Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 18
18 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 10|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Veronica Guerin í leikstjórn Joels Schumacher, sem síðast átti allgóðan dag með spennumyndinni Phone Booth, er önnur myndin á stuttum tíma sem byggð er á sama efni. Sú fyrri var When the Sky Falls (2000) undir stjórn hins breska Johns Mackenzie (The Long Good Friday). Þar lék bandaríska leikkonan Joan Allen blaðamanninn Ver- onicu Guerin og fórst vel úr hendi, þótt myndin færi ekki víða. Reyndar sætir nokkurri furðu að þessi saga sé kvikmynduð tvisvar með svo stuttu millibili. Hins vegar eru blaða- og fjölmiðlamenn og ævintýri þeirra afar algengt viðfangsefni í kvikmyndum og hafa verið alla tíð. Tæknilegt form starfsins hefur breyst á heilli öld, þegar við prentmiðla hafa bæst útvarp, sjónvarp og Net. En eðli fagsins hefur ekki breyst jafnmikið og heldur ekki hlutverk fólksins fyrir sögurnar. Blaða- og fjölmiðla- menn eru í kvikmyndum, rétt eins og í raunveruleikanum, annaðhvort fulltrúar sann- leiksleitar eða fulltrúar lyga og uppspuna, annaðhvort hetjur, sem berjast fyrir réttlæt- inu með pennan/tölvuna/hljóðnemann/tökuvélina að vopni, eða hórur sem selja fagið, saklaust fólk og sannleikann fyrir fréttina og skúbbið, jafnvel fyrir peninga eða pólitískan frama. Jafnvel mætti segja, ef að er gáð, að blaða- og fjölmiðlamenn komi fyrir í allflestum kvikmyndum sem gerðar eru, einkum þó síðustu áratugina, einfaldlega vegna þess hversu stórt hlutverk fjömiðlanna í daglegu lífi og umhverfi hefur orðið. Við sjáum þetta fólk bæði í aukahlutverkum, þar sem það birtist t.d. á skjám að flytja fréttir eða eins og úlfahjörð með hljóðnema, segulbönd og minnisblokkir á lofti að þjarma að söguhetj- unum, eða í aðalhlutverkum, sem söguhetjur eða -andhetjur, misjafnlega innréttaðar. Fáar myndir í síðarnefnda flokknum gefa beinlínis rétta mynd af starfi blaða- og fjöl- miðlamanna; þær hafa flestar tilhneigingu til að einfalda það. En ýmsar eru prýðilegar kvikmyndir. |ath@mbl.is FR UM SÝ NT Blaðamaðurinn og bófarnir Írskur rannsóknarblaðamaður í lífsháska er titilpersónan í sann- sögulega spennudramanu Vero- nica Guerin, sem frumsýnt er hérlendis um helgina. Cate Blanchett leikur þessa hug- rökku konu sem unnið hafði til verðlauna fyrir rannsóknargrein- ar sínar um undirheima Dyfl- innar fyrir blaðið The Sunday In- dependent árið 1996 en sætti líflátshótunum frá viðfangsefn- inu án þess að yfirvöld fengju nokkuð að gert. BLAÐAMENN Í GAMNI  The Front Page. Þetta leikrit hefur verið kvikmyndað a.m.k. fjórum sinnum og alltaf til drjúgr- ar en mismikillar skemmtunar, fyrst 1931. Best er His Girl Friday (1940), sem Howard Hawks leikstýrði með Cary Grant og Billy Wilder-útgáfan 1974 með Jack Lemmon og Walt- er Matthau er fyrirtaks pressufarsi. Endurgerðin Switching Channels (1988) með Burt Reynolds gerist svo á sjónvarpsstöð en ekki dagblaði án þess að um aðrar framfarir sé að ræða.  Broadcast News (1987). Holly Hunter, Albert Brooks og William Hurt mynda eins konar ást- arþríhyrning á sjónvarpsfréttastofu í þessari afbragðs gamanmynd James L. Brooks sem gerir lífinu þar mun betri skil en fyrrnefnd Switching Channels.  The Paper (1994). Ron Howard leikstýrir þessari skemmtilegu innsýn í ritstjórnarlíf í New York, einkamálin, samkeppnina, afbrýðisemina, en fer yfir strik trúverðugleika í sögufram- vindunni. Michael Keaton, Glenn Close og Robert Duvall fara fyrir fínum leikhópi. BLAÐAMENN Í ALVÖRU  Citizen Kane (1941). Snilldarverk Orsons Welles er einfaldlega einhver besta bíómynd allra tíma. Ris og fall blaðakóngs, bæði í einkalífi sem opinberu, í eftirminnilegu handriti, töku, leikstjórn og leik.  All the President’s Men (1976). Mynd Alans J. Pakula um Watergatemálið og rannsókn blaða- mannanna Woodwards og Bernsteins á því gerði blaðamennsku að tískufagi. Myndin er óvenju raunsönn lýsing á vinnubrögðum á ritstjórn dagblaðs og prýðilegur samsæristryllir einnig. Pakula gerði annan slíkan, The Parallax View (1974), sem var spennandi en létt- vægari.  The Year Of Living Dangerously eftir Peter Weir og Under Fire eftir Roger Spottiswoode, báðar gerðar 1983, eru áhrifasterkar frásagnir af blaðamönnum á erlendum hættusvæðum. Sú fyrrnefnda fer nálægt að verða klassískt verk ef ekki kæmi til vanhugsaður endir.  Defence Of the Realm (1985). Afburða stemmningsríkur breskur samsæristryllir Davids Drury um rannsóknarblaðamann á hálum ís.  The Insider (1999). Sannsögulegt og siðferðislegt drama Michaels Mann um afhjúpun 60 Minutes á ráðabruggi bandarískra tóbaksframleiðenda og afleiðingar hennar fyrir hlut- aðeigandi. Al Pacino en þó einkum Russell Crowe fara á kostum. FR UM SÝ NT áðgáta í sandinum Ung söguhetja er send til „betrunarvistar“ í Grænavatns- búðir þar sem dularfullur fangavörður (Sigourney Weaver) og hjálparkokkar hennar (Jon Voight og Tim Blake Nelson) láta hann og unga meðfanga hans vinna daginn út og inn við að grafa holur í eyðimörkinni. Er tilgangurinn með holu- greftrinum „betrun“ eða eitthvað allt annað? Þeirri spurn- ingu svarar fjölskylduvæna ævintýramyndin Holes eða Hol- ur, sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Andrew Davis leikstýrir kvikmyndun á frægri sögu Louis Sachar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.