Morgunblaðið - 07.11.2003, Qupperneq 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 47
UNGLINGAR sem kljást við ástar-
sorg, ofbeldi, einelti eða önnur áföll
geta nú leitað ráða á heimasíðu
Rauða krossins, www.redcross.is.
„Ef bara ég hefði vitað“ er sjálfs-
hjálparefni í sálrænni skyndihjálp
sem einnig er hægt að nota í kennslu.
„Ef bara ég hefði vitað“ sýnir ung-
lingum hvernig þeir geta hjálpað
sjálfum sér og öðrum þegar þeir
upplifa alvarlega atburði. Með alvar-
legum atburðum er t.d. átt við skiln-
að, dauðsfall, slys, sjúkdóma, ástar-
sorg og einelti. Efnið er byggt upp á
sönnum frásögnum unglinga sem
hafa upplifað erfiða atburði í lífi sínu,
bæði sem þolendur og eins þá sem
eru að reyna að hjálpa þolendum.
„Ef bara ég hefði vitað“ er ein-
göngu gefið út í rafrænu formi og
hægt er að nálgast það á vefsíðu
RKÍ, www.redcross.is/efbara.
Fyrirlestur höfunda
Í tilefni af útgáfu efnisins koma
höfundarnir Nana Wiedemann og
Johanne Brix Jensen frá danska
Rauða krossinum og ræða um ung-
linga og sálræn áföll ásamt því að
tala um tilurð kennsluefnisins og
notagildi. Fyrirlesturinn verður
haldinn í Norræna húsinu mánudag-
inn 10. nóvember kl. 13–16.
Danski Rauði krossinn hefur tekið
efnið saman fyrir unglinga í efstu
bekkjum grunnskóla og fyrstu
bekkjum framhaldsskóla og fylgja
með því kennsluleiðbeiningar. Rauði
kross Íslands þýddi og staðfærði
efnið. Umsjón með þýðingu og út-
gáfu höfðu Ingibjörg Eggertsdóttir,
fræðslufulltrúi Rauða krossins, og
Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur
Rauða krossins.
Sjálfshjálpar-
efni í sálrænni
skyndihjálp
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn er að
hefja sína árlegu jólakortasölu og
rennur allur ágóði til styrktar
veikum börnum á Íslandi. Jólakort-
ið 2003 er hannað af myndlist-
arkonunni Ninný, Jónínu Magn-
úsdóttur, og ber mynd af verndar-
engli.
Kortin eru seld í 5 eða 10 stk.
pökkum með umslögum á kr. 500
eða kr. 1.000 pakkinn. Einnig eru
seld 8 merkispjöld á jólapakka á
kr. 200 pakkinn. Kortin fást í apó-
tekum Lyf & heilsu. Kort og spjöld
má einnig panta hjá kvenfélaginu í
síma eða með tölvupósti á net-
fangið: jolakort.hringurinn-
@simnet.is.
Upplýsingar má einnig finna á
heimasíðu Hringsins á vefslóðinni:
www.tv.is/hringurinn/.
Jólakort
Hringsins til
styrktar veik-
um börnum
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Lexus RX300 EXE
LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS
N J Ó T T U fi E S S S E M fi Ú Á T T S K I L I ‹ . K O M D U Í R E Y N S L U A K S T U R H J Á S Ö L U D E I L D L E X U S Á N † B † L A V E G I N U M S T R A X Í D A G .
N Á N A R I U P P L † S I N G A R Á W W W . L E X U S . I S E ‹ A Í S Í M A 5 7 0 5 4 0 0 . RX300
N‡r mælikvar›i á yf irbur›i
fiú getur trúa› flínum eigin augum. fia› sem á›ur
flótti kraftaverki líkast er sjálfsag›ur hlutur í Lexus
RX300 EXE.
Sta›albúna›ur í RX300 EXE: Zenonljós, 18 tommu
felgur, rafst‡rt st‡rishjól, minni fyrir sætisstillingar,
st‡ri og spegla, regnskynjari á rú›uflurrkum, sjálfvirk
hur›aropnun a› aftan, tvöföld mi›stö› (mismunandi
stillingar fyrir ökumann og farflega), fimm flrepa
sjálfskipting, öryggis- og tæknibúna›ur sem á sér
ekki hli›stæ›u ....... og sí›an allt hitt sem okkur hjá
Lexus flykir sjálfsagt a› sé í hverjum lúxusbíl.
Lexus RX300 EXE - 5.640.000 kr.
Lexus RX300 - 5.190.000 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
22
72
9
1
1/
20
03