Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 33
eð tveggja tíma beinni útsendingu í Sjónvarp-
agskvöld, þar sem fjöldi þjóðkunnra Íslendinga
með margvíslegum hætti.
fnuninni lið geta lagt inn á reikning 0101-05-
nds.
narhóls
yfir hundrað tímar séu komnir í
svæfingu. ,,Ástæðan fyrir því að
Torfi er svona oft á spítala er að úr
vinstri hendi lekur sogæðavökvi og
stundum veldur hann sýkingu í blóð-
inu, þá fær hann 40 stiga hita og allt
gerist mjög hratt. Við vitum þá að
hann þarf strax að komast á spítala
og fá sýklalyf í æð. Auk þess er hann
með astma og segja má að um einn
þriðji af árinu fari í spítalavist.“
Hægri höndin um
fimm kíló að þyngd
Þrátt fyrir að talsvert af ofvext-
inum hafi verið fjarlægt þá vex vef-
urinn aftur. Skoða þarf allan fatnað
með tilliti til þess að hægri hendin
komist í gegn um ermina. ,,Lengi vel
miðaði ég við hnefann á mér, en það
dugir ekki lengur því höndin hefur
stækkað svo mikið,“ segir Karl.
Hægri hönd Torfa er um 5 kíló að
þyngd og hafa þyngslin valdið því að
hryggurinn er orðinn skakkur. Um
síðustu áramót uppgötvaðist að bak-
ið er orðið skakkt, rifbein farin úr
stað og valda því að minna pláss er
fyrir lungun sem leiðir af sér örari
öndun.
Einn daginn í haust hætti Torfi að
geta gengið. ,,Ég var búinn að
hlaupa svo mikið í leikfimi og þegar
ég kom heim reyndi ég að borða
melónu, og svo gat ég ekki gengið
því mér var svo illt í bakinu,“ segir
Torfi þegar hann er spurður um það
sem gerðist.
Sigurbjörg segir að þau hafi strax
farið með hann suður og var talið að
fallið hefðu saman hryggjarliðir eða
bakið orðið fyrir tognun. Það gekk
þó til baka að einhverju leyti en
veldur því að Torfi situr núna frem-
ur en að standa og fer allar vega-
lengdir í kerru. Þetta varð þó til þess
að nú á hann rétt á hjólastjól til að
nota innandyra í skólanum og enn-
fremur fær hann rafknúinn stól til
að nota utanhúss.
Samkvæmt niðurstöðum bækl-
unarlæknis þarf að spengja bakið á
Torfa. ,,Það verður heilmikil aðgerð
sem bæði þarf að gera bak og brjóst-
holsmegin og á að gera í næstu ferð
til Boston,“ segir Sigurbjörg og bæt-
ir við að þau viti ekki hvenær sú ferð
verði farin. ,,Við erum reyndar búin
að bíða í hálft ár eftir því að fara, því
til stendur að taka eins mikið og
hægt er af ofvexti hægri handar.“
Jákvæður og hress strákur
Þrátt fyrir allt er Torfi jákvæður
og hress strákur. ,,Hann er sterkur
félagslega og tekur virkan þátt í
hópnum en jafnaldrarnir koma samt
lítið. Honum hefur einu sinni verið
boðið heim að leika við bekkj-
arbróður og var það nýlega,“ segir
Sigurbjörg.
,,Við njótum þess hér að þetta er
lítið samfélag þar sem flestir þekkj-
ast en ókunnugir glápa oft mikið.
Stundum spyr fólk og mér finnst það
eiginlega miklu betra. Sumir halda
að hann finni til eða að þetta sé
gervihönd og einstaka sinnum segir
einhver ,,oj“ eða kemur með óviðeig-
andi athugasemdir.“
Torfi fer einu sinni í mánuði til
stuðningsfjölskyldu í Borgarnesi og
það finnst honum mjög skemmti-
legt. Í skólanum nýtur Torfi að-
stoðar stuðningsfulltrúa við það sem
hann ekki ræður við upp á eigin
spýtur. Því miður hefur hann misst
úr marga skóladaga vegna veikinda.
Aðgerðirnar á Torfa og sjúkra-
húsvistir hafa verið kostnaðarsamar
fyrir fjölskylduna. Söfnunarreikn-
ingur er í útibúi Búnaðarbankans í
Borgarnesi og hafa krakkarnir í
Borgarnesi verið duglegir að halda
tombólur og safna peningum til
styrktar Torfa. Foreldrar hans vilja
koma á framfæri sérstöku þakklæti
til þeirra.
Fyrir þá sem vilja styrkja Torfa
er reikningsnúmerið 0326-13-
233290.
ð gerðar
ar af
hefur
ðgerðir,
arið tvisv-
ka opinu
rað
u
a lífs-
sé haldið
segja frá
ég líka
ann við,
ði einu
mér.“
hafa
ft hann
tala en
“
ða-
þenj-
Land-
ast
nda-
nda-
ra
ur.
til í
s hjá
af með-
leyti
nkað á
r
árus
erð
a.
Elísdóttir
LÍKLEGAST er að til vaxta-hækkana komi fljótlega.Hvernig vextir þróast ánæstunni mun þó eins og
alltaf ráðast af því hver framvinda
efnahagsmála verður en einnig því
hver ríkisfjármálastefnan verður og
hvaða breytingar kunna að verða
ákveðnar á húsnæðislánum. Verði af
stækkun Norðuráls mun það einnig
hafa áhrif. Þetta kom fram í máli
Birgis Ísleifs Gunnarssonar, seðla-
bankastjóra, þegar hann kynnti út-
gáfu Peningamála, ársfjórðungsrits
Seðlabanka Íslands í gær.
Að sögn Birgis Ísleifs hefur fram-
vinda efnahagsmála það sem af er
árinu einkennst af miklum vexti
þjóðarútgjalda einkum einkaneyslu
og stóriðjufjárfestingum. „Á móti
kemur að viðskiptakjör hafa versnað
vegna lækkunar á verði sjávarafurða
og hærra eldsneytisverðs og útflutn-
ingur hefur verið veikur. Einkum
vegna samdráttar í útflutningi sjáv-
arafurða. Af þessum sökum er því nú
spáð að þjóðarútgjöld aukist í ár
töluvert meira en spáð var í lok júlí
síðastliðnum eða um 5,25% en að
hagvöxtur verði minni eða 2%. Af-
leiðing þessa er að viðskiptahalli
verður mun meiri í ár en reiknað var
með í lok júlí, eða 3,5% af landsfram-
leiðslu. Viðskiptahallinn er þó enn
ekki sérstakt vandamál, enda á hann
að hluta rætur að rekja til innflutn-
ings vegna stóriðjuframkvæmda og
tímabundins samdráttar í sjávarafla.
Vert er hins vegar að gefa viðskipta-
hallanum gaum á komandi mánuð-
um og misserum og það er umhugs-
unarefni hversu hratt neysluvöru-
innflutningur hefur tekið við sér á
undanförnum mánuðum. Hann kann
þó að skýrast af því að vöxtur einka-
neyslu hafi á fyrri hluta ársins verið
keyrður áfram af of mikilli bjartsýni.
Óhjákvæmilegt er hins vegar að við-
skiptahalli aukist enn frekar á með-
an stjóriðjuframkvæmdir eru að ná
hámarki. Það er ekki áhyggjuefni
svo lengi sem hann eykst ekki veru-
lega umfram það sem framkvæmd-
irnar gefa tilefni til, til dæmis vegna
óraunhæfrar aukningar einka-
neyslu,“ að því er fram kom í máli
Birgis Ísleifs.
Spá 3% hagvexti á næsta ári
Samkvæmt þjóðhagsspánni verð-
ur hagvöxtur á næsta ári 3% eða
minni en reiknað var með í síðustu
spá. Framleiðsluslaki mun því ekki
hverfa á næsta ári en atvinnuleysi
fer þó niður fyrir 3%, að því er fram
kemur í Peningamálum. „Hagvöxtur
verður hins vegar kröftugur á árinu
2005 og vel umfram vöxt fram-
leiðslugetu. Framleiðsluspenna
myndast því og atvinnuleysi fer nið-
ur fyrir 2,5%. Það felur í sér að
spenna verður byrjuð að myndast á
vinnumarkaði. Verðbólga mun því
aukast þegar líður á spátímabilið en
talið er að hún verði undir verð-
bólgumarkmiði Seðlabankans allt
næsta ár,“ samkvæmt Peningamál-
um.
Þar segir einnig að verðbólgan
verði væntanlega yfir verðbólgu-
markmiðum, sem eru 2,5%, árin
2004 og 2005.
Halda verður verðbólgu
í skefjum
Í Peningamálum segir að fjár-
málalegum stöðugleika verði búin
viss hætta vegna áhrifa stóriðju-
framkvæmda sem nú eru hafnar á
efnahagslífið og óvissu sem ríkir að
þeim loknum. „Einnig skipta tíma-
setning og umfang aðhaldsaðgerða
sem grípa þarf til miklu máli. Meg-
inhættan sem steðjar að fjármála-
kerfinu á komandi árum felst í að
ekki takist að hafa hemil á verð-
bólgu, sem aftur myndi leiða til
sveiflna í raunvöxtum, gengi og eft-
irspurn. Verði ekki gripið til aðhalds-
aðgerða í tíma til að koma í veg fyrir
að verðbólga fari úr böndum er hætt
við að heimili og fyrirtæki gangi í
gegnum harkalegri aðlögun og staða
þeirra verði verri að framkvæmdum
loknum heldur en ef fylgt verður
peningastefnu sem miðar að því að
halda verðbólgu sem næst markmiði
meðan á framkvæmdum stendur. Í
versta falli gætu lausatök er krefð-
ust harkalegri aðgerða síðar ógnað
stöðugleika fjármálakerfisins. Það
er mat Seðlabankans að stöðugleiki
fjármálakerfisins sé viðunandi en á
heildina litið séu ekki forsendur til að
segja að staðan hafi styrkst frá síð-
ustu greiningu sem birt var í maí sl.,“
að því er fram kemur í Peningamál-
um.
Meiri líkur á
stækkun Norðuráls
Ný þjóðhags- og verðbólguspá fel-
ur í sér að vaxtahækkanir eru á
næsta leiti. Í stað framleiðsluslaka
myndast spenna í síðasta lagi á fyrri
hluta ársins 2005 og verðbólga fer þá
upp fyrir markmið, sem eru 2,5%, ef
peningastefnan verður óbreytt.
Þetta mun gerast fyrr ef fram-
kvæmdir hefjast vegna stækkunar
Norðuráls á næsta ári. En að þessu
sinni er ekki reiknað með stækkun
Norðuráls á spátímabilinu eins og
var gert í síðustu spá Seðlabankans.
Telur bankinn þó meiri líkur á að af
þeim framkvæmdum verði en þegar
síðasta spá var gerð.
Þá hafa þær forsendur horfið sem
í síðustu Peningamálum voru jafnvel
taldar geta leitt til vaxtalækkunar,
þar sem innlend eftirspurn hefur
vaxið hraðar en reiknað var með og
hætta á verðhjöðnun í helstu við-
skiptalöndum hefur minnkað veru-
lega.
Birgir Ísleifur gerði fjárlagafrum-
varpið 2004 að umræðuefni á kynn-
ingarfundinum í gær. Sagði hann
það fela í sér töluvert aukið aðhald í
ríkisfjármálum frá yfirstandandi ári.
„Þetta aðhald er nauðsynlegt til að
búa í haginn fyrir stóriðjufram-
kvæmdir og styðja við peningastefn-
una. Samkvæmt reynslu undanfar-
inna ára hefur afkoma ríkissjóðs
versnað töluvert á milli frumvarps
og endanlegrar niðurstöðu. Sérstak-
lega ef tekið er tillit til hagsveiflunn-
ar og aðhald þannig orðið minna en
að var stefnt. Ákaflega mikilvægt er
að þannig verði haldið á málum nú,
að aukið aðhald í ríkisfjármálum sem
felst í frumvarpi næsta árs skili sér
óskert. Annars mun reyna meira á
peningastefnuna og vextir hækka
fyrr og meira en ella með tilheyrandi
afleiðingum fyrir samkeppnis- og út-
flutningsgreinar,“ sagði Birgir Ís-
leifur.
Það kom einnig fram á fundinum
að þrátt fyrir skattalækkanir mun
aðhald í ríkisfjármálum aukast enn
samkvæmt áformum á árinu 2005
miðað við hagsveifluleiðrétta af-
komu. „Ástæðan er sú að aðhald að
samneyslu og tilfærsluútgjöldum og
niðurskurður framkvæmda vega
þyngra. Hins vegar sígur á ógæfu-
hliðina á árinu 2006, þegar sveiflu-
leiðrétt afkoma versnar umtalsvert
sökum þess að þá kemur til fram-
kvæmda annar áfangi skattalækk-
ana og framkvæmdir ríkisins byrja
að aukast á ný. Þetta er afar óheppi-
legt ef af verður. Stóriðjufram-
kvæmdir verða samkvæmt nýjustu
áformum í hámarki á árinu 2006 og
verða þá meiri en 2005, jafnvel þótt
af framkvæmdum vegna Norðuráls
verði. Reynslan sýnir að á síðasta ári
uppsveiflu skapast jafnan mest
hætta fyrir efnahagslegan og fjár-
málalegan stöðugleika og því ekki
heppilegt að slakað verði á aðhaldi í
ríkisfjármálum á þeim tíma. Þá er
hætt við að álagið á peningastefnuna
verði mjög mikið á árunum 2005 og
2006. Brýnt er að taka fullt tillit til
þessa við endurmat áforma í ríkis-
fjármálum við gerð fjárlaga á næstu
árum,“ að sögn Birgis Ísleifs Gunn-
arssonar seðlabankastjóra.
Eiríkur Guðnason og Jón Sigurðsson seðlabankastjórar hlýddu á kynn-
ingu formanns bankastjórnar á Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðla-
bankans, ásamt Má Guðmundssyni, aðalhagfræðingi bankans.
Vextir Seðlabankans
hækkaðir fljótlega
Morgunblaðið/Þorkell
Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands.
Ný þjóðhags- og verðbólguspá felur í sér
að vaxtahækkanir eru á næsta leiti. Sam-
kvæmt spá Seðlabankans má gera ráð fyr-
ir því að verðbólga fari upp fyrir viðmið-
unarmörk bankans, sem eru 2,5%, ef
peningastefnan helst óbreytt. Þetta muni
gerast fyrr ef framkvæmdir hefjast vegna
stækkunar Norðuráls á næsta ári. Guðrún
Hálfdánardóttir kynnti sér ársfjórðungs-
rit Seðlabankans sem kom út í gær.
guna@mbl.is
virkjunar á Austurlandi þau áhrif að skilyrði
sköpuðust til þess að auka gjaldeyriskaupin og
var það gert í áföngum fram í maí sl., að því er
fram kemur í Peningamálum Seðlabankans.
Kaup dregin saman um 60%
„Seðlabankinn telur nú að gjaldeyrisforðinn
þurfi að vera um 50 milljarðar króna að lág-
marki en að óbreyttu mun hann nema ríflega
þeirri fjárhæð í lok ársins. Þá sé jafnframt
ástæða til þess að stækka hann frekar á kom-
andi árum, m.a. í ljósi erlendrar skuldsetn-
ingar. Seðlabankinn metur aðstæður svo að
skilyrði verði til þess á næsta ári þótt mun hæg-
Seðlabanki Íslands mun það sem eftir erárs halda áfram að kaupa gjaldeyri áinnlendum gjaldeyrismarkaði fyrir 2,5
milljónir Bandaríkjadala á dag. Um áramót er
stefnt að því að draga úr þessum kaupum og að
þau verði 5 milljónir Bandaríkjadala á viku allt
næsta ár.
Síðla sumars 2002 mat Seðlabankinn það svo
að færi hefði skapast til reglulegra kaupa á
gjaldeyri á innlendum gjaldeyrismarkaði í því
skyni að styrkja gjaldeyrisstöðu bankans. Á
grundvelli þess hóf bankinn kaup á gjaldeyri
haustið 2002. Þegar kom fram á veturinn höfðu
ákvarðanir um byggingu álverksmiðju og
ar verði farið frá áramótum en síðan í maí sl.
Með hliðsjón af því stefnir bankinn að því að
kaupa reglulega 5 milljónir Bandaríkjadala í
viku hverri á næsta ári á innlendum milli-
bankamarkaði. Um það bil helmingur kaup-
anna mun helgast af þörfum ríkissjóðs vegna
afborgana og vaxtagreiðslna af erlendum lán-
um. Þetta svarar til þess að gjaldeyrisforðinn
eflist að öðru óbreyttu um u.þ.b. 10 milljarða
króna á árinu. Í byrjun næsta árs minnka viku-
leg kaup bankans á gjaldeyri því um 60% frá
því sem þau hafa verið síðan í maí sl. og verða
til loka þessa árs,“ að því er fram kemur í Pen-
ingamálum.
Óbreytt uppkaup á gjaldeyri út árið