Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 52

Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÓBERT Gunnarsson, landsliðs- maður í handknattleik, skoraði fjög- ur mörk þegar lið hans Århus GF tapaði, 26:25, á heimvelli fyrir TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld, en lið Ringsted kom upp í deildina í vor. Þorvarður Tjörvi Ólafsson gerði tvö mörk fyrir Århus GF í leiknum, en þetta var þriðja tap Árósa-liðsins í röð, þar af annað á heimavelli. Århus GF er í sjöunda sæti af 14 liðum í deildinni með sex stig að loknum sjö leikjum og hefur heldur hallað á ógæfuhliðina eftir góða byrjun. Ringsted lyftist upp í níunda sætið með sigrinum sem var sá þriðji hjá liðinu á leiktíðinni. „Úrslitin og frammistaða okkar í leiknum eru svo mikil vonbrigði að ég má vart mæla,“ sagði Róbert Gunnarsson í samtali við Århus Stiftstidende í gær. „Við vörðum þokkalega á köflum, kannski sam- anlagt í stundarfjórðung í leiknum, það er langt frá því nógu gott.“ Erik Veje Rasmussen, þjálfari År- hus GF, segir í samtali við sama blað að með sama áframhaldi geti liðið ekki gert sér vonir um að komast í úrslitakeppnina í vor. „Þegar við getum ekki unnið Tvis Holstebro og Ringsted á heimavelli bendir ekki margt til þess að við vinnum önnur lið, útlitið er ekki gott,“ segir Rasmussen. Þrjú félög eru efst og jöfn í dönsku úrvalsdeildinni, GOG, AaB frá Alaborg og Kolding, öll hafa þau 12 stig eftir sjö leiki. Róbert með fjögur mörk fyrir Århus GF  DAGUR Sigurðsson og læri- sveinar hans í Bregenz unnu HIT Innsbruck, 25.21, í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í fyrra- kvöld. Bregenz er í fyrsta til öðru sæti deildarinnar með 15 stig eftir 9 leiki ásamt ásamt meisturum síðasta árs, Alpla Hard.  JULIAN Róbert Duranona skor- aði sex mörk og markahæstur hjá Burgdorf er liðið tapaði fyrir SG OHV Aurich, 29:22, í suðurhluta 3. deildar þýska handknattleiksins.  RAGNAR Óskarsson gerði fimm mörk þegar Dunkerque vann Grand Lyon, 24:20, í frönsku 1. deildinni í handknattleik á miðvikudag. Dunk- erque er í öðru til fjórða sæti deild- arinnar ásamt Chambéry og Créteil, en lið Montpellier trónir á toppnum.  RÚNAR Sigtryggsson var með tvö mörk og Einar Örn Jónsson eitt fyrri Wallau Massenheim þegar liðið van Eisenach, 28:26, í þýsku bikar- keppninni í handknattleik í fyrra- kvöld.  STAFFAN „Faxi“ Olsson sýndi gamla takta og skoraði sex mörk þegar lið hans Hammarby sigraði meistara Redbergslid, 34:30, í sænsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í fyrrakvöld. Nálægt 2.000 áhorfendur mættu í Lieseberg-höll- ina í Gautaborg flestir til að sjá „Faxa“ og hitt gamla brýnið, Magn- us Wislander sem leikur með Red- bergslid. Wislander hafði hægt um sig og skoraði aðeins eitt mark.  DROTT, sem tekur á móti HK í Evrópukeppni bikarhafa á morgun, tapaði á heimavelli fyrir Sävehof, 27:22. Drott er í 3.–4. sæti deildar- innar með 9 stig, Sävehof er á toppn- um með 16 stig og Redbergslid 14. Staffan Olsson og félagar hans í Hammarby eru í 13. og næstneðsta sætinu.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, fær 20 milljónir punda, sem jafngildir um 2,5 milljörðum króna, til að kaupa nýja leikmenn þegar leikmanna- markaðurinn verður opnaður í jan- úar að sögn breska blaðsins Daily Mail. Jermaine Defoe, framherji West Ham, er sagður efstur á óska- lista Fergusons og þá eru Hollend- ingurinn Rafael van der Vaart, Ajax, og Luis Saha, framherji Ful- ham, nefndir til sögunnar.  NÍU af tólf þjálfurum í norsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu spá Bodö/Glimt sigri á móti Rosenborg í úrslitaleik bikarkeppninnar sem fram fer á Ullevaal leikvangnum í Osló um helgina. Aðeins einn þjálfari spáir Rosenborg sigri en tveir spá því að leiknum lykti með jafntefli. Tommy Berntsen þjálfari Lyn er sá eini sem reiknar með sigri norsku meistaranna. FÓLK ÓLAFUR Stefánsson skoraði 5mörk, þar af tvö úr vítakasti,fyrir Ciudad Real þegar liðiðsigraði Bidasoa 22:14 í spænsku 1. deildinni í hand- knattleik í fyrrakvöld. Heið- mar Felixson skoraði 3 mörk fyrir Bidasoa, þar af tvö úr vítaköstum, en Patrekur Jó- hannesson lék ekki vegna meiðsla. Með sigrinum náði Ciudad Real þriggja stiga forskoti á Barcelona, þar sem Börsungar töpuðu mjög óvænt fyrir Altea 28:27. Fimm mörk frá Ólafi Áherslu á úrvals- deildina CLAUDIO Ranieri, knatt- spyrnustjóri Chelsea, segist leggja aðaláhersluna á ensku úrvalsdeildina í vetur en eftir frábæran sigur Lundúnaliðs- ins á Lazio í Meistaradeildinni er Chelsea í fjórða sæti veð- banka um sigurinn í Meistara- deildinni á eftir Real Madrid, Juventus og Man. Utd. „Við erum með mjög gott lið en ég tel að liðið þurfi meiri reynslu til að ná langt í Evrópukeppninni og þá erum með ungt lið, sérstaklega í öft- ustu varnarlínu,“ segir Ran- ieri við fréttavef Sky Sport. „Ég vil að menn fari með það hugarfar í hvern leik að vinna hvort sem það er í Meistaradeildinni eða í úrvals- deildinni en ég er þeirrar skoðunar að möguleiki okkar á titli sé meiri í ensku úrvals- deildinni.“ ern, sagðist ekki bera neinn kala í brjósti til Elbers og sagðist ekki sjá eftir því að hafa selt hann frá félag- inu. „Ég viðurkenni að áfallið við að lenda undir varð miklu meira við það eitt að Elber skoraði. Ég sá að þetta hafði greinileg áhrif á leik- menn og mark hans kippti hrein- lega fótunum undan mínum mönn- um,“ sagði Hitzfeldt. Elber skoraði á Beckenbauer Fyrir fyrri leikinn í Lyon var Elber búinn að skora á Franz Beck- enbauer, forseta Bayern, – að veðja Þetta var frábært. Mér hafðiekki tekist að skora fyrir Lyon í Meistaradeildinni fyrr en nú og það gegn Bayern,“ sagði Elber, sem lék með Bayern í sex ár og skoraði grimmt fyrir félagið. „Það var und- arleg tilfinning að spila gegn gömlu félögunum á þeirra heimavelli og mér fannst eins og ég væri í vitlaus- um búningsklefa þegar ég var að búa mig undir leikinn.“ Elber er markahæsti leikmaður Bayern í Meistaradeildinni frá upp- hafi með 21 mark en þegar félagið keypti Hollendinginn Roy Makaay frá Deportivo í sumar var Bras- ilíumaðurinn látinn víkja. Ottmar Hitzfeldt, þjálfari Bay- við sig – að Beckenbauer borgaði eina millj. ísl. kr. ef hann skoraði gegn Bayern í Evrópuleikjunum tveimur sem liðin mættust í. Elber var öruggur með að hann myndi skora gegn sínum gömlu félögum. Beckenbauer sagði eftir fyrri leikinn í Lyon (1:1), sem Elber náði ekki að skora í, að Elber ætli að reyna allt til að fá eina milljón króna frá sér og hann ætli að láta peningana renna til heimilislausra barna í Brasilíu. „Hann mun fá pen- ingana frá mér. Þó að hann nái ekki að skora gegn okkur í München,“ sagði Beckenbauer. Elber kom fram hefndum AP Giovane Elber skorar sigurmarkið gegn Bayern á Ólympíuleikvanginum í München. Morgunblaðið/Kristinn Árni Stefánsson, þjálfari HK-liðsins, er hér ásamt leikmönnunum frá Litháen, sem leika með Kópavogsliðinu – Andrius Rackauskas, Árni og Augustas Strazdas. GIOVANE Elber, framherji franska liðsins Lyon, var ekki vinsælasti maðurinn á ólympíuleikvangnum í München þegar Bæjarar biðu lægi hlut fyrir Lyon í Meistaradeildinni. Elber, sem hrakinn var í burtu frá þýska meistaraliðinu í sumar, kom fram hefndum og skor- aði sigurmark leiksins framhjá fyrrum samherja sínum til margra ára, Oliver Kahn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.