Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ verður fátt um jólarjúpur – ef heldur sem horfir. Veiðimenn af- hentu umhverfisráðherra mótmæli og báðu um náðun. Ráðherran kvaðst – í beinni útsendingu – ekki hafa lagaheimild til að leyfa rjúpnaveiðar! Umhverfisráðherra hefur annars staðið sig ágætlega. Spyrjum fyrst: Hvaða lagaheimild heimilaði ráðherra að banna ótak- markað rjúpnaveiði? Margir hæsta- réttardómar hafa fallið um að ótak- markað valdframsal (ótakmörkuð heimild til skerða frelsi borgaranna með reglugerð) frá Alþingi til ráð- herra samrýmist ekki stjórnarskrá lýðveldsins eins og Hæstiréttur hef- ur túlkað hana. Núverandi lagaheim- ild er því að öllum líkindum einungis ætlað að takmarka veiðitímabil og veiðar með reglugerðum. Algjört bann á rjúpnaveiði þarfnast því að öllum líkindum nýrrar lagasetningar. Tökum sem dæmi landeiganda, sem hefur nýtt eigið land til að veiða rjúp- ur í jólamatinn í áratugi. Landeig- andinn á ótvíræðan eignarrétt í formi nýtingarréttar til að veiða rjúpur í jólamatinn á eigin landi! Enginn ráð- herra getur svipt landeigandann þessum eignarrétti – nema með nýrri lagasetninngu og fullri skaðabóta- greiðslu samkvæmt eignarréttar- ákvæðum stjórnarskrár; eins og Hæstiréttur hefur túlkað hana. Stjórnarskrá lýðveldisins er m.a. ætlað að vernda borgarana fyrir ráð- gjöfum ráðuneyta og ráðherrum sem láta freistast til að stjórna of miklu með reglugerðum. Hvað er náttúru- vænna, heilbrigðara og stjórnar- skrárvænna, en að veiða villibráð sér til matar í dásamlegri og hreinni náttúru landsins? Skapaði ekki al- mættið rjúpu og aðra fugla handa okkur líka! Ég man ekki eftir neinni klásúlu í Biblíusögunum um að þetta sköpunarverk væri bara til einkanota fyrir varga eins og ref og mink? Ekki minnist ég þess heldur að það sé neitt í stjórnarskrá lýðveldisins um að ref- ur og minkur séu rétthærri til veiða en „natural“ borgari og veiðimaður. Til að efla rúpnastofninn er eina ráðið – herferð gegn refum og mink- um. Þessir skelfilegu vargar í ís- lenkri náttúru hafa margfaldað fjölda sinn síðustu ár vegna hlýnandi veð- urfars sem leitt hefur til stóraukinn- ar frjósemi þessara varga – fjölgun þeirra og þar með fækkun rjúpna. Vargurinn er sökudólgurinn! Ein refafjölskylda þarf varla minna en þúsund unga á mánuði vor og sumur. Þetta eru hinir sönnu „atvinnuveiði- menn“. Sums staðar er minkur líka að drepa lax í stórum stíl meðan tals- menn veiðiréttareigenda eru blindir á báðum við að sleppa veiddum laxi eða uppteknir við að kenna Færey- ingum eða öðrum um minnkandi lax- veiði – vegna laxveiða í sjó fyrir löngu síðan. Hvað sem laxinum líður er kjarni málsins: Hafði umhverfisráðherra lagaheimild til að banna rjúpnaveiðar með reglugerð? Um það verður að fá strax álitsgerð frá virtum lögmönn- um. Þegar slík álitsgerð er fengin ætti að vera auðvelt að leysa þetta ágreiningsefni. KRISTINN PÉTURSSON, Bakkafirði. Má leyfa rjúpna- veiðar? Frá Kristni Péturssyni MIKIÐ hefur mætt á Gunnsteini Sig- urðssyni, formanni skipulagsnefndar Kópavogsbæjar, undanfarið vegna skipulagsuppdrátta fyrir Lundar- svæðið í Kópavogi. Gunnsteinn hefur mátt í þessu máli þvola margskonar útúrsnúninga og rangtúlkanir af hálfu pólitískra andstæðinga sem er svo sem ekki nein nýlunda þegar tekist er á um mikilvæg málefni. Það sem hins vegar hefur vakið at- hygli mína er fréttaflutningur frétta- stofu Stöðvar 2 af þessu máli og þá sérstaklega framganga Róberts Marshall fréttamanns. Róbert hefur nú fjallað um þetta mál í síðustu fréttartímum og nær eingöngu rætt við forsvarsmenn þeirra sem eru á móti uppbyggingu hins nýja hverfis. Þetta geta vart talist fagleg vinnu- brögð og eru fréttamanni, sem vill vinna starf sitt af kostgæfni, vekja traust áheyrenda ásamt því að gera veg sinnar fréttastofu sem mestan, ekki samboðin. Þó tók steininn úr í fréttartíma Stöðvar 2 nú á mánudags- kvöldið þegar Róbert sýndi viðmæl- anda sínum, Gunnsteini Sigurðssyni, í símaviðtali fádæma ókurteisi og yfir- gang sem ekki hefur örlað á áður í fréttartíma Stöðvar 2. Svo kann að vera að fréttamaðurinn hafði ætlað að snúa til betri vegar, beita faglegri vinnubrögðum og skoða þetta mál frá fleiri hliðum en yfirgangur og ókurt- eisi kemur öllum í koll og er engum til framdráttar. Það vekur furðu mína að það sé ekki fyrir löngu búið að reisa mynd- arleg fjölbýlishús á landi Lundar. Þetta er staður sem ég vildi gjarnan sjálfur búa á í framtíðinni og síðustu daga hafa margir viðmælendur mínir verið á sama máli. Bæjarstjórn Kópa- vogs og aðrir þeir sem með þetta mál fara mega ekki taka sérhagsmuni nokkurra núverandi íbúa, sem standa vilja í vegi fyrir því að aðrir fái að búa á þessu svæði, fram yfir hagsmuni heildarinnar og bæjarfélagsins. Formanni skipulagsnefndar Kópa- vogs, Gunnsteini Sigurðssyni, færi ég bestu kveðjur og hvet hann til að halda ótrauður áfram sínu góða starfi og láti ekki ámælisverð vinnubrögð fréttamanna og sérhagsmunaaðila tefja viðgang þessa framfaramáls fyr- ir Kópavogsbæ. ÞORGEIR JÓNSSON, Kristnibraut 1, 113 Reykjavík. Vegna Lundar í Kópa- vogi, áfram Gunnsteinn Frá Þorgeiri Jónssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.