipað lið standist ekkert lið á Íslandi okkur snúning. Við höfum nánast aldrei getað stillt upp okkar sterkasta liði í sumar en þeg- ar allir eru leikfærir getum við spilað frábæran fót- bolta.“ Tryggðuð þið ykkur titilinn í dag? „Nú erum við komnir með fjögurra stiga forskot á Fylki og það eru aðeins þrír leikir eftir. Ég held að það sé hægt að segja að það væri slys hjá okkur ef við myndum ekki halda Íslandsmeistaratitlinum í Vesturbænum. Við eigum hins vegar eftir mjög erf- iða útileiki þannig að þetta er ekki enn öruggt hjá okkur en við tókum í dag stórt skref í átt að titl- inum.“ Kominn tími til að minna á sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.