Morgunblaðið - 29.09.2003, Page 4
KNATTSPYRNA
4 B MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STUTTGART hefur enn ekki feng-
ið á sig mark eftir sjö umferðir í
þýsku 1. deildinni í knattspyrnu.
Gamla félagið hans Ásgeirs Sig-
urvinssonar hefur hreiðrað um sig
á toppi deildarinnar og vann sann-
færandi sigur á 1860 München á
laugardaginn, 3:0.
Johan Micoud, franski miðjumað-
urinn, skoraði eitt mark og var í að-
alhlutverki hjá Werder Bremen
sem vann botnliðið Köln, 4:1, á úti-
velli. Bremen er í öðru sætinu, stigi
á eftir Stuttgart. Leverkusen vann
sinn fyrsta útisigur á Wolfsburg í
sögunni, 1:0, með marki frá Bernd
Schneider og er jafnt Bremen að
stigum.
Meistarar Bayern München dóla
á eftir í fjórða sætinu og hinn hol-
lenski Roy Maakay ætlar að reynast
þeim vel. Hann skoraði sig-
urmarkið í Rostock, 2:1, þegar að-
eins fjórar mínútur voru til leiks-
loka.
Þórður Guðjónsson kom inn í
byrjunarlið Bochum á ný þegar lið
hans gerði jafntefli í Mönchenglad-
bach, 2:2. Honum var hinsvegar
skipt af velli í leikhléi en hafði þó
fengið eina marktækifæri Bochum í
fyrri hálfleik á lokamínútu hans,
átti þá skalla sem markvörður
heimamanna varði. Bjarni Guð-
jónsson sat á varamannabekk Boch-
um en kom ekki við sögu.
Stuttgart hefur ekki
fengið á sig mark
ROSENBORG varð í gær norskur
meistari í knattspyrnu tólfta árið
í röð og í átjánda skiptið samtals
á síðustu 36 árunum. Rosenborg
vann næstefsta lið deildarinnar,
Bodö/Glimt, 5:4, á heimavelli sín-
um í Þrándheimi og náði þar með
sautján stiga forystu þegar fjór-
um umferðum er ólokið.
Reyndar munaði litlu að Rosen-
borg missti unninn leik niður í
jafntefli því eftir að liðið komst í
5:1 slakaði það á og gestirnir
voru ekki langt frá því að jafna í
lokin.
Árni Gautur Arason var á vara-
mannabekk Rosenborg eins og
áður í ár. Hann hefur aðeins spil-
að einn deildaleik sem er ekki
nóg til að fá verðlaunapening. En
hann er eftir sem áður meistari
með félaginu sjötta árið í röð, og
væntanlega það síðasta.
Lyn komst úr fallsæti deild-
arinnar í gær með því að sigra
Sogndal á útivelli, 2:1. Sig-
urmarkið kom úr vítaspyrnu í
blálokin. Helgi Sigurðsson kom
inn á sem varamaður hjá Lyn
snemma í síðari hálfleik en Jó-
hann B. Guðmundsson var ekki í
leikmannahópnum. Óskar Örn
Hauksson var varamaður hjá
Sogndal og kom ekki við sögu.
Gylfi Einarsson lék allan leik-
inn með Lilleström sem tapaði,
2:1, fyrir Ålesund.
Tryggvi Guðmundsson var í
fyrsta skipti í byrjunarliði Sta-
bæk frá því hann fótbrotnaði í
júlí, þegar lið hans gerði jafntefli,
2:2, við Vålerenga. Tryggvi fór af
velli 20 mínútum fyrir leikslok.
Ólafur Stígsson hafði ekki
heppnina með sér þegar Molde
tapaði, 3:2, fyrir Brann. Hann átti
skalla í stöng snemma leiks og
var rétt búinn að jafna eftir
hornspyrnu undir lokin. Bjarni
Þorsteinsson lék síðustu 25 mín-
úturnar með Molde.
Tólfti titill Rosenborg í röð
í norsku knattspyrnunni
FÓLK
DAVID Beckham meiddist á
hægri ökkla í leik Real Madrid og
Valencia á laugardaginn. Fullvíst
er talið að hann verði ekki með
Real Madrid gegn Porto í Meist-
aradeild Evrópu í knattspyrnu á
miðvikudaginn. Englendingar hafa
áhyggjur af því að þátttaka hans í
úrslitaleiknum gegn Tyrkjum í
undankeppni EM hinn 11. október
geti verið í hættu.
VALENCIA vann leikinn, 2.0,
með mörkum frá Mista og Oliv-
eira, og Real Madrid beið þar sinn
fyrsta ósigur á tímabilinu. Val-
encia komst á topp deildarinnar
með þessum sigri.
PABLO Aimar, argentínski leik-
stjórnandinn hjá Valencia, réð
ríkjum á miðjunni fyrsta hálftíma
leiksins og lagði upp markið fyrir
Mista, en þurfti þá að fara meidd-
ur af velli.
DEPORTIVO La Coruna, sem
hafði unnið fjóra fyrstu leiki sína,
beið lægri hlut fyrir Osasuna, 3:2,
og er stigi á eftir Valencia. Þar
gerði Osasuna sér lítið fyrir og
komst í 3:0 með því að skora þrisv-
ar á fjórum mínútum um miðjan
fyrri hálfleik.
ENRIQUE Romero, varnarmað-
ur Deportivo La Coruna, varð fyr-
ir óvenjulegum meiðslum á leið
sinni í leikinn gegn Osasuna. Þeg-
ar leikmenn liðsins voru á leið inn
í flugstöðvarbygginguna í Pampl-
ona sáu þeir snák á brautinni og
fóru að huga að honum. Romero
hætti sér of nærri og snákurinn
beit hann í höndina með þeim af-
leiðingum að varnarmaðurinn
þurfti að dvelja á sjúkrahúsi um
nóttina til öryggis.
TVEIR leikmenn Barcelona,
Philip Cocu og Thiago Motta,
fengu að líta rauða spjaldið í gær-
kvöld þegar lið þeirra gerði
markalaust jafntefli við Atletico í
Madríd. Áhorfendum var bætt upp
markaleysið með tólf gulum
spjöldum, og þar af var bæði Cocu
og Motta sýnt það í tvígang.
HANNA Ljungberg skoraði tvö
mörk í gærkvöld þegar Svíþjóð
tryggði sér sæti í átta liða úrslit-
um heimsmeistaramóts kvenna í
knattspyrnu með því að sigra Níg-
eríu, 3:0. Sænska liðið mætir því
brasilíska í 8-liða úrslitunum.
Norður-Kórea hefði reyndar getað
sett strik í reikning Svía en átti
ekki möguleika gegn bandarísku
heimsmeisturunum og tapaði, 3.0.
FRAKKAR, sem eru í riðli með
Íslendingum í Evrópukeppninni,
féllu úr keppni eftir jafntefli, 1:1,
gegn Brasilíu. Marinette Pichon
jafnaði fyrir Frakka á lokamínútu
leiksins. Rússnesku konurnar, sem
eru líka í Íslandsriðlinum, voru
hinsvegar komnar í 8-liða úrslit
áður en leikur þeirra gegn Kína
hófst í nótt.
Alex Ferguson, knattspyrnu-stjóri Manchester United,
hældi van Nistelrooy á hvert reipi
eftir leikinn. „Ég held að uppákom-
an í síðustu viku hafi alls ekki gert
útslagið fyrir hann í þessum leik.
Hann þarf ekkert að sanna, hann
sannar sig í hverjum leik með því að
sýna að hann er heimsklassaleik-
maður sem elskar að skora mörk,“
sagði Ferguson og taldi að frammi-
staðan gegn Leicester hefði verið
sú besta hjá liðinu á tímabilinu.
Roy Keane skoraði fyrsta markið
í leiknum, hans fyrsta í 41 leik fyrir
United. „Ég var steini lostinn þeg-
ar mér var bent á þetta eftir leik-
inn. Ég vissi að það væri hægt að
finna einhvern galla í hans leik,“
sagði Ferguson.
Paul Scholes lék með United á ný
eftir fjarveru vegna nárameiðsla.
Hann spilaði vel og lagði upp tvö
markanna.
Chelsea þótti ekki sýna sannfær-
andi takta þegar liðið vann Aston
Villa, 1:0, á Stamford Bridge.
Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði
markið rétt fyrir hlé – hans sjötta á
tímabilinu. Eiður Smári Guðjohn-
sen var ekki í leikmannahópnum að
þessu sinni, Hasselbaink og Adrian
Mutu voru í fremstu víglínu og
Hernan Crespo sat á varamanna-
bekknum allan tímann.
Birmingham hefur komið liða
mest á óvart það sem af er og sigr-
aði nú Portsmouth, 2:0. Strákarnir
hans Steve Bruce eru taplausir í
fjórða sæti deildarinnar.
Wolves var nálægt fyrsta sigrin-
um, komst yfir gegn Bolton á úti-
velli en mátti sætta sig við jafntefli,
1:1. Jóhannes Karl Guðjónsson sat
á varamannabekk Wolves allan tím-
ann en Ívar Ingimarsson var ekki í
leikmannahópnum.
Southampton beið hinsvegar sinn
fyrsta ósigur á tímabilinu, 0:1 á
heimavelli, gegn Middlesbrough,
sem ekki hafði byrjað vel. Malcolm
Christie skoraði sigurmarkið með
glæsilegu einstaklingsframtaki.
Lisbie lagði Liverpool
Kevin Lisbie, sóknarmaður
Charlton, lék vörn Liverpool grátt
hvað eftir annað og skoraði öll
mörk liðsins þegar það vann góðan
sigur, 3:2, í „Dalnum“ í gær. Mörk-
in skrifast þó að nokkru leyti á
reikning Jerzy Dudeks, markvarð-
ar Liverpool, sem hefði getað kom-
ið í veg fyrir þau öll. Dudek hafði
aðeins fengið á sig fjögur mörk á
tímabilinu þegar flautað var til
leiks í London í gær. Hermann
Hreiðarsson var enn fjarri góðu
gamni hjá Charlton vegna meiðsla
og hefur misst af öllum þremur
leikjum liðsins síðan hann lék með
landsliðinu gegn Þjóðverjum 6.
september.
Steve Watson skoraði þrennu
fyrir Everton sem vann auðveldan
sigur á Leeds í gær, 3:0.
Leicester réð ekkert
við van Nistelrooy
RUUD van Nistelrooy, hollenski
markaskorarinn hjá Manchest-
er United, lét lætin í kringum
leikinn gegn Arsenal á dög-
unum ekki trufla sig þegar lið
hans sótti Leicester heim í
ensku úrvalsdeildinni á laug-
ardaginn. Van Nistelrooy sýndi
enn og aftur snilli sína í vítateig
andstæðinganna og skoraði
þrennu í öruggum sigri Man-
chester United, 4:1. Meist-
ararnir eru því í þriðja sætinu,
stigi á eftir Arsenal en jafnir
Chelsea sem á leik til góða og
hefur því tapað fæstum stigum í
deildinni til þessa.
Reuters
Ruud van Nistelrooy fagnar einu af þremur mörkum sínum gegn Leicester.
■ Úrslit/B10
■ Staðan/B10
Lokeren mátti þola enn einnósigurinn í belgísku 1. deild-
inni í knattspyrnu í gær þegar liðið
beið lægri hlut fyrir
Westerlo á heima-
velli, 1:3. Lokeren
situr því áfram á
botni deildarinnar
með aðeins tvö stig.
Framlína Lokeren var bitlítil og
er hreint óskiljanlegt að sjá til liðs-
ins nú miðað við hvernig það spilaði
í fyrra. Rúnar lagði upp markið fyr-
ir Davy De Baule en þá var West-
erlo þegar komið í 3:0. Rúnar Arnar
Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson
léku allan leikinn með Lokeren og
fengu Arnar Þór og Rúnar báðir
gula spjaldið. Marel Baldvinsson
kom inn á sem varamaður eftir
hálftíma leik og náði að sýna sitt
rétta andlit í síðari hálfleiknum.
Indriði Sigurðsson lék sinn
fyrsta leik með Genk eftir að hann
var keyptur til félagsins um síðustu
mánaðamót. Hann kom inn á sem
varamaður gegn Lierse á útivelli,
20 mínútum fyrir leikslok, þegar
staðan var 3:2, heimaliðinu í vil.
Genk átti frábæran endasprett og
stóð uppi sem sigurvegari, 5:3. Lið-
ið er í þriðja sæti, næst á eftir stór-
veldunum Anderlecht og Club
Brugge.
Enn tapar bit-
laust lið Lokeren
Kristján
Bernburg
skrifar frá
Belgíu
ÍSLENSKA drengjalandsliðið
í knattspyrnu gerði marka-
laust jafntefli við Rússa í síð-
asta leik sínum í undanriðli
Evrópukeppninnar í Litháen í
gær. Rússar unnu þar með rið-
ilinn á betri markatölu en
bæði liðin fara í milliriðil sem
verður leikinn síðar í vetur. Ís-
land hafði áður sigrað Albaníu
3:1 og Litháen 5:1.
Þar verður Ísland í riðli með
Englandi, liðinu í öðru sæti 3.
riðils, sem verður leikinn um
næstu helgi, en í honum eru
Ungverjaland, Noregur, Skot-
land og San Marino, og sig-
urliðinu í 7. riðli sem verður
spilaður í lok október. Í hon-
um eru Búlgaría, Holland,
Serbía-Svartfjallaland og
Armenía.
Jafntefli gegn
Rússunum