Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 39

Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 39
SMS tónar og tákn UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 39 Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Kynnum vetrartískuna frá OROBLU Í dag Lyf og heilsa Austurstræti kl. 13-17. Lyf og heilsa Keflavík, kl. 14-18. Á morgun Lyf og heilsa JL húsi. kl. 12-16. 20% afsláttur af öllum Oroblu vörum meðan á kynningu stendur. Gjöfin þín*: * Resolution krem 15 ml * Photogenic farði 15 ml * Miracle ilmur 7 ml * Hydra Intense rakamaski 15 ml * Mini Amplicils maskari * Snyrtitaska Ef þú kaupir Lancôme vörur fyrir 5.500 eða meira færð þú þennan kaupauka að verðmæti 5.500 kr. EINSTAKIR GJAFADAGAR! GIFTLE * G ild ir m eð an bi rg ði r en da st - ei nn ig að ra r ge rð ir a f t ös ku m og gj af as tæ rð um Kynning Hygeu Kringlunni föstudag og laugardag Smáralind, sími 554 3960. Kringlunni, sími 533 4533. Laugavegi 23, sími 511 4533. ÞAÐ hefur ekki farið hátt í fjöl- miðlum að Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, lagði fram tillögu á fundi borg- arstjórnar nú í októ- ber varðandi veru- lega lækkun strætófargjalda til ungmenna og nið- urfellingu fargjalda barna (yngri en 12 ára) og öryrkja. Tillagan er afar athyglisverð og hljóðar svo: Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að fela Reykjavíkurborg að beita sér fyrir því innan stjórnar Strætó bs. að eftirfarandi far- gjaldalækkanir taki gildi hið fyrsta og að kostnaði vegna þeirra verði mætt með auknu framlagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til fyrirtækisins. 1. Fargjöld barna að 12 ára aldri verði felld niður. 2. Fargjöld unglinga 12–18 ára verði lækkuð til samræmis við far- gjöld aldraðra (67 ára og eldri). 3. Fargjöld öryrkja verði felld nið- ur. Með því að fella niður fargjöld barna og öryrkja nú og lækka far- gjöld unglinga til samræmis við far- gjöld aldraðra væri stigið mikilvægt skref í þá átt að fella niður fargjöld allra þessara hópa í samræmi við stefnu F-listans sem var kynnt fyrir sveitarstjórnarkosningar. Þar sagði að til að auka nýtingu almennings- samgangna bæri að lækka og jafnvel fella niður fargjöld í strætisvagna fyrir unglinga að 18 ára aldri ásamt öldruðum og öryrkjum. Bættar al- menningssamgöngur næðust betur fram með slíkum aðgerðum en að hindra greiða umferð einkabíla um stofnbrautir borgarinnar. Ódýrt að fella niður fargjöld barna og öryrkja Áætlaður kostnaður vegna þessara fargjaldalækkana er 10 milljónir króna vegna niðurfellingar barnafar- gjalda og 20 milljónir króna vegna niðurfellingar fargjalda öryrkja. Ástæða er til að vekja sérstaka at- hygli á því hve lítið það kostar sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu að fella niður fargjöld þessara hópa. Áætlaður kostnaður vegna lækk- unar farmiðakorta unglinga, þannig að hver ferð lækki um 25% og kosti 90 krónur í stað 120 kr. áður (miðað við að kort séu keypt) er 17 milljónir króna. Beinn kostnaðarauki vegna tillögunnar í heild er þannig tæplega 50 milljónir króna. Lág unglingafargjöld hjá stræt- isvögnum Reykjavíkur voru tekin upp í borgarstjóratíð Árna Sigfússon- ar árið 1994 skv. tillögu Ólafs F. Magnússonar. Eftir að meirihluti R-listans tók við völdum voru ung- lingafargjöld tvöfölduð árið 1995 og aftur árið 2001 og þannig fjórfölduð á sjö árum og urðu á ný töluvert hærri en fargjöld aldraðra. Betri þjónusta – fleiri farþegar Áherslur R-lista í samgöngumálum borgarinnar hafa verið þær að ekki megi gera einkabílnum of hátt undir höfði og því sé brýnt að sem flestir nýti almenningssamgöngur. Notkun einkabíla er meiri hér á landi en í ná- grannalöndum vegna þess að veð- urfar er hér miklu rysjóttara en þar. R-listinn hefur alltaf horft framhjá þeirri staðreynd að hér er veðurfar með allt öðrum hætti en í nágranna- löndum þar sem t.d. hjólreiðamenn- ing blómstrar. En ef R-listinn vill raunverulega efla almennings- samgöngur þá verður þjónustan að stórbatna. Hvers vegna er ekki hægt að kaupa strætókort í sjálfsölum um allan bæ og jafnvel inni í vögnunum? Og hvers vegna geta bílstjórar allra landa skipt peningum fyrir farþega sína þegar það virðist ekki vera fram- kvæmanlegt hér á landi? Fulltrúar R-lista hika iðulega þeg- ar rætt er um byggingu öflugra stofnbrauta í borginni og hafa áhyggjur af því að það sé ekki sú borg sem þeir vilja sjá í framtíðinni (ekki nógu rómantísk?). En rétt er að benda á að ef stofnbrautir borg- arinnar verða stórefldar, þá eiga allir bílar greiðari leið – líka strætisvagn- arnir sem R-listinn vill að almenn- ingur noti – og það sparar gríð- arlegan tíma og peninga þegar upp er staðið. Lækkun strætó- fargjalda Eftir Margréti Sverrisdóttur Höfundur er varaborgarfulltrúi F-listans. ÍSLENDINGAR eiga því láni að fagna að njóta góðrar heil- brigðisþjónustu. Á þeim vettvangi verða þó aldrei all- ar óskir uppfylltar og ýmsir á öllum tímum telja hlut sinn fyrir borð bor- inn. Hraðfara þró- un læknavísinda, ný lyf, skilvirkari hjúkrun og umönnun og framfarir í endurhæfingu lengja verk- efnalista heilbrigðiskerfisins og auka útgjöld. Þegar rætt er um útgjöld til heilbrigðiskerfisins virðist það gleymast í umræðunni, að um 70% af kostnaðinum er launakostn- aður. Ríkið fær því fljótlega aftur hluta af framlögunum í formi skatta starfsmanna. Þá verður að horfast í augu við þá staðreynd, að erfitt verður að draga úr kostnaði nema því aðeins að skera niður launakostnað. Aðrar leiðir eru vart færar. Þess ber og að geta, að ríkið sjálft semur um laun fagfólks og stjórnar þar launaþróuninni. Mestur sparnaður í heilbrigð- iskerfinu næðist með því að fjölga legurúmum, utan sjúkrahúsa, fyr- ir langlegusjúklinga. Þá þurfa stjórnvöld að efla þátt endurhæf- ingar; gera fleiri einstaklinga starfhæfa á ný, bæði á vinnu- markaði og til að sjá um eigin þarfir og til að draga úr greiðslum örorkubóta. Merkileg tilraun á þessu sviði var gerð fyrir nokkru í Östursund í Svíþjóð. Sveitarfélagið lagði fram umtals- vert fjármagn til að fjölga sjúkra- þjálfurum og iðjuþjálfum og auka alla endurhæfingu fyrir eldri borgara. Eftir tvö ár var unnt að draga verulega úr greiðslum til heimilishjálpar, enda minnkaði þörfin á henni um þriðjung. Einn- ig kom þetta fram í færri inn- lögnum á sjúkrahús. Þegar reikn- ingurinn var gerður upp reyndist sparnaðurinn mun meiri en nam viðbótarframlögum. Umræðan á Íslandi snýst nú einkum um hugsanlegan þátt einkaframtaksins í heilbrigð- isþjónustu. Í þessari umræðu hef- ur orðið mikill hugtakaruglingur. Eitt sinn heyrði ég fullorðinn mann segja, að það væri sitthvað sósa eða kjöt þegar honum þótti ranglega farið með staðreyndir. Menn mega ekki rugla saman einkavæðingu og einkarekstri. Á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir nokkrum dögum komu þessi mál talsvert til umræðu í kjölfar ræðu formanns. Þessi umræða er mjög nauðsynleg og er hluti af tímabærri könnun á leiðum til hagræðingar í heilbrigðiskerfinu. Það verður hins vegar að koma mjög skýrt fram, að einkavæðing heilbrigðiskerfisins kemur aldrei til greina. Þeir, sem tala um einkavæð- ingu, eru að gera því skóna, að einstaklingum verði afhentur hluti af heilbrigðiskerfinu án nokkurrar aðkomu ríkisvaldsins. Einkavædd- ar greinar byðu þá þjónustu sína gegn fullri greiðslu. Sjúkrahús yrðu rekin eins og hver önnur fyr- irtæki, án fjármuna úr ríkissjóði. Takmarkaður hópur einstaklinga gæti þá keypt sér aðgerðir og meðferð fyrirvaralítið og jafn- framt keypt nauðsynlegar trygg- ingar, sem stórir hópar þjóð- félagsþegna hafa ekki ráð á. Þar með væri komin fram misskipting og misrétti, sem stuðningsmenn velferðarríkisins geta ekki sætt sig við. Afleiðingar af einkavæð- ingu í bandarísku heilbrigðiskerfi eru hörmulegar. Það er dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi, miðað við kostnað pr. íbúa og um leið það lakasta fyrir gríðarlega stóran hóp þegnanna. Þegar talað er um einkarekstur er jafnan átt við það, að gefa ein- staklingum tækifæri á að spreyta sig á rekstri innan tiltekinna sviða heilbrigðiskerfisins. Það er hins vegar gert á þeim forsendum, að notendur kerfisins greiði ekki meira fyrir þjónustuna en hjá rík- isreknum stofnunum og tryggt að sjúklingum verði ekki mismunað. Einkareksturinn yrði að lúta öll- um lögum um heilbrigðisþjónustu og fengi rekstrarfé á fjárlögum. Slíkur einkarekstur er þegar fyrir hendi hér á landi og hann getur tekið við í margvíslegum stoð- greinum sjúkrahúsanna og jafnvel tekið að sér verkefni, sem rík- isrekin sjúkrahús annast nú. Nefna má liðaðgerðir og ýmsar smærri aðgerðir, sem ekki kalla á langa legu, en krefjast endurhæf- ingar á göngudeildum eða vistunar á hvíldar- eða endurhæfing- arstofnunum. Það kemur hins veg- ar ekki til greina að stóru sjúkra- húsin verði einkarekin. Öll skynsamlega rök mæla gegn því. Það er bæði sjálfsagt og eðli- legt, að vandlega verði kannað hvort og hvernig einkarekstur getur komið við sögu í íslensku heilbrigðiskerfi til að bæta þjón- ustu og draga úr kostnaði. Menn verða þó að hafa hugfast að einka- rekstur er engin töfralausn. – Í umræðu um heilbrigðismál er rangt að tala um botnlausa hít. Heilbrigðiskerfið skilar miklum verðmætum inn í samfélagið og er fyllilega tímabært að hefjast handa um að meta þau verðmæti. Einka- rekstur – einkavæðing Eftir Árna Gunnarsson Höfundur hefur stýrt Heilsu- stofnun NLFÍ í 12 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.