Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 10|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Pétur Pétursson, sem gerði garðinn frægan hjá ÍA og Feyenoord, spilaði 41 landsleik fyrir Ísland á árunum 1978–1990. Kanntu einhverja góða sögu úr klefanum, Pétur? „Auðvitað geri ég það, en ég er ansi hrædd- ur um að þær séu flestar óprenthæfar. Það má ekki segja þær sem eitthvað varið er í. Mér dettur þó ein í hug, sem gefur ágæt- ismynd af stemningunni fyrir leiki.“ Láttu hana flakka. „Já, þetta var þegar Svíinn Bo Johansson var að byrja sem landsliðsþjálfari og þetta var einn fyrsti leikurinn hans. Bo kom inn í klefa, vel undirbúinn og ætlaði að fara að halda mikla hvatningarræðu yfir mannskapnum. Þá byrjaði Atli Eðvaldsson með sitt hefðbundna „peppstuð“ inni í klefanum og lætin voru svo mikil, þetta magnaðist svo mikið upp hjá okk- ur, að Bo Johansson hrökklaðist út úr klef- anum. Hann gerði aldrei aftur tilraun til að „peppa“ liðið upp, því hann þurfti það ekki. Stemningin var alltaf þannig.“ Þetta hefur alltaf verið svona þegar þú varst í hópnum? „Já, og Atli var sérstaklega góður í að koma mönnum í ham.“ Varstu með sérstakan snaga í búningsklef- anum? „Já, ysta snagann. Svo var ég alltaf næst- síðastur út á völl. Það var regla sem mátti ekki bregðast.“ Að lokum: Er hægt að beygja þýska stálið? „Það er hægt, með stemningsleik eins og þeir náðu hérna heima á móti Þjóðverjunum, en auðvitað er liðið svolítið breytt núna, vegna meiðsla nokkurra lykilmanna. Í raun á þetta fræðilega að vera ómögulegt, þegar á allt er litið, en við Íslendingar trúum alltaf að okkur séu allir vegir færir. Það hugarfar getur einna helst fært okkur fyrsta eða annað sæt- ið í riðlinum og það hugarfar finnst mér hafa komið með Ásgeiri Sigurvinssyni þjálfara.“ |ivarpallmbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ef snagarnir gætu talað … Margt hefur gengið á hjá landsliðinu í bún- ingsklefanum undir stúkunni á Laugardals- velli, fyrir og eftir landsleiki. 11. október Þýskaland - Ísland í beinni í Sjónvarpinu Morgunblaðið/Árni Torfason Bryndís Ásmundsdóttir er einn þriggja stjórnenda Djúpu laugarinnar, sívinsæls stefnumótaþáttar á SkjáEinum. Til hennar koma margir sem hafa hug á því að fara út á lífið á óvæntu stefnumóti eða halda áfram í lífinu með óvæntum lífsförunauti. Hún þekkir það eins og svo margir sem koma til hennar í beina útsendingu á föstudagskvöldum að það þarf að velja réttu fötin fyrir hvert tilefni. Bryndís setti sig í stellingar fyrir Fólkið og valdi fjóra mismunandi alklæðnaði, sem hæfa fjórum mismunandi tækifærum og jafn- vel manneskjum. Óhætt er samt að fullyrða að eitthvað af Bryndísi skíni þarna í gegn. Athugum hversu mikið fötin segja um manninn og skapa manninn. |ingarun@mbl.is Keppandi nr. 1 „Þetta eru heimafötin, svona kúru- og inniföt. Hún er í joggingpeysu og ofsalega stórum buxum svo hún geti troðið eins miklu nammi upp í sig og hún mögulega getur. Skórnir eru svona loðrúskinnsskór til að halda tásunum hlýjum. Þessi borðar nammi og horfir á sjóvarpið og kannski les líka. Þetta segir svolítið um þennan kepp- anda, nammigrís og letiblóð.“ Keppandi nr. 2 „Hún er rosaleg. Hún er í veiðigallanum, veiðiföt- unum og tilbúin að fara út á lífið. Támjó leðurstígvél með hæl eru ómissandi. Hún er búin að setja upp stút- inn og allt saman. Það er svolítill klassi yfir henni. Hún drekkur rauðvín þegar hún fer út og aldrei mikið, getur alveg sleppt því ef hún vill. Hún sturtar ekki í sig en verður alltaf kyssilegri og kyssilegri eftir því sem líður á kvöldið. Svolítið frönsk jafnvel. Og hún passar upp á að brjóstaskoran sé í lagi.“ Keppandi nr. 3 „Þetta er rokkari. Hún er líka í al- vöru pönkbol og á leiðinni út á lífið. Hún er ekki í vandræðum með að skella sér í gallann og fara út. Hún er opinn persónuleiki og er ekkert að fela skoðanir sínar. Bjór og viskí eru drykkir að hennar skapi. Hún er rokk- ari en samt gella, í pilsi og stíg- vélum.“ Stjórnandinn „Þarna er díva á ferð. Hún hefur stjórn á hlutunum og vaðið fyrir neðan sig. Hún passar upp á „elegansinn“. Þegar ég sá þennan kjól minnti það mig á svona Jackie Kennedy-stílinn. Yfirbragðið er settlegt. Það er tekið mark á þessari konu. Hún er ofsa- lega glöð. Hún hefur gaman af „perform- ans“ og lífinu. Lífið hjá þessari konu held ég að sé „performans“.“ Í HVERJU Á ÉG AÐ VERA Í KVÖLD? DJÚP A LA UGIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.