Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 25

Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 25 PIAA LJÓSKASTARAR FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA LAUSNIN ER LJÓS Bifreiðar og Landbúnaðarvélar er endursöluaðili PIAA tvöfaldan af blöndunni hans Böðv- ars. Við höfðu lengi vel ekki hug- mynd um hver galdurinn á bak við blönduna hans Böðvars væri, en við eftirgrennslan kom í ljós að kjall- aravörðurinn hafði til siðs að hella öllu afgangs víni úr flöskunum eftir dansleik í stóran pott og úr þeim ágæta potti skenkti hann stjórn- armanninum,“ segir Stefán og bætir við að í pottinum hafi kennt margra grasa, borðvínum af ýmsu tagi í bland við sterkari drykki. Þó ég reyndi milljón sinnum … Eitt eftirminnilegasta atvikið á ferli sínum segir Stefán vera þegar hann var að olnboga sig áfram í mik- illi mannþröng með fullan bakka af veitingum og ekki vildi betur til en svo að einn gestanna rak sig í bakk- ann. „Einhvern veginn tókst mér með snarræði og heppni að halda öllu á bakkanum, nema hvað ein flaska af greip tókst á loft fyrir fram- an mig. Hún sveif í fallegum boga upp í loftið og tók stefnuna á einn gestanna, prúðbúna konu sem sat þarna til borðs. Og heldurðu ekki að flaskan hafi lent beint á baki hennar og rúllað þar inn fyrir kjólinn og gos- ið náttúrlega klístrast um hana alla,“ segir Stefán og er sannfærður um að þó hann myndi prófa milljón sinnum myndi honum ekki takast að end- urtaka þessa snilldartakta. Böðvars Mikið fjör: Eygló Birgisdóttir, starfsmaður Íslandsbanka, var ekki sein á svið þegar Gunnar Þórðarson leitaði eftir aðstoð konu við flutning á einu lagi Hljóma og stóð hún sig bara nokkuð vel. FYRSTI styrkur nytjamarkaðar Einurðar og Sorpeyðingar Eyja- fjarðar hefur verið afhentur en hann rann að þessu sinni til Hetj- anna, félags aðstandenda lang- veikra barna. Sjóður Starfsemi nytjamarkaðarins hófst í upphafi þessa árs en um er að ræða samning á milli verslunar- innar Einurðar og Sorpeyðingar Eyjafjarðar þess efnis að 20% af andvirði þeirra muna sem seldir eru á markaðnum renna í sérstakan sjóð sem ætlað er að stykja góð málefni. Markmið nytjamarkaðarins er að gera fólki kleift að koma hús- gögnum og fleiri munum sem það er hætt að nota til þeirra sem gagn geta haft af þeim. Ekki er greitt fyrir það sem komið er með á mark- aðinn, en Einurð rekur umboðssölu með húsmuni. Greitt er fyrir þá muni sem komið er með í umboðs- söluna, þegar þeir seljast. Góð kaup Með nytjamarkaðnum er stuðlað að því að minnka úrgang, en mörg sveitarfélög í Eyjafirði eru aðilar að sérstakri yfirlýsingu, Ólafsvík- uryfirlýsingunni, um að stuðla að sjálfbærri þróun. Betri nýting hluta, t.d. húsgagna, skiptir máli í því sambandi. Á nytjamarkaðnum fást m.a. sóf- ar, borð, skápar, rúm og fleiraog þar er hægt að gera góð kaup því verðlag er lágt. Markaðurinn er til húsa að Tryggvabraut 22 á Akureyri og þangað er hægt að koma hús- gögnum og öðrum munum, en einn- ig er sérstakur gámur á gámasvæði Akureyrarbæjar við Réttarhvamm sem setja má þau í. Hlutirnir þurfa að hafa óskert notagildi. Hetjurnar fá fyrsta styrkinn Nytjamarkaður Einurðar og Sorpeyð- ingar Eyjafjarðar Knipl | Kniplhópurinn Akureyri kynnir starfsemi sína með sýningu í Punktinum á Akureyri um þessar mundir. Sýningin var opnuð í síð- ustu viku og verður opin út nóv- ember á opnunartíma Punktsins, sem er alla virka daga frá 13 til 17 og mánudags- og miðvikudagskvöld 19 til 22. Í þessum hópi eru nokkrar konur sem hafa komið saman tvisvar í mánuði síðustu þrjá vetur. Þær eru komnar mislangt í að knipla, en kenna hver annarri. Knipl er gömul handavinna, sem lítið hefur verið stunduð hér á landi síðustu árin. Knipl er best þekkt sem skraut á þjóðbúningnum. Á nýju ári mun síðan verða nám- skeið í knipli í Punktinum. Þær sem sýna muni sína á sýning- unni eru Inga Sigrún Ólafsdóttir, Gréta Guðvarðardóttir, Úrsula Pét- ursson, Ólöf Oddsdóttir, Jóhanna Daðadóttir, Svana Þórgeirsdóttir og Viktoría Sæunn Gestsdóttir.    Þýsk spennusaga | Þýski rithöf- undurinn Tanja Kinkel les upp úr nýjustu bók sinni „Götterdammer- ung“ (Ragnarök) í Deiglunni, Kaup- vangsstræti, í kvöld, föstudags- kvöldið 7. nóvember, kl. 20.30. Tanja hefur verið í hópi vinsælustu rithöf- unda Þýskalands, en hún er með doktorspróf í bókmenntafræði. Hún hefur skrifað sögulegar skáldsögur, en í nýjustu bók sinni snýr hún sér að samtímanum, en byggir á um- fangsmikilli rannsóknavinnu. Hausttónleikar | Nemenda- tónleikar verða í nýju húsnæði Tón- listarskólans á Akureyri á Hvanna- völlum 14, 2. hæð á laugardag, 8. nóvember. Nemendur munu sýna af- rakstur haustsins og er óhætt að lofa mjög fjölbreyttri efnisskrá segir í frétt frá skólanum. Kl. 13 munu yngri nemendur koma fram og kl. 14:30 eldri nemendur. Kaffiveitingar að loknum fyrri tónleikum. Allir vel- komnir og vakin er athygli á að að- koma fyrir fatlaða er góð.    SUÐURNES Grindavík | Miklar framkvæmdir eru framundan hjá Grindavíkurhöfn á næstu þremur árum. Fyrst verður dýpkað fyrir loðnuskipin og lönd- unarbryggja þeirra endurbyggð, síð- an verður dýpkað og útbúin viðlegu- og löndunarbryggja fyrir stærri skip. Hafnarstjórinn segir að menn séu í kapphlaupi við tímann vegna fyr- irhugaðra breytinga á stuðningi rík- isins og krafna viðskiptavinanna. Grindavíkurhöfn hefur gjörbreyst á síðustu árum vegna mikilla fram- kvæmda sem ráðist hefur verið í við að bæta innsiglinguna. En Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri vekur at- hygli á að þróunin hjá útgerðinni hafi orðið enn hraðari. Hafnarmannvirkin hafi verið hönnuð fyrir stærstu skipin sem þá voru, 1.200–1.500 brúttótonna skip. „En skipin sem eru á veiðum uppsjávarfisks hafa stækkað mikið. Það liðu ekki margir mánuðir frá því innsiglingin var opnuð að hingað kom Vilhelm Þorsteinsson, 3.200 brúttó- tonna skip. Þessi stóru skip Samherja eru með níu metra djúpristu þegar þau koma fulllestuð til hafnar. Hér hafa þau afar takmarkað snúnings- og stöðvunarrými og aðstaðan við bryggjuna er slæm. Þetta hefur bjargast vegna þess hvað þessi skip hafa öflug stjórntæki og góða skip- stjórnarmenn sem geta gert gott úr þessu,“ segir Sverrir. Dýpkun mikilvægust Bætt aðstaða fyrir loðnuskipin er fyrst á dagskrá í þeim miklu hafn- arframkvæmdum sem stefnt er að í Grindavík á næstu þremur árum. Ráðist verður í dýpkun innan hafnar á árunum 2004 til 2006 og Svíragarð- ur sem er löndunarbryggja við fiski- mjölsverksmiðju Samherja og jafn- framt útskipunarbryggja fyrir mjöl og lýsi verður endurbyggður á ár- unum 2004 og 2005. Bryggjan er orðin gömul, elsti hluti hennar er of lágur og þekjan á yngri hlutanum sprungin og grafið hefur undan henni að hluta. Ekki hefur verið talið fært að dýpka að bryggjunni af ótta við að þilið losni. Því þarf að reka niður nýtt 160 metra langt þil með 30 metra enda, fyrir 7–9 metra dýpi. Sverrir segir að dýpkunin sé fremst á forgangslistanum og vonast til að unnt verði að bjóða hana út í byrjun næsta árs. Hins vegar eigi eft- ir að rannsaka það betur hvort unnt sé að dýpka án þess að reka þilið nið- ur fyrst. Tilfinnanlega vantar meira lönd- unar- og viðlegurými fyrir stór skip í Grindavíkurhöfn. Sverrir segir að Eyjabakki sé of lítill þegar fleiri skip séu inni í einu og þegar flotinn sé inni vanti sárlega viðlegupláss. Miðgarður hefur þjónað meðalstórum bátum en skipin hafa verið að stækka og segir Sverrir nauðsynlegt að endurbyggja hann og dýpka við kantinn eða útbúa samsvarandi aðstöðu annars staðar í höfninni. Á hafnaáætlun fyrir árið 2006 er gert ráð fyrir endurbótum á Miðgarði með því að reka niður 250 metra langt stálþil miðað við sjö metra dýpi. Sverrir segir að hug- myndir hafi komið upp um að leysa þetta mál annars staðar í höfninni en niðurstaða sé ekki komin í það mál. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir er áætlaður 650 til 700 millj- ónir kr. og dreifist á næstu þrjú ár. Ríkið greiðir 60% af kostnaði við dýpkun og 75% af bryggjugerð og er hlutur þess því áætlaður um 450 milljónir. Í hlut Grindavíkurhafnar koma því 200 til 250 milljónir kr. Sverrir svarar því neitandi þegar hann er spurður að því hvort höfnin hafi efni á þessu. „Höfnin er orðin mjög skuldsett eftir framkvæmdir síðustu ára og þetta verður mjög erf- itt. Liðlega 20 milljóna króna tap var á hafnarsjóði á síðasta ári, að teknu tilliti til afskrifta, og það verður ekki minna í ár. Við erum hins vegar í kapphlaupi við tímann. Samkvæmt núgildandi lögum mun ríkið hætta stuðningi við þessa höfn í lok ársins 2006 og við erum píndir til að ráðast í þessar brýnu framkvæmdir á næstu þremur árum. Við gætum lítið sem ekkert framkvæmt fyrir þær tekjur sem höfnin hefur. Dýpkun er til dæmis dýr hér, ekkert hægt að gera nema með sprengingum,“ segir hafn- arstjórinn. Sverrir segir að einnig séu hafn- aryfirvöld rekin áfram af þörfum við- skiptavinanna, sem knýi á um betri aðstöðu. Spurður að því hvort fyr- irtækin séu þá ekki reiðubúin að gera viðskiptasamninga til langs tíma, til að baktryggja höfnina í sínum fram- kvæmdum segir Sverrir að ekki hafi á það reynt. „Við erum hér með þrjú öflug sjávarútvegsfyrirtæki og þau segjast ætla að vera hér áfram. En svona áform virðast oft breytast skyndilega, við höfum séð það gerast annars staðar í kjölfar sameininga og sölu útgerðarfélaga. Eftir standa mannvirki sem byggð hafa verið upp af bjartsýni, miðað við þarfir og kröf- ur þess tíma.“ Hafnarstjórinn tekur fram að fyr- irtækin þurfi þessa þjónustu og Grindavíkurhöfn vilji veita hana en einhvers staðar liggi mörk hins mögulega. Telur hann ekki líklegt að útgerðarfélögin treysti sér til að gefa út annað en viljayfirlýsingar. Nærri tvöföldun í löndun Mikil aukning umsvifa hefur orðið í Grindavíkurhöfn á síðustu árum. Sverrir nefnir að á árinu 1998 hafi 89 þúsund tonn af fiski komið til lönd- unar. Strax og nýja innsiglingin komst í gagnið jókst löndun og var 136 þúsund tonnum landað á árinu 2000. Mikil aukning hefur orðið á löndun uppsjávarfisks og var heild- arlöndunin komin í 157 þúsund tonn á árinu 2002. Í ár dregur heldur úr löndun, að mati Sverris, einkum vegna minni löndunar á loðnu og kolmunna. Á móti kemur að útflutningur á frystum fiski hefur heldur aukist, Þorbjörn Fiskanes hefur bætt við sig fjöl- veiðiskipi og skip Samherja landað meira af frystum fiski. Miklar fram- kvæmdir enn áformaðar í Grindavíkurhöfn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Miklar framkvæmdir framundan: Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri segir mikilvægast að dýpka innan hafnar. Í kapphlaupi við tímann Haustfagnaður | Kvennakór Suð- urnesja heldur tónleika ásamt Lög- reglukór Reykjavíkur í Ytri- Njarðvíkurkirkju á morgun, laug- ardag, klukkan 17. Efnisskráin er í léttari kantinum, á henni er meðal annars að finna ís- lensk og erlend dægurlög, svo sem Hljómasyrpu og Bellu símamær. Stjórnandi Kvennakórs Suð- urnesja er Krisztina Kalló Szklen- árné og undirleikari er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Stjórnandi Lög- reglukórs Reykjavíkur er Guð- laugur Viktorsson og undirleikari Anna Margrét Óskarsdóttir. Suðurnesjamenn og aðrir eru hvattir til að mæta og ylja sér við ljúfa tóna kóranna, segir í frétta- tilkynningu. Miðasala verður við innganginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.