Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 10
10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 10|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ BÍLSKÚRSBÍÓ Setningarathöfn Bílskúrsbíósins í sal- arkynnum MÍR við Vatnsstíg, en að því standa Bíó Reykjavík og Lortur. Djass- tríóið H.O.D. spilar kl. 18 og kl. 19 verður sýnt samansafn mynda undir yf- irskriftinni Bílskúrsbíó. Gestamynd kvöldsins er Úr dagbók slökkviliðsins eftir Þorgeir Guðmundsson. Aðgangs- eyrir 300 kr. Sólarmegin í lífinu Helgi Björnsson fer fyrir sínu liði, SSSól, á dansleikvanginum Players. FÍLL Fíll eða Elephant verður sýnd í kvöld á Kvik- myndahátíð Eddunnar í Regnboganum, fyrsta mynd sem vinnur bæði gullpálmann og leikstjórn- arverðlaun í Cannes. Myndin er innblásin af hörm- ungaratburðunum árið 1999 í Columbine-menntaskólanum. Stóri stráka fá… Raflost e Arnar Jón son s ásamt skúrsbíó 19 og 2 kvöld í sa kynnum M á Vatnss Aðgangse ir 300 kr. V I K A N 1 0 . - 1 6 o k t . LaugardagurFöstudagur Ölver í Glæsibæ hefur verið hornsteinn karókílífsins á Íslandi og þangað hafa þeir leitað, sem hafa viljað reyna við perlur dægurlag- anna og bera rödd sína saman við þá bestu. Magnús Halldórsson er innanbúðarmaður á Ölveri og hefur orðið vitni að ýmsu á löngum ferli. Hvenær vikunnar er fjörið mest? „Hljóðnemarnir eru lausir á föstudögum og laugardögum. Fjörið byrjar klukkan 20. Svo koma hópar aðra daga vikunnar og sérpanta þá græjurnar.“ Hvað eruð þið með mörg lög? „Ég held að þau séu tæplega fjögur þúsund í augnablikinu…“ Fjögur þúsund? Það er ekkert annað. „…og svo eru lög að bætast við núna, þannig að þau gætu farið yf- ir fjögur þúsundin á næstu dögum.“ Það ætti þá að vera erfitt að finna ekki lag við sitt hæfi? „Það er mjög erfitt. Samt kemur það stundum fyrir, að lög finnist ekki.“ Eruð þið með marga fastakúnna? „Já, ákveðinn kjarni kemur oft.“ Og eru þá með sín einkennislög, eða hvað? „Já, en margir þeirra eru samt sífellt að prófa ný lög. Hver og einn á þó auðvitað sín uppáhaldslög.“ Er mikið barist um hljóðnemann? „Stundum myndast löng röð og þá er fólk eðlilega pirrað yfir því að fá ekki að syngja. Oft er búið að panta öll lög til lokunar löngu fyrir miðnætti.“ Hefur komið fyrir að fólk bresti í grát á sviðinu? „Jú, það hefur gerst. Salurinn hefur líka oft grátið yfir fallegum söng.“ Og þá kannski líka yfir lagleysi? „Það hefur enginn grátið yfir því, en það hefur farið um mann léttur hrollur.“ Ættu sumir kannski frekar að gera eitthvað annað? „Ég er á þeirri skoðun að þetta sé öllum hollt. Þetta þjálfar fólk í að koma fram og mér finnst að allir ættu að taka þessari áskorun. Við verðum þá bara að loka eyrunum rétt á meðan það versta gengur yf- ir.“ | ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Karókímenning Íslendinga er í sífelldri þróun og þeim fækkar óðum, sem ekki hafa stigið á þennan stokk gleði og hispursleysis. Fyrsta lagið er erfiðast, en svo verður erfitt að hætta. REYNT VIÐ SÖNGGYÐJUNA Vídalín Stuðbandið Buffið spilar á Vídalín föstudags- og laugardagskvöld. Grand rokk Pub Quiz hefst að venju á Grand rokk kl. 17.30, en þar keppa tveir í liði. Um kvöldið kl. 23.30 hefja rokkararnir Dys og Saktmóðigur spuna sinn. KJALLARINN Það verður dansað alla helgina við syngjandi diskó- sveiflu Johnny Dee og félaga. GALDUR Á KAPITAL Gísli Galdur reynir við nýtt Íslandsmet: „Hvað getur hann spilað mörg lög á einu kvöldi?“ Tveir fyrir einn til miðnættis. KONUR OG STRÍÐ Heimildarmynd Grétu Ólafsdóttur og Susan Muska: Women the Forgotten Face of War frumsýnd í dag kl. 17.30 í Háskólabíói. Myndin verður einnig sýnd á laugardag kl. 20 og dagana 12. til 16. okt. kl. 18. Sólon DJ Svali verður í diskóbúrinu. Snúningur Beckhams Með snúningi Beckhams (Bend It Like Beckham) sýnd í Sjónvarpinu kl. 21. Bresk mynd um dóttur strangtrúaðra síka sem gerir uppreisn gegn foreldrum sínum og stingur af til Þýskalands með fótbolta- liði. Myndin hefur hvarvetna vakið mikla athygli og olli fótboltaæði hjá stúlkum í Indlandi. Grand rokk Mínus og Brainpolice hefja spila- mennskuna kl. 23.00 á laugardag. Kjólar og kvikmyndir Edduverðlaunin verða veitt í kvöld, en þau hafa skapað sér sess sem upp- skeruhátíð sjónvarps- og kvikmynda- geirans. Flestar tilnefningar fékk Nói albínói eftir Dag Kára eða ellefu og stuttmyndin Karamellumyndin fékk fimm. Afhendingin hefst kl. 21 og fer fram á Nordica-hótelinu við Suð- urlandsbraut. Tónleikar Geðhjálpar Hljómsveitirnar Land og synir, Botnleðja, 200.000 naglbít- ar, Bent & 7berg, Trabant og Úlpa koma fram á tónleikum sem Geðhjálp heldur í tilefni af Alþjóðageðheil- brigðisdeginum. Ókeypis er á tón- leikana. MARGEIR & MAG JÓNS AKA BLAKE Maggi og Margeir malla sjóðheitt sett af ólgandi músík á Kapital, frá þess og þeirri síðustu. Maggi gaman af börnum, útivist ljósaböðum. Margeir á st safn af lopapeysumynstr Íslandi. Tveir fyrir einn til nættis. ÞÝSKALAND- ÍSLAND Ísland leikur gegn Þýskalandi í Hamborg og hefst bein útsending í Sjónvarpinu kl. 14.50. Þá verður leikur Skota og Litháa á Hampden Park sýndur í Sjón- varpinu kl. 17.05, en hann fór fram fyrr um daginn, og leikur Tyrklands og Eng- lands kl. 16.50 á Sýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.