Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 B MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ var mikið í húfi fyrir þjálfara
Lokeren, Paul Put, þegar Lokeren
mætti Hausden Zolder í belgísku 1.
deildinni í knattspyrnu á laug-
ardagskvöldið. Tap hefði þýtt að
Lokeren hefði rekið Put en liðinu
tókst að vinna sinn fyrsta sigur á
leiktíðinni og gerði það sannfær-
andi, 3:0.
Rúnar Kristinsson kom Lokeren
á bragðið eftir sex mínútna leik.
Rúnar fékk sendingu frá Arnari
Grétarssyni, lék á fjóra leikmenn
Zolden og skoraði með góðu skoti í
bláhornið. Rúnar fagnaði markinu
með því að hlaupa til þjálfarans og
faðma hans. Bence Aristide, fram-
línumaður frá Burkina Faso, bætti
tveimur mörkum við fyrir Lokeren
sem komst með sigrinum úr botn-
sæti deildarinnar.
Arnar Þór Viðarsson og Arnar
Grétarsson léku allan leikinn fyrir
Lokeren og stóðu sig vel, Rúnar lék
einungis fyrri hálfleikinn en hann
var hálfveikur, var bæði með bein-
verki og kvef. Marel Baldvinsson
leysti Rúnar af hólmi í síðari hálf-
leik.
„Leikmenn mínir gerðu allt sem
þeir gátu til að bjarga mér og ég er
þeim þakklátur,“ sagði Paul Put,
þjálfari Lokeren, eftir leikinn. „Það
var mjög mikilvægt að ná að skora
fljótlega í leiknum,“ sagði Rúnar
Kristinsson.
Rúnar Kristinsson kom
Lokeren á bragðið í Belgíu
Rúnar
SERGUEI Ziza var í aðal-
hlutverki hjá rússneska liðinu
Stepan en hinn leikreyndi leik-
stjórnandi þekkir líka til í ís-
lenskum handknattleik, lék
með KA fyrir 6 árum. „Þetta
var skemmtilegur leikur, við
tókum fast á þeim og þeir á
okkur – létu finna fyrir sér og
börðust eins og víkingar, sem
er skemmtilegt að mínu mati.
Árni er sigurvegari
Ég þekki þjálfara þeirra,
Árna, síðan ég var hjá KA og
ég held að hann hafi komið
með hugsun sigurvegara til
liðsins. Ég tel HK gott lið sem
getur gert góða hluti í næstu
umferð,“ sagði Zisa eftir leik-
inn og hann taldi góðar líkur á
að sigra og slá HK út úr
keppninni. „Heimaleikur er
alltaf auðveldari því aðstæður
eru erfiðari fyrir gesti og við
höfðum fulla trú á að við gæt-
um unnið þennan leik.
Vantaði fjórar mínútur
Við vorum einbeittir allan
leikinn. Fyrri hálfleik lékum
við ekki eins og við gerum best
en í seinni hálfleik vorum við
enn betur einbeittir. Okkur
vantaði fjórar mínútur til að
ná úrslitum, sem dugðu okkur
til að halda áfram í keppninni
en eitthvað brást í vörninni,
sem var nóg,“ sagði Serguei
Ziza en hann skoraði alls þrjú
mörk í leiknum í Digranesi.
Ziza sagði
að HK-
menn
hefðu bar-
ist eins og
víkingar
Leikurinn var harður og mikilskemmtun enda voru áhorf-
endapallar þétt setnir – reyndar
tæplega mikið setið
þegar HK missti nið-
ur sex marka forystu
í upphafi síðari hálf-
leiks. Þá var eins og
HK-menn teldu björninn þegar lagð-
an að velli en það var öðru nær og og
gestirnir komust í eins marks for-
ystu áður en Elías Már stökk fram á
sviðið. „Það kom slæmur kafli í
seinni hálfleik og Rússarnir komast
yfir en þá tók þjálfari okkar leikhlé
og sagði okkur að hysja upp um okk-
ur buxurnar, við hefðum tíu mínútur
til að gera út um leikinn og annars
væri draumurinn úti - hvort við vild-
um hætta í dag. Við vöknuðum við
það enda kann hann sitt fag og hans
besta hlið að lesa yfir mönnum þegar
þeir standa sig illa,“ sagði „hetjan“
Elías Már eftir leikinn. „Að mörgu
leyti var þetta erfiðari leikur en í
Rússlandi. Við vorum með fólkið
með okkur í dag en í Rússlandi voru
þeir á móti okkur og margt að kljást
við. Það var því þægilegra að und-
irbúa sig fyrir leikinn núna en þá líka
jafnvel meiri pressa á okkur. Við
þurftum að sanna okkur og urðum að
vinna í dag, ekkert annað kom til
greina.“
Undir orð Elíasar tekur Björgvin
Páll Gústavsson markvörður, sem
stóð sig mjög vel og sinnti sínum
skyldum allan leikinn, líka þegar
hans menn voru ekki alveg vakandi á
vaktinni í vörninni. „Það var bara
ekki hægt að fara tapa þessu hérna
fyrir fullu húsi, það kom ekki til
greina,“ sagði hinn 18 ára markvörð-
ur eftir leikinn. „Ég lýg því ekki að
ég hafi ekki verið svolítið stressaður
þegar Rússarnir komast yfir en hafði
samt alltaf trú á að okkur tækist að
vinna. Rússar eiga það til að hrynja
þegar á móti blæs en þessir héldu
áfram og veittu góða mótspyrnu. Við
mættum tilbúnir í hvað sem er í báða
leikina svo að ekkert kom okkur á
óvart. Það skiptir öllu hvernig lið
koma undirbúin í hvern leik og allt
sem við lögðum upp með í leiknum
gekk upp, vörnin small saman og
þetta var hrein snilld. Það er mikil
lífsreynsla að taka þátt í þessari
keppni og fara nú í annan Evrópu-
leik. Við spiluðum ekki nógu vel í
fyrri leiknum en hleyptum Rússun-
um samt ekki mikið fram úr okkur
og gerðum síðan út um málið hérna
heima.“
Morgunblaðið/Þorkell
Elías Már Halldórsson var hetja HK og skorar hér eitt marka sinna.
Elías Már Halldórsson gulltryggði
sigur HK á Stepan Razin frá Rúss-
landi í Evrópukeppni bikarhafa og
Kópavogsliðið er komið áfram
Einhver varð
að skjóta –
heppni að
það var ég
„EINHVER varð að skjóta og ég var heppinn að fá tækifærið. Annað
hvort yrði maður skúrkur eða hetja, það var ekkert þar á milli og ég
varð að láta reyna á það, það heppnaðist í dag og frábær upplifun
að skora og hvílíkur léttir,“ sagði Elías Már Halldórsson, sem skor-
aði tvö síðustu mörk HK í 20:18 sigri á rússneska liðinu Stepan Raz-
in í Digranesi á laugardaginn. Fyrri leik liðanna lauk með 23:22 sigri
Rússanna svo að HK er komið í 2. umferð í Evrópukeppni bikarhafa.
Stepan Razin er í dag í 4. sæti rússnesku deildarinnar og líklega á
leið í 6-liða úrslitakeppni þar í landi.
Stefán
Stefánsson
skrifar
„ÉG hélt að við værum að missa
leikinn frá okkur, en HK-hjartað
er stórt, slær ört og dugði til að
gera út um leikinn,“ sagði Vilhelm
Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK,
eftir Evrópuleikinn.
Hvað telur hann að hafi gerst
þegar munurinn fór úr sex marka
forskoti í eitt mark undir. „Ég held
að við höfum farið út í að halda
forystu okkar. Komnir með sex
mörk og áfram í keppninni en þá
blundar í mönnum að halda því og
greinilegt að við þurfum að grafa
okkur upp úr þeirri gryfju því við
eigum það til að halda ekki áfram
komnir með forystu. Þetta hafðist
nú. Ég held að þeir hafi ekki spilað
eins og þeir besta geta í fyrri
leiknum og sýndu í dag að þeir eru
með gríðarlega öflugar skyttur
enda komu flest mörk þeirra utan
punktalínu. Við spiluðum sjálfir
mjög góða vörn en sóknin var ekki
alltof góð og forskot okkar kom
eftir hraðaupphlaup. Það var ekki
svo mikið vandamál að fara í leik-
inn og þurfa að vinna upp eins
marks forskot, jafnvel þægilegra
ef munurinn hefði verið meiri því
þá hefðum við sótt meira, við vor-
um oft of staðir í sókninni,“ sagði
Vilhelm Gauti og kominn með hug-
ann í íslenskan veruleika. „Nú
munum við njóta þess að vera til,
en á miðvikudag er leikur við FH,
sem við verðum að vinna, annars
erum við vondum málum í deild-
inni. Evrópudraumurinn heldur
samt áfram og það er jákvætt en
það þarf að sýna í deildinni hvers
vegna maður kemst í Evrópu-
keppni.“
HK-hjartað
stórt og
slær ört