Morgunblaðið - 07.11.2003, Qupperneq 36
LISTIR
36 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
É
g trúi ekki á tvíeðli
rómantíkur og
losta. Nei, ég er
ósköp venjulegur
maður, með hina og
þessa kosti og galla, en ég trúi
ekki á tvíeðli rómantíkur og losta.
Ég vil að það sé öllum ljóst.
Í síðasta pistli mínum, sem
birtist fyrir sléttum tveimur vik-
um, fjallaði ég um þetta hugtak,
tvíeðli rómantíkur og losta. Því-
líkt og annað eins bull hefur ekki
birst í Morgunblaðinu, nema ef til
vill í einstaka aðsendri grein. Mér
fannst þetta fyndið og þegar ég
skrifaði textann vall hann fram
eins og ég væri andsetinn. Þetta
var taumlaust flæði óútskýran-
legs rugls.
Grípum að-
eins inn í
endaleysuna:
„Án lostans
er rómantíkin
orðið eitt, of-
notað innantómt hugtak sem
hríslast niður vitundina eins og
áleitin kona sem maður hélt að
væri vinur en reynist svo vera
ágirndin í dulargervi. Dular-
gervið ásækir manninn; hann tog-
ast milli tvíeðlisins, innbyrðis,
milli rómantíkur og losta. Á svip-
stundu hverfur maðurinn í óminni
tilfinninga og hræringa. Hann
hristist eins og hrærivél á lóðaríi,
í ofsafenginni leit að samastað
hjartans.
Samastaður hjartans er óræð-
ur. Hann er mitt á milli angistar
og umhyggju. Hann eltir ekki ól-
ar við tísku, nýjustu strauma í
mannlífinu, eða viðtekin viðhorf.“
Þetta fannst mér fyndið, en
ekki lengur. Mér barst bréf
skömmu seinna:
„Kæri Ívar Páll.
Ég las grein þína um tvíeðli
rómantíkur og losta af mikilli at-
hygli. Mér langar [sic] til að deila
með þér sýn minni á umfjöllunar-
efnið, sem mér finnst hljóta allt of
litla athygli í stóru fjölmiðlunum,
kannski er hægt að tala um sam-
særi hjá fjármagnsöflunum, rík-
isbubbunum og bankastjórunum,
um að kæfa niður alla umræðu
um rómantíkina og lostann í þjóð-
félaginu sem er orðið svo gegn-
sósa af gróðahyggjunni að það er
beinlínis hættulegt lýðræðinu …“
Ég ætla ekki að birta meira úr
þessu bréfi. Það þjónar engum til-
gangi.
En í öllu falli er mál að linni.
Ég er ekki einn af þessum ruglu-
döllum sem senda fjölmiðlum
sýnishorn af bilun sinni. Ég er
ekki kengruglaður nýaldarsinni
með árur og reykelsi á heilanum.
Ég er venjulegur drengur. Ég hef
gaman af enska boltanum og
glamra á gítar þegar ég get. Ég á
ekki einu sinni reykelsi.
Ég verð að leiðrétta ímynd
mína, áður en ég verð rekinn sem
Viðhorfshöfundur. Þess vegna
ætla ég núna að fjalla um það sem
stendur hjarta mínu næst. Hér er
bein útsending úr sálu minni:
Ég hef alltaf verið mikill
áhugamaður um hugskeyti. Síð-
ustu vikur hef ég sent þau nokk-
ur, út í samfélagið, í von um að
einhver svari. Ekkert svar. Þau
hafa verið fjölbreytt að efni til;
sum um matreiðslu, önnur um
áfallahjálp.
Svona legg ég mitt af mörkum
til þjóðfélagsins. Þessi fróðleikur
er ókeypis á tímum þegar ekkert
er ókeypis. Allt kostar. Auðhyggj-
an er að drepa okkur og við hug-
um ekki nægilega að sálarlegum
málefnum.
Hugskeyti eru tölvupóstur and-
ans. Í staðinn fyrir netföng erum
við með hugföng og við erum öll
hugfangin. Margir gera sér ekki
grein fyrir því að hugsanir þeirra
eiga sér ekki rætur í þeirra eigin
hugskoti, heldur annarra; ávöxtur
hugsunar; hugskeyti.
Hugskeytin eru í loftinu. Alls
staðar í loftinu. Þau fljúga á
hraða ljóssins, hraða hugsunar.
Skjótast framhjá okkur, en fjöl-
mörg þeirra eiga endastöð í hug-
arþeli okkar og birtast sem óum-
beðnar svipmyndir.
Samhengi hugskeyta og
drauma er ótvírætt. Sofandi mað-
ur er tvöfalt næmari en vakandi
fyrir andlegum áhrifum. Hann er
eins og loftnet, uppspennt á hús-
þaki andlegrar íhugunar.
Loftnetið er eins og grenitré;
með ótal greinar til að nema bet-
ur sendingarnar í loftinu. Hug-
arþelið hefur ekki undan á nótt-
unni, því um leið og hinn
dreymandi maður tekur við hug-
skeytum sem birtast honum sem
draumar, sendir hann hugskeyti
úr eigin hugskoti; hugskeyti sem
birtast sem draumar í hugskotum
annarra.
Hugskeyti er ekki háð tíma og
það er ekki háð rúmi. Það berst
hraðar en hljóðið á svo skömmum
tíma að fínustu atómklukkur hafa
ekki undan.
Huglæknir sem náð hefur
frama á andlega sviðinu í Þýska-
landi heldur því fram í nýjustu
bók sinni, Hugur í gervi eindar,
að á milli 36 og 42% hugskeyta
komi utan úr geimnum. Þar eru
ókunn menningarsamfélög að
verki, geimverur í andlegasta
skilningi þess orðs. Ekki endilega
vitsmunaverur, heldur jafnvel
undirmeðvitund sjálfs alheimsins;
púlsinn sem birtist í tifi svarthola
og sporbraut sólkerfa í vetr-
arbrautum. Þaðan stafar orkan
sem fyllir okkur vitundinni, sam-
vitund alheimsins.
Ég er semsagt bara venjulegur
drengur. Ég fer í kvikmyndahús
og reyni að fylgjast með nýjustu
tískunni. Stundum fer ég í bak-
aríið og kaupi mér múnsnittu og
þá jafnvel kókómjólk til að skola
henni niður. Það finnst mér gott.
Ég er um það bil 90 kíló og 190
sentimetrar á hæð, sem er ekki
slæmt. Ósköp venjulegt, myndi
ég segja.
Ég er ekki einhver snarrugl-
aður furðufugl. Ég er rólegur í
tíðinni, reyni að gera mitt besta í
vinnunni, þokkalega samvisku-
samur og tilfinninganæmur. Ég
er íslenskur karlmaður sem
skammast sín ekki fyrir tilfinn-
ingar sínar. Ég vil ekki að fólk
haldi að ég skeri mig úr fjöldan-
um og hugsi öðruvísi en það.
Ég er ekki „öðruvísi“. Ég er
eins og fólk er flest.
Ég er eins
og flestir
Ég er ekki kengruglaður nýaldarsinni
með árur og reykelsi á heilanum. Ég er
venjulegur drengur. Ég hef gaman af
enska boltanum og glamra á gítar þeg-
ar ég get. Ég á ekki einu sinni reykelsi.
VIÐHORF
Eftir Ívar Pál
Jónsson
ivarpall@mbl.is
ÞAÐ sem þeir tónleikar sem hér
verður fjallað um eiga sameiginlegt
er söngurinn sem sagt er að göfgi
manninn og virtist það eiga við ef
dæma má út frá aðsókninni sem var
mjög góð að öllum þessum tónleikum
og hinni miklu sönggleði sem ein-
kenndi flytjendur.
Karlakórinn Hreimur lagði land
undir fót og brá sér suður yfir heiðar
í upptöku- og söngferð um síðustu
helgi með tónleika á Selfossi á föstu-
dagskvöldinu og í Reykjavík á laug-
ardeginum. Efnisskrá tónleikanna
sem var nokkuð fjölbreytt, saman-
stóð af einsöngs- og tvísöngslögum
með mismikilli meðvirkan kórsins,
hefðbundnum kórsöng ásamt nokkr-
um slögurum og dægurlögum. Innan
kórsins starfar hljómsveit, harmon-
ika, gítar, píanó, bassi og einnig fiðla
ef á þarf að halda og lék hún með af
mikilli prýði í fjórum lögum. Aðal-
steinn Ísfjörð þandi þar að auki
nikkuna af mikilli snilld í tveimur
lögum kórsins.
Ólafur Kjartan söng af stakri
smekkvísi fimm lög með kórnum, af
þeim langar mig að nefna sérstak-
lega íslenska þjóðlagið Bára blá og
Landsýn op. 31 eftir Grieg sem voru
sérlega vel flutt. Sigurður Þórarins-
son söng með sinni björtu og fallegu
tenórrödd lag Gunnars Thoroddsen,
Litfríð og ljóshærð. Þetta lag heyrist
ekki mjög oft en hæfir textanum og
naut sín vel í fallegri túlkun og silki-
mjúkum söng Sigurðar og kórsins.
Annar einsöngvari úr röðum kórsins,
einnig tenór, Baldur Baldvinsson,
söng Rósina hans Friðriks Jónsson-
ar af miklum þokka og síðan söng
hann tvísöng með söngstjóranum við
undirleik hljómsveitarinnar í öðru
lagi Friðriks, Dalurinn minn. Raddir
þeirra falla nokkuð vel saman en hin
mjúka og fyllta barítónrödd söng-
stjórans átti til að drukkna í hljóm-
sveitinni.
Kórinn sýndi það strax í fyrsta
laginu, Ísland, Ísland eg vil syngja
eftir Sigurð Þórðarson að hann er
mjög góður og syngur hreint. Gott
jafnvægi er á milli raddanna og
hljómurinn þéttur, bæði í veikum og
sterkum söng. Allur flutningur er
metnaðarfullur, vandaður og sam-
taka. Kórinn var sérlega góður í áð-
urnefndum lögum með Ólafi og einn-
ig í Sólskini Örlygs Benediktssonar
(frumflutningur?) og Veiðimannakór
Webers og fór á kostum í eistneska
Brúðkaupsdansinum og í slögurun-
um. Juliet var örugg við píanóið og
studdi vel við bæði hljómsveit og kór.
Allt þetta leiddi Robert Faulkner af
mikilli fagmensku og öryggi.
Eyrnakonfekt að
hætti Jóhanns Friðgeirs
Þriðju og síðustu tónleikar í röð-
inni Haustkvöld í Óperunni voru sl.
laugardagskvöld.
Fram komu allir fastráðnu söngv-
arar hússins ásamt tónlistarstjóra
sínum. Gestur kvöldsins var Sigrún
Hjálmtýsdóttir. Í blaðaviðtali fyrir
tónleikana lýsti Jóhann Friðgeir því
yfir að þetta væru eins konar kveðju-
tónleikar fyrir hann í bili þar sem
hann heldur nú til starfa í Þýska-
landi. Jóhann lýsti því einnig yfir í
sama viðtali að fólk fengi að heyra
eftirlætisaríur hans sem væru al-
gjört eyrnakonfekt og gekk það
svikalaust eftir.
Sigrún var í feikilega fínu formi og
var flutningur hennar á aríu Normu,
Casta Diva (Bellini) og aríu(m) Viol-
ettu, E strano! E strano! – Sempre
libera, úr fyrsta þætti La Traviata
(Verdi), hreinlega á heimsmæli-
kvarða, ekki bara söngurinn heldur
öll tjáning og sviðsframkoma. Þau
Sigrún og Jóhann sungu stórglæsi-
lega saman ástardúett Rudolfos og
Mimiar úr 1. þætti La Boheme
(Puccini), O soave faniculla.
Jóhann var einnig í mjög fínu
formi og skilaði sínum söng feikilega
vel, ber þar hæst harmkvæði Mac-
duffs, Ah! La paterna mano, úr
Machbeth (Verdi), aríu Cavaradoss-
is, Recondita armonia úr Toscu
(Puccini) og aría Calafs, Nessun
dorma, úr Turandot (Puccini). Einn-
ig voru lög Kaldalóns, Þótt þú lang-
förull legðir og Hamraborgin glæsi-
leg hjá Jóhanni.
Ólafur Kjartan átti aðeins eina ar-
íu á efnisskránni, söng
Tonios úr upphafi I
Pagliacci (Leonca-
vallo). Sviðsreynsla
Ólafs leyndi sér ekki
og átti hann hér virki-
lega fína innkomu.
Sesselja söng virki-
lega fallega aríuna Va,
laisse couler mes larm-
es úr Werther eftir
Massenet og var það
eina arían hennar á
efnisskránni.
Davíð söng aríurnar
O, tu Palermo úr I
Vespri Siciliani (Verdi)
og Vecchia zimarra úr
La Boheme. Davíð átti
góða spretti, en virtist ekki vera í
sínu besta formi á þessum tónleikum
og náði sér einhverra hluta vegna
ekki almennilega á flug.
Einna mest mæddi á tónlistar-
stjóra Óperunnar, Kurt Kopecky,
sem sat við flygilinn og studdi ræki-
lega við bak söngvaranna með feiki-
lega góðum píanóleik.
Jóhann og Sigrún fóru síðan á
kostum í nokkrum aukalögum ásamt
öllum hinum flytjendunum.
Franskir ástarsöngvar
Húsfyllir var á Háskólatónleikun-
um í Norræna húsinu í hádeginu á
miðvikudaginn þegar þau Valgerður
Guðnadóttir sópran og Hrólfur Sæ-
mundsson barítón sungu frönsk ást-
arljóð og dúetta. Raddir þeirra Val-
gerðar og Hrólfs féllu vel saman í
dúettunum þremur eftir Camille
Saint-Saëns sem voru vel fluttir með
sannfærandi tjáningu og naut tón-
mál tónskáldsins síns vel. Valgerður
söng Poème d’un jour (Eins dags
ljóð) op. 21 eftir Gabriel Fauré.
Lagaflokkurinn samanstendur af
þremur ljóðum. Fyrsta ljóðið fjallar
um gleðina þegar ástin kviknar, ann-
að um vonbrigði vegna höfnunar og
það þriðja er kveðja með kulnaðri
ást. Hrólfur söng lagaflokkinn Trois
ballades de Villion eftir Claude
Debussy frá 1910, sem samanstend-
ur af þremur ballöðum, frá 15. öld
sem Debussy tekst eins og endranær
að glæða lífi á sinn sérstaka hátt.
Söngurinn hjá þeim Valgerði og
Hrólfi var mjög góður og fjölbreytt-
ur í túlkun, allt eftir innihaldi
ljóðanna og sama má segja um pí-
anóleik Iwonu Aspar.
Fjölbreytt söngþrenna
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson.
Hrólfur
Sæmundsson
Valgerður Guðrún
Guðnadóttir
Jón Ólafur Sigurðsson
TÓNLIST
Fella- og Hólakirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Karlakóinn Hreimur, Ólafur Kjartan Sig-
urðarson, barítón, Sigurður Þórarinsson,
tenór, Baldur Baldurssson, tenór, Að-
alsteinn Ísfjörð á harmoniku, Erlingur
Bergvinsson á gítar, Þórarinn Illugason á
bassa og Juliet Faulkner, píanóleikari.
Stjórnandi: Robert Faulkner. Laugardag-
urinn 1. nóvember 2003 kl. 16.00.
Íslenska óperan
SÖNGTÓNLEIKAR
Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, Jóhann
Friðgeir Valdimarsson, tenór, Sesselja
Kristjánsdóttir, mezzosópran, Ólafur
Kjartan Sigurðarson, barítón, Davíð
Ólafsson, bassi og Kurt Kopecky, píanó-
leikari. Laugardagurinn 1. nóvember
2003 kl. 20.00.
Norræna húsið
SÖNGTÓNLEIKAR
Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran,
Hrólfur Sæmundsson barítón og Iwona
Ösp Jagla, píanóleikari. Miðvikudagurinn
5. nóvember 2003 kl. 12.30.
HINN kunni stjórnandi Robin
Stapleton heldur námskeið fyrir
óperusöngvara á vegum Söngskól-
ans í Reykjavík dagana 13.–19.
nóvember.
Um er að ræða einkatíma og
þátttöku í meistaranámskeiði,
„masterclass“, sem verður í
Snorrabúð, tónleikasal Söngskól-
ans 15. nóvember kl. 10–14. Einn-
ig verður Stapleton með meist-
aranámskeið fyrir nemendur
Söngskólans 18. nóvmber kl.
13.30–16. Tímarnir eru opnir öllu
tónlistaráhugafólki til áheyrn-
arþátttöku.
Stapleton er íslenskum tónlist-
armönnum og tónlistaráhugafólki
vel kunnur, hefur margsinnis
stjórnað óperum, tónleikum og
upptökum fyrir Íslensku óperuna
og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Námskeiðið fer fram í Söngskól-
anum, Snorrabraut 54.
Námskeið með Stapleton
Robin Stapleton stjórnandi.