Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 14
14 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 10|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞURRKAÐUR SULLUR. SULLUR ER VÖKVAFYLLT BLAÐRA, SEM VEX INNAN Í FÓLKI ÚT FRÁ EGGJUM SULLAVEIKIBANDORMA, SEM SMIT- UÐUST Í FÓLK ÚR HUNDUM. SÁ STÆRRI ER Á STÆRÐ VIÐ FÓTBOLTA. Morgunblaðið/Ásdís EINU SINNI VAR... FÓTUR OG HÖND AF HOLDSVEIKUM SJÚKLING- UM, SEM DVÖLDUST Í HOLDSVEIKRASPÍT- ALANUM Í LAUGARNESI. SÍÐASTI HOLDSVEIKI SJÚKLINGURINN Á ÍSLANDI DÓ ÁRIÐ 1979. Gerviaugu, tæki til blóðtöku og mörg fleiri lækningatól, sem nú líta frekar út eins og pynt- ingatæki, er að finna í lækningaminjasafni í Nesstofu, fallegu, gömlu steinhúsi á Seltjarn- arnesi. Elstu munir Nesstofusafns eru frá síðari hluta 18. aldar en megnið er þó frá því undir lok 19. aldar. Margir kvíða heimsókn til tannlæknisins núna en sú heimsókn var áreiðanlega óskemmti- legri þegar tannlæknar notuðust við fótknúinn bor eins og má sjá á safninu. Fyrsta læknaprófið fór fram á Alþingi árið 1763 og hafa framfarir verið miklar síðan þá. Hefur 20. öldin ekki síst fært okkur margt af því sem okkur þykir sjálfsagt í læknavísindum. Lækningar fyrri alda voru mjög ólíkar þeim sem við þekkjum nú. Vessalækningar, sem mið- uðu að því að koma á jafnvægi milli líkamsvessa, voru allsráðandi á öldum áður. Blóðtaka var mjög algeng læknisaðgerð og má nefna að blóðtaka úr tveimur æðum undir tungu dugði við tannverk. Afstaða himintungla skipti einnig máli svo eitthvað sé nefnt en fróðleik um þetta og fleira er að finna í safninu. Þetta hljómar eins og argasta fúsk í eyrum flestra núna en það sem er sjálfsagt í dag var það ekkert endilega í gær. Vísindi eins og aðrir hlutir hafa breyst í gegnum tíðina og aldrei að vita hvort eitthvað það sem þykir venjuleg aðgerð hjá okkur þyki hin mesta kvöl og pína þeg- ar lengra verður liðið á 21. öldina. Til dæmis eru leysigeislaaðgerðir komnar á veg með að út- rýma gleraugum en að sama skapi voru gleraugu stórkostleg uppfinning á sínum tíma. Nokk- uð stórt safn gleraugna, umgjarða og hulstra frá síðustu öldum er að finna á Nesstofu og er gaman að skoða það. Margt af því sem er að finna á Nesstofu þykir nútímamanni ógeðfellt og sú tilfinning bæði heillar og vekur viðbjóð. Ekki má samt gleyma því að þessi tæki hafa bjargað mannslífum og mörg verið bylting á sínum tíma. Eitt er öruggt, heimsókn í Nesstofusafn er fræðandi og skemmtileg og stundum kemur á óvart hversu stutt er síðan sum tækin voru notuð. Nesstofusafn er opið reglulega á sumrin en á veturna er safnið opið fyrir hópa samkvæmt samkomulagi. | ingarun@mbl.is EKKI ÖRBYLGJUOFN HELDUR HITAKASSI FYRIR NÝ- BURA. LANDSPÍTALINN EIGNAÐIST KASSANN ÁRIÐ 1955 OG VAR HANN NOTAÐUR ALLT TIL ÁRSINS 1986. ÞAÐ FER ÁREIÐANLEGA UM MARGA KARLMENN ÞEGAR ÞEIR LÍTA ÞENNAN ÞVAGBLÖÐRUSTEINABRJÓT OG LEIÐBEININGARNAR SEM FYLGJA MEÐ. STEINARNIR SJÁLFIR SJÁST SÍÐAN Í LITLA BOXINU. FÓTSTIGINN TANNLÆKNABOR ÚR EIGU HÖGNA BJÖRNSSONAR LÆKN- IS (1905-1989). ÓLÍKT NÚTÍMABOR- UM, SEM HAFA KÆLIKERFI, HITNAÐI ÞESSI BOR MIKIÐ. SNÚNINGSHRAÐ- INN FER EFTIR ÞVÍ HVERSU HART ER STIGIÐ Á HANN OG GAT ÞVÍ VER- IÐ ERFITT AÐ HALDA JÖFNUM HRAÐA. KOMIÐ HEFUR FYRIR OFTAR EN EINU SINNI AÐ FULLORÐIÐ FÓLK SEM HEIMSÆKIR SAFNIÐ HAFI SJÁLFT UPPLIFAÐ ÞAÐ AÐ HAFA LAGST UNDIR SLÍKAN BOR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.