Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Haukur Ingasonfæddist á Ísafirði 15. desember 1930. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi þriðjudaginn 28. október síðastliðinn. Foreldrar Hauks voru Ingi Guðjón Eyjólfsson, f. 8. ágúst 1904 á Hrófá í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu, d. 8. janúar 1962, og kona hans María Svein- fríður Sveinbjörns- dóttir, f. 16. október 1905 á Laug- um í Súgandafirði, d. 23. febrúar 1986. Systkini Hauks eru Erla, f. 19. febrúar 1929, gift Húnboga Þorsteinssyni, Þorbjörg, f. 18. febrúar 1935, gift Guðmundi Ingi- bjartssyni (látinn), Guðbjörn, f. 17. ágúst 1937, kvæntur Elínborgu Sigurðardóttur, Steingerður, f. 10. ágúst 1939, gift Halldóri Kristni Helgasyni, Elvar, f. 23. janúar 1941, kvæntur Rögnu Sal- óme Helgadóttur, Reynir, f. 16. nóvember 1943, d. 7. desember 1999, kvæntur Ölmu Karen Rós- mundsdóttur, Esther, f. 19. ágúst 1945, gift Halldóri Ásgeirssyni, og Ernir, f. 14. júní 1947, kvæntur Rannveigu Sigurbjörgu Pálsdótt- ur. Haukur kvæntist 27. desember 1952 Sigríði Maríu Aðalsteinsdótt- ur, f. á Bæjum á Snæfjallaströnd í heimili þeirra hjóna. Barnabarna- börn Hauks og Sigríðar eru þrjú. Haukur lauk prófi frá Gagn- fræðaskólanum á Ísafirði 1948 og var auk þess í kvöldskóla iðnaðar- manna í tvo vetur. Hann hóf versl- unarstörf árið 1944 og stundaði þau lengst af síðan. Hann var verslunarstjóri í verslun Jóns Ö. Bárðarsonar á Ísafirði 1954–61, en flutti þá til Keflavíkur, þar sem hann varð verslunarstjóri í versl- uninni Kyndli hf. Hann stofnsetti sína eigin verslun, Verslun Hauks Ingasonar, árið 1965 og verslaði þar með matvöru um fjögurra ára skeið. Árið 1969 tók hann að sér forstjórastöðu Plastgerðar Suður- nesja fyrir Járniðnaðar- og pípu- lagningaverktaka Keflavíkur. Veturinn 1975–76 sótti hann Stjórnunarskóla iðnaðarráðuneyt- isins, en réðst síðan í stöðu aðal- bókara og skrifstofustjóra fyrir Keflavíkurverktaka á Keflavíkur- flugvelli, þar sem hann starfaði uns hann lét af störfum árið 2000. Haukur var einn af stofnendum Verslunarmannafélags Ísafjarðar og formaður þess um skeið. Hann starfaði einnig mikið með Leik- félagi Ísafjarðar og fyrstu árin í Keflavík vann hann með Leik- félagi Keflavíkur og var formaður þess um skeið. Hann var í forstöðu fyrir stóran hóp ferðafólks sem kallar sig Eddu-hópinn, og hefur ferðast með honum vítt og breitt um heiminn síðan 1967. Hann starfaði einnig með Lions-hreyf- ingunni í rúm 40 ár, og var félagi í frímúrarastúkunni Sindra í Kefla- vík. Útför Hauks fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ísafjarðarsýslu 27. maí 1934, d. 19. maí 1996. Foreldrar henn- ar eru Aðalsteinn Sig- urðsson, f. 10. júlí 1912, d. 26. desember 1996 og kona hans Marta Baldey Mark- úsdóttir, f. 1. janúar 1909. Eftir lát Sigríðar hóf Haukur kynni við Guðrúnu Guðmunds- dóttur, gamla skóla- systur frá Ísafirði, og tókst með þeim mikill vinskapur. Urðu þau ferða- og ævifélagar síðustu árin sem hann lifði. Börn Hauks og Sigríðar eru: 1) Martha, f. 27. september 1950. Hún á þrjú börn, Þórð Helga, Bennie Mae og Hebu. 2) Aðal- steinn, f. 20. júní 1952, kvæntur Fjólu Einarsdóttur. Þau eiga tvö börn, Einar Val og Sigríði Maríu. 3) Haukur Ingi, f. 22. október 1955, kvæntur Herdísi Gunnars- dóttur. Þau eiga fjögur börn, Evu Láru, Hauk, Inga og Andra Gunn- ar. 4) Sigurður Hrafn, f. 24. febr- úar 1959, kvæntur Fjólu Vilborgu Jónsdóttur. Þau eiga tvö börn, Al- dísi Lind og Hrafnhildi. Hann á einnig synina Örn Inga, Birgi og Ástþór Erni. 5) Hildur, f. 17. jan- úar 1966, gift Guðjóni Inga Ólafs- syni. Þau eiga þrjú börn, Daða, Dagmar og Orra. Auk þeirra ólst Þórður Helgi, sonur Mörthu, upp á Í dag kveð ég ástkæran tengda- föður minn, Hauk Ingason. Ég kynntist Hauki 1972 þegar ég og sonur hans, Haukur Ingi, fórum að draga okkur saman. Ég varð strax aufúsugestur hjá Hauki og Siggu á Hlíðarveginum, ég Reykjavíkur- mærin var velkomin á þeirra heim- ili hvenær sem var og þannig hefur það ávallt verið síðan. Haukur var alltaf boðinn og bú- inn að aðstoða og leiðbeina og oft leitaði maður til hans. Ferðalög voru hans líf og yndi og það var ekki hvað síst á þeim vettvangi sem maður leitaði í hans smiðju. Á liðnu sumri fórum við fjölskyldan vestur á Ísafjörð, heimabæ Hauks. Hann útbjó okkur vel til ferðarinnar, bæði með fróðleik, kortum og sög- um. Fyrir bragðið varð ferðalagið mun skemmtilegra en ella. Það verður skrítið að eiga ekki erindi á Hlíðarveg 5 framvegis, en vestfirska skötuveislan á Þorláks- messu, aðfangadagskvöld og fleiri atriði voru fastir punktar í tilver- unni og um leið sú stund sem sam- einaði stórfjölskylduna. Haukur var frábær gestgjafi, þar var hann í aðalhlutverki og við nutum þess að vera þiggjendur. Við Haukur Ingi munum ekki síst sakna hjólaferð- anna okkar undanfarið sem enduðu oftast hjá tengdapabba á Hlíðar- veginum. Það voru foréttindi að eiga svona ljúfmenni sem tengdaföður og afa barnanna okkar. Minningin um Hauk mun ávallt lifa í hjarta okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Megir þú hvíla í friði. Kveðja. Herdís Gunnarsdóttir. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum. er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma vetur bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Nú er leiðir skilja um sinn streyma óteljandi minningar fram, en það hefur verið skammt stórra högga á milli í vinahópi okkar. Við höfum misst þrjá góða vini á þessu ári, nú síðast elskuleg- an og náinn vin er þú, Haukur minn, lagðist inn á Landspítala til að fara í aðgerð á hné sem þú varst búinn að bíða eftir og þrátt fyrir veikt hjarta datt mér ekki í hug að þú ættir ekki afturkvæmt, þvert á móti, því væntingar þínar voru miklar. Það var árið 1979 er við Steini gengum í Edduhópinn að kynni hófust við Hauk og Siggu, lífsföru- naut hans, sem hann missti 19. maí 1996 eftir stutt en erfið veikindi. Þessi kynni þróuðust mjög fljótt í mikla vináttu sem hefur haldist æ síðan. Það væri efni í heila bók að tíunda allt sem við tókum okkur fyrir hendur í gegnum árin, bæði heima og heiman, en hugir okkar Hauks runnu saman í skoðunum á mönnum og málefnum, auk óbil- andi áhuga á ferðalögum, innan- lands sem utan, ljósmyndun og leikhúsferðum, sem enduðu oft með því að við í leikhúshópnum nutum saman góðrar máltíðar. Haukur var listakokkur og einhverjar bestu stundir sem við áttum voru við undirbúning einhverrar veislunnar. Ég vil geta þess að um nokkurra ára skeið voru haldin svokölluð Svannateiti en þá buðu eiginmenn okkar kvennanna í hópnum okkur til dýrlegrar veislu sem þeir höfðu alfarið undirbúið og framreitt sjálf- ir. Í þessum hópi voru Haukur og Sigga, Óli og Gugga, Nonni og Begga og við Steini auk þess sem nokkrir vinir tóku þátt í gleðinni stöku sinnum sem gestir. Þetta voru ógleymanlegar stundir, þar sem allir voru skartklæddir og glaðir. Edduhópurinn var Hauki mjög hjartfólginn og hann hefur í gegn- um tíðina gefið honum alla krafta sína til undirbúnings ferða og ann- ars sem hópurinn tók sér fyrir hendur, kominn með áralanga reynslu af ferðalögum og skipu- lagningu þeirra, eldhugi er fannst allt mögulegt ef viljinn væri fyrir hendi, sem ég þekki mætavel af eigin raun eftir að hafa starfað með honum og Óla við undirbúning inn- anlandsferðanna og fylgst með vinnu hans varðandi aðra hluti sem varðaði Edduhópinn. Nú var hann með í undirbúningi að skrá niður athafnir hópsins frá upphafi og dreymdi um að haldin yrði mikil skemmtun þar sem öllum er höfðu einhvern tímann verið félagar yrði sent bréf og þeim boðið til fagnaðar þar sem gamlir félagar myndu hitt- ast og rifja upp liðnar stundir, en margs er að minnast, allt frá byrj- un 4. mars 1966 til dagsins í dag og margir sem hafa verið félagar hópsins í skemmri eða lengri tíma. Að leiðarlokum kveðjum við Steini og fjölskylda okkar góða vin og sendum fjölskyldu hans og Guð- rúnu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sonja. Í dag fer fram útför góðs vinar míns og félaga, Hauks Ingasonar. Það er erfitt að skrifa stutta minn- ingargrein um þennan elskulega og lífsglaða mann sem Haukur var. Laugardaginn 25. október hringdi hann til mín og sagðist eiga að mæta á sjúkrahúsi í Reykjavík á mánudaginn í aðgerð á hné, sem hann var búinn að bíða eftir um tíma, sagðist verða fluttur á sjúkra- húsið í Keflavík eftir þrjá daga, en hann lést á LSH í Fossvogi. Við Haukur vorum búnir að þekkjast frá því við vorum ungir menn enda báðir Vestfirðingar. Við áttum samleið í Frímúrararegl- unni, Lions, og í Ferðafélaginu Eddu. Lóðir okkar hjónanna og Sigríðar og Hauks lágu saman í Njarðvík og vorum við því ná- grannar í yfir 30 ár. Við hjónin höfðum verið með þeim Hauki og vinkonu hans og ferðafélaga, Guðrúnu Guðmunds- dóttur (Dúnnu), síðastliðna tvo vet- ur á Spáni og var samkomulag og vinátta okkar allra eins og um eina fjölskyldu væri að ræða. Það stóð til nú í vetur að hafa Íslandskvöld fyrir Norðurlandabúa þar á svæð- inu. Við ætluðum að hafa íslenskan þorramat með öllu tilheyrandi. Var Haukur á fullu að undirbúa það þegar hann féll frá. Hann hafði skipulagt ótalmargar ferðir bæði innanlands og erlendis fyrir ferða- félagið Eddu. Það var hægt að segja um Hauk eins og svo marga aðra að hann sá ekki út úr því sem hann hafði að gera eftir að hann hætti að vinna. Hann var ósvikinn og ötull vinnu- kraftur sem skrifstofustjóri hjá Keflavíkurverktökum. En svona er þetta, Haukur hugsaði vel um heilsuna og ætlaði að fá nýjan hnjá- lið til að geta stundað göngutúra eins og hann hafði gert áður. Um leið og við Elsa kveðjum þennan góða vin okkar með miklum söknuði viljum við biðja góðan guð að styrkja börn hans, tengdabörn og aðra ættingja og vini. Jóhann Líndal Jóhannsson. Ekki grunaði mig að það væri í síðasta skipti sem ég kvaddi þig, kæri vinur, þegar þú og Dúnna keyrðuð mig heim eftir leiksýningu tveimur dögum fyrir hinn örlaga- ríka dag. Þú varst svo kátur yfir því að loksins kæmist þú í lang- þráða hnéaðgerð sem fór á annan veg en við vonuðumst til. Hver hefði trúað því að svona stutt yrði á milli ykkar vinanna, Nonna eigin- manns míns og þín, að kveðja þenn- an heim? Þær eru ófáar stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum árin, ferðir innanlands og utan, óteljandi leikhúsferðir og matar- boðin sem þú bauðst í en þú varst snilldarkokkur. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, heiðursmaður, hafðu þökk fyrir allt og Guð geymi þig. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Bergþóra Þorbergsdóttir. Í dag verður jarðsunginn Hauk- ur Ingason, sem var einn af stofn- endum ferðahópsins Eddu. Hann kom að skipulagi allra ferða hóps- ins og það var einmitt þegar verið var að undirbúa ferð um S-Am- eríku 1991 að ég kynntist honum. Hann kynnti sér alltaf vel sögu og menningu þeirra landa sem far- ið var um og var óspar á að miðla ferðafélögum af þeim viskubrunni. Alltf gat hann komið okkur á óvart með hugmyndum og uppá- komum, en það hefði ekki hver sem er haft kjark til að hrinda þeim í framkvæmd, hvort sem við vorum í ferð erlendis eða hér heima, og hann gat alltaf létt lund okkar svo að veðurfarið varð aukaatriði. Haukur átti við veikindi að stríða síðustu árin og var því farinn að draga sig í hlé, en samt gat hann ekki alveg hætt að hugsa um ferða- lög og var farinn að huga að ferð hópsins á næsta ári til Kanada. Hann var því alls ekki tilbúinn til að kveðja okkur núna og við alls ekki tilbúin til að sjá á eftir slíkum vini og athafnamanni og það verður erfitt að komast með tærnar, þar sem hann hafði hælana. Við kveðjum hann með söknuði og þökkum honum fyrir alla hans ómetanlegu vinnu og ósérhlífni og allar þær minningar sem hann skildi eftir í sál okkar Eddufélaga. Megi Guð fylgja honum um ókunnar brautir og veita ástvinum og fjölskyldu styrk í sorginni. F.h. Eddufélaga, Grétar Pálsson, formaður. HAUKUR INGASON Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS S. JÓNSSONAR, Brekkubraut 9, Akranesi, sem lést laugardaginn 18. október. Guðrún Karítas Albertsdóttir, Dís Níelsdóttir, Albert Jónsson, Herdís Karlsdóttir, Petrína Jónsdóttir, Pálmi Þór Ævarsson, Þórður Jónsson, Sigurður Jónsson, Kolbrún Sandra Hreinsdóttir, Karítas Jónsdóttir, Hörður Rafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, KATRÍN LILLIENDAHL LÁRUSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laug- ardaginn 8. nóvember kl. 14. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Hörður Helgason, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Helgi Einar Harðarson, Ármann Ásgeir Harðarson, Ólafía H. Arnardóttir, Katrín Lilja Ármannsdóttir, Camilla Lárusdóttir, Steinar Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.