Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 45

Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 45 ✝ Ingólfur Arnar-son Stangeland fæddist á Búðum í Búðahreppi í S-Múlasýslu 18. maí 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 3. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Hans P. Stangeland, forstjóri í Noregi, f. í Karmö í Noregi, d. 6. maí 1952 og Sólveig Þor- leifsdóttir, húsfreyja í Hafnarnesi og á Siglufirði, f. á Eyri í Reyðarfirði 23. desember 1880, d. 19. júní 1967. Systkini Ingólfs eru Þorleifur, Magnús, Helga, Sigur- laug, Jón, Pétur og Sigríður. Auk f. 1954, d. 1962, og Sólveig f. 1961. Nú eru afkomendur þeirra orðnir 31. Ingólfur nam rafvirkjun við Iðn- skólann á Siglufirði og tók sveins- próf 1947. Háspennunámskeiði lauk hann 1948. Var rafveitustjóri á Ólafsfirði og rak um tíma raf- magnsverkstæði Ólafsfjarðar. Starfaði við Skeiðsfossvirkjun og síðar eftirlitsmaður Rafveitu Siglufjarðar. Stofnaði og rak raf- verktakafyrirtæki og verslun á Siglufirði ásamt konu sinni og tveimur sonum. Verkstæðisfor- maður SR á Siglufirði til loka starfsferils síns. Var formaður Iðnaðarmannafélags Ólafsfjarðar 1949–1950. Um árabil var hann virkur í Lionsklúbbi Siglufjarðar og formaður eitt ár.Var drifkraft- ur að stofnun bókasafns í Fljótun- um og kom upp aðstöðu til kvik- myndasýninga við Skeiðsfoss. Útför Ingólfs fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. þess átti hann hálf- systkini í Noregi. Ingólfur bjó á Fá- skrúðsfirði fram til 12 ára aldurs, fluttist þá til Siglufjarðar ásamt móður sinni og þrem- ur bræðrum. Settist í gagnfræðskólann á Siglufirði þar sem hann kynntist tilvon- andi konu sinni Pálínu Kröyer Guðmunds- dóttur, f. 16. septem- ber 1923. Byrjuðu þau búskap 1942 í Höfn á Siglufirði og giftu sig árið 1945. Þeim varð sjö barna auðið, þau eru Guðfinna, f. 1944, Helga f. 1946, Guðmundur f. 1949, Anna, f. 1952, Arnar, f. 1953, Páll, Elsku pabbi. Nú er kveðjustundin runnin upp. Við systkinin viljum þakka þér fyrir allt en þó sérstaklega þessa daga sem þú gafst okkur rétt fyrir andlát- ið. Þá varð okkur enn betur ljós sú hjartagæska sem þú hafðir að geyma. Fjölskyldan var alltaf þinn stærsti fjársjóður og mikilvægast að hún hefði nóg og öllum liði vel. Skipti ekki máli hvort það var á nóttu eða degi, sumri eða vetri, ef fjölskyldan þurfti hjálp þá var brugðist við. Þú varst sá hjartahlýjasti maður sem við höfum kynnst. Einkum áttu börn á öllum aldri stórt rými í hjarta þínu. Þrátt fyrir oft langan vinnudag voru alltaf skapaðar aðstæður svo hægt væri að hafa börnin með. Fyrir barnabörnin var það sérstök upplifun að fá að vera með afa. Oft var farið út á verk- stæði og eitthvað smíðað eða sunginn og dansaður Óli Skans. Nágranna- börnin fengu einnig að kynnast afa- hliðum þínum og fengu að gera ým- islegt sem þeim fullorðnu leyfðist ekki. Elsku pabbi, nú er lífi þínu lokið en minnig þín lifir í hjörtum okkar. Við höfum hana að leiðarljósi og kveðj- um þig með þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur. Þín er sárt saknað. Börnin þín. Elsku afi, það hefur margt farið í gegnum hugann þessa síðustu daga. Smáu atriðin, verða að stórum og eftirminnilegum atvikum í minning- unni. Þrátt fyrir stórt heimili var alltaf pláss fyrir okkur systkinin, Þú gekkst okkur í föðurstað á okkar barns- og unglingsárum og ég þakka þér fyrir það. Afi, þegar þú komst hér inn úr dyrunum með göngugrind og síðar hækju, eftir þitt síðasta áfall, þá varstu ákveðinn í að ná þér og já- kvæðnin allsráðandi, það mátti varla minnast á að eitthvað væri að hjá þér. Alltaf tilbúinn að brosa og takast á við hlutina. Endurhæfingin hér fyrir sunnan var þér þó erfið, þú vildir fara norð- ur, heim í Höfn og dunda við garðinn og bílskúrinn, sagðir gjarnan að þú hefðir ekkert að gera á þessum spít- ala. Þótt þú ættir í erfiðleikum með gang og styddir þig við hækju léstu það ekki aftra þér að leika við litlu fjórfætlingana á okkar heimili, nær- gætnin og blíðan þín naut sín svo sannarlega þegar þú sast með fangið fullt af litlu hundunum okkar sem alltaf fögnuðu þér. Ég mun alltaf muna hversu mikill barnakarl og dýravinur þú varst, það stóð ekki skrifað utan á þér að þú værir mjúk- ur, hlýr og viðkvæmur maður en það varstu svo sannarlega. Við afabörnin, og seinna langafabörnin, kölluðum þig oft „Óla Skans“ því alltaf tókstu nokkur dans spor með okkur og söngst hárri raust okkur til mikillar gleði. Ég mun minnast, þegar ég fæ mér góðan málsverð, hversu gaman var að borða með þér og hvað þú naust þess að fá „alvörumat“ eins og þú kallaðir það. Langafi sem leyfði litla langafa- stráknum að borða fjórar áleggsteg- undir á brauðsneiðina og naut þess með honum. Langafi sem gaf sér tíma til að tefla skák og lesa fyrir langafastrák- ana sína. Þú ferðaðist mikið í seinni tíð og hafðir mikla ánægju af að kanna ókunnar slóðir, svo fengum við ferða- söguna í smátriðum og höfðum mikla ánægju af, nú ert þú búinn að fara í þína síðustu langferð, og við kveðjum þig hinstu kveðjunni. Við söknum þess að hafa þig ekki hjá okkur áfram, en Guð gefur og Guð tekur. Eins og móðir huggar Son sinn, eins mun ég hugga yður, segir Drottinn. (Jes. 66, 13.) Við erum stolt af að hafa átt þig að og minnumst samverustunda okkar með þakklæti. Alda J. Stangeland, Jón Vigfús Guðjónsson, Harpa Þorbjörns- dóttir, Daníel E. Stangeland og Grétar Þór Stangeland. INGÓLFUR ARNAR- SON STANGELAND ✝ Guðrún SæunnGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júní 1905. Hún lést á Skjóli 28. októ- ber síðastliðinn. Guð- rún var dóttir hjónanna Guðmund- ar Guðmundssonar trésmiðs, f. á Roðhóli í Skagafirði 25.8. 1859, d. 25.8. 1950, og Sigurlaugar Þórð- ardóttur, f. á Eiði á Seltjarnarnesi 31.10. 1873, d. 10.3. 1957, Sigurlaug var seinni kona Guðmundar. Fyrri kona hans var Sigríður S. Guðmunds- dóttir, f. 5.3. 1861, d. 3.9. 1897 og eignuðust þau fimm syni, Guð- mund Ragnar trésmið, f. 22.12. 1887, Gunnlaug skósmið, f. 28.8. 1890, Sigurð dömuklæðskera, f. 31.8. 1893, Magnús bakara, f. 16.5. 1895, og Sófus skósmið, f. 25.8. 1897. Börn Guðmundar og Sigur- laugar voru níu, þrjú létust ung. Hin eru Þórður búfræðingur, f. 14.8. 1902, d. 18.12. 1965, Sigríður Steinunn, f. 16.1. 1904, d. 16.1. 1923, Guðrún Sæunn húsmóðir, sem hér er kvödd, f. 23.6. 1905, Ingunn Sigurbjörg húsmóðir, f. 8.9. 1906, d. 26.3. 2002, Steindór matsveinn, f. 8.11. 1907, látinn, og Fríður kaupmaður, f. 1.1. 1912. Einnig ólu þau son Sófusar upp, Jóhann K.B. Vestmann Sóf- usson, f. 25.2. 1925. Guðrún giftist 18. júní 1931 Axel Sig- urðssyni, mat- reiðslumanni og fv. bryta frá Þingeyri við Dýrafjörð f. 21.5. 1902, d. 25.6. 1987. Þau eignuðust fimm börn, tvö létust í frumbernsku, þau eru: 1) óskírð, f. 1932. 2) Sigurlaug, f. 19.12. 1933, d. 12.4. 1934. 3) Sigurbjörg, f. 23.4. 1935, gift Axel Ó. Lárussyni, d. 28.5. 2003. Börn þeirra eru Sigrún, Óskar Axel, Guðrún og Adolf. 4) Guðmundur, f. 9.5. 1936. Var kvæntur Ólafíu Lárusdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru Sigríður Ólafía, Guðrún Lára og Lárus Sig- urbjörn. 5) Axel, f. 22.2. 1942, kvæntur Steinunni D. Gunnars- dóttur. Börn þeirra eru Guðrún, Bryndís, Sigrún og Axel. Guðrún ólst upp í föðurhúsum á Bjargarstíg 14 í Reykjavík. Hún vann í konfektsgerðinni Freyju og í versluninni Gullfoss áður en hún gifti sig. Útför Guðrúnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Amma mín var alltaf mjög hress og létt á fæti, alveg fram að 94 ára aldri, en þá varð hún fyrir því óláni að detta af stól og brotna, eftir það varð hún ekki söm. Ég á margar skemmtilegar minn- ingar um ömmu. Eins og þegar við vorum að versla saman minnti hún mig helst á spretthlaupara, bað mig t.d að ná í sykur og þegar ég leit aft- ur var hún horfin, búin að fylla körf- una og komin að kassanum á met- tíma. Mér er líka minnisstætt þegar við fórum eitt sinn í Bónus og það var hált úti og hún studdi sig við mig, ég sagði að við skyldum fara meðfram handriðinu, hún hélt nú ekki og gerði hún sér lítið fyrir og beygði sig undir það og upp aftur eins og liðug fim- leikadrottning, þá orðin 94 ára. Hún amma mín dó heldur ekki ráðalaus, eitt sinn var hún að fara elda og uppgvötaði að hún hafi gleymt fiskinum í Fiskbúð Hafliða og afi var að koma heim, enginn tími til að fara aftur til baka og auðvitað varð afi að fá matinn á réttum tíma. Hún tók upp tólið hringdi í fiskbúð- ina og bað þá um að senda fiskinn með næsta strætó og hún tók síðan á móti fiskinum á stoppustöðinni. Amma var mjög trúuð kona. Hún sagði alltaf að það væri Guð sem réði. Þegar mamma sagðist ætla að eiga þrjú börn benti amma henni á að það væri ekki hún sem réði því heldur Guð, en mamma sagði að í dag gæti maður ráðið því, en hvað kom á daginn? Hún eignaðist tvíbura og við urðum fjögur systkinin en ekki þrjú. Það var alltaf svo gott að vera í kringum ömmu, hún var svo góð, kærleiksrík og þakklát fyrir allt sem hún hafði. Aldrei mátti hún aumt sjá og lifði eftir einkunnarorðunum: Sælla er að gefa en að þiggja. Ynd- islegri ömmu var erftitt að finna. Þessi fátæklegu orð eru aðeins til að sýna það, að ég mun alla tíð muna og þakka allt það sem amma hefur gert fyrir mig. Megi Guð vera með henni og varð- veita. Guðrún Óskarsdóttir. Elsku amma. Núna ertu loksins komin á betri stað. Þó að það sé mjög sárt fyrir mig að missa þig, þá er ég samt fegin að þú þarft ekki að vera rúmföst lengur. Ég veit hversu það fór í taug- arnar á þér að geta ekki verið á eigin fótum lengur. Ég verð að viðurkenna það að ég fékk tárin í augun þegar ég kom að heimsækja þig í sumar. Mér fannst svo sárt að sjá þig rúmliggj- andi með brotinn handlegg og ekk- ert nema skinn og bein. Ég veit svo sannarlega að þér líður mun betur núna. Ég veit líka að þú munt alltaf vera í kringum mig. Ég vil minnast þess hversu mikið þú kenndir okkur öllum krökkunum. Ég man þegar ég var að byrja að læra að lesa, þú lést mig alltaf lesa fyrirsagnirnar á Morgunblaðinu. Þú kenndir okkur líka góða mannasiði. Ég minnist þess enn þann dag í dag þegar ég var lítil stelpa þá var ég með þér í miðbænum. Þú varst að tala við kunningjakonu þína. Hún var svo gáttuð þegar hún sá mig borða sælgæti. Ég hafði sett bréfið sem var vafið utan um sælgætið í úlpuvasann minn og fór svo að næstu ruslatunnu til að henda bréfinu. Ég geri þetta enn þann dag í dag. Þú lifðir fyrir okkur. Þú gerðir allt fyrir okkur. Þegar ég var hjá þér var allt- af matur á borðinu. Ég var sífellt borðandi hjá þér. Ég sakna mjög svo matarins þíns; heimalögðu súpurnar, fiskibollurnar, kjötbollurnar, rjóma- lagaði fiskrétturinn og ekki má gleyma maltbrauðinu með kæfu. Nammi, namm, ég er bara orðin svöng af að hugsa um matinn þinn. Þegar ég gisti hjá þér, þá hitaðir þú alltaf sængina mína á ofninum rétt fyrir svefninn. Eftir að þú hættir að ferðast með strætisvögnunum var minnsta málið hjá mér og Guðrúnu að skiptast á að keyra þig í búðir, í hárgreiðslu, til læknis og fleira. Það var það minnsta sem við gátum gert fyrir þig, elsku amma mín. Ég hafði mjög gaman af því að koma til þín á sunnudögum og spila við þig. Ég mun ávallt vera þér þakklát fyrir að hýsa mig síðustu 3 mánuðina sem ég bjó á Íslandi. Ég var svo heppin að ná svo góðri mynd af þér í garðinum þínum að tína ber. Sú mynd sýnir svo sannarlega persónuleikann þinn. Sú mynd situr núna römmuð inn á nátt- borðinu mínu. Rétt áður en ég flutti til Bandaríkjanna viðurkenndir þú fyrir mér að þú værir hrædd um að deyja meðan ég yrði í burtu. Ég lof- aði þér að ég mundi koma með fyrstu flugvél ef eitthvað kæmi fyrir þig. Því miður sveik ég það loforð og það er mjög sárt. Ég bjóst bara alls ekki við tveimur dauðsföllum og giftingu á sama árinu. Mér þykir svo sárt að komast ekki einu sinni í jarðarförina til að kveðja þig. Elsku amma, ég vona að þú getir fyrirgefið mér. Ég lofa að koma við á leiðinu hjá þér í hvert skipti sem ég kem við á Ís- landi. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Ástar- og saknaðarkveðjur, Karen, barnabarnabarn. GUÐRÚN S. GUÐMUNDSDÓTTIR FRÉTTIR Frítt helgarnámskeið í yoga og sjálfsvitund Í dag, föstudaginn 7. nóvember kl. 20–22, hefst ókeypis helgarnámskeið í yoga og sjálfsvit- und þar sem kynnt verður yoga- heimspeki og leiðir til að ná meiri ár- angri í lífi og starfi. Á morgun kl. 10–17 verður fjallað um einbeitingu og hugleiðslu o.fl. Á sunnudag er námskeiðið kl. 13–17 og verður þar fjallað um líkamlega og andlega heilsu og hvernig byggja má upp sjálfsaga. Námskeiðið fer fram í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi (við hliðina á Gerðubergi). Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Námskeiðið er í boði Kaffihússins Garðsins og Heilsubúðarinnar: Góð heilsa gulli betri. Leiðbeinandi er Snatak Matthíasson. Að helgar- námskeiðinu loknu er boðið upp á ókeypis 2 vikna framhaldsnámskeið, segir í fréttatilkynningu. Í DAG Kvenfélag Fríkirkjunnar heldur árlegan basar á morgun, laugar- daginn 8. nóvember, kl. 13 í safn- aðarheimili Fríkirkjunnar við Lauf- ásveg. Lottó danskeppnin verður á morg- un, laugardaginn 8. nóvember, kl. 13 í íþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu. Miðasala opnuð kl. 11, verð aðgöngumiða er 700 kr. fyrir börn 6–12 ára og 1.200 kr. fyrir full- orðna. Frítt fyrir eldri borgara. Keppt verður í samkvæmisdönsum, línudönsum og haldið Íslandsmeist- aramót í break-dönsum. Sex íslensk- ir dómarar dæma keppnina ásamt Soffie Dalsgaard dansmeistara frá Danmörku. Hópur barna og ung- linga mun sýna samkvæmisdansa. Lottóbikarar verða veittir þeim pör- um sem sterkust eru í dansi með grunnaðferð og í dansi með frjálsri aðferð. Einnig verður liðakeppni milli dansskóla í suður-amerískum dönsum. Dansíþróttafélag Hafnar- fjarðar heldur keppnina undir stjórn Auðar Haraldsdóttur danskennara. Haustfundur Heilsuhringsins verður í Norræna húsinu á morgun, laugardaginn 8. nóvember, kl. 14. Fyrirlesarar verða: Brynjólfur Snorrason sjúkranuddari og Valde- mar G. Valdemarsson rafeinda- virkjameistari. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Forritunarkeppni framhaldsskól- anna í HR Forritunarkeppni fram- haldsskólanna verður haldin í Há- skólanum í Reykjavík á morgun, laugardaginn 8. nóvember. Um er að ræða keppni fyrir alla nemendur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á forritun og tölvum. Fyrri hluti keppninnar byggist á mörgum litlum verkefnum (þrautalausnum). Síðari hluta dagsins fær sköpunar- gleði þátttakenda að njóta sín. Verð- laun verða veitt. Helstu styrktarað- ilar eru Opin kerfi, EJS hf. og Penninn. Á MORGUN MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi á Hringbraut við Melatorg, þriðjudag- inn 4. nóvember, kl. 21:44. Blá Opel Vectra-fólksbifreið og græn Huynd- ai Accent-fólksbifreið lentu í árekstri. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. Ekið á dreng í Hafnarfirði Þá lýsir lögreglan í Hafnarfirði eftir vitnum að umferðarslysi á gatnamótum Fjarðarhrauns og Flatahrauns miðvikudaginn 5. nóv- ember kl. 18. Ekið var á dreng á reið- hjóli. Farþegi í bifreiðinni ræddi við drenginn og hefur væntanlega talið að hann væri ómeiddur, því bifreið- inni var ekið í burtu að viðtali loknu. Í ljós kom að drengurinn slasaðist og er ökumaður bifreiðarinnar beðinn að hafa samband við lögregluna. Bif- reiðin er af gerðinni Skoda, græn að lit. Vitni eru einnig beðin að gefa sig fram. Lýst eftir vitnum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.