Morgunblaðið - 20.10.2003, Side 12
JÓN Arnór Stefánsson fékk ekki að
spreyta sig hjá Dallas Mavericks
aðfaranótt sunnudags þegar liðið
átti í höggi við Philadelphia 76’ers í
æfingaleik sem fram fór í Dallas.
Gestirnir höfðu betur 102:99.
Don Nelson þjálfari liðsins segir
við dagblaðið Star Telegram að
mikið myndi mæða á leikstjórnend-
unum Steve Nash og Travis Best í
vetur, þar sem þeir Nick Van Exel
og Avery Johnson væru farnir frá
liðinu. „Það er gott að hafa þriðja
leikstjórnandann til reiðu ef það
koma upp meiðsli í þessari stöðu –
þá geta skapast vandamál,“ segir
Nelson.
Daniels er skrefinu
á undan Jóni
Hann bætir því við að ef hann
ætti að velja á milli þeirra Marguis
Daniels eða íslenska landsliðs-
mannsins, Jóns Arnórs Stef-
ánssonar, þá væri Daniels skrefinu
á undan eins og staðan væri í dag.
Tékkneski landsliðsmaðurinn Jiri
Welsch hefur ekki blandað sér í
þessa baráttu þar sem hann hefur
leikið í hlutverki skotbakvarðar
það sem af er undirbúnings-
tímabilsins.
NBA-deildin hefst þann 28. októ-
ber þar sem Dallas leikur á útivelli
gegn Los Angeles Lakers, en fram-
undan eru þrír undirbúningsleikir.
Sá fyrsti fór fram í San Antonio
seint í gærkvöld þar sem Dallas átti
í höggi við meistaralið sl. árs Spurs.
Á þriðjudagskvöld 21. okt. fær
Dallas lið Sacramento Kings í heim-
sókn og síðasti leikurinn á und-
irbúningstímabilinu er á útivelli
gegn Sacramento Kings þann 22.
okt sem er miðvikudagur.
Í lið Dallas vantaði í nótt
„stjörnu“ liðsins Dirk Nowitzki sem
er meiddur á ökkla og í lið 76’ers
vantaði einnig fyrirliðann Allen
Iverson og Kenny Thomas. Antawn
Jamison skoraði mest í liði Dallas,
25 stig.
Nelson segir Jón
vera skrefinu á eftir
keppinauti sínum
Við töpuðum reyndar úrslita-leiknum, 6:15 og 3:15, gegn
stelpum frá Rússlandi en þær eru
bestar í heimalandi
sínu og nánast
öruggar inná Ól-
ympíuleikana. En
við erum samt sem
áður ánægðar með hvernig við
stóðum okkur,“ sagði Ragna.
Þær kepptu einnig í einliðaleik
en fengu erfiða andstæðinga í
fyrstu umferð. „Ég tapaði gegn
þeirri sem endaði í öðru sæti á
þessu móti og Sara tapaði gegn
japanskri stelpu sem komst í und-
anúrslit. Reyndar höfum við báðar
unnið þessa sem ég tapaði fyrir áð-
ur, en það gekk ekki upp að þessu
sinni.“ Það verður nóg að gera hjá
þeim stöllum á næstu vikum en um
næstu helgi taka þær þátt í A-móti
í Miami í Bandaríkjunum og
helgina þar á eftir tekur við mót í
Ungverjalandi. Fyrstu helgina í
nóvember fer síðan fram alþjóðlegt
mót á Íslandi, A-mót.
„Við reynum að taka aðeins þátt
í A-mótum til þess að vinna okkur
inn stig fyrir Ólympíuleikana, en í
dag erum við í kringum 30. sætið á
heimslistanum en þurfum að vera í
20.-25. sæti til þess að komast til
Aþenu. Það á eftir að uppfæra
listann eftir síðustu tvö mót og við
erum að nálgast 25. sætið að ég
held. Við teljum að það sé raun-
hæfara að stefna að því að safna
stigum í tvíliðaleiknum þar sem við
eigum lengra í land með að komast
áfram í einliðaleiknum.“
Eru á styrk
frá IOC
Ragna og Sara eru á sérstökum
styrk frá Alþjóða ólympíusam-
bandinu, IOC, og geta því ferðast
og keppt á þessum mótum. „Ég
reyndi að stunda nám í sjúkraþjálf-
un samhliða íþróttinni en það gekk
ekki upp – ég var aldrei á landinu,“
segir hin tvítuga Ragna og hlær en
það sama er uppi á teningnum hjá
Söru sem verður 22 ára þann 22.
okt. n.k. – á meðan mótið í Miami
fer fram. „Ég er ekki búin að
kaupa afmælisgjöfina handa henni
en finn örugglega eitthvað fallegt í
Miami.“
Þann 31. maí á næst ári verður
ljóst hvaða keppendur hafa tryggt
sér þátttökurétt í Aþenu og segir
Ragna að það sé nægur tími til
stefnu. „Við finnum að við eigum
heima í þessum hóp og mætum
með sjálfstraustið í lagi eftir ágætt
gengi undanfarnar tvær helgar,“
sagði hún.
Morgunblaðið/Þorkell
Ragna Ingólfsdóttir leggur áherslu á tvíliðaleikinn fyrir ÓL.
Morgunblaðið/Þorkell
Sara Jónsdóttir dvelst í Danaveldi við æfingar og keppni.
„Æfum nánast
aldrei saman“
VIÐ æfum nánast aldrei saman en það gengur alveg ágætlega samt
sem áður,“ sagði Ragna Ingólfsdóttir í gær þar sem hún var stödd í
Ljubljana í Slóveníu ásamt Söru Jónsdóttur en þær enduðu í öðru
sæti í tvíliðaleik á alþjóðlegu móti sem lauk í gær, svokölluðu
A-móti. Sara dvelur í Danmörku við æfingar en Ragna æfir hér á
landi með TBR og því eru landfræðilegar ástæður fyrir því að þær
æfa lítið sem ekki neitt saman.
Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jóns-
dóttir feta sig upp heimslistann
í badminton og stefna á Aþenu
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
HARALDUR Ingólfsson
tryggði Raufoss sigurinn á
móti MK í norsku 1. deild-
inni í knattspyrnu í gær.
Haraldur kom inná sem
varamaður á 83. mínútu
og á síðustu mínútu skor-
aði hann sigurmarkið með
góðu skoti og Raufoss
fagnaði sigri, 3:2. Þetta
var 15. mark Haraldar á
leiktíðinni og er hann með-
al markahæstu manna í
deildinni en Haraldur hef-
ur sem kunnugt er ákveðið
að ganga í raðir sinna
gömlu félaga í ÍA fyrir
næsta tímabil.
Ríkharður Daðason lék
allan leikinn fyrir Fred-
rikstad sem vann 3:2 úti-
sigur á Strömsgodset. Rík-
harður náði ekki að skora
en hann fékk nokkur góð
færi sem hann ekki nýtti.
Þegar tveimur umferðum
er ólokið er Fredrikstad
efst með 59 stig, Ham-Kam
hefur 57, Sandefjord 55 og
Raufoss 53.
Haraldur
hetja
Raufoss
FÓLK
MIGUEL Angel Jimenez sigraði
á atvinnumannamóti í golfi sem
fram fór á eyjunni Mallorca á
Spáni, heimalandi Jimenez, og
lauk í gær. Landi hans Jose Maria
Olazabal sótti hart að Jimenez á
lokhringnum og var um tíma með
tveggja högga forskot en hann
fékk tvöfaldan skolla á 17. holu og
fékk skolla á þeirri 18. Jimenez
lék lokahringinn á 65 höggum, sex
höggum undir pari.
„ÉG var með þetta í mínum
höndum þegar ég stóð á 17. teig,
en ég vissi ekki hvað ég ætti að
gera til þess að ná efsta sætinu,“
sagði Olazabal.
MEÐ sigrinum er Jimenez í 2.
sæti hvað varðar stig fyrir valið á
Ryderliði næsta árs, á eftir Lee
Westwood sem endaði í 47. sæti á
þessu móti. Englendingarnir,
Jamie Spence og Gary Emerson,
enduðu jafnir í 3. sæti. Fresta
þurfti keppni þrívegis meðan á
mótinu stóð vegna þrumuveðurs
og rigningar – og aðeins voru
leiknar 54 holur en ekki 72 eða
fjórir hringir.
BERNIE Bickerstaff mun taka
við sem þjálfari NBA-liðsins
Charlotte Bobcats sem sett verður
á laggirnar í samnefndri borg.
CHARLOTTE „missti“ liðið sitt
til New Orleans fyrir ári en nú
hafa aðrir fjárfestar tekið sig sam-
an og „keypt“ sig inn í NBA-deild-
ina á ný og verða liðin 30 alls í
deildinni þegar hún fer af stað á
ný árið 2004.
BICKERSTAFF þjálfaði m.a.
Seattle Supersonic á sínum tíma
og var þjálfari ársins í deildinni
árið 1987. Hann hefur einnig þjálf-
að lið Washington og Denver.
GERARD Houllier, knatt-
spyrnustjóri Liverpool, er ekki
ánægður með ástand sinna manna
þessa dagana. Margir af lykil-
mönnum liðsins eru á sjúkralista,
sem er orðinn langur. Á listanum
eru leikmenn eins og Michael
Owen, Danny Murphy, Didi Ham-
ann, Jamie Carragher, Milan Bar-
os, Salif Diao og Bruno Cheyrou.
„Ástandið hjá okkur hefur aldrei
verið svona slæmt,“ sagði Houllier.