Morgunblaðið - 07.11.2003, Side 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 49
Í ÁR eru fjörutíu ár frá því að bítla-
æðið skall á. Hvernig sem á því
stendur virðist þó ekki hlaupið að því
að fá nákvæmlega tímasett hvenær
það brast á hér úti á Íslandi og fer
jafnvel af því tvennum sögum.
Svo vakandi veruleiki sem bítla-
æðið var á sínum tíma og mögnuð
umskipti má furðu gegna hvað snjó-
að hefur á það, þótt litið sé á það sem
upphaf mikillar tónlistar- og menn-
ingarbylgju og oftlega á það minnt.
Fyrir okkur sem þá vorum á ferm-
ingaraldri hafði það afgerandi áhrif
og mótaði uppvöxt okkar. Talað var
um uppreisn æskunnar.
En treystir einhver sér nú til þess
nú að rekja lið fyrir lið hvernig bítla-
æðið gekk fyrir sig? Ekki virðist
vera unnt að tímasetja með ná-
kvæmni hvenær Bítlarnir eða The
Be-atles voru fyrst kynntir í Ríkisút-
varpinu, þó eftir hafi verið leitað.
Undirritaður telur sig þó muna það
vel þegar hann heyrði þá fyrst
kynnta. Það mun hafa verið Bergur
Guðnason sem þá stjórnaði þættin-
um „Lög unga fólksins“ á móti Gerði
G. Bjarklind. Kynningin var sem
næst á þessa leið „Út í Bretlandi eru
fjórir ungir menn að gera allt vit-
laust. Þeir kemba hár sitt niðrí augu
og öskra.“ Síðan var leikið lagið
Twist And Shout og það var eins og
sprengja hefði fallið.
Þetta var ábyggilega síðla árs
1963, það eftirminnilega haust. Það
sama haust tók Surtsey að gjósa og
var kölluð Séstey eða Séstei sitt á
hvað í upphafi. Guðrún Bjarnadóttir
var kosin Miss World og Kennedy
var skotinn. Undirritaður stendur
fast á þessu og að ekkert hafi t.d.
heyrst til neinna bítla sumarið 1963 í
Ríkisútvarpinu. Þá voru Shadows og
Cliff ennþá allsráðandi.
Ekki væri ónýtt að geta rýnt í ann-
ál bítlaæðisins, og kannski ekki að-
eins fyrir þá sem ánetjuðust því.
Margt kemur þar til skoðunar. For-
vitnilegt hefði verið að geta rakið
hvaða lög fylgdu í kjölfarið og hve-
nær. Bítlarnir voru þá búnir að gefa
út fjórar litlar plötur þegar þetta
var, auk LP-plötunnar Please Please
Me, rúmlega hálfu ári fyrr og lög
þeirra bárust okkur því ekki til
eyrna í þeirri röð sem þau komu út.
Eftirminnileg lög frá fyrsta skeiðinu
eru lög eins og From me to you og I
want to hold your hand, sem þó kom
ekki út fyrr en í nóvemberlok. Hið
mystíska albúm plötunnar With The
Beatles, sem út kom 19. nóvember,
kom okkur fyrr fyrir sjónir en Please
Please Me.
Ýmsir telja sig hafa haft af Bítl-
unum að segja fyrir þennan tíma og
nýlega var umfjöllun um það í Morg-
unblaðinu hvernig Hljómar frá
Keflavík kynntust Bítlunum og
kynntu þá til sögunnar á fyrsta balli
sínu, 5. okóber 1963 í Krossinum,
óvart að því er mátti skilja af frá-
sögninni. Sjómenn, sem sigldu á
Bretland, eiga að hafa kynnt hljóm-
sveitna áður en nokkuð heyrðist til
hennar í útvarpinu og sums staðar á
landinu náðu menn Radio Luxem-
bourg og Radio Caroline.
Ekki virðist vera unnt að grafa
upp lista yfir leikin lög í þættinum
Lög unga fólksins, þótt Bergur
Guðnason hafi fyllt út ítarlega lista
um það vegna „Stef-gjalda“ og telur
að þeir ættu að vera til. Svo er að
skilja að vinsældalistar hafi ekki ver-
ið komnir til sögunnar og má furðu
gegna. Við minnumst þess þó að Bítl-
arnir hafi átt megnið af tíu vinsæl-
ustu lögunum á tímabili. Gefin voru
út á þessum tíma textahefti með
dægurlögum og nokkur bítlalög
lentu í þeim, en hvenær komu þau út
nákvæmlega?
Sömuleiðis væri gaman að fá upp-
rifjun á því hvaða aðrar hjómsveitir
komu við sögu og hvenær, útlendar
og íslenskar. Ennfremur þá hljóm-
leika sem haldnir voru og hvaða
hljómsveitir heimsóttu okkur og
hvenær. Undirritaður minnist t.d.
tónleika í Austurbæjarbíói (vel á
minnst) þar sem margar íslenskar
„bítlahljómsveitir“ spiluðu. Einnig
hvað var efst á baugi rétt fyrir þessi
tímamót. Hvenær voru t.d. kvik-
myndirnar Summer Holliday og The
Young Ones sýndar? Segja má að
unglingsár bítlakynslóðarinnar sé
eins og almanak markað af lögum
Bítlanna (og auðvitað fleiri). Stikla
má á lögum einnar og sömu hljóm-
sveitarinnar í átta ár og lögin við-
halda minningu þessara ára í huga
viðkomandi. Vissulega ber að taka
ofan fyrir Hljómum að minnast ald-
urs síns með glæsibrag og væri ekki
viðeigandi að þessa mikla fárs, sem
skók samfélagið einmitt þessa dag-
ana fyrir fjörutíu árum, væri minnst
með veglegum hætti og rifjað al-
mennilega upp.
Ég segi nú bara sisona.
HJALTI ÞÓRISSON,
Laugateigi 37,
Reykjavík.
Bítlaæðið
á Íslandi!
Frá Hjalta Þórissyni
Bítlarnir í fullu fjöri.
PREDRAG Nikolic (2.647) og Iv-
an Sokolov (2.695) eru efstir og jafnir
á Mjólkurskákmótinu með 5½ vinn-
ing þegar tvær umferðir eru til loka
mótsins. Nikolic gerði jafntefli við
Vladimir Malakhov (2.696), sem er í
þriðja sæti með 5 vinninga, en Sok-
olov sigraði Viktor Bologan (2.673),
eftir að Bologan virtist hafa átt góða
vinningsmöguleika. Þar með tapaði
þessi sterki skákmaður þriðju skák-
inni í röð. Þröstur Þórhallsson
(2.444) gerði jafntefli við Laurent
Fressinet (2.654) en Hannes Hlífar
Stefánsson (2.567) tapaði fyrir
Fransisco Vallejo Pons (2.662). Stað-
an í meistaraflokki eftir sjö umferð-
ir:
1.–2. Predrag Nikolic, Ivan Sokol-
ov 5½ v.
3. Vladimir Malakhov 5 v.
4. Francisco Vallejo Pons 4½ v.
5. Laurent Fressinet 4 v.
6. Jonathan Rowson 3½ v.
7. Viktor Bologan 2½ v.
8. Hannes H. Stefánsson 2 v.
9. Þröstur Þórhallsson 1½ v.
10. Nick E De Firmian 1 v.
Í áskorendaflokki er tékkneski
stórmeistarinn Tomas Oral (2.550)
efstur með 6 vinninga, eða vinningi
meira en þeir Henrik Danielsen
(2.496) og Luis Galego (2.488) sem
koma næstir. Afrek sjöundu umferð-
ar vann Ingvar Þór Jóhannesson
(2.255) þegar hann sigraði Regina
Pokorna (2.429). Staðan í áskorenda-
flokki:
1. Tomas Oral 6 v.
2.–3. Henrik Danielsen, Luis Gal-
ego 5 v.
4. Jan Votava 4 v.
5. Stefán Kristjánsson 3½ v.
6. Róbert Harðarson 3 v.
7.–9. Tómas Björnsson, Regina
Pokorna, Ingvar Þór Jóhannesson
2½ v.
10. Jón Árni Halldórsson 1 v.
Níunda og síðasta umferð verður
tefld í dag, föstudag, og hefst kl. 15.
Skákskýringar Bents Larsens hefj-
ast kl. 17.
Titiláfangar: Styrkleika-
flokkar móta úr sögunni
Nýjar reglur FIDE um alþjóðleg-
ar titiláfanga og titla hafa nú tekið
gildi. Allt frá upphafi hafa styrk-
leikaflokkar skákmóta verið notaðir
sem viðmiðun fyrir það hversu
marga vinninga þarf til að ná stór-
meistara- eða alþjóðlegum áfanga.
Styrkleikaflokkar voru reiknaðir út
frá meðalstigum allra keppenda í
lokuðum mótum. Nú er þessi viðmið-
un endanlega úr sögunni og hér eftir
verður eingöngu miðað við meðalstig
andstæðinga. Þetta þýðir að kepp-
endur í sama móti geta þurft mis-
munandi marga vinninga til að ná
t.d. AM-áfanga.
Þess má einnig geta að til umræðu
er að breyta stigaútreikningum
FIDE þannig að stigin verði reiknuð
skák fyrir skák en ekki út frá með-
alstigum allra andstæðinga. Það var
stórmeistarinn Viswanathan Anand
sem kom með þessa tillögu. Langt er
síðan íslensku stigaútreikningunum
var breytt í þessa veru. Meginástæð-
an fyrir því var sú að meðaltal stiga
er ekki alltaf besti mælikvarðinn á
styrkleika andstæðinga. Vandamálið
sýnir sig helst þegar mikill styrk-
leikamunur er á andstæðingum, eins
og t.d. í opnum skákmótum, og þegar
meðaltalið byggist á fáum skákum.
Skákþing Norðlendinga
Skákþing Norðlendinga verður
haldið á Akureyri helgina 7.–9. nóv-
ember. Tefldar verða 7 umferðir og
verður umhugsunartími fyrstu fjór-
ar umferðirnar 25 mínútur á kepp-
anda, en síðustu þrjár umferðirnar
verður umhugsunartími 90 mínútur
á 30 leiki og síðan 30 mínútur til að
klára skákina. Mótið hefst klukkan
20 á föstudagskvöld en þá verða
fyrstu fjórar umferðirnar tefldar.
Veitt verða peningaverðlaun fyrir
þrjú efstu sætin.
Hraðskákmót Norðlendinga fer
fram sunnudaginn 9. nóvember og
hefst það kl. 14.
Teflt verður í Skákstofunni í
Íþróttahöllinni. Þátttökugjald er kr.
1.200 fyrir 16 ára og eldri, en kr. 600
fyrir 15 ára og yngri.
Bikarsyrpa Eddu – útgáfu
Taflfélagið Hellir og Edda – út-
gáfa standa sameiginlega að fimm
móta röð á ICC-skákþjóninum, sem
kallast Bikarsyrpa Eddu – útgáfu.
Fjórða og næstsíðasta mótið verður
haldið sunnudaginn 9. nóvember og
hefst kl. 20.00 en það fimmta og síð-
asta verður haldið 23. nóvember. Það
verður jafnframt Íslandsmótið í net-
skák. Afar góð verðlaun verða í boði
Eddu – útgáfu. Þess má geta að Ís-
landsmótið í netskák er elsta lands-
mót í netskák í gervöllum heiminum
en fyrsta Íslandsmótið fór fram
1996.
Þessi mótaröð hefur notið umtals-
verðra vinsælda og t.d. var þriðja
mótið eitt fjölmennasta íslenska
mótið sem teflt hefur verið á Netinu.
Nikolic og Sokolov efstir
á Mjólkurskákmótinu
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
dadi@vks.is
Ivan Sokolov Predrag Nikolic
SKÁK
Hótel Selfoss
MJÓLKURSKÁKMÓTIÐ
28. okt.–7. nóv. 2003
RSH.is
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
Sími 544 5570 • Fax 544 5573
www.rsh.is • rsh@rsh.is
firá›laus
VERSLUN • VERKSTÆ‹I
Radíófljónusta Sigga Har›ar
BlueTooth tækni
fyrir GSM
Velkomin á 21. öldina
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
Kynntu þér nýju varalitina og
glossið frá Clinique.
Það er hreint ekki svo lítið
sem hægt er að gera með
litum. Þess vegna beinir
Clinique nú kastljósinu að
vörunum.
Nýi varagljáinn frá Clinique,
Cream Shines Glosswear for
Lips gefur djúpan, sterkan lit
og sindrandi gljáa.
En uppskriftirnar eru fleiri og
litirnir líka. Láttu
sérmenntaða ráðgjafa
Clinique í Debenhams
stækka sjóndeildarhring
þinn.
Oft þarf ekki nema lítilræði til
að töfra fram heillandi bros.
Kaupauki: 6 hlutir í tösku!
Ef þú kaupir 2 hluti frá CLINIQUE
þá er þessi gjöf til þín.*
Clarifying lotion 2
30 ml Deep comfort body butter
40 ml Moisture surge extra
7 ml High impact eye shadow stormcloud
Varalitur Pink Glamour
Varagloss Whisper
Stórkostlegir litir