Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 31
It’s how you live
! "
# #
$
%& #
'(#
&(
)' *+ &## # " ,
-
#
-
"
" -
( ./(
#
' -
(# # # ./ ) #!
# # ' # -
## 0 01222 /
#
- ./( # 3
## ) #!
#
# #
'
KÓR Langholtskirkju æfir nú Mess-
ías eftir Handel. Tónleikarnir verða
á degi heilagrar Sesselju, verndara
tónlistarinnar, hinn 20. nóvember
nk. í Langholtskirkju, en sá dagur
er haldinn hátíðlegur sem dagur
tónlistarinnar á Íslandi.
Í tilefni 50 ára afmælis kórsins
taka nú margir fyrrverandi félagar
þátt í flutningnum, samtals milli 130
og 140 manns. Kórinn hefur æft
verkið sex sinnum og flutt á 22 tón-
leikum m.a. 5 sinnum í Ísrael 1989.
Einsöngvararnir eru úr þeim
stóra hópi sem byrjað hafa sinn feril
með kórnum, en þeir eru Ólöf Kol-
brún Harðardóttir og Þóra Einars-
dóttir sópranar, Marta Hrafnsdóttir
alt, Björn I. Jónsson tenór og Berg-
þór Pálsson og Viðar Gunnarsson
bassar. Tónleikarnir eru haldnir í
samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og stjórnandi er Jón Stefáns-
son. Miðasala er hafin í Langholts-
kirkju og hjá Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
Morgunblaðið/Jim Smart
Jón Stefánsson æfir 130 raddir sem flytja munu Messías í Langholtskirkju.
130 manna Kór Lang-
holtskirkju æfir Messías
VÍNARKVÖLD
verður haldið í
samkomusal
Hauka að Ásvöll-
um í Hafnarfirði í
kvöld, en það er
Óperukór Hafn-
arfjarðar sem
stendur að kvöld-
inu. Stjórnandi
kórsins er Elín
Ósk Óskarsdóttir.
„Við ætlum að vera með heljarinn-
ar skemmtun, sem byrjar á því að
kórinn syngur ásamt mér og Þor-
geiri Andréssyni. Hljómsveit kórsins
er Peter Máté píanóleikari ásamt
Szymoni Kuran fiðluleikara,“ segir
Elín. Þorgeir verður veislustjóri, og
eftir sönginn er boðið upp á hlaðborð
með léttum veitingum, og þar á eftir
verður öllu slegið upp í dansleik – að
hætti Vínarbúa. Húsið verður opnað
kl. 20, en dagskráin hefst kl. 20.30.
Dansstjóri verður Magnús Magnús-
son, og á prógramminu hjá honum er
Vínarmúsík, og samkvæmisdansar.
„Við Þorgeir syngjum hvort í sínu
lagi, saman, og með kórum. Við
syngjum Vín, borg minna drauma,
Inngöngumarsinn úr Sígaunabarón-
inum, samsöngsatriðið Bröderlein úr
Leðurblökunni, aríur og kóra úr Síg-
aunabaróninum og úr Paganini eftir
Lehár. Við erum þannig með
Straussarana, Lehár og Kálman,
auk þess sem Peter og Szymon leika
glæsilegt stykki úr Maritzu greifa-
frú. Þetta verður mikið fjör og dans-
arar úr dansíþróttafélagi Hafnar-
fjarðar verða með okkur og sýna
dans undir okkar söng. Þetta verða
kertaljós, dúkuð borð og hugguleg-
heit,“ segir Elín Ósk.
Vínarkvöld
með söng
og dansi
Elín Ósk
Óskarsdóttir
Hús málaranna, Eiðistorgi
Sýningu Kristins G. Jóhannssonar
lýkur sunnudaginn 9. nóvember. Þar
sýnir Kristinn 30 olíumálverk, vatns-
litamyndir og dúkristur. Mikill fjöldi
fólks hefur sótt sýninguna, sem mál-
arinn kallar „Vorljóð við Leirur“ og
hafa gestir sýnt verkunum mikinn
áhuga. Hús málaranna er opið frá
fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14–
18. Kristinn G. Jóhannsson
Sýningu lýkur