Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sannleikurinn um lygina Með húmor, innsæi og stílgáfu gengur Linda Vilhjálmsdóttir á hólm við sjálfa sig og lygi lífs síns. Einstök bók um mannlegt eðli – sannleikann og lygina um okkur öll. Linda Vilhjálmsdóttir Lyginni líkast HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur staðfest úrskurð óbyggðanefndar um að land innan landamerkja nokk- urra jarða í uppsveitum Árnessýslu teljist ekki til þjóðlendna en íslenska ríkið höfðaði málið og krafðist þess að úrskurðurinn yrði ógiltur. Þá komst dómurinn að þeirri niður- stöðu í máli Bláskógabyggðar gegn íslenska ríkinu að afréttur norðan vatna á Biskupstungnaafrétti teljist ekki til þjóðlendna eins og óbyggða- nefnd úrskurðaði í mars í fyrra en vísaði jafnframt frá kröfu Bláskóga- byggðar um viðurkenningu á bein- um eignarrétti afréttarins. Héraðs- dómur staðfesti aftur á móti úrskurð óbyggðanefndar um að Framafrétt- ur, eins og hann er afmarkaður í nið- urstöðu úrskurðarins, teljist til þjóð- lendu. Málinu að öllum líkindum áfrýjað Skarphéðinn Þórisson ríkislög- maður segist eiga von á því að dóm- um Héraðsdóms Suðurlands verði áfrýjað enda sé það mikilvægt upp á seinni tíma að búa til fyrir óbyggða- nefnd bindandi fordæmi þannig að menn lendi ekki í vandræðum seinna meir. Ragnar Aðalsteinsson, sem flutti mál eins landeigenda, segir aðalat- riðið vera að jarðirnar standi óbreyttar, þ.e.a.s. að hin þinglýstu landamerki standi á sama hátt og hjá óbyggðanefnd. Ragnar segist í raun mjög undrandi á þeirri kröfu- gerð ríkisvaldsins að óska eftir því að landamerkjum jarða skuli verða breytt í tilefni af þjóðlendulögum því lögin sjálf og undirbúningsgögn þeirra gefi ekki tilefni til þess. „Við settum okkur landamerkjalög árið 1880 og á þessum slóðum fóru menn strax í það að gera landamerkjalýs- ingar og þinglýsa þeim. Það hefur enginn gert athugasemd við það í 120 ár og ríkið hefur sjálft byggt á þessum landamerkjalýsingum bæði skattheimtu, lán og veðsetningar og því verður ekki raskað.“ Studdust við landamerkjabréf og hefðarsjónarmið Í niðurstöðu dómsins, sem var fjölskipaður, segir að stefndu, þ.e. eigendur jarðanna, telji sig eigendur þess lands sem um sé deilt og þeir hafi lagt fram landamerkjabréf til stuðnings eignarrétti sínum. Þá hafi þeir stuðst við hefðarsjónarmið, lík- ur á upphaflegu námi landsins, nýt- ingu jarða þeirra og væntingar þeirra og annarra til eignarhalds á landsvæði því sem um er deilt. Í nið- urstöðum dómsins er fallist á þá nið- urstöðu óbyggðanefndar að almennt megi gera ráð fyrir að jörð sé land- svæði sem upphaflega hafi verið ráð- stafað úr einstökum landnámum, stofnað til nýbýlis á eða eignarhefð unnin yfir og að tilgangur með stofn- un jarðar hafi verið að stunda þar búskap árið um kring. Í niðurstöðum dómsins segir enn fremur að eigandi hafi farið með um- ráð og hagnýtingu innan merkja jarðar sinnar og gert ráðstafanir með löggerningum, og hún hafi gengið að erfðum á sama hátt og gildi um eignarland almennt. Skilyrði hefðar um óslitið eignarhald uppfyllt Þá segir að ekki verði annað séð en að skilyrði hefðar um óslitið eign- arhald af hálfu eigenda jarða séu uppfyllt að því er varði þá hluta jarðanna sem um sé deilt. Ekki hafi verið sýnt fram á að aðrir en eig- endur jarðanna hafi nýtt þær nema með samþykki þeirra. Að mati dóms- ins styðja hefðarsjónarmið kröfur eigenda jarðanna um að land innan landamerkja þeirra teljist ekki til þjóðlendu í skilningi laganna. Ríkið taldi að þar sem enginn hefði áritað landamerkjabréf um- ræddra jarða að því er varðar merki á afrétti hafi þau ekkert gildi hvað varðar afmörkun eignarlanda jarðanna og aðliggjandi þjóðlendu. Á þetta féllst dómurinn ekki heldur verði þvert á móti að líta svo á að með áritun fyrirsvarsmanna grann- jarða felist mikilvæg vísbending um að landamerkjum hafi einmitt verið lýst í landamerkjabréfi í samræmi við það sem talið hafi verið rétt á þeim tíma. Þá telur dómurinn það hafa þýð- ingu að eigendur jarðanna, sem af- markaðar voru með landamerkja- bréfi, hafi komið fram gagnvart handhöfum ríkisvalds og öðrum sem eigendur þessa tiltekna lands, hafi greitt skatta og skyldur af jörðinni eins og henni var lýst í landamerkja- bréfi og gert um hana ráðstafanir sem eigendur. Héraðsdómur hafnar kröfum ríkisins á hendur bændum í Árnessýslu Land innan landamerkja ekki hluti af þjóðlendu                                                                                                 !    "                        !    " # $  %  !   & '"  RÍKISSJÓÐUR var rekinn með 8,1 milljarðs kr. halla á síðasta ári en í fjárlögum var gert ráð fyrir að hann skilaði 18,5 milljarða kr. rekstraraf- gangi. Tekjurnar voru nálægt því sem áætlað var en gjöldin voru 28 milljörðum kr. hærri en búist var við. Þetta kemur fram í skýrslu Rík- isendurskoðunar vegna endurskoð- unar ríkisreiknings 2002. „Um helm- ingur þess fráviks skýrist af því að tveir fjárlagaliðir, gjaldfærsla lífeyr- isskuldbindinga og afskriftir skatt- krafna ríkissjóðs, hækkuðu mun meira á árinu en ráð var fyrir gert. Gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbind- inga meira en sexfaldaðist milli ára og afskriftir meira en þrefölduðust. Vegna endurskoðunar ríkissjóðs- tekna bendir Ríkisendurskoðun á nauðsyn þess að endurskoða þann tekjugrunn sem birtist í ríkisreikn- ingi þar sem óraunverulegar áætl- anir, t.d. á uppgjöri virðisaukaskatts, valda erfiðleikum við að meta þær tekjur sem eru til ráðstöfunar,“ segir meðal annars í tilkynningu stofnun- arinnar af þessu tilefni. Þá kemur fram að flestar stofn- anir virtu þær fjárheimildir sem þeim voru ætlaðar og höguðu rekstri sínum í samræmi við þær. Engu að síður fóru útgjöld 109 fjárlagaliða af 510 fram úr þeim 4% mörkum sem ákveðin voru í reglugerð um fram- kvæmd fjárlaga. „Þar af voru um 80 stofnanir og aðalskrifstofur ráðu- neyta. Í sumum tilvikum hefur verið stofnað til útgjalda langt umfram 4% mörkin. Ríkisendurskoðun bendir á nauðsyn þess að tekið verði á þess- um vanda,“ segir ennfremur. Treystu sér ekki til að grípa til sparnaðar Fram kemur að í nokkrum tilvik- um hafi verið bent á að stofnanir hafi ekki náð að aðlaga sig tekjuskerð- ingu vegna lækkandi sértekna eða tekna sem ekki hafi tekist að inn- heimta. Í fleiri tilvikum sé þó um það að ræða að stjórnendur hafi ekki treyst sér til að grípa til sparnaðar- ráðstafana sem komi niður á þjón- ustu viðkomandi stofnana. Sérstak- lega sé þetta áberandi hvað varði rekstur á sviði mennta- og heilbrigð- ismála. Auk hefðbundinnar fjárhagsend- urskoðunar lagði stofnunin áherslu á að kanna eftirlitskerfi og stjórn- skipulag stofnana og fyrirtækja rík- isins. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á fjögur atriði, áhættu- stjórnun, fyrirkomulag launa- ákvarðana og starfsmannamála, vöru- og þjónustukaup og styrkveit- ingar. Fram kemur að reglur um ákvörðun viðbótarlauna eru óskýrar hjá mörgum ríkisstofnunum og ein- ungis tæp 50% þeirra viðhafa starfs- mannaviðtöl. Þá virðast vinnureglur um veitingu styrkja nokkuð á reiki og Ríkisendurskoðun telur óeðlilegt að stofnanir noti hluta rekstrarfjár til að styðja félagasamtök. Endurskoðun ríkisreiknings 2002 Gjöldin 28 millj- örðum kr. hærri en ráðgert var GÍSLI Jónsson, dýralæknir fisk- sjúkdóma, hefur nokkrar áhyggjur af því að smitandi ILA-laxasjúk- dómur sem ber íslenska heitið blóð- þorri geti borist í sjókvíaeldi á Austfjörðum, en náttúrulegir laxa- stofnar eru hins vegar ekki í hættu. Tugir þúsunda eldislaxa, sem sýkt- ir eru af sjúkdóminum, sluppu úr laxeldiskví í Oyndarfirði á Austur- ey í Færeyjum fyrir viku. Málið varð opinbert á þriðjudag- inn var og bíða færeysk stjórnvöld eftir rannsóknarskýrslu um málið. Laxeldið er á vegum Vestlax og er málið litið mjög alvarlegum augum þar sem þetta er í fyrsta skipti sem sýktur lax sleppur. Hingað til hafa Færeyingar eingöngu þurft að glíma við annað vandamálið í einu varðandi laxeldið, þ.e. annars veg- ar sjúkdóma og hins vegar að lax- inn sleppi. Ekki er ljóst hvað olli því að laxinn slapp en verið er að rannsaka málið. Vitað er að allt að 100 þúsund laxar voru í kvínni. Gísli sagði að sjúkdómurinn sprengdi rauðu blóðkornin í fisk- inum og tálknin yrðu algerlega hvít og föl og þess vegna hefði hann fengið nafnið blóðþorri. „Ég hef mestar áhyggjur gagnvart sjó- kvíaeldinu á Austfjörðum. Þarna eru náttúrlega ekki nema ein- hverjir fjögur hundruð kílómetrar á milli. Það er nú helst gagnvart því. Ég hef ekki áhyggjur af þessu gagnvart villtum fiski eða slíku. Það hefur nú sýnt sig að þetta hef- ur engin áhrif á villta laxastofna,“ sagði Gísli í samtali við Morg- unblaðið. Verður að farga öllu Hann sagði að sjúkdómurinn hefði aldrei komið upp hér á landi til þessa. Þetta væri sjúkdómur sem væri í alvarlegasta flokki slíkra sjúkdóma hjá Evrópusam- bandinu og ef þetta kæmi upp í kví- aeldi á Austfjörðum yrði að farga öllu eins og löggjöfin væri í dag. Morgunblaðið/RAX Nokkrar áhyggjur af sjókvía- eldi á Aust- fjörðum MIÐLUNARTILLAGA ríkissátta- semjara í deilu Flugvirkjafélags Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins vegna Tækniþjónustunnar á Kefla- víkurflugvelli var samþykkt í at- kvæðagreiðslu flugvirkja. Já sögðu 103, nei sögðu 14 og tveir atkvæða- seðlar voru ógildir. Vinnuveitendur hafa einnig sam- þykkt tillöguna og er því kominn á kjarasamningur milli aðila. Boðuðu verkfalli sem átti að hefjast á mið- nætti næstkomandi mánudagskvöld er þar með aflýst. Flugvirkjadeilan Miðlunartil- laga samþykkt ♦ ♦ ♦ HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness, þar sem Hafnarfjarðarbær var dæmdur til að greiða grunnskóla- kennara 63 þúsund krónur ásamt dráttarvöxtum, en kröfu sína setti kennarinn fram til að innheimta laun skv. gildandi kjarasamningi. Taldi kennarinn sig jafnframt eiga rétt til tilgreindra viðbótar- kjara en í málinu deildu aðilar um hvernig skilja bæri sameiginlega yfirlýsingu samningsaðila. Hæsti- réttur taldi að með yfirlýsingunni hefði stéttarfélag kennarans skuldbundið sig til þess eins að að- hafast ekki þótt samningnum um persónubundin viðbótarkjör yrði sagt upp. Stéttarfélagið átti ekki aðild að samningnum um viðbót- arkjör kennarans og taldi réttur- inn að Hafnarfjarðarbæ hefði bor- ið að segja samningnum upp kysi hann að vera laus undan skuld- bindingum sem þar var kveðið á um. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Gunnlaugur Claes- sen, Árni Kolbeinsson og Ingi- björg Benediktsdóttir. Kristinn Hallgrímsson hrl. flutti málið fyr- ir Hafnarfjarðarbæ og Guðni Á. Haraldsson hrl. fyrir kennarann. Á rétt á viðbótarlaunum óháð kjarasamningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.