Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR
8 B MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍTALSKA liðið Inter frá Mílanó lét
þjálfara sinn, Argentínumanninn
Hector Cuper, taka pokann sinn
nokkrum klukkustundum eftir að lið-
ið gerði 2:2 jafntefli við Brescia í
ítölsku 1. deildinni. Inter er í sjötta
sæti deildarinnar þegar sex umferð-
um er lokið, stjö stigum á eftir Ítal-
íumeisturum Juventus. Eftir 3:1 ósig-
ur gegn erkifjendunum í AC Milan
fyrir hálfum mánuði hófust umræður
hjá stjórnendum Inter að sparka
Cuper og þeir létu verða af því eftir
leikinn við Brescia sem er eitt af
botnliðum deildarinnar.
Cuper var á sínu þriðja tímabili hjá Inter sem
er með því lengsta sem þjálfari hefur starfað
hjá félaginu undir stjórn Massimo Moratti, for-
seta Inter. Cuper, sem kom til Inter frá
spænska liðinu Valencia, tókst ekki að landa
titli hjá Inter en liðið varð í öðru sæti í deildinni
fyrsta árið sem hann var við stjórn hjá því og í
þriðja sæti í fyrra. Þá komst liðið undir hans
stjórn í undanúrslit Meistaradeildarinnar og
sömuleiðis í UEFA-keppninni.
Forráðamenn Inter voru ekki lengi að finna
eftirmann Cupers en félagið tilkynnti síðdegis í
gær að Alberto Zaccheroni, fyrrum þjálfari AC
Milan og Lazio, tæki við þjálfun liðsins.
Inter rak Hector Cuper
ERNIE Els frá Suður-Afríku tryggði sér 4:3-sigur
gegn hinum danska Thomas Björn í úrslitaleik
heimsmótsins í holukeppni en mótið fór fram á
Wentworth-vellinum í Englandi.
Els jafnaði þar með met sem þeir Sevie Ballest-
eros og Gary Player áttu saman, en þeir hafa allir
unnið mótið fimm sinnum. Hinn 34 ára gamli Els
vann mótið fyrir ári og einig 1994, 1995 og 1996.
Els var með yfirhöndina frá upphafi og náði
mest að vera með sex vinninga gegn engum á þeim
36 holum sem leiknar voru á sunnudag. Björn átti
eftirminnilegasta högg úrslitaleiksins en hann fór
holu í höggi á 14. braut vallarins eða 32. holu leiks-
ins, en það dugði ekki til.
Alls fékk Ernie Els rúmlega 128 millj. kr. í verð-
launafé en Thomas Björn fékk rúmlega 51 millj.
kr. í sinn hlut og bifreið fyrir „draumahöggið“.
Ernie Els í hóp
Ballesteros og
Players
Á fyrstu mínútunni skoruðuNjarðvíkingar auðveldar körf-
ur en það virtist þeim ekki fyrir
bestu því eftir það
gekk allt á afturfót-
unum og ef ekki
hefði verið fyrir
góða baráttu í fyr-
irliðanum Friðriki Stefánssyni
hefðu gestirnir úr KR náð öllum
tökum á leiknum. Forysta KR varð
mest 11 stig en þar sem Njarðvík-
ingar neituðu algerlega að gefast
upp tókst þeim að saxa á forskotið
og loks ná forystu í miðjum öðrum
leikhluta. Mest náðu þeir 9 stiga
forskoti en strax í upphafi þriðja
leikhluta náði KR að komast yfir á
ný. Eftir það skiptust liðin á um að
vera yfir en þremur mínútum fyrir
leikslok komust Njarðvíkingar í
78:72 forskot með yfirveguðum
sóknarleik og góðri vörn. Í þeirri
stöðu áttu flestir von á að þeir
myndu spila langar sóknir og
vanda til verka. Það gerðu þeir
ekki og KR-ingurinn Chris Woods
tók til sinna ráða þegar hann safn-
aði vítaskotum því Njarðvíkingar
áttu engin önnur ráð til að stöðva
hann. Hinsvegar fór hann illa með
þessi skot, þrjú hittu ekki í körf-
una. Sem fyrr voru Njarðvíkingum
mislagðar hendur í sókninni og
Ingvaldur M. Hafsteinsson minnk-
aði forskot Njarðvíkinga í eitt stig,
787:77, þegar 18 sekúndur voru
eftir. Chris Woods reif boltann af
Brandon Woudstra og fékk inn-
kastið, samkvæmt nýju reglunum
en dæmd voru skref á Baldur
Ólafsson sex sekúndum fyrir leiks-
lok. Friðrik fyrirliði fékk vítaköst,
skoraði úr öðru, náði síðan bolt-
anum og tíminn rann út.
„Ég andaði léttar þegar boltinn
fór ofan í körfuna í lokin því þetta
var svakalegur körfuboltaleikur,
sem bauð uppá allt en óþarflega
mikla spennu fyirr mig,“ sagði
Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarð-
víkinga eftir leikinn. „Við vorum að
spila á móti mjög góðu liði svo það
má ekkert útaf bera. Við hikstuð-
um aðeins í byrjun þegar menn
kunnu ekki alveg sín hlutverk en
þegar leikur okkar fór að ganga
kom þetta, sérstaklega þegar við
fórum úr svæðisvörn í maður á
mann vörn. Við börðumst vel en
eigum töluvert í land með að spila
góðan körfubolta. Okkur vantaði
Ólaf Ingvason leikstjórnanda okk-
ar og ég varð að nota Brenton
Birmingham, sem er ekki alveg
tilbúin í slaginn eftir meiðsli en í
heild var liðið að spila góðan körfu-
bolta.“ Friðrik tók 14 fráköst og
varði 5 skot og Brandon Woudstra
varði þrjú og átti 9 stoðsendingar
en þeir tveir voru atkvæðamestir
hjá Njarðvík.
„Við náðum ekki að fylgja eftir
góðum fyrsta leikhluta og vorum
afar slakir í öðrum og gerðum síð-
an of mikið af afdrífaríkum mistök-
um á ögurstund,“ sagði Ingi Þór
Steinþórsson þjálfari KR eftir leik-
inn. „Ég er samt sáttur með að
þegar við vorum sex stigum undir
við náðum að vinna það upp. Það
voru of miklar sveiflur í leik okkar
og það þurfum við að laga, við
verðum að ná betri stöðugleika. Ef
við náum því verðum við erfiðir í
vetur, annars ekki, en þessi ósigur
mun gera okkur sterkari.“ Hjá KR
var Chris Woods góður, stigahæst-
ur með 10 fráköst og 8 stoðsend-
ingar en Skarphéðinn Ingason tók
6 fráköst.
Barátta á Ásvöllum
Leikur Hauka og Hamars á Ás-völlum í gærkvöldi var ekki
mikið fyrir augað, mikil barátta
var í liðunum á
kostnað gæðanna.
Leikmenn voru mis-
tækir og komst
leikurinn aldrei á
almennilegt flug. Heimamenn unnu
sigur, 78:73, en þegar fimm mín-
útur voru til leiksloka var staðan
65:64. Haukar hafa því unnið báða
leiki sína í deildinni en Hamars-
menn eru enn án sigurs.
Leikurinn var mjög jafn en
vegna þess hversu hægur hann var
vantaði upp á spennuþáttinn. Það
kom reyndar smá neisti í leikmenn
undir lokin - þegar rétt rúmlega
ein mínúta var til leiksloka var
staðan 74:73 og Hamar með bolt-
ann. Tvær sóknir í röð fengu þeir
hins vegar dæmt á sig sóknarbrot
og misstu þar tækifærið á sigri.
Heimamenn juku muninn þess í
stað í sex stig og lokastaðan því
78:73.
Mike Mancier stóð uppúr jöfnu
liði Hauka, skoraði 26 stig og Mar-
el Baldvinsson var með 17. Hjá
gestunum var Marvin Valdimars-
son með 14 stig en verra var fyrir
Hamarsmenn að Chris Dade lenti
snemma í villuvandræðum og gat
lítið beitt sér í þriðja leikhluta -
hann skoraði þó 13 stig.
„Þetta var kannski ekki fallegur
körfubolti en leikmenn lögðu sig
alla fram. Menn spiluðu fast og
þetta var erfiður leikur, ekki mikill
hraði en ég er afskaplega ánægður
með þennan vinnusigur. Hamar er
með gott lið og leikaðferðin hentar
okkar leik afar illa,“ sagði Reynir
Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Það
tekur okkur smá tíma að stilla liðið
saman, við spilum öðruvísi bolta en
í fyrra og það eru fleiri leikmenn
að skora núna. Við vonum að fyrir
vikið verðum við erfiðari viðureign-
ar.“
Pétur Ingvarsson, leikmaður og
þjálfari Hamars hafði litla ástæðu
til að fagna enda lið hans enn án
stiga. „Það er erfitt að koma í
Hafnarfjörð og við vorum kannski
ekki alveg tilbúnir. Við vildum hafa
leikinn hægan og eiga möguleika á
sigrinum í lokin - það lenti bara
ekki okkar megin núna. Menn voru
að gefa sig alla í þennan leik og ég
er bjartsýnn fyrir veturinn. Við
höldum áfram að gera okkar
besta,“ sagði Pétur.
Hraði í Stykkishólmi
Grindavík gerði góða ferð tilStykkishólms þar sem liðið
sigraði Snæfell 65:62. Það var
hraður og skemmti-
legur leikur sem
liðin sýndu í fyrri
hálfleik. Gott flæði
var í leiknum og
hittni leikmanna með ágætum,
þrátt fyrir að bæði lið lékju góða
vörn. Gestirnir voru þó full dugleg-
ir að brjóta af sér og voru Guð-
mundur Bragason og Dan Tramm-
el komnir með þrjár villur hvor,
snemma í öðrum fjórðungi. Þetta
gerði það að verkum að þjálfarinn
hvíldi þá meira en ella. Staðan í
leikhléi var 41 stig Snæfells gegn
40 stigum Grindavíkur. Í síðari
hálfleik var allt annar leikur uppi á
borðinu, mun meiri harka í varn-
arleiknum og hittni leikmanna ekki
eins góð. Sóknarleikur beggja liða
var ekki eins markviss og hann
hafði verið í fyrri hálfleik. Heima-
menn höfðu frumkvæðið í leiknum
frá upphafi og alveg framundir
miðjan fjórða leikhluta, þá skoraði
Páll Axel Vilbergsson tvær þriggja
stiga körfur í röð og breytti stöð-
unni úr 54:53 í 54:59. Þarna varð
ákveðinn vendipunktur í leiknum
og þessu náðu Hólmararnir aldrei
að svara. Í lokin var mikil spenna
en gestirnir höfðu lánið með sér í
lokin og fóru með sigur af hólmi.
Í liði Snæfells lék Hlynur Bær-
ingsson manna best, þótt stigin
væru ekki nema 10, þá urðu frá-
köstin alls 14 og baráttan hjá hon-
um var til fyrirmyndar. Corey
Dickerson lék ágætlega, sérstak-
lega var ánægulegt að sjá hann
leggja sig fram í vörninni. Sig-
urður Á. Þorvaldsson lék vel bæði í
vörn og sókn. Dondrell Whitmore
átti fína spretti í sókninni en á að
geta mun betur með því að leggja
sig betur fram. Hafþór I. Gunn-
arsson átti mjög góðar innkomur,
sérstaklega í fyrri hálfleik.
Hjá Grindavík var Darrel K.
Lewis mjög góður, öflugur bæði í
sókn og vörn og byggist leikur liðs-
ins mikið upp í kringum hann.
Guðmundur Bragason er enn að
draga vagninn hjá Grindavík, er
liðinu afar mikilvægur leiðtogi.
Páll Axel Vilbergsson gerði gæfu-
muninn í lokaleikhlutanum. Dan
Trammel fór mjög vel af stað í
leiknum tók t.a.m. mikið af sókn-
arfráköstum, en lenti fljót í villu-
vandræðum og sat mikið á tréverk-
inu.
Þriggja stiga skotkeppni
Þór frá Þorlákshöfn gerði góðaferð í Kópavoginn í gærkvöldi
þegar þeir litu í heimsókn til
Breiðabliks í Smár-
ann. Eftir heldur
brattan fyrri hálf-
leik komu gestirnir
gríðarlega ákveðnir
inní þriðja leikhluta, breyttu stöð-
unni úr 55:40 í 70:71 og tryggðu
sér síðan sigur í fjórða og síðasta
leikhluta, 85:91.
Blikarnir, sem sýndu beint frá
leiknum á veraldarvefnum, komu
mjög ákveðnir til leiksins. Mirko
Virijevic fór mikinn í fyrri hálf-
leiknum og Kyrem Massey, sam-
herji hans í Breiðabliki, fylgdi
góðu fordæmi hans þegar leið á
leikinn. Fyrir utan fyrstu tvö stigin
sem Þór skoraði þá hafði Breiða-
blik forystuna fyrstu tvo leikhlut-
ana og lengst af þeim þriðja. Mirko
skoraði 12 stig í fyrsta leikhluta
þar sem Breiðablik hafði betur
27:19. Í öðrum leikhluta komu þeir
Kyrem Massey og Jónas P. Ólason
sterkir inn og skoruðu 7 stig hvor.
En Reymond Robins í liði Þórs var
að vakna eftir ferðalagið frá Þor-
lákshöfn, hann skoraði 8 af 20 stig-
um sínum í leiknum í öðrum leik-
hluta og reyndist varnarmönnum
Breiðabliks oft erfiður.
Í þriðja leikhluta var ekki annað
að sjá en að Breiðablik myndi
sigra í þessum leik. Þeir skoruðu
fyrstu 9 stigin og höfðu þægilega
15 stiga forystu, 55:40. Sex af þess-
um níu stigum voru skoruð með
þriggja stiga skotum og var líkt og
gestirnir tækju þessari áskorun og
upphófst mikil skotkeppni á milli
liða. Í síðustu af 10 þriggja stiga
körfum leikhlutans komust gest-
irnir yfir 70:71, í fyrsta sinn frá því
í upphafi leiks. Þessi forysta var
sem olía á eld Sunnlendinga og var
sigurvilji þeirra gríðarlegur á síð-
ustu mínútunum. Svo mikill að
Blikar urðu að játa sig sigraða,
85:91.
Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari
Breiðabliks, var ekki sáttur við
niðurstöðu leiksins. „Svona er
körfuboltinn. Við náðum ágætis
kafla í þriðja leikhluta en í þeim
fjórða höfðu þeir yfirhöndina, sér-
staklega inni í teig og náðu að
brjóta það sem við vorum að gera.
Við vorum að tapa þessum leik inni
í teig, þeir voru að fá of góðar
stöður nálægt körfunni og of mikið
af sóknarfráköstum. Síðan þegar
við förum að einbeita okkur að því
að loka á þetta þá opnast færi fyrir
utan sem þeir ná að nýta sér,“
sagði Jón Ingvar.
Mirko Virijevic og Kyrem Mass-
ey voru bestu leikmenn Breiða-
bliks í þessum leik. Leon Brisport
átti frábæran leik í liði Þórs, hann
skoraði 31 stig, hirti 8 fráköst og
átti 4 stoðsendingar.
Njarðvíkingar neit-
uðu að gefast upp
BOÐIÐ var uppá flest sem prýðir góðan körfuboltaleik í Njarðvík í
gærkvöldi - góða baráttu, tilþrifamiklar troðslur, 14 varin skot,
vænan skammt af mistökum og spennuþrungnar lokamínútur þeg-
ar heimamenn sluppu með 79:77 sigur. Sigurinn var þó ekki ósann-
gjarn því þó Njarðvíkingar gerðu meira af mistökum var baráttan
þeirra megin.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Andri
Karl
skrifar
Ríkharður
Hrafnkelsson
skrifar
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar