Morgunblaðið - 29.09.2003, Side 2

Morgunblaðið - 29.09.2003, Side 2
KNATTSPYRNA 2 B MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Davíð Jóhannesson, þjálfari FH, og Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari KR, voru útnefndþjálfarar ársins í efstu deild karla og kvenna fyrir árið 2003 á aðalfundi Knatt- spyrnuþjálfarafélags Íslands, KÞÍ, á laugardaginn. Halldóra Vanda hefur þrisvar áður verið útnefnd þjálfari ársins, en Ólafur einu sinni áður. Valið fór þannig fram að þessu sinni að stjórn KÞÍ velur þjálfara ársins, en áður voru það þjálfarar liðanna sem kusu einn þjálfara hver. Guðni Kjartansson, Kjartan Másson og Helgi Þorvaldsson voru sæmdir gullmerki Knatt- spyrnuþjálfarafélags Íslands fyrir góða og faglega vinnu við knatt- spyrnuþjálfun í áratugi. Sigurlín Jónsdóttir, Lárus Grét- arsson og Úlfar Hinriksson fengu viðurkenningu Knattspyrnuþjálf- arafélags Íslands fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka fé- laga sinna til fjölda ára. Stjórn KÞÍ skipa Sigurður Þór- ir Þorsteinsson, Njáll Eiðsson, Jörundur Áki Sveinsson, Ómar Jóhannsson, Úlfar Hinriksson. Þórir Bergsson og Elísabet Gunn- arsdóttir. Vanda og Ólafur þjálfarar ársins ÁSTHILDUR Helgadóttir skoraði eitt marka Íslands í sigrinum á Pólverjum, 3:2, í Bydgoszcz á laug- ardaginn. Það var 18. mark hennar fyrir kvenna- landsliðið og hún er þar með orðin markahæsti A-landsliðsmaður Íslands, kvenna og karla, frá upp- hafi – hefur skorað einu marki meira en Ríkharður Jónsson gerði fyrir karlalandslið Íslands á árunum 1946 til 1965. Ásthildur er langmarkahæsti leikmaður kvenna- landsliðsins en næst á eftir henni kemur Olga Fær- seth sem skoraði sitt 11. landsliðsmark í Póllandi. Í 3.–4. sæti eru síðan Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem var í liðsstjórn íslenska liðsins í Póllandi, og Mar- grét R. Ólafsdóttir, báðar með 8 mörk. Ásthildur bætir jafnframt leikjamet sitt með landsliðinu með hverjum leik. Þetta var hennar 56. A-landsleikur en Margrét R. Ólafsdóttir kemur næst með 51 landsleik. Ásthildur fór upp fyrir Ríkharð Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ásthildur Helgadóttir SIGUR íslenska kvennalandsliðs- ins á Pólverjum á laugardaginn, 3:2, er sá fyrsti sem það vinnur á útivelli í undankeppni EM eða HM í sjö ár eða frá 5. júní 1996. Þá lagði íslenska landsliðið það hollenska, 2:0, í Den Ham, en leikurinn var liður í undan- keppni EM líkt og nú. Aðeins tveir leikmenn sem skipuðu íslenska landsliðið þá léku leikinn gegn Póllandi á laugardaginn, Ásthildur Helga- dóttir og Olga Færseth. Olga kom inn á sem varamaður gegn Hollendingum á 54. mínútu. Ást- hildur skoraði þá síðara mark Ís- lands, en hún innsiglaði sigurinn gegn Póllandi með þriðja marki íslenska liðsins. Fyrsti sigurinn á útivelli í sjö ár Eftir niðurlæginguna á Laugar-dalsvelli var þjálfara pólska liðsins sagt upp og annar ráðinn í hans stað. Helena sagði að það hefði greinilega haft góð áhrif á pólska lið- ið sem lék mun betur að þessu sinni. „Við renndum nokkuð blint í sjóinn fyrir þennan leik, við vissum að pólska liðið yrði sterkara en hér heima þar sem allt gekk upp hjá okk- ur. Þegar upp er staðið er ég fyrst og fremst ánægð með sigurinn þótt ým- islegt hefði mátt vera betra í okkar leik, þá stendur sigurinn upp úr, að leikslokum skiptir sigurinn mestu máli,“ sagði Helena. „Við erum held- ur ekki vanar að fara í leik á útivelli þar sem ætlast er til þess að við vinnum. Það er okkur ný reynsla.“ Pólverjar hófu leikinn af miklum krafti og opnuðu markareikning sinn eftir 16 sekúndur með marki sem var lík kaldri vatnsgusua framan í ís- lensku leikmennina. „Það er erfitt að „mótivera“ lið eftir 10:0 sigur þar sem allt gengur upp. Fyrir vikið er erfitt að mæta til leiks á tánum og það vorum við ekki í upphafi þessa leiks og var refsað fyrir,“ segir Hel- ena og bætir því við að markið hafi svo sannarlega vakið íslenska liðið. Olga Færseth jafnaði metin á 5. mín- útu þegar hún skallaði knöttinn í markið eftir hornspyrnu frá hægri. Áður en hálfleikurinn var úti höfðu þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði, skorað sitt hvort markið og tryggt íslenska liðinu verðskuldaða forystu. Olga var arkitektinn að marki Mar- grétar Láru. Tókst að loka öllum leiðum „Ég taldi að við værum komnar í gang í hálfleik eftir að hafa náð góðri forystu en sú varð ekki raunin. Pólska liðið var ekki af baki dottið, í því býr dugnaður og ákveðni og það veitti okkur harða keppni. Pólverj- um tókst síðan að minnka muninn á 61. mínútu og eftir það bökkuðum við ósjálfrátt, verðum taugaspenntar, hræddar við að missa niður forskot- ið. En okkur tókst að loka öllum leið- um pólska liðsins upp að okkar marki og halda þannig fengnum hlut og með það erum við alsælar. Við áttum ekki toppleik en það er ákveðið styrkleikamerki að vinna leik þar sem liðið leikur ekki vel,“ sagði Helena. Íslenska landsliðið hefur unnið þrjá leiki í undankeppninni í ár, gert eitt jafntefli og tapað einum, er með tíu stig að loknum fimm leikjum. Á næsta ári leikur það þrjá síðustu leikina, fyrsta gegn Ungverjum ytra og síðan tekur það á móti Rússum og Frökkum á heimavelli. Helena segist ánægð með afraksturinn í keppninni til þessa þótt vissulega þyki henni sárt að hafa ekki náð meira en einu stigi í leiknum við Rússa ytra. Verðum að vinna Ungverja í vor „Það hafa verið talsverðar breyt- ingar hjá okkur öllum á þessu ári. Ég kom inn í hópinn sem þjálfari, það hófst ný keppni. Við unnum heima- leikina okkar, töpuðum fyrir Frökk- um á útivelli og gerðum jafntefli við Rússa á útivelli, í þeim leik liggja tvö stig til viðbótar sem ég hefði viljað fá. Ekkert er hægt að segja við tap- inu fyrir Frökkum, að mínu mati eru Frakkar með sterkasta liðið í riðl- inum. Framhaldið í riðlinum verður spennandi ef okkur tekst að vinna Ungverja ytra næsta vor. Þann leik er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna til þess að síðustu tveimur heima- leikirnir gegn Frökkum og Rússum verði spennandi. Þá held ég að Pól- verjar geti vel gert einhverjum þjóð- um skráveifu ef þeir halda áfram að bæta við þann leik sem þeir sýndu gegn okkur að þessu sinni, þá er ég ekki farin að sjá að allir þjóðir fari með sigur af hólmi í Póllandi. Ég er fegin að vera búinn með þennan leik, hann var svo sannarlega erfiður.“ Helena segist hafa að mörgu leyti verið að móta nýtt lið. Hún hafi valið 23 leikmenn og af þeim hafi nítján leikið eitthvað í leikjum sumarsins. „Það sem stendur uppi er sú stað- reynd að við erum núna komin með stærri hóp góðra leikmanna sem banka hressilega á dyrnar. Auk þess er árangur 19 ára landsliðsins í und- ankeppni EM mjög góður og eykur enn við þá breidd sem er að myndast í kvennaknattspyrnunni. Allt er þetta afar spennandi og já- kvætt fyrir mig sem landsliðsþjálf- ara,“ sagði Helena Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna í knatt- spyrnu. Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari Fegin að þessum leik er lokið „ÞETTA var í raun og veru allt annað og betra pólskt lið sem við mættum að þessu sinni en á heimavelli á dögunum,“ sagði Helena Ólafsdóttir, landsliðþjálfari kvenna í knattspyrnu, eftir að íslenska landsliðið lagði það pólska, 3:2, í Bydgoszcz í Póllandi í undan- keppni EM og fylgdi þannig eftir 10:0 sigri á Pólverjum hér heima fyrir skömmu. Eftir sigurinn er íslenska liðið með tíu stig í efsta sæti riðilsins þegar það hefur lokið fimm leikjum. Rússar eru með 7 stig eftir 3 leiki og Frakkar hafa sex stig að loknum tveimur leikjum. Staðan í hálfleik var 3:1, Íslendingum í vil sem lentu undir eftir inn- an við hálfrar mínútu leik. Morgunblaðið/Kristinn Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði landsliðsins, fagnar hér marki gegn Pólverjum á Laugardalsvell- inum ásamt Olgu Færseth og Dóru Maríu Lárusdóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.