Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 7

Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26|9|2003 | FÓLKÐ | 7 Hvernig kom það til að þið fóruð í keppnisferðalag til Bandaríkjanna? „Við vildum einfaldlega keppa við þá bestu og reyna okkur á alþjóðlegan mælikvarða.“ Hvernig gekk? „Ekki vel. Við duttum út tiltölulega snemma.“ Hvað ertu búinn að stunda þetta lengi? „Fjögur ár. Má ég spyrja hvernig þú fékkst þetta númer?“ Hjá pabba þínum. Ég ætlaði að hafa smáumfjöllun um þig í blaði sem við erum með sem heitir Fólkið. Við ætlum að taka áhuga- málið fyrir. Ertu ekki alveg til í það? „Ja ætli það ekki.“ Hvernig byrjaði þetta? „Þetta byrjaði þannig að við félagarnir vorum að leika okkur í tölvuleikjum sem við keyptum úti í búð. Við rákumst á Half Life og fórum þá að fara hver heim til annars og spiluðum saman yfir LAN [Local Area Network, tölvunet]. Svo kom Counter Strike út fyrir Half Life og þá byrjuðum við að spila Counter Strike á fullu.“ Hvenær byrjuðu svo mótin? „Mótin hjá Símanum Internet byrjuðu um svipað leyti.“ Hafið þið félagarnir ekki náð þokkalegum árangri á þeim? „Jú, unnið flest mótin, átta sinnum held ég.“ Myndirðu segja að þú værir besti Counter Strike-leikmaður lands- ins? „Ég myndi segja að ég væri í besta liðinu.“ Hversu oft stundið þið þetta í viku? „Yfirleitt hittumst við eftir kvöldmat, oftast tvisvar til sex sinnum í viku.“ Kemur þetta ekki niður á hinum venjulegu skyldum, eins og nám- inu? „Jú, það er alveg til í dæminu, ef þetta er of mikið. Ég hef samt sloppið þokkalega frá því.“ Er eitthvað framundan í Counter Strike-inu? „Nei, ekkert sérstakt núna.“ |ivarpall@mbl.is ÁRÁS OG GAGNÁRÁS Hundruð keppenda koma saman fjórum sinnum á ári í HK húsinu í Digranesi, til að reyna sig í tölvuleik. Tölvu- leikurinn heitir Counter Strike og einn af albestu Counter Strike-spilurum landsins er Gunnar Arnþórsson, sem er 17 ára. Hann fór m.a. til Dallas nýverið, til að taka þátt í Counter Strike-móti ásamt félögum sínum. ÁHUGAMÁ LIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.