Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 12
12 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 3|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Bragi Kristjónsson er þekktur bóksali og safnari en eitt af því sem hann hefur stúderað eru framhaldsskólablöð og sá kveð- skapur sem þar er að finna. „Ég er búinn að vera að safna þessu í áratugi, hálfa öld held ég. Ég byrjaði að safna skólablöðum vegna þess að í þeim eru margir að yrkja og skrifa sem hætta síðan og koma aldrei ná- lægt því meir. Í þessum gömlu blöðum er oft ýmislegt áhugavert efni eftir fólk, sem er ekki rithöfundar en var það kannski í eitt ár,“ segir Bragi sem hefur einnig safnað handritum eftir ýmis skáld, bæði gömul og ný. Hann á bæði handrit eftir Þórberg Þórð- arson og svo á hann prófarkir að skáldsög- um Halldórs Laxness, sem hann hefur leið- rétt. RÓMANTÍSK SKÁLDAFÍKN Framhaldsskólablöðin eiga það sam- merkt að birta skáldskap eftir ungt fólk, því oftast eru það nemar skólanna sem skrifa í þessi blöð. „Það er gaman að virða fyrir sér hvað fólk var að bauka í æsku. Oft er þetta ekkert lakara en ýmsir gerðu sem urðu síðan þekkt skáld. Það er allskonar fólk, bæði áhrifafólk og lítt þekkt fólk, sem hefur verið svona snöggsoðin skáld. Það grípur fólk oft, þegar það er svona 16, 17, 18 ára, einhver rómantísk skáldafíkn. Sum- ir halda áfram og yrkja fyrir skúffuna, jafn- vel alla ævina. Aðrir verða bara ógurlegir verðbréfagæjar,“ segir hann. Safnið hans Braga spannar einhverja ára- tugi. „Skólablöð byrja nú ekki að koma út prentuð eða fjölrituð fyrr en uppúr 1920. Áður voru þau handskrifuð. Til dæmis átti ég einhvern tímann blað sem Jón Helgason prófastur í Kaupmannahöfn, sem er nú löngu dáinn, gaf mér. Það var handskrifað blað og þar komu hans fyrstu kvæði hand- skrifuð af honum.“ „Maður hefur verið að bjástra við þetta í gegnum árin. Aðallega vegna þess að mér finnst gaman að kynnast fólki í gegnum það sem það var að hugsa á meðan það var mjög ungt,“ segir hann og bendir á að fólk sýni þá oft á sér aðrar og stundum við- kvæmari hliðar en það sýni nú. HANNES PÉTURSSON SKÓLASKÁLD „Kiljan var í Menntaskólanum í Reykjavík og hann skrifaði í svona blað, en það var fyrir tíma prentuðu blaðanna. Hannes Pét- ursson ljóðskáld er fæddur 1931 á Sauð- árkróki og flytur til Reykjavíkur 14, 15 ára og fór þá í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur við Öldugötuna. Fyrsta kvæðið sem hann birti, 15 ára gamall, kom í skólablaði þessa skóla,“ rifjar Bragi upp en Hannes birti kvæðið undir dulnefni. „Svo er að finna út úr hverjir þeir voru sem ortu undir dulnefni. Ég fékk Hannes einhvern tímann til að segja mér hvar hann hefði fyrst birt kvæði. Ég hafði upp á þessu gamla skólablaði og fékk hann til að árita það og lýsa því yfir að þetta væri hið fyrsta sem hann hefði birt á prenti. Það er svona saumaskapur í kringum þetta. Þetta er eins og að sauma í stramma.“ |ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Skólaskáld, skúffuskáld og stórskáld Bragi Kristjónsson hefur gaman af því að kynnast fólki í gegnum það sem það var að hugsa á meðan það var mjög ungt og segir að óþekkt skólaskáld hafi margt til brunns að bera. SAFNAR SKÓLABLÖÐUM „ÞAÐ GRÍPUR FÓLK OFT ÞEGAR ÞAÐ ER SVONA 16, 17, 18 EINHVER RÓMANTÍSK SKÁLDAFÍKN. SUMIR HALDA ÁFRAM OG YRKJA FYRIR SKÚFFUNA, JAFNVEL ALLA ÆV- INA. AÐRIR BARA VERÐA ÓGUR- LEGIR VERÐBRÉFAGÆJAR,“ SEGIR BRAGI KRISTJÓNSSON. Það fyndna er að ljóðin eru flest skrifuð á tölvu,“ segir Einar Steinn Valgarðs- son, sem er 19 ára skólaskáld í MR. „Mér er alveg sama hvort ljóðin eru skrif- uð á pappír eða í sand, þau eru jafnpersónuleg fyrir því.“ Ertu svolítið að fást við ljóðasmíðar? „Já, mér finnst gaman að yrkja. Það er viss útrás í því fyrir sköpunargleðina og hollt fyrir sálina. Maður fær útrás fyrir tilfinningar og drekkur um leið í sig áhrif frá umhverfinu. Það er svo upp og ofan hvernig til tekst. Ef til vill má segja að stundum komi andinn yfir mann þegar minnst varir. En þegar maður setur sig í stellingar og ætlar að yrkja gott ljóð, þá gerist oft ekki neitt. Þetta er kannski að nokkru leyti spurning um þolinmæði.“ Yrkirðu hefðbundið? „Eldri ljóðin mín eru fremur órímuð og óstuðluð, en þegar ég kynntist forn- um bragarháttum betur langaði mig líka að spreyta mig á þeim. Mér hefur til að mynda þótt sérlega gaman að yrkja undir fornyrðislagi og dróttkvæði. Yrkisefnið kemur svo úr öllum áttum.“ Stefnirðu á að gefa ljóðin út? „Já, það gæti vel verið, án þess þó að ég vilji fara mér of hratt. Ég vil fremur taka mér góðan tíma og ná betur að fara yfir þetta og slípa. Ef ég er síðan ánægður með þau, þá er aldrei að vita.“ Er þetta ekki svolítið gamaldags? „Að semja ljóð? Nei, fólk hefur alltaf þörf fyrir að spá í tilveruna og fá útrás fyrir sköpunar- og frásagnargleðina. Svo má alltaf finna nýjar leiðir til að tjá sig í ljóði, hvort sem það er raunsæi, rómantík, súrrealismi eða eitthvað annað sem hæfir tíðarandanum.“ Er þetta ennþá leiðin að hjarta hins kynsins. „Já, ætli það ekki bara,“ segir hann og hlær. „Ef vel tekst til, þetta er vel ort og fallegt og skilur eitthvað eftir.“ Víg Þráins á höfuðísum Hleypur Héðinn höfuðísa blöðin heggur herða Þráins klýfur kroppinn klauföx ramma bitgarð brostinn blóðgan nemur Brátt gjöra jaxlar bileygan Helga dreyrugar Héðins hendur af vígi svíður grund sáran Surtarlogi örlög sér kusu undan komst Kári Ljóðin í sandinum líka persónuleg Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.