Morgunblaðið - 20.10.2003, Page 5
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 B 5
CLAUDIO Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea,
segir að það taki nokkurn tíma til að fínpússa
lið sitt, þannig að það geti staðið Arsenal og
Manchester United snúninginn. „Það er best
hægt að sjá með því að horfa á leik Arsenal.
Þegar Ashley Cole er með knöttinn þá vita
þeir Robert Pires, Sylvain Wiltord og Thierry
Henry nákvæmlega hvað hann ætlar að gera.
Aftur á móti sést í leik okkar að þegar Damien
Duff er með knöttinn, þá vita þeir Adrian
Mutu og Hernan Crespo ekki enn hvernig þeir
eiga að bregðast við. Þetta kemur, en það tek-
ur tíma að leikmenn mínir geti lesið út hvað
meðspilararnir gera og hugsa.
Frönsku leikmennirnir hjá Arsenal hafa
forskot á okkur – þeir hafa þekkst lengi og
leikið saman með franska landsliðinu og Ars-
enal. Þeir voru saman sem ungir leikmenn í
franska knattspyrnuskólanum.
Við erum með góða leikmenn og gott lið, en
okkar lið á enn nokkuð í land að verða eins
gott og Arsenal,“ sagði Ranieri.
Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leik-
mannahópi Chelsea gegn Arsenal, þannig að
það er ljóst að hann á erfitt uppdráttar hjá
Chelsea um þessar mundir. Hann er sókn-
arleikmaður númer fjögur, þar sem Jimmy
Floyd Hasselbaink var á bekknum og kom
inná sem varamaður. Það eru ekki nema tvö
ár síðan Eiður Smári og Hasselbaink voru
einn hættulegasti sóknardúettinn á Bretlands-
eyjum. Á Highbury varð annar að vera á með-
al áhorfenda, en hinn að verma vara-
mannabekkinn.
Ranieri segir sína menn
eiga margt eftir ólært
Claudio
Ranieri
FÓLK
ÞJÁLFARASTARF Kurt Jara hjá
Hamburger SV hangir nú á blá-
þræði eftir að liðið tapaði stórt fyrir
Kaiserslautern á Fritz-Walter
Stadium, 4:0. „Það sem við þurfum
nú að finna, er leiðin að marki and-
stæðinga okkar – að koma knettin-
um í netið á nýjan leik,“ sagði Jara
eftir tapið.
LUCIEN Mettomo, landsliðsmað-
ur frá Kamerún, skoraði fyrsta mark
leiksins og sitt fyrsta mark fyrir
Kaiserslautern. Þýski landsliðsmað-
urinn Miroslav Klose skoraði tvö
mörk. Þessi sigur léttir aðeins á
pressunni sem hefur verið á Belg-
íumanninum Erik Gerets, þjálfara
Kaiserslautern.
„ÉG er ánægður með sigurinn, en
ekki leik okkar,“ sagði Peter Neur-
urer, þjálfari Bochum, sem vann
Schalke úti, 2:0. Leikmenn Bochum
lágu í vörn allan leikinn – skoruðu
tvö mörk eftir skyndisóknir. Þetta
var 300 sigur Bochum í 1. deildar-
keppninni. Þar sem varnarleikurinn
var í hávegum hafður, fengu bræð-
urnir Þórður og Bjarni Guðjónssyn-
ir ekki að spreyta sig.
Hildebrand var ánægður eftirleikinn, þó svo að hann hefði
þurft að hirða knöttinn úr netinu
hjá sér. „Það hafa allir verið að
tala um metið, sem var orðið miklu
meira umræðuefni en annað hjá
okkur. Það var ákveðinn léttir að
við fengum mark á okkur í Brem-
en. Nú geta menn farið að ræða
um eitthvað annað en met. Ég
vissi alltaf að það myndi styttast í
að við fengjum á okkur mark. Það
gerðist hér í Bremen, en aðalatrið-
ið í mínum huga er að við skor-
uðum þrjú mörk og fögnuðum
sigri,“ sagði Hildebrand.
40 þús. áhorfendur sáu leikmenn
Stuttgart vera búna að koma
knettinum tvisvar í netið hjá
Werder áður en heimamenn skor-
uðu. Fyrst
Imre Szabics með skalla á 32.
mín. – nýtti fyrsta marktækifæri
Stuttgart, síðan Kevin Kuranyi
þremur mín. síðar. Þriðja mark
Stuttgart skoraði Christian Tiffert
rétt fyrir leikslok, en leikmenn
liðsins hefðu getað skorað fjórða
markið – Alexander Hleb misnot-
aði vítaspyrnu.
„Við vorum í varnarstöðu fyrstu
þrjátíu mínútur leiksins, en síðan
nýttum við vel þau fáu tækifæri
sem við fengum,“ sagði Felix Mag-
ath, þjálfari Stuttgart.
Leikmenn Bayer Leverkusen
nýttu sér sigur Stuttgart í Brem-
en, 3:1, og skutust upp á toppinn
með því að leggja Herthu að velli í
Berlín.
Leverkusen er með 22 stig,
Stuttgart 21, Werder Bremen og
Borussia Dortmund eru með 19
stig.
Brasilíumaðurinn Franca lék á
ný lykilhlutverk með Leverkusen,
sem lagði ógæfusama leikmenn
Herthu í Berlín, 4:1. Hann skoraði
glæsilegt mark á elleftu mín. og
kom gestunum á bragðið.
Freddie Bobic svaraði fyrir
Herthu stuttu eftir leikhlé, en síð-
an gerðu þeir Dimitar Berbatow,
Bernd Schneider og Marko Babic
út um leikinn með þremur mörk-
um.
Þetta tap getur jafnvel kostað
Huub Stevens, þjálfara Herthu,
starfið, en það hefur ekki verið
skemmtilegt andrúmsloftið í Berl-
ín síðan Hertha var slegið út úr
UEFA-keppninni af pólska liðinu
Grodzisk í sl. viku.
Leikmenn Þýskalandsmeistara
Bayern München urðu að sætta
sig við jafntefli við Borussia
Mönchengladbach, sem hefur
leikið átta leiki í röð án sigurs.
„Þetta var léleg uppskrea. Við
vildum fá öll þrjú stigin, en sókn-
arleikur okkur var of máttlaus til
að við gætum náð öllum stigun-
um,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálf-
ari Bæjara.
Leikmenn Frankfurt eru
ánægðir að þurfa ekki að fara eft-
ur til München á keppnistíma-
bilinu. Þeir töpuðu fyrir Bayern
München í fyrstu umferð á Ólymp-
íuleikvanginum í München, 3:1, og
á laugardaginn töpuðu þeir á sama
stað fyrir 1860 München fyrir
framan 26 þús. áhorfendur, 1:0.
Benjamin Lauth skoraði eina mark
leiksins úr vítaspyrnu á síðustu
mínútunni.
Hildebrand varð að ná í knöttinn í netið hjá sér eftir 884 mínútur
„Nú geta menn farið að
ræða um eitthvað annað“
LEIKMENN Stuttgart, sem höfðu ekki fengið á sig mark í 1. deild-
arkeppninni í Þýskalandi – áður en þeir héltu til Bremen á laug-
ardaginn, þar sem þeir áttu í höggi við leikmenn Werder Bremen,
sem voru á toppi deildarinnar. Þangað komu leikmenn Stuttgart,
sáu og sigruðu, en þeir urðu að sætta sig við að fá á sig mark.
Markvörðurinn Timo Hildebrand varð að játa sig sigraðan á 60
mín., er Angelos Charisteas kom knettinum fram hjá honum.
Hildebrand hefur skráð hafn sitt í metabækurnar og einnig aðrir
leikmenn Stuttgart, sem héldu markinu hreinu í 884 mín. Hann
bætti met Oliver Kahn, Bayern München, fyrir tveimur vikum,
sem var þá 802 mín. Stuttgart fékk fyrsta markið á sig í níundu
umferð!
Reuters
Timo Hildebrand, markvörður Stuttgart.
BRASILÍUMAÐURINN
Giovane Elber hefur trú á
því að Stuttgart, sem hann
lék með áður en hann gerð-
ist leikmaður með Bayern
München, geti hrifsað
Þýskalandsmeistaratitlinn
af Bæjurum. Eftir frækileg-
an endasprett á sl. keppn-
istímabili, höfðu ekki marg-
ir trú á að leikmenn
Stuttgart, án Krassimir
Balakov, sem nú er orðinn
aðstoðarþjálfari liðsins,
myndu halda áfram sig-
urferð sinni. Leikmenn hafa
gefið öllum hrakspám langt
nef, þannig að jafnvel mið-
herjinn Elber, sem lék með
Stuttgart 1994 til 1997, hef-
ur trú á liðinu í meist-
arabaráttu.
„Stuttgart getur vel stað-
ið uppi með meistaratitlinn
í sínum herbúðum í vor,“
sagði Elber við þýska blað-
ið Stuttgarter Nachrichten
á laugardaginn – fyrir leik
Stuttgart í Bremen. „Felix
Magath og menn hans hafa
gylltan veg fyrir framan
sig.“
Elber yfirgaf Bayern fyr-
ir þetta keppnistímabil –
eftir að Bæjarar keyptu
Hollendinginn Roy Makaay
frá La Coruna á Spáni – og
gerðist leikmaður franska
liðsins Lyon. Hann var hrif-
inn af vörn Stuttgart og
markverðinum sem stendur
fyrir aftan varnarvegginn –
og er ánægður að hafa ekki
þurft að glíma við vörnina.
„Það er alltaf erfitt fyrir
miðherja að þurfa að kljást
við eins sterka vörn og
Stuttgart er með. Sem bet-
ur fer er ég laus við það.“
Elber telur að það sé
mjög þýðingarmikið fyrir
Stuttgart, sem varð síðast
meistari 1992 – þá lék Eyj-
ólfur Sverrisson með liðinu
– að halda ungu leikmönn-
unum sínum, Kevin
Kuranyi, Andreas Hinkel
og Alexander Hlleb. Það
væri erfitt þar sem Stutt-
gart er skuldugt.
Elber hefur trú á Stuttgart
MEISTARALIÐ Rosenborg mátti
þola útreið gegn Stabæk í norsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu á heima-
velli sínum í Þrándheimi. Stabæk
gjörsigraði meistaranna, 6:1, og er
þetta stærsta tap Rosenborg frá
upphafi. Tryggvi Guðmundsson lék
síðustu 35 mínúturnar í liði Stabæk
en náði ekki að skora en Árni Gaut-
ur var sem fyrr á bekknum hjá Ros-
enborg.
Gylfi Einarsson skoraði eina mark
Lilleström sem tapaði fyrir Sogndal,
2:1, í norsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gær. Gylfi kom sínum
mönnum yfir í fyrri hálfleik en
heimamenn í Sogndal tryggðu sér
sigurinn með tveimur mörkum í síð-
ari hálfleik.
Hannes Þ. Sigurðsson kom af
varamannabekknum og skoraði
mark Viking sem tapaði fyrir Bodö/
Glimt á heimavelli, 2:1. Hannes
minnkaði muninn einni mínútu fyrir
leikslok. Helgi Sigurðsson lék síð-
ustu 20 mínúturnar fyrir Lyn sem
gerði 1:1 jafntefli við Odd Grenland.
Bjarni Þorsteinsson lék allan tím-
ann fyrir Molde sem gerði 1:1-
jafntefli við Álasund. Brann sigraði
Bryne, 3:0, og heldur þar með sæti
sínu sem þýðir að Ólafur Örn
Bjarnason gengur til liðs við félagið
fyrir næsta tímabil.
Gylfi og
Hannes
skoruðu í
tapleikjum