Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 50

Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Gissur og Sylvia koma í dag. Mánafoss og Skógarfoss fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hár- snyrting, fótaaðgerð. Litli kórinn í Neskirkju í kaffitímanum undir stjórn Ingu Backman og undirleik Stein- gríms Þórhallssonar. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16,30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og spilað í sal. föstud. Kl.10 helgi- stund með sr. Kristínu Pálsdóttur. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. kl. 9–16.30 púttvöll- urinn opinn þegar veð- ur leyfir. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, myndlist o.fl., kl. 9.30 gönguhóp- ur, kl. 14 spilað. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9 og kl. 13 vinnuhópur gler. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9. Leikfimi í Bjark- arhúsi kl. 11.30, tréút- skurður og brids kl. 13. Dansleikur í kvöld kl. 20.30, Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3 í dag kl. 12.20. Þáttur um málefni eldri borgara. Munið árshátíð FEB í Ás- garði, Glæsibæ, í dag kl. 19. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 „gleðin léttir lim- ina“, létt ganga, í heim- sókn kemur Benedikt Davíðsson, formaður landssambands eldri borgara, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræfing. Dans fellur niður. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga. Kl. 14–15 Gleði- gjafarnir syngja. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla. Bingó kl. 14. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–12 postulínsmálning, kl. 14.30 spænska, framhald. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrídans. Kl.13–16 handverkssala, kl.13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs, kl.14.30 dansað við lagaval Halldóru. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9. 30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12. 30 leir, kl. 13. 30 bingó. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Þriggja kvölda hrað- sveitakeppni hefst þriðjudaginn 11. nóv- ember. Skráning hjá Ólafi Lárussyni s. 698 6538. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19.30 kvöldvaka, föndur, leiðbeinandi Elísabet Stefánsdóttir. Kattavinafélag Ís- lands, aðalfundurinn verður haldinn fimmtu- daginn 13. nóvember kl. 19 í húsi félagsins að Stangarhyl 2. Hrafnista, Reykjavík. Basar verður á morg- un, laugard. 8. nóv. kl. 13–17 og mánud. 10. nóv. kl. 10–15. Til sölu verður handavinna heimilisfólks. Stjórn Ættingjabandsins, fé- lag aðstandenda heim- ilisfólksins selur heitt súkkulaði og vöfflur á laugardaginn. Sig- urður Hannesson hamonikkuleikari skemmtir. Í dag er föstudagur 7. nóvember, 311. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þess vegna skulum vér, meðan tími er til, gjöra öllum gott og einkum trú- bræðrum vorum. (Gl. 6, 10.)     Gunnlaugur Júlíussonskrifar á framsókn- arvefinn Hrifla.is um byggðamál. Gunnlaugur leggur út af tveimur greinum í blaði Svarfdæl- inga, Norðurslóð. „Hin fyrri var bráð- skemmtileg grein eftir Árna Daníel Júlíusson sagnfræðing sem heitir „Rokk í Svarfaðardal“. Hún fjallar um uppvaxt- arár hans í Svarfaðardal þar sem hann gerir ágæta úttekt á tónlist- arsmekk og rokkstefnum ungmenna í Svarfaðardal snemma á 8. áratugnum,“ skrifar Gunnlaugur. „Á þessum árum var þétt setinn Svarfaðardalur og stórir systkinahópar á flestum bæjum sem höfðu misjafnar áherslur og misjafnan smekk á helstu próföstum í rokkheim- inum. Félagslíf var mikið í dalnum, bæði formlegt og óformlegt og m.a. iðu- lega farið á milli bæja þegar fréttist af nýrri skrautfjöður úr tónlist- arheiminum. Þetta sam- félag fóstraði ýmsa sterka einstaklinga sem hafa síðar orðið þjóð- kunnir vegna starfa og sköpunarhæfileika.“     Seinni greinin hefurannað yfirbragð. Hún er forystugrein blaðsins og heitir „Sveit í varn- arbaráttu“. Nú er öldin önnur miðað við grein Árna og það líf sem hann lýsir. Af þeim 45 bæjum sem áður var búið á hef- ur búskapur lagst af á um 20. Þó er Svarfaðardalur blómleg sveit frá náttúr- unnar hendi og fé- lagslega sterkt samfélag. Hvað veldur? Svarf- aðardalur er hér tekinn sem dæmi fyrir þá þróun sem hefur verið að gerast í mörgum öðrum sveitum á Íslandi og í fjölmörgum sjávarþorpum. Vafalaust er ekki nein ein skýring á því en þessi þróun er ein hliðin á þeim miklu þjóð- félagsbreytingum sem við stöndum frammi fyrr, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Tækni- framfarir gera mönnum kleift að leysa viðfangs- efnin til sjávar og sveita hraðar og með færri höndum en áður gerðist. Meðan svigrúm atvinnu- greinar vex ekki þá fækkar því fólki sem get- ur haft framfæri sitt af störfum við hana, hvort sem um er að ræða land- búnað eða sjávarútveg. Afleiðingin er að búseta dregst saman í sveit og þorpum og þjóðfélagið allt tekur breytingum.“     Ein af þeim breytingumsem eru að eiga sér stað í Svarfaðardal, svo hann sé tekinn sem áframhaldandi dæmi, er að fólk er farið að flytja úr þéttbýlinu inn í sveit- ina en vinnur áfram úti á Dalvík. Þannig samnýta menn kosti dreifbýlisins og atvinnu í þéttbýlinu. Landnotkun er því að breytast frá því sem var þegar matvæli voru framleidd hvar sem hægt var í sveitum landsins,“ skrifar Gunnlaugur Júl- íusson. STAKSTEINAR Svarfaðardalur og þjóð- félagsbreytingarnar Víkverji skrifar... ÞAÐ er kunnara en frá þurfi aðsegja að góðar sögur verða oft skrautlegri eftir því sem fleiri segja þær. Svo eru líka dæmi þess að góðir sögumenn bæti alltaf svo- lítið við sögur af sjálfum sér eftir því sem þeir segja þær oftar, þannig að þær séu að lokum orðn- ar harla ólíkar upprunalegu útgáf- unni. x x x DÆMI um það síðarnefnda rakstVíkverji á í bandaríska blaðinu Corvallis Gazette-Times, sem gefið er út í Oregon. Þar var fyrr í vik- unni viðtal við fornleifafræðinginn Dan Mulligan, sem vann sér það til frægðar í haust að ganga þvert yfir Ísland, frá Hraunhafnartanga til Dyrhólaeyjar, á 49 dögum. Mulligan þessi var í viðtali á baksíðu Morgunblaðsins 12. októ- ber síðastliðinn og hafði þar aug- ljóslega gaman af að segja frá af- reki sínu. Hann hallaðist þá að því að hann hefði gengið um 450 kíló- metra. Í blaðinu, sem gefið er út á hans heimaslóðum í Corvallis, er leiðin orðin 400 mílur, eða heilir 640 kílómetrar. EKKI nóg með það. Aðalatriðiviðtalsins er að Mulligan fót- brotnaði „í miðri íslenzku eyði- mörkinni“ og hökti heilar 150 míl- ur þannig á sig kominn til byggða. Ekkert kom fram um fótbrotið í Morgunblaðsviðtalinu, enda virtist Mulligan við beztu heilsu þegar blaðamaður ræddi við hann og bara nokkuð léttur á fæti. Eftir slysið útbjó Mulligan hækjur úr göngustöfunum sínum, segir í bandaríska blaðinu. Þegar hann áði í veitingaskála var „hækj- unum“ hins vegar stolið og það sem verra var; þjófurinn vissi að hann var slasaður. „Ég var eini fjallgöngumaðurinn þarna. Þeir vissu það. Þetta var slæmt,“ segir Mulligan í viðtalinu. Í Morgunblaðsviðtalinu kom hins vegar bara fram að Mulligan var „stundum mjög illt í fótunum“ en fólkið, sem hann hitti á leiðinni, „var allt svo vingjarnlegt. Sumir buðu mér meira að segja kökur.“ x x x Í Corvallis Gazette-Times er rættvið föður Mulligans, William, sem segist orðinn vanur því að sonur hans fari í ævintýraferðir og komi heim með ævintýralegar sög- ur í farteskinu. Einu sinni rakst hann til dæmis á heila hjörð af elgjum og gekk mitt á meðal þeirra. Öðru sinni svaf hann á meðal fjallageita, segir pabbinn – og ekki gleyma því að hann gekk 240 kílómetra á Íslandi fótbrotinn, bætir Víkverji við. Morgunblaðið/Sverrir Dan Mulligan, göngumaðurinn skreytni. Ávinningur neytenda af einkavæðingu NÚ hefur verið endurupp- tekin á Alþingi umræða um einkavæðingu Landssíma Íslands, en eins og alþjóð veit þá mistókst síðasta til- raun til einkavæðingar Símans. Það er vert að staldra við, og líta á þær einkavæð- ingar ríkisfyrirtækja, sem hafa, að nafninu til, tekist. Það verður hrópleg sú spurning: Hvaða ávinnings hefur almenningur orðið aðnjótandi í kjölfarið? Fjármálastofnanir taka nægar tekjur inn á þjón- ustugjöldunum einum sam- an til að greiða öll laun og launatengd gjöld. Útlán til einstaklinga eru enn tryggð með fasteignaveð- um, eða sjálfskuldarábyrgð aðstandenda. Þrátt fyrir það, eru vextir enn með því hæsta, sem þekkist, og vísi- tölutryggðir í þokkabót. Hin dreifða eignaraðild, sem stefnt var að, hefur ekki gengið eftir, þannig að milljarðahagnaður hinna einkavæddu banka rennur í vasa fárra útvalinna, enda varð til hugtakið „einka- vinavæðing“ í þessu sam- hengi. Tryggingafélög á Íslandi komast upp með að hækka tryggingar um tugi pró- senta á ári, ár eftir ár, þrátt fyrir að eiga tugi milljarða í bótasjóðum, og er nú svo komið að bifreiðatrygging- ar á Íslandi eru þrisvar til fimm sinnum hærri en gengur og gerist í ná- grannalöndum okkar. Þá kemur á daginn að verðsamráð hefur tíðkast í áraraðir, og er eitt slíkt mál nú í rannsókn lögreglu og Samkeppnisstofnunar, sem snúist hefur um að halda verði á eldsneyti sem hæstu. Undirrituðum er vonandi fyrirgefið að sjá hliðstæður við einkvæðingu ríkisfyrir- tækja í Rússlandi, sem nú eru til umræðu í heims- fréttum. Í ljósi þessarar reynslu er vert að spyrja: Hvers er að vænta af einkavæðingu Landssíma Íslands? Í dag er í raun einungis einn sam- keppnisaðili á fjarskipta- markaði. Það er hagur þessa samkeppnisaðila að halda verðlagi háu, en verð- samkeppni Landssímans hefur verið hamlað af ein- okunarlögum. Það er því ekki sýnt að einkavæðing Símans muni verða neyt- endum til hagsbóta. Hvað er til ráða? Það er skoðun undirritaðs að ekki liggi á sölu Landssíma Ís- lands, heldur liggi á að framkvæma opinbera út- tekt á ávinningi neytenda í landinu. Í ljósi þeirra teikna, sem hér hafa verið tilgreind, þá gæti vel hugs- ast að sterkasti leikurinn væri að stofna ríkisolíu- félag, og ríkistrygginga- félag, til að veita þeim að- hald, sem freistast til að skara um of eld að eigin köku. Sigurður Ingi Jónsson. Dýrahald Jakob er týndur HANN er gulur og hvítur geldur fress, mjög gæfur. Hann týndist úr Jakaseli í Breiðholti sl. sunnudag. Hans er sárt saknað. Hann er eyrnamerktur en ólar- laus. Fólk er beðið að at- huga geymslur og skúra í hverfinu. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 695 6673. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir LÁRÉTT 1 tvístígur, 4 hestur, 7 kátt, 8 hnötturinn, 9 ræktað land, 11 skrifaði, 13 skot, 14 allmikill, 15 droll, 17 aðstoð, 20 skellti upp úr, 22 snákar, 23 blíða, 24 hinar, 25 missa marks. LÓÐRÉTT 1 ástæður, 2 hálfbráðinn snjór, 3 stekkur, 4 áköf löngun, 5 lágt hitastig, 6 trjágróður, 10 skapvond, 12 hreinn, 13 rösk, 15 lægja, 16 trylltar, 18 ör- grunnur hellir, 19 hagn- að, 20 ósoðinn, 21 ólest- ur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 munnharpa, 8 regns, 9 laxar, 10 tía, 11 karri, 13 rýran, 15 flagg, 18 halar, 21 efi, 22 riðli, 23 kúgun, 24 munstruðu. Lóðrétt: 2 ungar, 3 nesti, 4 aflar, 5 pexar, 6 þrek, 7 grön, 12 róg, 14 ýja, 15 forn, 16 auðnu, 17 geims, 18 hik- ar, 19 lagið, 20 renn. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.