Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 B 7 Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka,sagði fyrir leikinn að markmiðið væri að gera betur en á móti Barce- lona og vissulega tókst Haukum það. Haukarnir áttu hins vegar við ofur- efli að etja enda Magdeburg með frá- bært lið sem hefur alla burði til að ná langt í Meistaradeildinni í ár. Magdeburg hóf leikinn af krafti og komst í 3:1 en Haukar svöruðu með fjórum mörkum í röð og eftir tíu mínútna leik var staðan, 7:4, Hauk- um í vil. Alfreð Gíslasyni var ekki skemmt á varamannabekk Magde- burg en hann náði að stappa stálinu í sína menn og með skrautfuglinn Stefan Kretszchmar í broddi fylk- ingar náði Magdeburg að jafna í 8:8 og tókst í kjölfarið að síga fram úr. Haukunum gekk illa að finna smug- ur á geysisterkri 6:0 vörn Þjóðverj- anna og tókst ekki að skora nema fjögur mörk á síðustu 20 mínútum hálfleiksins meðan Magdeburg skor- aði grimmt úr hraðaupphlaupum auk sem Kretszchmar gerði Haukum líf- ið leitt en hann skoraði öll sjö mörk sín í leiknum í fyrri hálfleik. Magdeburg var ekkert á því að slaka á klónni í upphafi síðari hálf- leiks. Vörn þeirra, með Sigfús Sig- urðsson í lykilhlutverki, hafði öll ráð sóknarmanna Hauka í hendi sér og þegar níu mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik var munurinn orðinn 11 mörk, 23:12. Þetta var mesti munur liðanna í leiknum en Haukunum til hróss náðu þeir að rétta sinn hlut áð- ur en leikurinn var úti. Aliaksandr Shamkuts átti góða innkomu á lín- una og Haukum tókst að minnka muninn mest niður í sjö mörk, 31:24, en átta mörk skildu liðin að þegar rússnesku dómararnir flautuðu til leiksloka. Líkt og í leiknum við Barcelona léku Haukar ágætlega í fyrri hálfleik en þó einkum og sér í lagi framan af. Um leið og Magdeburg fann hins vegar taktinn í vörninni var ekki að sökum að spyrja. Þýska liðið náði að brjóta niður sóknarleik Haukanna og um leið og Haukar gerðu sig seka um sóknarfeila var þeim refsað með hárbeittum hraðaupphlaupum. Ro- bertas Pauzuolis og Ásgeir Örn Hall- grímsson komust best frá leik Hauka, Shamkuts átti góða innkomu í síðari hálfleik en menn eins og Hall- dór Ingólfsson og Darius Vacikev- icius náðu sér ekki á strik. Þá var markvarsla Birkis Ívars Guðmunds- sonar fremur slök. Lið Magdeburg er feiknasterkt lið og aðalstyrkur þess liggur í öflugum varnarleik og markvörslu en Jo- hannes Bitter, rúmlega tveggja metra hár sláni sem Alfreð krækti í frá Wilhelmshavener fyrir tímabilið, var Haukum afar erfiður en hann varði 20 skot, þar af þrjú vítaköst. Stefan Kretszchmar dró vagninn fyrir Magdeburg í fyrri hálfleik en auk hans voru pólski landsliðsmað- urinn Grgorz Tkaczyk og franski landsliðsmaðurinn Joel Abati skæðir og Sigfús Sigurðsson átti mjög góð- an leik. Hann var mjög fastur fyrir í vörninni og nýtti þau færi vel sem hann fékk úr að moða hvort sem það var á línunni eða úr hraðaupphlaup- um. Haukar réðu ekki við varnarmúr Magdeburg ÍSLANDSMEISTARAR Hauka sóttu ekki gull í greipar Magdeburg í öðrum leik sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í Þýska- landi á laugardaginn. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu átta marka sigur, 34:26, eftir að hafa haft fimm marka forskot í hálfleik, 16:11. AP Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka, sækir að marki Magdeburg-liðsins, þar sem hinn litríki þýski landsliðsmaður Stefan Kretzschmar stendur vaktina í vörninni. AP us Sigfús kom að nýju inn í lið Magde-burg eftir að hafa verið frá vegna hnémeiðsla í tvær vikur. Hann átti góðan leik, lék stórt hlutverk í vörninni og nýtti færi sín vel í sókninni en hann skoraði fjögur mörk í leiknum. „Við vorum ekkert að æsa okkur yfir hlutunum þó við lentum þremur mörkum undir. Þetta var spurning hjá okkur um að standa vörn- ina og ná hraðaupphlaupunum og það var það sem gerði gæfumuninn þegar á fyrri hálfleikinn leið,“ sagði Sigfús. Var eitthvað í leik Hauka sem kom þér á óvart? „Nei í rauninni ekki. Við vissum að Pauzuolis þarf mikið pláss og nánast flugbraut til að komast í loftið og um leið við gengum út í hann þá náði hann ekki að koma sér í loftið. Við lögðum áherslu á að stoppa skyttur Haukaliðsins og miðjumaðurinn sá litháíski komst ekkert áleiðis og þar með áttu Haukar erfitt uppdráttar gegn vörn okkar.“ Það var ekki að sjá á leik þínum að þú værir að skríða saman eftir meiðsli? „Ég er búinn að vera verkjalaus í viku í hnénu en þeir vildu ekki að ég spilaði fyrr en nú. Ég var búinn að ná að æfa vel fyrir leikinn og ég vissi að ég var alveg klár í slaginn.“ Sigfús segist hlakka til leiksins við Barcelona sem háður verður á heima- velli Magdeburg hinn 8. nóvember. „Það er uppselt á leikinn og það verð- ur mikið fjör. Við gerum okkur vel grein fyrir því að lið Barcelona er geysilega sterkt en Börsungarnir fá ekkert gefins hjá okkur og við ætlum að taka hressilega á þeim. Lykilatriði er að hleypa þeim ekki í hraðaupp- hlaupin og við verðum að stöðva þau í fæðingu með því að taka Masip og Nagy föstum tökum en oftar en ekki eru það þeir sem stjórna hraðaupp- hlaupunum þeirra. Ég held að við eig- um alveg ágæta möguleika á að vinna Barcelona en til þess þurfum við auð- vitað að spila mjög vel.“ Sigfús segir að helsta breytingin á liði Magdeburg nú og á síðasta tímabili sé sú að vörnin sé miklu betri og þá fékk liðið góðan liðsstyrk með komu markvarðarins, Johannesar Bitter. „Bæði ég og Pólverjinn erum á okkar öðru ári og það tekur sinn tíma að finna taktinn. Bitter hefur komið mjög sterkur og það er ekki árenni- legt fyrir mótherjana að mæta honum enda engin smásmíði, en ég held að hann sé 2,05 metrar á hæð.“ Sigfús Sigurðsson átti góðan leik „Small sam- an hjá okkur“ „ÞETTA voru úrslit eftir bókinni. Um leið og við náðum að finna taktinn í vörninni small þetta saman hjá okkur,“ sagði Sigfús Sigurðsson, leikmaður Magde- burg, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Haukum í Meist- aradeildinni í handknattleik. Sigfús Sigurðsson Guðmundur Hilmarsson skrifar GUÐJÓN Valur Sigurðsson og fé- lagar hans í þýska liðinu Essen eru komnir í 2. umferð í Evr- ópukeppni bikarhafa í handknatt- leik. Essen sigraði eistneska liðið Polva Serviti í tveimur leikjum í Þýskalandi um helgina. Essen hafði yfirburði í fyrri leiknum þar sem lokatölur urðu, 32:17. Guðjón Valur skoraði 6 mörk fyr- ir Essen í þeim leik. Guðjón skor- aði svo 3 mörk í gær þegar Essen hafði betur í síðari leiknum, 23:22, eftir að Eistarnir höfðu haft eins marks forskot í leikhléi, 10:9. Létt hjá Essen gegn EistunumSPÆNSKA stórliðið Ciudad Realmeð Ólaf Stefánsson í broddi fylk- ingar átti ekki í vandræðum með að leggja Zaporoshye frá Úkraínu að velli í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á Spáni í gær. Ciud- ad sigraði með níu marka mun, 24:15 og skoraði Ólafur 4 af mörk- um spænska liðsins. Ciudad Real gerði nánast út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan í leikhlé var, 15:7. Spænski landsliðsmaðurinn Talant Dujsebaev og egypski landsliðsmaðurinn Zaki voru at- kvæðamestir í liði Ciudad Real með 6 mörk hver. Ólafur og félagar hans hafa byrjað vel í Meistaradeildinni en um síðustu helgi burstaði Ciudad Real lið Conversano á Ítalíu, 32:23. Ólafur með fjögur fyrir Ciudad Real  DAGUR Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz, skoraði eitt mark fyrir sína menn sem töpuðu fyrir pólska liðinu Wisla Plock, 27:26, í síðari leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik. Dagur og félagar komust áfram, unnu samanlagt, 53:49.  GUÐMUNDUR E. Stephensen, Víkingi, varð sigurvegari á fyrsta stigamótinu í borðtennis á keppnis- tímabilinu. hann lagði bróður sinn Matthías Stephensen, Víkingi, í úr- slitaleik í TBR-húsinu í gær 4:0 (11:6, 11:3, 11:6, 11:2).  SYSTURNAR Halldóra og Magn- ea Ólafs léku til úrslita í kvenna- flokki og fagnaði Halldóra sigri 4:0. (11:2, 11:5, 11:6, 11:2).  LÖGREGLAN í Halmstad hafði í nógu að snúast aðfaranótt sunnu- dags er stuðningsmenn sænska úr- valsdeildarliðsins Djurgården hófu innreið sína í bæinn fyrir leik liðanna sem fram fór í gær.  TIL átaka kom milli stuðnings- manna liðanna í miðbæ Halmstad þar sem hóparnir notuðu steina, glerflöskur og járnrör í slagsmálun- um. Lögreglan fékk liðsstyrk frá ná- grannabæjum Halmstad og notaði m.a. hunda til þess að koma ró á mannskapinn.  DJURGÅRDEN varð í kjölfarið sænskur meistari í knattspyrnu ann- að árið í röð þegar liðið bar sigurorð af Halmstad, 3:2, í næstsíðustu um- ferð sænsku 1. deildarinnar.  SERENA Williams mun ekki keppa á fleiri tennismótum á þessu ári en hún hefur ekki leikið á at- vinnumótaröð kvenna sl. tvo mánuði vegna hnémeiðsla. „Ég sakna þess að geta ekki keppt en ég þarf lengri tíma til þess að ná þeim styrk sem ég hafði áður, segir Willams sem er yngri systir Venus Williams en þær systur hafa verið í fremstu röð undanfarin misseri.  ROBERTO Carlos og Ronaldo skoruðu mörk Real Madrid sem vann góðan sigur á Celta Vigo, 2:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu.  JUVENTUS er á góðu skriði á Ítalíu en meistaranir unnu fimmta sigur sinn í sex leikjum þegar þeir báru sigurorð af Ancona, 3:2, eftir að hafa komist í 3:0. Fabrizio Miccoli skoraði tvö marka Juventus.  ALBERTO Luqe og Sergio tryggðu Deportivo La Coruna sigur á Barcelona á útivelli og er kominn vaxandi þrýstingur á þjálfara Börs- unga, Frank Rikjard, vegna lélegs gengi þeirra í deildinni.  LEIKMENN Valencia voru í mikl- um ham gegn botnliðinu Espanyol og skoruðu 4 mörk gegn engu. Val- encia er á toppi spænsku deildarinn- ar. Mista skoraði tvívegis, Ruben Baraja og Vicente bættu við mörk- um en Espanyol á enn eftir að vinna leik í spænsku deildinni. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.