Morgunblaðið - 20.10.2003, Qupperneq 4
KNATTSPYRNA
4 B MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan
tímann á miðjunni í liði Wolves sem gerði
markalaust jafntefli við Fulham í Lund-
únum. Úlfarnir eru þar með ósigraðir í
síðstu þremur leikjum sínum og sagði
Dave Jones, knattspyrnustjóri nýliðanna,
að sjálftraustið væri vonandi komið hjá
sínum mönnum.
„Ég finn að sjálftraustið er á uppleið.
Við höfum lagt hart að okkur að und-
anförnu og við ætlum svo sannarlega að
berjast duglega fyrir lífi okkar í deildinni.
Ég var ánægður með leik liðsins sem spil-
aði á köflum mjög góða knattspyrnu,“
sagði Jones.
Ívar Ingimarsson var í fyrsta sinn í lang-
an tíma í leikmannahópi Wolves en hann
sat á varamannabekknum allan tímann.
Jóhannes Karl
í liði Úlfanna
Jóhannes Karl
FÓLK EIÐUR Smári Guðjohnsen varekki í leikmannahópi Chelsea
gegn Arsenal á Highbury, en
hann er fjórði miðherjinn í liði
Chelsea – á eftir Hernan Crspo,
Adrian Mutu og Jimmy Floyd
Hasselbaink. Enn er kominn
upp sá orðrómur í blöðum í
Englandi að hann sé á förum
frá Chelsea og sagði götublaðið
Sunday Express frá því í gær
að líklegast væri að Eiður
Smári færi til Middlesbrough.
Blaðið rifjaði einnig upp gaml-
ar vangaveltur um áhuga Man-
chester United og sagt er að
markahrókinn Ruud van Nist-
elrooy vantaði illilega sókn-
arleikmann sér við hlið.
Eiður Smári
orðaður
við „Boro“
Arsenal heldur þar með enn helj-artaki sínu á Chelsea sem aldrei
hefur tekist að sigra á Highbury frá
því úrvalsdeildin var sett á laggirnar
fyrir tólf árum. Edu kom Arsenal yfir
á 5. mínútu með 700. úrvalsdeildar-
marki Arsenal en Crespo jafnaði fjór-
um mínútum síðar með frábæru skoti
sem Jens Lehmann átti ekki mögu-
leika á að verja.
„Mér fannst við vera á handbrems-
unni í fyrri hálfleik og þurftum að
keyra upp hraðann sem við og gerð-
um í síðari hálfleik. Mér fannst eins
og Chelsea væri sátt við jafntefli en
það vorum við ekki og líklega gerði
það gæfumuninn. Við unnum leikinn
á mistakamarki en rétt áður hefðum
við átt að skora tvö mörk,“ sagði
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en
hans menn eru eina taplausa liðið í
deildinni.
Verðskuldaður sigur
„Arsenal verðskuldaði öll stigin
eins og það lék í síðari hálfleik. Ég
finn til með Cudicini og ég sagði við
hann eftir leikinn: Hafðu ekki
áhyggjur. Þú hefur bjargað oft fyrir
Chelsea en í dag varst þú óheppinn.
Carlo er mjög leiður yfir þessu en
flestir markverðir gera mistök og
Carlo er mannlegur. En ég vona að
þau verði ekki fleiri. Ég held að við
höfum séð að Chelsea er ekki í sama
gæðaflokki og Arsenal og Manchest-
er United,“ sagði Claudio Ranieri,
knattspyrnustjóri Chelsea.
Roy Keane fyrirliði Manchester
United var hetja sinna manna en
hann skoraði eina mark liðsins þegar
það sótti Leeds heima á Elland Road.
Keane skoraði sigurmarkið 10 mín-
útum fyrir leikslok með skalla eftir
góða fyrirgjöf frá Gary Neville.
Ferdinand frábær
Allra augu á Elland Road beindust
að fyrrverandi leikmanni Leeds, Rio
Ferdinand, en hann hefur heldur bet-
ur verið í kastljósi fjölmiðlanna eftir
upplýst var að hann hefði skrópað í
lyfjaprófi og var í kjölfarið ekki valinn
í enska landsliðið í leikinn við Tyrki.
„Það kom aldrei til greina hjá mér
að velja hann ekki í liðið þrátt fyrir þá
pressu sem hann þurfti að takast á
við. Ferdinand stóðst álagið og hann
var hreint frábær í leiknum. Við feng-
um harða mótspyrnu frá Leeds og ég
verð að hrósa þeirra liði fyrir góða
baráttu og vel skipulagðan leik,“
sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Unit-
ed, sem hrósaði fyrirliða sínum.
„Hann átti skilið að skora. Hann var
að vinna út um allan völl.“
„Ég get ekki kvartað yfir leik
minna manna. Þeir lögðu sig alla
fram og þrátt fyrir að United hafi að
mestu ráðið ferðinni þá fannst mér
við verðskulda stig. En lið eins og
Manchester United refsar andstæð-
ingum sínum fyrir mistök og það
gerðu meistararnir svo sannarlega.
Ég var ánægður með varnarleikinn
og ég sá margt jákvætt við leik liðsins
sem ég get vonandi byggt ofan á,“
sagði Peter Reid, stjóri Leeds en
hann færi tækifæri til að hefna ófar-
anna en liðin eigast við eftir átta daga
í deildabikarkeppninni.
Given hetja Newcastle
Sir Bobby Robson knattspyrnu-
stjóri Newcastle hrósaði varnarleik
sinna manna og markvörslu í leiknum
við Middlesbrough en lærisveinar
Robsons unnu 1:0 útisigur með marki
Shola Ameobi.
„Shay Given var líklega maðurinn
á bakvið sigur okkar. Hann varði í
þrígang hreint meistaralega og ég
get ekki látið hjá því líða að nefna Tit-
us Brambel sem átti stórleik í vörn-
inni,“ sagði Robson.
Þriðji ósigur
Liverpool í röð
Patrick Berger launaði sínum
gömlu félögum í Liverpool lambið
gráa en hann skoraði eina mark leiks-
ins þegar nýliðar Portsmouth lögðu
Liverpool að velli. Þetta var þriðji
ósigur Liverpool í röð í deildinni en
það hefur ekki gerst áður síðan
Frakkinn Gerard Houllier tók við
stjórn liðsins fyrir fimm árum.
„Munurinn á milli liðanna fólst í
ferskleika. Leikmenn Portsmouth
voru miklu frískari og það er greini-
legt að Evrópuleikurinn og þátttaka
margra leikmanna minna með lands-
liðum sinna þjóða hefur tekið toll. Við
vorum ekki nógu líflegir en ég verð að
hrósa Portsmouth fyrir góðan varn-
arleik,“ sagði Houllier.
Reuters
Thierry Henry, miðherji Arsenal, fagnar sigurmarkinu gegn Chelsea á Highbury.
Cudicini færði
Arsenal sigur-
mark á silfurfati
ÍTALINN Carlo Cudicini markvörður Chelsea hefur væntanlega átt
erfitt með svefn á laugardagskvöld en hræðileg mistök hans í leikn-
um við Arsenal kostuðu Chelsea fyrsta ósigurinn á leiktíðinni.
Stundarfjórðungi fyrir leikslok missti Cudicini knöttinn á milli fóta
sér þegar hann hugðist taka hann upp, boltinn hrökk í fætur Thierry
Henry og þaðan í netið. Arsenal sigraði, 2:1, og skaust í toppsætið
sem Manchester United hafði verið í tveimur tímum áður.
■ Úrslit/B10
■ Staðan/B10
MANCHESTER City fór á kostum
gegn Bolton en 6:2 urðu lokatölur í
leik liðanna á heimavelli City. Nicolas
Anelka og Shaun Wright Phillips
skoruðu tvö mörk hver fyrir Man-
chester City en Phillips fékk að auki
að líta rauða spjaldið þegar hálftími
lifði leiksins.
TOTTENHAM vann sætan sigur á
Leicester á Walker Stadium vellinum
í Leicester í gær. Skoski landsliðs-
maðurinn Paul Dickov kom Leicester
yfir í fyrri hálfleik en en Tottenham
tryggði sér sigurinn með tveimur
mörkum á síðustu 12 mínútunum.
Mbulelo Mabizela jafnaði með
þrumufleyg og Frederic Kanoute
skoraði sigurmarkið í blálokin.
MATEJE Kezman, 24 ára, miðherji
hollenska liðsins PSV Eindhoven seg-
ir að það sé draumur hans að komast
til Arsenal. Kezman, sem skoraði 35
mörk og var markahæstur í Hollandi,
er metinn á átta millj. punda.
FREDDY Shepherd, stjórnarfor-
maður Newcastle, fór til Barcelona á
laugardaginn til að ræða við forráða-
menn Barcelona um hollenska mið-
herjann Patrick Kluivert, 27 ára, sem
Newcastle vill fá til sín í janúar, þegar
leikmannamarkaðurinn verður opn-
aður á ný í Englandi.
HERMANN Hreiðarsson mun
leika með Chalton á ný í kvöld er liðið
mætir Blackburn í ensku úrvalsdeild-
arkeppninni. Það gæti svo farið að
hann þurfi að eiga í höggi við Andy
Cole, sem leikur líklega á ný í fremstu
víglínu Blackburn, eftir að hafa verið
frá vegna meiðsla á hálsi.
KRIS Commons, 20 ára útherji hjá
Stoke, er nú efstur á óskalistanum yf-
ir leikmenn sem Everton vill fá til sín.
Rætt er um að kaupverð hans sé 400
þús. pund, en samningur Commons
við Stoke rennur út eftir þetta keppn-
istímabil.
LIVERPOOL hefur augastað á
varnarmanninum Ibrahima Sonko,
sem leikur með Brentford. Sonko er
22 ára landsliðsmaður frá Senegal.
ENN eru ýmsar sögusagnir komn-
ar upp um leikmenn sem Chelsea hef-
ur áhuga á að fá til sín. Sagt er að liðið
sé tilbúið að borga Manchester Unit-
ed 20 millj. punda fyrir varnarmann-
inn Rio Ferdinand, sem er kominn
með heimþrá – vill fara aftur til Lond-
on. Enski landsliðsmiðvörðurinn á
þriggja mánuða bann yfir höfði sér
fyrir að hafa ekki mætt í lyfjapróf,
sem hann var boðaður í. Alþjóða
knattspyrnusambandið, FIFA, legg-
ur hart að enska knattspyrnusam-
bandinu að það taki hart á málinu, en
það er litið alvarlegum augum þegar
menn mæta ekki í lyfjapróf.
ÞÁ er sagt að Chelsea vilji frá
tékkneska landsliðsmanninn Pavel
Nedved, leikmann Juventus, til að
stjórna miðjunni hjá sér. Nedved er
metinn á 28 millj. punda. Þess má
geta að Chelsea hefur þegar keypt
leikmenn fyrir 110 millj. punda á
keppnistímabilinu.