Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Gullfalleg ítölsk leðursófasett3ja sæta sófi
og 2 stólar
Kr. 329.980
3ja sæta sófi
og 2 stólar
Kr. 269.800
ARCADIA
DAVID
Gráni gamli hefur mörgum fræknari knöpum hrist af sér í gegnum tíðina.
Málþing um Stefán Þórarinsson
Jarðbundinn
og óþreytandi
FÉLAG um 18. aldarfræði heldur ámorgun kl. 13.30
málþing í fyrirlestrarsal
Þjóðarbókhlöðunnar, 2.
hæð. Efni málþingsins er
ævi og störf Stefáns Þór-
arinssonar, amtmanns á
Möðruvöllum í Eyjafirði.
Stefán er, ásamt Vigfúsi
bróður sínum, ættfaðir
Thorarensena, en Vigfús
var faðir Bjarna Thor-
arensen skálds og amt-
manns. Meðal þeirra sem
fara í pontu á málþinginu
og fjalla um líf og störf
Stefáns, er Lýður Björns-
son, sagnfræðingur. Lýð-
ur svaraði nokkrum
spurningum Morgun-
blaðsins.
Segðu okkur fyrst, Lýð-
ur, hver var Stefán Þórarinsson?
„Stefán Þórarinsson var amt-
maður norðan og austan með að-
setur í Eyjafirði. Hann var sonur
Þórarins Jónssonar sýslumanns
þeirra Eyfirðinga. Það má því
segja að þetta hafi verið íslenski
aðallinn á átjándu öld.“
Hvaða menntaleið fór hann?
„Hann fór utan til Danmerkur
og lærði lög. Þegar hann var við
nám ytra fékk hann mikinn
áhuga á hvers kyns umbótamál-
um og lét til sín taka með þeim
afleiðingum að hann var styrktur
af danska ríkinu til að fara til
Noregs og læra þar ýmiss konar
nýjungar í landbúnaði svo eitt-
hvað sé nefnt. Fá þar hugmyndir
og þekkingu sem gæti komið Ís-
lendingum að góðum notum er
hann kæmi aftur heim.“
Og hann hefur væntanlega
komið heim klyfjaður slíkum hug-
myndum?
„Það er óhætt að segja það.
Það var eiginlega ekki sá at-
vinnuvegur hér í landi að hann
hafi ekki komið með tillögur til
úrbóta. Eitt af því sem hann
hófst handa við var að ýta á um
framræslu mýrlendis og þess
háttar. Þá fylgdi Stefáni sú ný-
breytni, að hann fylgdi fast eftir
sínum tillögum og hugmyndum
með lagaákvæðum. Menn áttu
sem sagt að gegna. Þessu var
ekki alltaf vel tekið og hlaut hann
ámæli fyrir á stundum, t.d. hjá
bændum norðanlands er hann
skikkaði þá til að girða tún sín.
Menn voru mikið á móti slíku, en
það sýndi sig að þörfin var mikil
og áhrifin af þessu vörðu lengi og
Norðlendingar náðu þarna for-
skoti í miklu þarfamáli því ekki
veitti af.“
Fleira?
„Já, það er af mörgu að taka.
Stefán varð t.d. fyrstur til að
hvetja bændur til að hafa ekki
fleira fé á fóðri yfir veturinn held-
ur en heybirgðir gáfu tilefni til.
Þetta var nýlunda, því Íslending-
ar voru alltaf meira fyrir það að
drepa fé úr hor í vondum árum.
Og fleira mætti nefna, hann
virðist hafa haft sans fyrir því að
síld gæti orðið merkileg því varð-
andi nýtingu á Pollin-
um á Akureyri var
síldveiði undanskilin
og skyldi nýtt á annan
hátt. Þetta gefur líka
vísbendingu um að
norsk-íslenski síldarstofninn hafi
verið þarna og vel þekktur.
Stefán lét sig einnig iðnaðinn
varða og kom á fót hlutafélagi um
vefnað og litun. Þetta var nokk-
urs konar hliðstæða við Innrétt-
ingarnar, en í þessu tilviki voru
hluthafar miklu fleiri, eða um 200
talsins. Tæki voru keypt og bind-
ingshús reist. Hins vegar fór
þetta verkefni illa, því það virðist
hafa gleymst að það kostaði
mikla peninga að flytja allt þetta
efni til landsins og það voru ekki
nema 50 til 100 ríkisdalir eftir í
sjóðnum þegar það var allt sam-
an afstaðið og það var ekki nóg til
að hefja rekstur. Það höfðu tvö
ungmenni farið utan til Dan-
merkur til að mennta sig í rekstri
þessarar verksmiðju, piltur og
stúlka, stúlkan var sérstaklega
bráðefnileg, enda kom hún aldrei
aftur þegar þetta fór út um þúf-
ur.
Einnig var hafin framleiðsla á
bandi á þessum tíma og selt til
Gullhus í Danmörku sem m.a. sá
danska hernum fyrir fötum.
Þetta gaf vel og stóð yfir allt
fram að Napóleonsstríðunum, en
þá tók fyrir það og var það miður
því þetta var lofandi atvinnu-
rekstur.“
Hann virðist hafa skipt sér af
nánast öllu?
„Hann gerði það. Ég hef ekki
nefnt að hann skipti sér líka af í
verslun svo gustaði af honum og
einnig kom hann að samgöngu-
málum. Gerði m.a. mann út af
örkinni til að finna forna leið frá
Héraði, norður fyrir Vatnajökul
og til Þingvalla. Einhver leiðang-
ur á vegum Útivistar fann þetta
loksins fyrir fáum árum, en
starfsmaður Stefáns fann ekki
neitt.“
Hvernig telurðu að Magnúsi sé
best lýst?
„Ef til vill þannig að hann hafi
verið óþreytandi maður. Það virð-
ist hafa verið þannig í gegnum
aldirnar, að alltaf þegar eitthvað
hefur bjátað á, þá hefur einhver
komið fram með einhverjar nýjar
hugmyndir, bjartsýni og drifkraft
og ýtt málum aftur af
stað. Þetta hafa verið
jarðbundnir menn og
farsælir. Magnús er í
þessum hópi. Auðvitað
heppnaðist ekki allt
sem hann reyndi og velti fyrir sér
og stundum þvældist hrein
óheppni fyrir, eins og þegar
Napóleonsstríðin spilltu fyrir
bandframleiðslunni. Þar var á
ferðinni ábatasamur útflutning-
ur.“
Auk Lýðs flytja fyrirlestra um
Stefán, þau Tryggvi Gíslason,
Ingibjörg St. Sverrisdóttir og
Jónas Jónsson.
Lýður Björnsson
Lýður Björnsson er fæddur 6.
júlí 1933. Útskrifaðist cand. mag.
í sögu frá HÍ 1965. Kennari á
gagnfræðastigi 1957–1965.
Kennari við VÍ 1965–1976, lektor
við KHÍ 1976–1983 og dósent við
KHÍ 1983–1985. Síðan verið
stundakennari og fræðimaður.
Maki Lýðs er Guðbjörg Óskars-
dóttir og eiga þau dótturina Val-
gerði Birnu hjúkrunarfræðing.
Menn áttu
sem sagt að
gegna