Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 12
Glæsilegt hjá Klüft SÆNSKA stúlkan Carolina Klüft varð heimsmeistari í sjöþraut kvenna á HM í Par- ís í gær. Hún hlaut samtals 7.001 stig og er þriðja frjáls- íþróttakonan sem kemst yf- ir 7.000 stig í greininni í sögunni. Um leið bætti hún eigið Norðurlandamet veru- lega. Klüft, sem er tvítug, bætti persónulegan árangur sinn í sex greinum af sjö. Eunice Barber frá Frakk- landi varð önnur og Natalya Sazanovich frá Hvíta- Rússlandi þriðja. Klüft var aðeins sjö stig- um frá Evrópumetinu í greininni sem Rússinn Lar- isa Nikitina á en það setti hún fyrir 14 árum. Í síðustu greininni, 800 m hlaupi, lagði Klüft allt í sölurnar til að bæta Evrópumetið en tókst ekki þrátt fyrir hetju- legan endasprett. Barber hlaut samtals 6.755 stig og Sazanovic 6.524 stig. Heimsmeistarinn frá því fyrir tveimur árum, Jelena Prokhorova frá Rússlandi, varð að gera sér fjórða sætið að góðu með 6.452 stig og ólympíu- meistarinn Denise Lewis frá Bretlandi varð að gera sér fimmta sætið að góðu.  DARREL Brown frá Trinidad og Tobago bætti heimsmet ungmenna í 100 metra hlaupi á Heimsmeistara- mótinu í París í gær um 0,05 sek- úndur er hann hljóp á 10,01 sekúndu í undanúrslitum. Gamla metið átti Dwain Chambers frá Bretlandi og setti hann það árið 1997. Brown er aðeins 18 ára og var heimsmeistari unglinga í greininni í fyrra.  EÞÍÓPUMENN unnu þrefaldan sigur í 10.000 m hlaup karla í gær. Þá kom Kenenisa Bekele fyrstur í mark á nýju mótsmeti á 26.49,57 mínútum. Heimsmethafinn Haile Gebreselass- ie varð annar á 26.50,77 og Sileshi Sihine kom þriðji í markið á 27.01,44.  AHMAD Abdullah Hassan varð í fjórða sæti á 27.18,28 en öllum til undrunar náðu Kenýamenn aðeins fimmta sætinu. Það var Cheruiyot John Korir á 27.19,94. Kenýamenn hafa verið í verðlaunasæti í 10.000 m hlaupi á öllum heimsmeistaramótum nema því fyrsta árið 1983 í Helsinki.  TVEIMUR keppendum var vísað úr keppni í milliriðlum í 100 m hlaupi karla í gær, þeim Assafa Powell frá Jamaíku og John Drummond frá Bandaríkjunum. Þeir voru báðir taldir hafa þjófstartað, en áður hafði Dwight Thomas, Jamaíku, þjóf- startað. Samkvæmt nýjum reglum skal þeim vísað úr keppni sem þjóf- starta öðru sinni í sama hlaupi og það átti við um Powell og Drum- mond.  MIKIL rekistefna varð í framhaldi af brottvísun Drummonds og mót- mælti hann og fleiri óspart. Dómin- um varð ekki hnikað og varð Drummond að bíta í það súra epli að hætta keppni. Í framhaldinu var keppni í þessum riðli milliriðlanna frestað um tíma. Þegar loks átti hefja keppni í honum mótmæltu áhorfendur svo ákaflega að það tók um 20 mínútur að koma ró á mann- skapinn, sem þótti greinilega mjög brotið á Drummond. FÓLK Þórey Edda reyndi fyrst við 4,25metra. Hún fór yfir þá hæð í annarri tilraun. Hún lét hækka rána í 4,35 m og tókst að fara yfir þá hæð í fyrstu tilraun sem veitti henni keppnisréttinn í úrslitunum. „Ég er rosalega ánægð með að vera í úrslitunum enda stefndi ég að því. Ég fann mig virkilega vel og ég held ég megi segja að ég hafi sjaldan verið í betra formi. Það gekk allt upp. Atrennan var hröð hjá mér og bæði aðstæður og stemningin á vellinum hjálpuðu mér. Sjálfstraustið er mikið og ég vissi að ég gæti farið áfram,“ sagði Þórey Edda í samtali við Morg- unblaðið í gær. Spurð um hvort hún hafi sett sér markmið fyrir úrslitin í kvöld segir Þórey: „Þetta er bara ný keppni sem tekur við en ég hef í sjálfu sér ekki sett mér nein markmið. Héð- an af er hvert sæti upp á við bón- us.“ Þórey Edda varð sjötta á heims- meistaramótinu í Edmonton fyrir tveimur árum en skyldi hún ná að bæta þann árangur? „Auðvitað yrði það gaman en ég held að það sé svolítið fjarlægur draumur. En maður veit aldrei. Ég ætla a.m.k. að reyna að gera mitt besta og svo verðum við bara að sjá hverju það skilar.“ Þórey segir að byrjunarhæðin í úrslitunum verði 4,10 metrar. Hún reiknar með að byrja í 4,25 metr- um líkt og hún gerði í undankeppn- inni. „Ég held að slagurinn um gull- verðlaunin standi á milli Rússanna Isinbajevu og Feofanovu en ég hef ekki trú á að Stacy Dragila blandi sér í þá baráttu.“ Stangarstökkvararnir tólf sem keppa til úrslita í dag eru: Þórey Edda, Svetlana Feofanova, Jelena Isinbajeva og Jelena Belyakova, allar frá Rússlandi, Yvonne Busc- baum og Annika Becker frá Þýska- landi, Stacy Dragila og Mary Sauer frá Bandaríkjunum, Shuying Gao frá Kína, Marie Poisonnier frá Frakklandi, Monika Pirek frá Pól- landi og Naroa Agirre frá Spáni. Fékk gull nýkominn úr banni Hvít-Rússinn Andrei Mikhnevich varð hlutskarpastur í kúluvarpi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. Mikhnevich, sem losnaði undan tveggja ára keppnisbanni vegna ólöglegrar lyfjaneyslu fyrir þremur vikum, náði sínu besta kasti frá upphafi, 21,59 metrar, og það dugði til sig- urs og um leið vann Hvít-Rússinn sinn fyrsta sigur á stórmóti. Bandaríkjamaðurinn Adam Nelson hlaut silfurverðlaun, líkt og á Ól- ympíuleikunum í Sydney, með 21,26 metra kasti og bronsverð- launin féllu Úkraínumanninum Júrí Bilonog í skaut en hann varpaði kúlunni 21,10 metra. Bandaríkjamaðurinn John God- ina sem stefndi að sínum fjórða heimsmeistaratitli varð að láta sér lynda níunda sætið en hann gerði ógilt í fyrstu tveimur köstum sín- um og kastaði svo aðeins 19,84 metra í þriðja kastinu. „Ég trúi því varla ennþá að ég hafi unnið og eigi að taka við gull- verðlaunum,“ sagði Mikhnevich þegar úrslitin í kúluvarpinu lágu ljós fyrir. Hvít-Rússinn hefur haldið fram sakleysi sínu en ólögleg lyf fundust í þvagi hans eftir heimsmeistara- mótið í Edmonton í Kanada fyrir tveimur árum en þá hafnaði hann í 10. sæti. „Ég nýtti bannið til að æfa og æfa og ég lagði virkilega hart að mér. Nú er ég kannski að upp- skera laun erfiðisins,“ sagði Mikhnevich. Hefur sjaldan verið í betra formi ÞÓREY Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH, keppir síð- degis í dag til úrslita á heims- meistaramótinu í frjálsum íþróttum í París og hefst keppn- in klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Þórey Edda tryggði sér keppnisréttinn í úrslitunum með því að fara yfir 4,35 metra. 11 stúlkur komust yfir þá hæð en það dugði tólfta og síðasta stökkvaranum inn í úrslitin að fara yfir 4,25 metra til að kom- ast í úrslitakeppnina. Reuters Þórey Edda Elísdóttir í undankeppni stangar- stökksins á heimsmeist- aramótinu á laugardaginn. Hún verður í eldlínunni í úrslitunum í dag. Reuters Carolina Klüft, til hægri, tekur við hamingjuóskum frá ein- um andstæðinga sinna, Eunice Barber, eftir að hafa unnið sjöþrautarkeppnina í gærkvöldi. Þórey Edda Elísdóttir keppir til úrslita í stangarstökki á HM í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.