Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
NÚ verður fátt um jólarjúpur – ef
heldur sem horfir. Veiðimenn af-
hentu umhverfisráðherra mótmæli
og báðu um náðun. Ráðherran kvaðst
– í beinni útsendingu – ekki hafa
lagaheimild til að leyfa rjúpnaveiðar!
Umhverfisráðherra hefur annars
staðið sig ágætlega.
Spyrjum fyrst: Hvaða lagaheimild
heimilaði ráðherra að banna ótak-
markað rjúpnaveiði? Margir hæsta-
réttardómar hafa fallið um að ótak-
markað valdframsal (ótakmörkuð
heimild til skerða frelsi borgaranna
með reglugerð) frá Alþingi til ráð-
herra samrýmist ekki stjórnarskrá
lýðveldsins eins og Hæstiréttur hef-
ur túlkað hana. Núverandi lagaheim-
ild er því að öllum líkindum einungis
ætlað að takmarka veiðitímabil og
veiðar með reglugerðum. Algjört
bann á rjúpnaveiði þarfnast því að
öllum líkindum nýrrar lagasetningar.
Tökum sem dæmi landeiganda, sem
hefur nýtt eigið land til að veiða rjúp-
ur í jólamatinn í áratugi. Landeig-
andinn á ótvíræðan eignarrétt í formi
nýtingarréttar til að veiða rjúpur í
jólamatinn á eigin landi! Enginn ráð-
herra getur svipt landeigandann
þessum eignarrétti – nema með nýrri
lagasetninngu og fullri skaðabóta-
greiðslu samkvæmt eignarréttar-
ákvæðum stjórnarskrár; eins og
Hæstiréttur hefur túlkað hana.
Stjórnarskrá lýðveldisins er m.a.
ætlað að vernda borgarana fyrir ráð-
gjöfum ráðuneyta og ráðherrum sem
láta freistast til að stjórna of miklu
með reglugerðum. Hvað er náttúru-
vænna, heilbrigðara og stjórnar-
skrárvænna, en að veiða villibráð sér
til matar í dásamlegri og hreinni
náttúru landsins? Skapaði ekki al-
mættið rjúpu og aðra fugla handa
okkur líka! Ég man ekki eftir neinni
klásúlu í Biblíusögunum um að þetta
sköpunarverk væri bara til einkanota
fyrir varga eins og ref og mink? Ekki
minnist ég þess heldur að það sé neitt
í stjórnarskrá lýðveldisins um að ref-
ur og minkur séu rétthærri til veiða
en „natural“ borgari og veiðimaður.
Til að efla rúpnastofninn er eina
ráðið – herferð gegn refum og mink-
um. Þessir skelfilegu vargar í ís-
lenkri náttúru hafa margfaldað fjölda
sinn síðustu ár vegna hlýnandi veð-
urfars sem leitt hefur til stóraukinn-
ar frjósemi þessara varga – fjölgun
þeirra og þar með fækkun rjúpna.
Vargurinn er sökudólgurinn! Ein
refafjölskylda þarf varla minna en
þúsund unga á mánuði vor og sumur.
Þetta eru hinir sönnu „atvinnuveiði-
menn“. Sums staðar er minkur líka
að drepa lax í stórum stíl meðan tals-
menn veiðiréttareigenda eru blindir
á báðum við að sleppa veiddum laxi
eða uppteknir við að kenna Færey-
ingum eða öðrum um minnkandi lax-
veiði – vegna laxveiða í sjó fyrir löngu
síðan.
Hvað sem laxinum líður er kjarni
málsins: Hafði umhverfisráðherra
lagaheimild til að banna rjúpnaveiðar
með reglugerð? Um það verður að fá
strax álitsgerð frá virtum lögmönn-
um. Þegar slík álitsgerð er fengin
ætti að vera auðvelt að leysa þetta
ágreiningsefni.
KRISTINN PÉTURSSON,
Bakkafirði.
Má leyfa rjúpna-
veiðar?
Frá Kristni Péturssyni
MIKIÐ hefur mætt á Gunnsteini Sig-
urðssyni, formanni skipulagsnefndar
Kópavogsbæjar, undanfarið vegna
skipulagsuppdrátta fyrir Lundar-
svæðið í Kópavogi. Gunnsteinn hefur
mátt í þessu máli þvola margskonar
útúrsnúninga og rangtúlkanir af hálfu
pólitískra andstæðinga sem er svo
sem ekki nein nýlunda þegar tekist er
á um mikilvæg málefni.
Það sem hins vegar hefur vakið at-
hygli mína er fréttaflutningur frétta-
stofu Stöðvar 2 af þessu máli og þá
sérstaklega framganga Róberts
Marshall fréttamanns. Róbert hefur
nú fjallað um þetta mál í síðustu
fréttartímum og nær eingöngu rætt
við forsvarsmenn þeirra sem eru á
móti uppbyggingu hins nýja hverfis.
Þetta geta vart talist fagleg vinnu-
brögð og eru fréttamanni, sem vill
vinna starf sitt af kostgæfni, vekja
traust áheyrenda ásamt því að gera
veg sinnar fréttastofu sem mestan,
ekki samboðin. Þó tók steininn úr í
fréttartíma Stöðvar 2 nú á mánudags-
kvöldið þegar Róbert sýndi viðmæl-
anda sínum, Gunnsteini Sigurðssyni, í
símaviðtali fádæma ókurteisi og yfir-
gang sem ekki hefur örlað á áður í
fréttartíma Stöðvar 2. Svo kann að
vera að fréttamaðurinn hafði ætlað að
snúa til betri vegar, beita faglegri
vinnubrögðum og skoða þetta mál frá
fleiri hliðum en yfirgangur og ókurt-
eisi kemur öllum í koll og er engum til
framdráttar.
Það vekur furðu mína að það sé
ekki fyrir löngu búið að reisa mynd-
arleg fjölbýlishús á landi Lundar.
Þetta er staður sem ég vildi gjarnan
sjálfur búa á í framtíðinni og síðustu
daga hafa margir viðmælendur mínir
verið á sama máli. Bæjarstjórn Kópa-
vogs og aðrir þeir sem með þetta mál
fara mega ekki taka sérhagsmuni
nokkurra núverandi íbúa, sem standa
vilja í vegi fyrir því að aðrir fái að búa
á þessu svæði, fram yfir hagsmuni
heildarinnar og bæjarfélagsins.
Formanni skipulagsnefndar Kópa-
vogs, Gunnsteini Sigurðssyni, færi ég
bestu kveðjur og hvet hann til að
halda ótrauður áfram sínu góða starfi
og láti ekki ámælisverð vinnubrögð
fréttamanna og sérhagsmunaaðila
tefja viðgang þessa framfaramáls fyr-
ir Kópavogsbæ.
ÞORGEIR JÓNSSON,
Kristnibraut 1,
113 Reykjavík.
Vegna Lundar í Kópa-
vogi, áfram Gunnsteinn
Frá Þorgeiri Jónssyni