Morgunblaðið - 20.10.2003, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 B 3
NORSKA knattspyrnufélagið
Brann hefur boðið til sín tveimur
16 ára gömlum íslenskum drengja-
landsliðsmönnum. Það eru þeir
Bjarki Már Sigvaldason úr HK og
Heiðar Geir Júlíusson úr Fram.
Félagið vildi fá þá til sín um liðna
helgi en ekki varð af því og þeir
fara væntanlega til Bergen innan
skamms.
Bergensavisen sagði frá því að
félagið hefði komist á snoðir um
piltana þegar það var að fylgjast
með Ólafi Erni Bjarnasyni, lands-
liðsmanni úr Grindavík, í haust.
Eins og áður hefur komið fram
samdi Ólafur við norska liðið.
Haft er eftir Lúkas Kostic, þjálf-
ara drengjalandsliðsins, að Bjarki
Már sé líkamlega sterkari og fái
væntanlega tækifæri í meist-
araflokki á næsta ári en Heiðar
þurfi tvö ár til viðbótar. „Þeir eru
báðir stórgóðir knattspyrnumenn
og með gífurlegan sigurvilja, báðir
tveir,“ segir Lúkas við norska
blaðið.
Per-Ove Ludvigsen, íþróttastjóri
Brann, segir að ekki sé ljóst á
þessari stundu hvort piltunum
verði boðinn samningur. „Núna er-
um við bara að skapa tengsl við
Ísland, fá þá til að koma og skoða
sig um hjá Brann og kynnast okk-
ur,“ segir Ludvigsen við Bergens-
avisen.
Brann með tvo 16
ára stráka í sigtinu
BRYNJAR Björn Gunnarsson var
ekki í leikmannahópi Nottingham
Forest sem burstaði Wimbledon, 6:0,
í ensku 1. deildinni. Brynjar Björn
hefur fengið fá tækifæri með liði For-
est á leiktíðinni og hefur oftar en ekki
þurft að sætta sig við að vera ekki í
16-manna hópnum.
GUÐJÓN Þórðarson og lærisvein-
ar hans eru í áttunda sæti 2. deild-
arinnar eftir 2:1 útisigur á Wygombe.
ÞÓRÐUR og Bjarni Guðjónssynir
sátu allan tímann á bekknum í liði
Bochum sem vann góðan útsigur á
Schalke í þýsku 1. deildinni í gær.
HJÁLMAR Jónsson lék allan leik-
inn fyrir Gautaborg sem sigraði
Malmö á útivelli í sænsku 1. deildinni í
knattspyrnu í gær. Gautaborg er í
sjöunda sæti deildarinnar.
INDRIÐI Sigurðsson fékk ekki að
spreyta sig með Genk sem sigraði
Cercle Brügge, 3:1, í belgísku 1.
deildinni í knattspyrnu í gær.
HELGI Kolviðsson lék allan leikinn
fyrir Kärnten sem tapaði fyrir Matt-
ersburg, 2:1, í austurrísku 1. deildinni
í knattspyrnu í gær. Kärnten er í
næst neðsta sæti deildarinnar.
ÍSLENSKA 19 ára landslið pilta í
knattspyrnu tapaði fyrir Ísraels-
mönnum, 2:1, í undankeppni Evrópu-
mótsins en riðillinn sem Íslendingar
leika í er spilaður í Moldavíu. Hjálm-
ar Þórarinsson, Þrótti, skoraði mark
íslenska liðsins.
ÁSTHILDUR Helgadóttir fyrirliði
íslenska kvennalandsliðsins skoraði
fyrsta mark sitt fyrir Malmö þegar
liðið sigraði Melbacken, 4:2, í sænsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Ásthildur og stöllur hennar eru í
þriðja sæti deildarinnar þegar einni
umferð er ólokið.
DANÍEL Hjaltason, einn besti leik-
maður Víkings í 1. deildinni í knatt-
spyrnu í sumar, skrifaði um helgina
undir nýjan þriggja ára samning við
félagið. Samningur Daníels við Vík-
ing var útrunninn og eftir því sem
fram kemur á heimasíðu Víkings
reyndu Íslandsmeistarar KR-inga að
fá hann í sínar raðir en án árangurs.
LOGI Gunnarsson skoraði 7 stig
fyrir þýska körfuknattleiksliðið
Giessen 46’ers er liðið tapaði gegn
Artland Dragons, 64:91, á heimavelli
sínum. Stigahæstur í liði Giessen var
John Thomas með 12 stig. Liðið hefur
leikið tvo leiki á keppnistímabilinu og
sigraði í þeim fyrsta.
HEIÐMAR Felixson skoraði 2
mörk fyrir Bidasoa sem tapaði fyrir
Cantabria, 25:23, í spænsku 1. deild-
inni í handknattleik. Patrekur Jó-
hannesson lék ekki með Bidasoa en
hann er frá vegna aðgerðar á hné sem
hann gekkst undir fyrir helgina.
RAGNAR Óskarsson skoraði 8
mörk fyrir Dunkerque sem tapaði
fyrir Selestat, 19:18, í frönsku 1.
deildinni í handknattlek. Dunkerque
er í fjórða sæti, átta stigum á eftir
toppliði Montpellier.
FÓLK
EINAR Örn Jónsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, átti
góðan leik með Wallau Mass-
enheim sem vann góðan úti-
sigur á Gummersbach. Einar
Örn skoraði sex mörk í leikn-
um en Rúnar Sigtryggsson
náði ekki að skora en hann lék
samkvæmt venju að mestu í
vörninni.
Gunnar Berg Viktorsson
skoraði 4 mörk fyrir Wetzlar
en Róbert Sighvatsson ekki
neitt þegar liðið lá fyrir Mind-
en á útivelli, 31:26.
Guðmundur Hrafnkelsson
og félgar hans í Kronau/
Östringen sótti íslenski lands-
liðsmarkvörðurinn ekki gull í
greipar Eisenach en Kronau/
Östringen tapaði með átta
marka mun, 37:29.
Einar Örn
með sex
mörk
Þjálfarinn sagði sína menn byrjavel. „Okkur gekk vel fram í
síðari hálfleik þegar kemur slæmur
kafli. Strákarnir
orðnir þreyttir, auk
þess að það mæddi
mikið á Augustas,
sem spilaði lykilhlut-
verk í vörn og sókn. Við gátum eig-
inlega ekki hvílt hann því Vilhelm
er ekki alveg orðinn góður af sínum
meiðslum og fyrir vikið var ekki
óeðlilegt að detta aðeins niður. Við
vorum komnir í vænlega stöðu með
frábærum stuðningi áhorfenda, en
síðan misstum við einbeitinguna og
hættu að spila sóknina eins og rætt
var um – að taka langar sóknir og
vera klókir. Við fórum að hugsa um
að gera ekki mistök og reyndum því
ekki hluti sem átti að reyna. Þegar
ekki er farið af fullum krafti í sókn-
ina er auðvelt að stöðva hana. Við
misstum einbeitinguna og Rússarn-
ir lokuðu á okkur með hörkugóðri
vörn svo að við vorum komnir undir.
Það var þá sem við sýndum að það
er nóg keppnisskap í okkar liði –
það var frábært að sjá til strákanna.
Mér finnst Rússar vera vél, sem
heldur alltaf áfram og lætur ekki
trufla sig þó staðan sé ekki góð.
Þeir halda áfram og klóra alltaf í
bakkann,“ sagði Árni, sem telur að
bæði liðin hafi lært mikið af fyrri
leiknum í Rússlandi.
„Þessi leikur þróaðist svipað og
hinn fyrri í Rússlandi. Bæði lið
spiluðu mjög góða vörn en nú náð-
um við ekki að spila sóknina nógu
vel þegar þeir lögðu alla áherslu á
að stöðva Litháana okkar, sem léku
mjög vel í fyrri leiknum. Ólafur
Víðir spilaði mjög vel þrátt fyrir að
vera nýstiginn upp úr erfiðum
meiðslum en hann á enn eftir að ná
sér að fullu. Svo gerðu hornamenn-
irnir Elías Már og Davíð góða hluti,
en við vinnum á góðri vörn og
markvörslu Björgvins Páls. Hann
er einn af bestu markvörðum lands-
ins, varð Evrópumeistari með ís-
lenska nítján ára landsliðinu og
þrátt fyrir að vera aðeins átján ára
er hann með mesta alþjóðlega
reynslu í liðinu.“
Vill fá lið frá Belgíu,
Búlgaríu eða Finnlandi
HK-menn geta ekki ornað sér
lengi við þennan glæsta sigur. „Nú
er leikur upp á líf og dauða við FH
á miðvikudaginn, það er einn af úr-
slitaleikjunum um að komast í úr-
valsdeildina því við höfum sjálfir
komið okkur í þá stöðu að þurfa að-
vinna alla leikina til komast í úrvals-
deildina. Við verðum að átta okkur
á því að deildin er aðalatriðið, Evr-
ópukeppnin er bara bónus. Við get-
um verið ánægðir núna en ég get
lofaði því að á mánudaginn mun ég
henda þeim af stað,“ sagði þjálf-
arinn. Dregið verður í næstu um-
ferð á mánudaginn og síðan leikið 9.
og 16. nóvember. „Í hattinum er
mörg góð lið en ég vil fá lið frá
Belgíu, Búlgaríu eða Finnlandi því
ég vil ná lengra. Auðvitað væri
gaman að fá stór lið hingað því það
er miður hvað lítið er af Evrópu-
leikjum á Íslandi. Það er að vísu
dýrt en umgjörðin hjá okkur er frá-
bær og vinnan við þessa Evrópu-
leiki ótrúleg. Við erum með menn í
stjórn til að safna peningum því ein
umferð kostar rúmar tvær milljónir
og strákarnir í liðinu þurfa ekki að
sinna því, geta einbeitt sér að hand-
boltanum. Slík vinnubrögð eru frá-
bær og sýna að það er hægt. Þessir
leikir gefa strákunum líka mjög
mikið því að spila í svona leik gefur
mikla reynslu, til dæmis eins og bik-
arúrslitaleikurinn í fyrra. Þeir end-
ast í boltanum og ég man eftir því
þegar ég var hjá KA á Akureyri og
við spiluðum í Meistaradeildinni að
strákar eins og Halldór Sigfússon
og fleiri ungir strákar, tóku út mik-
inn þroska á einum svoleiðis vetri.
Það er líka mjög mikil samkeppni
um að komast í lið. Ég er með
sautján menn svo að það eru alltaf
einhverjir, sem komast ekki að. Það
er því mjög erfitt fyrir mig að velja
aðeins fjórtán í leikmannahópinn og
skilja hina eftir,“ sagði Árni Stef-
ánsson.
Árni Stefánsson, þjálfari HK, segir að keppnisskapið hafi verið frábært
ÞUNGU fargi var létt af Árna Stefánssyni þjálfara HK eftir leikinn.
„Ég er verulega ánægður með að hafa komist í gegnum þessa
þraut. Þetta hefur verið erfið vika því alla vikuna hafa allir sem
maður hittir sagt þetta frábært hjá okkur og gott að við erum komn-
ir áfram í keppninni. Við vitum sjálfir að svo var ekki en þegar það er
alltaf verið að troða þessu í hausinn á manni fer maður jafnvel að
trúa því að einhverju leyti. Ég hamraði á því við strákana að þetta
væri ekki búið og sem betur fer vorum við klárir í þennan leik.“
Árni Stefánsson, þjálfari HK.
Ánægður að vera kominn
í gegnum þessa þraut
Eftir
Stefán
Stefánsson
Morgunblaðið/Þorkell
Augustas Strazdas átti stórleik með HK og var öflugur í vörn og sókn. Hér sækir hann að marki
Rússanna og nær að senda knöttinn í netið.