Morgunblaðið - 14.09.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.09.2003, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Þ að er í sjálfu sér nóg að rölta um götur Mílanó, horfa á fjölbreytilegan arkitektúr borgarinnar og stinga sér annað slagið inn í port, verslanir eða kaffihús til að kynnast ólíkri menn- ingu og venjum. Upptalning mín á gönguferðinni um miðborgina einkennist af versl- unum og veitingahúsum en það er einfaldlega vegna þess að það er auð- veldara í ókunnugri borg að finna sjálfur söfn og frægar byggingar en góð veitingahús og skemmtilegar búðir. Centro storico er innsti kjarni Mílanó ef svo má að orði komast og elsta hverfi borgarinnar. Ef lagt er af stað frá Duomo liggja þaðan nokkrar göngugötur eins og og að- alverslunargata Mílanó, corso Vitt- orio Emanuele. Hér er krökkt af búðum og kaffihúsum. Athugið fyrst verðið áður en þið setjist niður því þessi kaffihús eru oft mjög dýr og á ítölskum kaffihúsum kostar oft meira að drekka sitjandi en stand- andi við barborðið. Það er alltaf mik- ið líf í miðborginni og oft eru þar götulistamenn, sölumenn og misgóð- ir tónlistarmenn sem reyna eftir fremsta megni að næla sér í smá pen- ing. Flestar búðir í miðborginni eru opnar alla daga vikunnar frá klukkan 10 til 19:30. Bílastæði eru dýr í mið- borginni og vandfundin svo að það er best að þvælast um með neðanjarð- arlestinni eða bara ganga, því mið- borgin er alls ekki svo stór. 3.400 styttur prýða dómkirkjuna Dómkirkjan eða Duomo, er tákn borgarinnar og ein stærsta trúarlega bygging Evrópu. Bygging kirkjunn- ar hófst 1386 og var henni ekki lokið fyrr en 1966. Hún er mjög heillandi, einföld að innan en stórkostleg að ut- an og hvorki meira né minna en 3.400 styttur prýða hana. Það er mjög gaman að fara uppá þak kirkjunnar og virða fyrir sér útsýnið yfir Mílanó. Það er stundum sagt að heill fót- boltavöllur gæti komist fyrir á þaki kirkjunnar. Við hlið dómkirkjunnar er galleria Passerella, sem er yfirbyggð göngu- gata og þar er dýrt að fá sér kaffi- bolla eða að borða. Þar er m.a. mynd af nauti steypt í gangstéttina og ef þið snúið ykkur heilan hring á tippi nautsins mun ykkar bíða gæfa! Í þessari göngugötu er m.a. Levi’s- búðin, bókabúðir og fleira áhugavert. Galleria Passerella liggur að piazza della Scala eða hinu marg- fræga óperuhúsi Scala. Óperuhúsið lætur lítið yfir sér að utan en innan dyra er það stórglæsilegt. Vinstra megin við óperuna er safn óperunnar fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Við hliðina á Scala er kaffihús tískuhönnuðarins Trussardi eða Marino alla Scala sem aðallega er stundað af fjármálasnillingum Míl- anó enda er verðbréfahöllin hinum megin við hornið. Klassískur staður sem hentar bæði til morgunverðar, hádegisverðar og til að fá sér lyst- auka að kvöldi. Stórskrítnir viðskiptavinir En aftur að verslunargötum mið- borgarinnar. Corso Vittorio Em- anuele liggur að torginu san Babila og corso Venezia og þar eru aðallega verslanir með fínum merkjum en líka með ódýrari búðum eins og Ben- etton, Zara og Stefanel. Við göturnar via della Spiga, via del Gesú, via Borgospesso, via Santo Spirito og via Montenapoleone finnið þið hins vegar frægustu og dýrustu merki Ítala eins og Dolce & Gabb- ana, Miu Miu, Prada og svo fram- vegis. Það er þess virði að ganga þessar götur þó að buddan sé tóm, til að láta sig dreyma og virða fyrir sér margbreytilega og stórskrítna við- skiptavini þessa hverfis. Via Manzoni er síðan önnur versl- unargata á sama svæði en í dýrari kantinum, þar er m.a. verslun Paul Smith og verslunarmiðstöð Armani sem er þess virði að heimsækja. Verslunarmiðstöð Armani leynir á ýmsu; bókaverslun, blómaverslun, fötum og húsgögnum. Eftir heim- sóknina til Armani er tilvalið að fá sér snarl eða kaffi og með því á Arm- ani café. Ef ætlunin er að fá sér kvöldmat á veitingastaðurinn Nobu betur við. Eldhúsinu á Nobu er stjórnað af einum af besta kokki heims, Nobuyuki Matsuhisa. Þessi japanski veitingastaður, sem er einn af þeim vinsælustu í borginni, er í dýrari kantinum en þess virði. Ef hungrið steðjar að meðan gengið er um fínni verslunargötur Mílanó er ekki annað hægt en að kíkja við hjá Luini sem er einn fræg- asti „panzerotti“ staður Mílanóbúa. Panzerotti er steikt brauð með moz- arellaosti og tómat inni í, gómsætt og þess virði að prufa. Eini gallinn er að það þarf að borða úti á götu. Rétt hjá Luini er lítið torg með bekkjum þar sem hægt er að borða í ró og næði. Stjörnusafn í garðinum Við corso Venezia er einn af görð- um Mílanó, parco Venezia, þar er fínt að ganga um til að losna augnablik við umferðaröngþveitið eða bara til að fá sól á kroppinn. Í garðinum er til dæmis gamalt stjörnusafn il Planet- ario Ulrico Hoepli. Það er alltaf mik- ið af fólki í þessum garði og enginn kippir sér upp við það ef fólk leggst í sólbað. Rétt hjá þessum garði er gamalt og virt hótel, Hótel Diana. Það þarf að ganga í gegnum móttökuna á Hót- el Diana til að komast út í risastóran og stórglæsilegan bakgarð þar sem vinsælt er að fá sér lystauka eftir langan vinnudag. Eins og gengur og gerist með bari í Mílanó er boðið upp á ókeypis snarl með, í þetta skiptið framleitt af kokkum hótelsins og er óþarfi að borða kvöldmat eftir við- komu á Diana. Við hliðina á garðinum er „Pac“, sem er einn af viðurkenndustu sýn- ingarsölum Mílanó. Þar eru oft spennandi sýningar. Gamalt listamannahverfi Ef farið er nú til baka til Scala og gengið niður götuna hægra megin við Scala er komið í hverfi sem heitir Brera, via Brera, via Fiori Chiari, via Solferino. Brera er gamalt lista- mannahverfi sem gaman er að skoða og mæli ég sérstaklega með heim- sókn að kvöldi til þegar líf færist í hverfið og ólöglegir innflytjendur sópast að til að selja ólöglegan varn- ing, svo sem merkjatöskur á niður- settu verði. Þarna eru líka mörg kaffihús þar sem hægt er að sitja úti. Meðal þeirra er frægt kaffihús, Jam- aica, þar sem sami andinn ríkir og 1921 þegar kaffihúsið var opnað. Margir frægir listamenn Ítala hafa vanið komur sínar í hverfið um árin enda er listaakademían í 100 metra fjarlægð. Í Brera eru einnig margar skemmtilegar verslanir og margar antíkbúðir. Heimatilbúinn matur Það er kominn tími til að benda á ekta ítalskt veitingahús. Í hjarta borgarinnar er veitingastaðurinn trattoria Bagutta sem er nærri sjötíu ára gamall staður og hluti af kúltúr borgarinnar. Það er nauðsynlegt að fara þangað til að smakka heima- tilbúinn mat og til að virða fyrir sér óborganlegt umhverfi sem einkenn- ist m.a. af einstökum römmum á veggjunum með gömlum matseðlum og gömlum myndum. Sissi er ítölsk kona gift Afríku- manni og eigandi einnar þekktustu kökubúðar Mílanó, Pasticceria Sissi. Þjónarnir, sem eru Afríkumenn, ein- kenna þennan litla bleika sælkera- stað. Fín kökubúð og um leið kaffi- hús og tilvalið til að fá sér morgunmat, enda eru hér bæjarins bestu morgunbrauð Ítala sem kallast brioche og ekki er verra að lítill bak- garður gerir allt ennþá notanlegra. Það er gaman að heimsækja Cast- ello Sforzesco sem er kastali frá því um 1400, við enda via Dante. Innan veggja hans er m.a. að finna forn- minjasafn, hljóðfærasafn,vopnasafn og bókabúð. Auk þess er hægt að skoða kastalann sjálfan sem er sá eini sinnar tegundar í borginni. Góð veitingahús og skemmtilegar búðir Nýstárlegur bókamarkaður í Brera-hverfinu.Ávaxtasali í Naviglio-hverfinu býður viðskiptavinum sínum glæný ber og ávexti. Mílanó á Ítalíu hefur upp á margt að bjóða. Systa Björnsdóttir hefur verið búsett í borginni í ellefu ár. Hún röltir hér um miðborgina og bendir á staði sem hún heldur að Íslendingar geti haft gaman af að skoða.  Kaffihúsið Marino alla Scala Café piazza Paolo Ferrari Sími: 02/80688295 www.marinoallascala.com  Museo Teatro alla Scala piazza della Scala Sími: 02/8879473 www.teatroallascala.org  Dómkirkjan Duomo piazza del Duomo http:// web.kyoto-inet.or.jp/org/orion/ eng/hst/gothic/milanoc.html  Verslunin Fiorucci Galleria Passarella 2 Sími: 02/76022452 www.Fiorucci.it  Verslanamiðstöðin Armani via Manzoni 31 (aðalinngangur)  Veitingastaðurinn Nobu via Pisoni 1 Sími: 02/62312645  Kaffihúsið Armani café via Crocerossa 1 angolo via dei Giardini Sími: 02/62312680 www.giorgioarmani.com  Luini via S.Radegonda 16 Sími: 02/86461917 www.luini.it  Skemmtigarðurinn Parco Venezia og il Planetario Ulrico Hoepli corso Venezia 57 Sími: 02/2895785 www.milanoin.it/parchi_giard- ini/giardini_pubblici.htm www.brera.mi.astro.it/~planet  Skemmtilegt hótel að heim- sækja Diana garden (Hotel Diana) viale Piave 42 Sími: 02/20522081 www.venere.it/it/milano/ sheratondianamajestic/  Sýningarsalurinn PAC via Palestro 14 Sími: 02/76009085 www.pac- milano.org  Kaffihúsið Bar Jamaica via Brera 32 02/876723 www.- giamaicabar.it  Ítalska veitingahúsið Bag- utta via Bagutta 14 Sími: 02/76000902 www.bagutta.it  Kökubúðin Pasticceria Sissi p.zza Ris- orgimento 6 Sími: 02/76014664  Kastalinn Castello Sforzesco piazza Cairoli www.milanocastello.it Rölt um fjölbreytileg hverfi miðborgar Mílanó á Ítalíu Höfundur er búsettur í Mílanó. Apartment Hotel VALBERG Nýuppgerðar ferðamannaíbúðir í klassísku húsi frá 1903. Ertu á leiðinni til Köben? Athugaðu íbúðahótelið í miðbæ Kaupmannahafnar. Frábær nettilboð í september. Sendu inn fyrirspurn á íslensku. www.valberg.dk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.