Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU HELGI Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, telur ljóst að störfum á sjó muni frekar fækka en fjölga í framtíð- inni. Þetta kom fram í setningar- ræðu hans á vél- stjóraþingi sem hófst í gær. Helgi sagði fyrirsjáanlegt að stærri og tækni- væddari skip muni í framtíð- inni vinna aflann meira en gert er í dag og í sumum tilfellum beint á borð neytenda. Þó væri sýnt að þótt skipin stækkuðu myndu aðalvélar þeirra og vindur lítið stækka. Hann sagði þó útlit fyrir að hægja myndi á fækkun vél- stjóra um borð í fiskiskipum, enda starfi sífellt fleiri vélstjórar sam- kvæmt skiptimannakerfum. „Mitt mat er að það muni stöðugt koma á markað fullkomnari og fullkomnari fiskileitartæki; að lokum svo full- komin að þau geti greint magn, ein- stakar tegundir og einnig stærð sjávardýranna hverju sinni. Það mun gjörbreyta þekkingu okkar á lífríkinu, auka virðingu fyrir því og umhverfinu öllu sem aftur mun leiða til aukinnar hagkvæmni og minni umhverfismengunar við veið- arnar.“ Helgi sagði að fækkun kaupskipa hafi jafnframt leitt til fækkunar starfa vélstjóra en þó aðallega vegna ásóknar vinnuafls frá lág- launalöndunum. „Þessi þróun er bú- in að eiga sér stað hér allt í kring- um okkur síðastliðin 20–30 ár með þeim afleiðingum að nágrannaþjóð- irnar hafa gripið til aðgerða gegn henni. Aðgerða sem felast í því að laun farmanna eru greidd niður þannig að þeir geti keppt við far- menn láglaunasvæðanna. Þetta hafa þjóðirnar gert til þess að störfin og þekkingin haldist í viðkomandi landi vitandi það að erlendu sjómennirnir greiða ekki skattana sína til þess lands sem gerir skipið út. Þeir framfleyta heldur ekki fjölskyldunni í útgerðarlandinu sem verður þá af bæði viðskiptum og margháttuðum sköttum. Að öllu þessu skoðuðu er það mat viðkomandi þjóða að það sé hagkvæmt fyrir þær að greiða laun farmanna niður í stað þess að tapa störfum og þekkingu úr landi og verða um leið af hlut ríkisins í tekjum farmanna,“ sagði Helgi. Veiðigjaldi verði varið til nýsköpunar í sjávarbyggðum Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í ávarpi sínu á vélstjóraþingi að Íslendingar gerðu kröfu um að sjávarútvegur- inn greiddi góð laun og fyrirtækin skiluðu hagnaði. Til að uppfylla þessar kröfur þyrfti að fullnægja tveimur skilyrðum. Hið fyrra lúti að skynsamlegri nýtingu lifandi auð- linda hafsins en hið síðara að veiðar og vinnsla búi við þau skilyrði að sjávarútvegurinn í heild geti skili arði. „Ef þessum skilyrðum er ekki fullnægt þá getur sjávarútvegur hvorki staðið undir því að greiða góð laun né haldið uppi þeim góðu lífskjörum sem við viljum búa við hér á landi. Við slíkar aðstæður er ekki heldur hægt að gera kröfu til þess að sjávarútvegurinn greiði sér- stakt gjald til þjóðfélagsins af nýt- ingu auðlindarinnar. Við upphaf næsta fiskveiðiárs koma lög um álagningu veiðigjalds til fram- kvæmda. Ekki liggur fyrir nú hverj- ar verða heildartekjur ríkissjóðs af gjaldinu en gera má ráð fyrir að þær verði í bilinu 1.500 til rúmlega 2.000 milljónir króna. Það er mitt mat að bærileg sátt ríki nú í þjóð- félaginu um þessa ráðstöfun þó svo að þeir séu vissulega til sem telja að sjávarútvegurinn eigi að greiða hærri fjárhæð í ríkissjóð. Það er mín skoðun að verulegum hluta af þeim fjármunum sem innheimtast af veiðigjaldi eigi að verja til að styðja við nýsköpun í atvinnulífi sjávarbyggða. Með því móti einu getum við brugðist við þeirri miklu fækkun starfa sem orðið hefur í sjávarútvegi á undanförnum árum en hana má fyrst og fremst rekja til tækniþróunar í fiskvinnslu,“ sagði Valgerður. Horft til framtíðar á 7. vélstjóraþingi Störfum til sjós mun fækka Helgi Laxdal BJÖRN Ævarr Steinarsson, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun- inni, segir misskilning að kynþroska- hlutfall fjögurra ára þorsks í togararalli stofnunarinnar sl. vor hafi mælst 53%, líkt og haldið var fram í Morgunblaðinu í gær. Hið rétta sé að hlutfallið hafi mælst 5% eða svipað og á undanförnum árum eins og fram kemur í skýrslu stofnunarinnar frá í vor. Í Morgunblaðinu í gær hélt Krist- inn Pétursson, fiskverkandi á Bakka- firði, því fram að offriðun og svelti kynni að valda ótímabærum kyn- þroska fjögurra ára þorsks á Íslands- miðum. Sagði hann að verulegt magn af þorski hefði drepist úr hungri og að óhætt væri að auka þorskkvóta ársins um a.m.k. 50 þúsund tonn. Björn Ævarr bendir á að kyn- þroskahlutfall fjögurra ára þorsks í lönduðum afla árin 2001 og 2002 hafi vissulega mælst nokkuð hátt eða 41% bæði árin. Hinsvegar liggi ekki fyrir kynþroskahlutfall fjögurra ára þorsks úr veiðinni árið 2003. Björn segir að kynþroskahlutfall í afla fyrrihluta árs sé ofmat á raunveru- legu kynþroskahlutfalli í stofni vegna þess að þá beinist töluverður hluti veiðanna að hrygningarfiski. Einnig velja veiðarfærin stærsta fiskinn úr yngstu árgöngunum. Gögn úr afla geti jafnframt gefið misvísandi upp- lýsingar um breytingar frá ári til árs. Þess vegna sé réttara að miða við kynþroskahlutfall í stofnmælingu eða svokölluðu togararalli. „Þegar skoðað er kynþroskahlutfall úr tog- ararallinu má merkja lítillega hækk- un á síðustu árum. Við teljum að gögn úr togararallinu gefi okkur gleggri upplýsingar. Þar er notað veiðarfæri með smáriðnum möskva og fer gagnasöfnun fram á sömu stöðvum á hverju ári allt umhverfis landið.“ Björn segir að víða í heiminum hafi menn merkt hækkandi kynþroska- hlutfall í fiskistofnum, einkum of- veiddum stofnum. „Þetta hlutfall hef- ur hinsvegar hækkað tiltölulega lítið í þorskstofninum hér við land og var reyndar lægra nú í vor en í fyrra. Ég hef hinsvegar ekki séð neina vísinda- grein þar sem því er haldið fram að of lítil veiði valdi hækkandi kynþroska- hlutfalli. Þess vegna er langsótt að halda því fram að meint hækkað kyn- þroskahlutfall sé afleiðing of mikillar friðunar og fæðuskorts sem leiði til vaxandi náttúrulegra affalla. Það er ekkert í okkar gögnum sem bendir til þess að þorskurinn sé að drepast úr hor. Meðalþyngdir þorsks hafa verið svipaðar í 15 ár og gögn um holdarfar og magafylli benda ekki til þess að þorskurinn sé að drepast úr hungri,“ segir Björn Ævarr. Þorskurinn þjáist ekki af hungri REKSTUR samstæðu Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna hf. skilaði 321 milljónar króna hagn- aði á fyrstu 9 mánuðum ársins en í fyrra nam hagnaður sama tíma- bils 490 milljónum. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var þó nokk- uð betri en í fyrra eða 163 millj- ónir nú miðað 153 milljónir þá. Framlegð vörusölu SH nam tæpum 4,5 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum og er það nær 7% aukning frá fyrra ári. Aukningin á þriðja ársfjórðungi miðað við fyrra ár nemur hins vegar 15% en framlegð af fjórð- ungnum nam 1,6 milljörðum króna. Í starfsþáttayfirliti SH- samstæðunnar kemur fram að tæp 31% heildarsölu samstæð- unnar er í Bandaríkjunum, 26% í Bretlandi, tæp 24% á meginlandi Evrópu og rúm 16% í Asíu. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, á árs- fjórðungnum jókst um 22% milli ára en EBITDA á fyrstu níu mánuðum ársins dróst hins veg- ar saman um tæp 13% frá fyrra ári og nam tæpum 1,3 milljörð- um. Munar þar mestu um hækk- un kostnaðar vegna launa og launatengdra gjalda auk sölu- hagnaðar sem taldist samstæð- unni til tekna í fyrra en er eng- inn nú. Skammtímaskuldir 18 milljarðar króna Hagnaður samstæðunnar á hverja krónu hlutafjár á fyrstu níu mánuðunum lækkaði úr 0,33 í fyrra í 0,21 í ár. Hagnaður á hverja krónu hlutafjár er hins vegar sá sami þegar þriðji árs- fjórðungur í ár er borinn saman við þann sama í fyrra, eða 0,10 krónur. Eignir félagsins námu alls 27,3 milljörðum í lok september sl. og þar af námu vörubirgðir 11,7 milljörðum og viðskiptakröfur 7,4 milljörðum. Skuldir námu samtals 22,6 milljörðum króna en þar af nema skammtímaskuldir 18,4 milljörðum. Veltufjárhlutfall var 1,13. Eigið fé nam í septemberlok röskum 4,2 milljörðum. Eigin- fjárhlutfall reyndist 16% en var 17% um áramót. Arðsemi eigin fjár lækkaði úr 14% um áramót í 11% í lok september. Markaðs- gengi hlutabréfa í samstæðunni hækkaði hins vegar úr 4,90 í 5,40 krónur á sama tíma. Veltufé SH frá rekstri nam á tímabilinu 804 milljónum króna og handbært fé frá rekstri nam 415 milljónum. SH hagnaðist um 321 milljón króna EIGNARHALDSFÉLAGIÐ MK44, sem er í eigu Magnúsar Kristinsson- ar útgerðarmanns í Vestmannaeyj- um, keypti í gær 9,64% eða 400 millj- ónir hluta í Fjárfestingarfélaginu Straumi, að því er fram kemur í til- kynningu til Kauphallar Íslands. MK-44 átti engan hlut fyrir í Straumi en er nú orðinn annar stærsti hluthafinn á eftir Íslands- banka. Miðað við verðið 4,55 á hvern hlut sem er það verð sem a.m.k. flestir hlutirnir voru keyptir á hefur heildarkaupverðið numið 1.820 millj- ónum króna. Magnús Kristinsson er jafnframt eigandi og stjórnarformaður Smá- eyjar ehf., sem á 25 milljónir hluta í Straumi, og stjórnarformaður Eyja- íss ehf., sem á 1 milljón hluta í félag- inu. Samtals eiga félög í eigu Magn- úsar og honum tengd því 10,27% í Straumi. Þess má geta að árið 2001 sat hann í varastjórn Straums. Magnús sagði í viðtali við Morg- unblaðið í gær um ástæður kaup- anna að hann hefði einfaldlega trú á Straumi. Skemmtilegar umbreyting- ar hafi átt sér stað hjá félaginu, verð- ið sé gott og margt spennandi sé framundan, að hans mati. Því hafi verið um árennilegan fjárfestingar- kost að ræða. Íslandsbanki, Straumur, Framtak og lífeyrissjóðir seldu Meðal seljenda hlutanna eru Ís- landsbanki, Straumur og Framtak fjárfestingarbanki, sem seldu sam- tals 330 milljónir hluta en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins seldu einnig nokkrir lífeyrissjóðir sem eru meðal stærstu hluthafa í Straumi. Íslandsbanki seldi 200 milljónir hluta á verðinu 4,55 eða að andvirði 910 milljóna króna. Bankinn og tengdir aðilar áttu fyrir 35,1% hluta- fjár í Straumi en eiga eftir þessi við- skipti 30,2% eða um 1.255 milljón hluti. Straumur seldi ríflega 100 milljónir hluta á sama verði 4,55 og er andvirði hlutanna 458 milljónir króna. Eigin hlutir Straums eftir við- skiptin nema rúmum 185 milljónum. Framtak fjárfestingarbanki seldi alla sína hluti, ríflega 29 milljónir talsins, einnig á verðinu 4,55 á hlut eða alls röskar 133 milljónir króna. ÍSB léttir á stöðunni Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, var inntur eftir því hvers vegna bankinn hafi selt um 5% hlut í Straumi stuttu eftir að hafa bætt við sinn hlut í félaginu. „Bank- anum barst gott tilboð og við ákváðum að létta lítillega á stöðunni í Straumi. Þetta er svipað magn og bættist við eign bankans við kaupin á Sjóvá Almennum, en Sjóvá Almenn- ar eiga um 4,8% eignarhlut í Straumi,“ sagði Bjarni. MK-44 eignast 9,64% hlutafjár í Straumi HAGNAÐUR af rekstri Jarðborana frá janúar til september 2003 nam 140 milljónum króna en á sama tíma- bili 2002 nam hagnaðurinn 110 millj- ónum. Sala félagsins jókst á tíma- bilinu um rúm 16% miðað við fyrra ár og nam rösklega 1 milljarði. Þá jókst hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, um tæp 30% og nam 269 milljónum. Eignir Jarðborana námu 30. sept- ember 5,5 milljörðum og höfðu auk- ist úr 1,7 milljörðum árið áður. Þar af er tæplega 1,5 milljarðar eignfærð viðskiptavild vegna kaupa á Björgun ehf. Skuldir námu 3,2 milljörðum og höfðu aukist úr 850 milljónum. Eigið fé samstæðunnar nam í september- lok tæpum 2,3 milljörðum og jókst úr tæpum 900 milljónum frá fyrra ári. Eiginfjárhlutfallið dróst saman frá áramótum úr 58,4% í 41,3% og arð- semi eigin fjár jókst úr 16% í 17,7%. Veltufé frá rekstri var 215 milljónir og veltufjárhlutfall 1,7. Jarðboranir keyptu á tímabilinu Björgun fyrir liðlega 2,4 milljarða, eignaðist Einingaverksmiðjuna að fullu fyrir 130 milljónir, og 33% hlut í Sementsverksmiðjunni. Í tilkynn- ingu segir að horfur séu á verulegri veltuaukningu samstæðunnar á milli ára fyrir áhrif þessara dótturfélaga. Hagnaður Jarðborana 140 millj- ónir króna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.