Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 3|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Djúpa laugin: Ég sá Djúpu laugina í nýju ljósi á föstudaginn, þegar ég horfði á hana án hljóðs frá sjónvarpinu, en með ómþýða tónlist frá geislaspil- aranum. Þetta var sérstök upplifun. Það sem ein- kenndi fólkið á skjánum var fölskvalaus lífsgleði. Mér sýndist að það væri hálft í hvoru að gera grín að sjálfu sér, enda er svo sannarlega engin ástæða til að taka lífið of alvarlega. Þótt maður heyrði ekki orð komst maður í gott skap og ekki spillti tónlistin, sem fyllti mann ófyrirsjáanlegri angurværð. Hún kom frá írska snillingnum Dam- ien Rice og undurfagurri aðstoðarsöngkonu hans, Lisu Hann- igan. Platan heitir „O“ og kom út á árinu. Þvílík snilld kemur ekki oft á árhundraði; lögin eru hvert öðru betra og svo þrungin tilfinningum að tilfinningabældir karlmenn, tæplega þrítugir, fella tár. Einhvern veginn verður að vökva pottaplönturnar ... Matchstick Men: Á mánudaginn skellti ég mér í Kringlubíó og náði meira að segja uppáhalds sætinu mínu, sem er hernaðar- leyndarmál. Þetta er mitt sæti, aðeins mitt. Í það má enginn annar setjast (mikilmennskubrjálæðishlátur)! Myndin var ágæt svo langt sem hún náði (hún var u.þ.b. tveir tímar), en þó var sá galli á gjöf Njarðar að fléttan var gjörsamlega fyrirsjáanleg svo að segja frá upphafi. Þegar hálftími var liðinn var aug- ljóst hvert stefndi, en samt var hún þokkaleg skemmtun. Ég hef alltaf gaman af Nicolas gamla Cage og hann stóð sig ágætlega. Synd að hann skuli ekki hafa verið fenginn til að leika Ofur- mennið, eins og stóð til á tímabili ... I am Trying to Break Your Heart er líka kvikmynd og hún er líka með fyrirsjáanlegum endi. Það er þó fyrir- sjáanlegt að endirinn sé fyrirsjáanlegur, enda er fyrirsjáanlegt að þetta er heimildarmynd. Kvikmyndagerðarmað- urinn Sam Jones gerði þessa mynd um hljómsveitina Wilco og gerð fjórðu plötu sveitarinnar, meistaraverksins Yankee Hotel Foxtrot. Um haustið 2000 fóru Wilco-menn í hljóðverið, en skjótt skipaðist veður í lofti. Andrúms- loftið milli Jeffs Tweedy, aðallagahöfundar Wilco, og Jays Farrar, sem vildi sífellt láta meira að sér kveða í sveit- inni, var orðið ansi þungt. Skömmu eftir að tökur hófust var Farrar rekinn úr hljómsveitinni. Og ekki nóg með það, þegar platan loksins kláraðist sagði útgáfufyrirtækið, Reprise Records, upp samningnum við Wilco. Mönnum þar á bæ þótti tónlistin ekki nógu vænleg til sölu. Upptökunum var hins vegar dreift og brátt fór sá orðrómur af stað inn- an tónlistarbransans að Yankee Hotel Foxtrot væri frábært verk. Fyrirtæki kepptust um að fá að gefa hana út og Nonesuch Records hafði vinninginn. Það var svo sannarlega gráglettni örlaganna að bæði Reprise og Nonesuch voru og eru í eigu Warner Music stórfyrirtækisins. Ótrúleg fyrirhöfn og tilfinn- ingasveiflur út af engu, en úr varð fyrirtaks heimildarmynd sem undi sér vel í DVD-spilaranum mínum um helgina. Mig grunar þó að hún fáist ekki hér á landi, en amazon.com er vinur sérvitringanna. Þar fá þeir nánast allt sem hugurinn girnist og ekki fæst hérna heima. |ivarpall@mbl.is FRÁ FYRSTU HENDI Fyrirsjáanlegt FÓLKIÐ Pétur Blöndal pebl@mbl.is| Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is| Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is | Árni Þórarinsson ath@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ég hef aldrei verið jafnstressaður á ævinni. Ég ók mjög klaufalega, ég held meira að segja að ég hafi farið yfir á rauðu gangbrautarljósi. Þeg- ar ég lagði bílnum fyrir utan bygginguna var ég farinn að titra. Ég lá andvaka í alla nótt að velta þessu fyrir mér. Nú sit ég hérna stjarfur og horfi á rúðuþurrkurnar hamast. Ég ætla að láta þetta lag klárast, svo fer ég inn. Fyndið að það skuli heita „Suspicious Minds“. Á ég að borga í stöðumælinn? Til hvers? Hvaða máli skiptir það núna? Núna er lagið búið. Gálgafresturinn er liðinn. Ég drep á bílnum og stíg út. Ég borga í stöðumælinn. Af gömlum vana. Ég hleyp í rigningunni með jakkann yfir mér. Inni á Stofnuninni mætir mér þung sótthreinsunarlyktin sem ein- kennir slíka staði. Hún fyllir vitin, sogast niður í lungun, og þegar mað- ur andar frá sér er eins og svífi á mann; maður er genginn í efna- samband við umhverfið – það verður ekki aftur snúið. Ég held sem leið liggur að móttökuborðinu. Þar situr eldri kona, móðir skólabróður míns úr menntaskóla: Fjandinn, því átti ég ekki von á. Ég sný við á punktinum og tek stefnuna á útidyrnar, en áður en ég næ að flýja út um þær nefnir hún nafn mitt, segir í spurnartón: „Sveinn Einarsson?“ Ég á engra kosta völ, ég er ekki dóni, ég geng til baka, og svara henni játandi. Hvaða feimni er þetta líka? Hún vinnur hérna, og á hverjum degi hittir hún fólk sem ætlar að láta fjarlægja af sér eyrun. Ég grunaði hana samt um að vera að mæla þau út. Það gerðu það allir. Það þurfti bara að klippa helvítin af mér. Það var ekkert annað í stöðunni, þessir djöfuls sneplar voru búnir að eyðileggja nóg fyrir mér. Þessir lafandi hnausþykku, núorðið deigkenndu hlunkar sem sátu eins og risastórar ógeðslegar klessur báðum megin við andlitið á mér! Þetta varð að gerast NÚNA! Þá snýr hún sér alltíeinu að mér konan í móttökunni og spyr: „Hvernig hefur hann afi þinn það núna?“ og dreg- ur augað óeðlilega lengi í pung. Hvað meinti konan? Og ég, sem var tilbúin til að gefa allt frá mér... kosta öllu til! Hvernig gat hún sært mig svona? Ég hljóp út. Í næsta blaði byrjar ný saga. Keðj usag an Fyrsti hluti | eftir Óskar Jónasson Annar hluti | eftir Sjón Þriðji og síðasti hluti | eftir Margréti Kristínu Blöndal Sólmundur Hólm Sólmundsson og Páll Eiríkur Kristinsson prýða forsíðu- mynd Árna Torfasonar. Kannski eru þeir að hugsa um ættjörðina eða jafnvel næstu helgi? Þeir eru báðir tvítugir vinirnir, sem útskrifuðust úr Menntaskólanum við Sund í vor þar sem þeir kynntust. Eitt sem hvílir áreiðanlega á huga þeirra þessa dagana er námið við Háskóla Íslands en Sólmundur, sem er Reykvíkingur, er byrjaður í sálfræði og Páll Eiríkur, sem er Reykvíkingur og hugsanlega Vestfirðingur líka, er í sagnfræði. Sólmundur segir að sér líki námið vel, það séu svolítil viðbrigði en mjög skemmtilegt og nauðsynlegt sé að vera í góðum leshópi. Forsíðan ... að rúmenska sígaunaprins- essan Ana Maria, sem er 12 ára, reyndi að flýja brúð- kaup sitt og 15 ára síg- aunadrengs. Henni var talið hughvarf af fjölskyldu sinni og sneri grátandi aftur til brúðkaupsins. Algengt er að stúlkur gangi í hjóna- band á þessum aldri meðal sígauna í Rúmeníu, sem eru á bilinu 500 þúsund til 3 milljónir. ... að ungverski frum- kvöðullinn Jozsef Felfoldi hefði velt rúmum 800 millj- ónum í fyrra með sölu á „sjúklegu sælgæti“ eða „crazy candy“. Þar á meðal er ætur eyrnamergur, sæl- gætislyktareyðir og beina- grindur. ... að 4.800 bandarískir her- menn til viðbótar yrðu send- ir til Íraks í tólf til átján mánuði. Þar á meðal Jen Flint úr þjóðvarðaliði Norð- ur-Karólínu, sem kvaddi átján mánaða son sinn, Zack. Hann er eitt af þrem- ur börnum Flints, sem verða eftir hjá eiginmanninum á meðan hún gegnir herþjón- ustu í Írak. Við vissum ekki fyrir viku ... ... að Lloyd Scott færi til fund- ar við Loch Ness-skrímslið í samnefndu vatni, en hann ætlar að setja met í mara- þoni á kafi. Er það í fjáröfl- unarskyni fyrir börn með hvítblæði, en sjálfur hefur hann glímt við hvítblæði. Scott hóf tilraunina á sunnudag og ætlar að setja met á 14 dögum á 10 metra dýpi. ... að Zarlasht Madad væri vin- sælasti plötusnúðurinn á afgönsku útvarpsstöðinni Arman FM. Útvarpsstöðin, sem er það næsta sem Afg- anistan hefur við MTV, hef- ur verið ferskur vindur í landinu, þar sem öll skemmtun var bönnuð und- ir stjórn talíbana og konur voru annaðhvort huldar slæðum eða innandyra. ... að slagurinn harðnaði enn meira í Kaliforníu, þar sem Gray Davis ríkisstjóri berst gegn því að honum verði ýtt frá. Meirihluti Kaliforníubúa er samkvæmt könnunum á því að ýta honum burtu og yfir 40% vilja fá Arnold Schwarzenegger í staðinn. Búist er við því að yfir 1.200 milljónir fari í sjón- varpsauglýsingar síðustu dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.