Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 C 3 Sérfræðingur óskast Umhverfisstofnun óskar eftir að ráða sérfræð- ing í fullt starf á matvælasvið stofnunarinnar. Leitað er eftir einstaklingi með framhalds- menntun á sviði (matvæla-)efnafræði, lífefna- fræði eða matvælafræði. Önnur raungreina- menntun kemur einnig til greina. Góð ensku- kunnátta og færni í a.m.k. einu Norðurlanda- máli er kostur. Þekking og áhugi á sviði eitur- efnafræða er æskileg. Starfið felst m.a. í eftirfarandi:  Verkefnum varðandi aðskotaefni, varnarefni, aukefni og bragðefni í matvælum.  Áætlana- og skýrslugerð.  Samskiptum við fyrirtæki og stofnanir innan- lands.  Samskiptum við erlendar stofnanir, einkum á Norðurlöndunum og á Evrópska efnahags- svæðinu (EES). Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skilað til Umhverfisstofnunar fyrir 1. nóvember 2003. Nánari upplýsingar veitir Elín Guðmundsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 591 2000. Umhverfisstofnun heyrir undir umhverfisráðuneytið og starfar skv. lögum nr. 90/2002. Stofnunin hefur m.a. það hlutverk að framfylgja lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, eiturefni og hættuleg efni, matvæli, mengun sjávar, náttúruvernd og veiðistjórnun. Starfsmenn eru um 80 og starfa á 6 fagsviðum og rannsóknastofu á 7 starfsstöðum í dreifbýli og þéttbýli. Við leitum að Windows forritara til að taka virkan þátt í þróun á Lykla-Pétri jafnt sem öðrum verkefnum innan fyrirtækisins. Æskilegt er að umækjendur hafi kunnáttu og minnst 1-2 ára reynslu í forritun. Hæfniskröfur: - Háskólamenntun í tölvunarfræði eða skyldu fagi. - Haldgóð þekking á C/C++ forritunarmálunum og helstu Windows forritunarsöfnum. - Reynsla af forritun Windows þjónustna (services). Friðrik Skúlason ehf. leitar að veirugreini & Windows forritara Friðrik Skúlason ehf. Starfsumsókn Þverholti 18 105 Reykjavík Frekari upplýsingar eru veittar í síma 540-7400 (Alistair) eða í tölvupósti: jobs@frisk.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2003. Windows forritari Umsóknum og starfsferilsskrám skal skilað í tölvupósti á póstfangið: jobs@frisk.is eða með pósti á: Við leitum að einstaklingi til að starfa við veiruvarnarrannsóknir innan Friðriks Skúlasonar ehf. fyrir bandaríska fyrirtækið Authentium, sem að hluta til er í eigu VeriSign. Í starfinu getur falist töluverð dvöl í Bandaríkjunum. Hæfniskröfur: - Góð enskukunnátta er nauðsynleg. - Háskólamenntun í tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði eða skyldu fagi er æskileg en ekki nauðsynleg. - Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð. - Þekking á skriftum (script languages). - Góð þekking og áhugi á vélamáli (Assembler x86) og virkni stýrikerfa. Veirugreinir    Hæfniskröfur Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum með ríka þjónustulund. Skilyrði er að umsækjendur hafi reynslu af störfum við vátryggingar. Störfin henta jafnt konum sem körlum. Við leggjum áherslu á og bjóðum • Góðan starfsanda • Metnaðarfullt starfsumhverfi • Góða starfsaðstöðu Nánari upplýsingar veitir Starfsmannasvið. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir og fyrirspurnir. Umsóknum skal skilað á heimasíðu VÍS, www.vis.is, eða á aðalskrifstofu Ármúla 3, fyrir 27. október. Vilt þú tryggja þér atvinnu? Vátryggingafélag Íslands · Ármúla 3 · 108 Reykjavík · Sími 560 5000 · www.vis.is Vátryggingafélag Íslands, VÍS, leitar að öflugum liðsmönnum í hóp samhentra starfsmanna í Tryggingaþjónustu og Tjónaþjónustu félagsins. F í t o n F I 0 0 8 0 9 1 Hjá VÍS starfa um 200 manns á skrifstofum félagsins um allt land. Það er stefna VÍS að hafa ávallt á að skipa vel menntuðu starfsfólki með haldgóða þekkingu á vátryggingamálum. Félagið leggur áherslu á að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu til að veita góða þjónustu. Félagið vill fela starfsfólki störf við hæfi þannig að hæfileikar þess og frumkvæði fái notið sín við áhugaverð og krefjandi verkefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.