Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 4
4 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 10|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ „Persónan sem ég leik er skuggaleg fígúra, nokkurs konar blanda af trúði, ketti og morðingja,“ segir hinn 25 ára gamli Björn Thors sem er nýútskrifaður úr Leiklistarskóla Íslands. Hann var önnum kafinn við æfingar á Ríkharði III þegar blaða- maður náði tali af honum, en verkið verður frumsýnt í Þjóðleik- húsinu 17. október. „Ég, Ívar Örn Sverrisson og Björgvin Frans Gíslason leikum allir senditíkur Ríkharðs konungs sem er ógeðslegur, falskur og undirförull svikahrappur.“ Er skemmtilegt að leika illmenni? „Já,“ heyrist eftir langa stund. „Samt er eiginlega ekki hægt að segja að minn karakter sé vondur, hann er frekar einfaldur og barnalegur og gerir allt sem Ríkharður segir honum að gera.“ En er eitthvað í persónunni sem þú sérð í sjálfum þér? „Nei, ég get ekki sagt það…nei, bara engan veginn,“ segir hann og skellihlær. Björn hefur lengi haft áhuga á leiklist en auk þess hefur hann fengist við kvikmyndagerð, gerði til dæmis myndina Reykjavík Guesthouse sem sýnd var í fyrra. Hann á einnig tónlistarmynd- band sem tilnefnt er til Eddu-verðlaunanna en það gerði hann ásamt Berki Sigþórssyni vini sínum fyrir hljómsveitina Maus. En áttu þér áhugamál fyrir utan leiklist og kvikmyndagerð? „Frítíminn fer mestmegnis í að vinna en ef ég þarf að slaka á fer ég út í náttúruna, geng til dæmis á fjöll. Ég sæki í víðáttu og gróður þegar ég vil slappa af, til dæmis finnst mér þægilegt þegar ég kem heim til foreldra minna að fara út í garð, rífa mig úr skónum og sokkunum og labba í grasinu, þá hlaðast batt- eríin eins og skot.“ Hvaða erindi á Shakespeare við ungt fólk í dag? „Leikrit Shakespeares fjalla um klassísk efni eins og ást, hatur, illmennsku og góðmennsku sem er eilíft umfjöllunarefni allra al- mennilegra skálda. Í þeim eru sagðar sögur af fólki og að því er- um við alltaf að leita hvort sem við lesum bækur, förum í leikhús eða sjáum kvikmyndir.“ Að lokum, hvað á að gera um helgina? „Maður verður auðvitað að fara á Eddu-verðlaunin þar sem myndbandið okkar er tilnefnt. Ég er meira að segja nokkuð spenntur. Svo ætla ég að horfa á landsleikinn Ísland-Þýskaland á laugardaginn. Um kvöldið fer ég á frumsýningu leikrits í Lista- safni Reykjavíkur sem fjallar um konur og stríð. Unnur kær- astan mín tekur þátt í henni og ég hlakka mjög til að sjá það.“ |bryndis@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Blanda af trúði, ketti og morðingja 17. október Ríkharður III í Þjóðleikhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.