Vísir - 11.11.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 11.11.1980, Blaðsíða 5
verkaiýður Pollands Qm Pólskir verkamenn fagna nú sigri eftir niðurstööu hæstaréttar í gær. hrósar slgri Lech Walesa, helsti verkalýös- foringi Pólverja, sagði i gær, aö hann mundi breyta Póllandi i framleiðsluriki á borö viö Japan. Hafa verkalýðsforingjar heitið þvi, að nú skuli aldeilis tekið til hendi i Póllandi eftir ólgu siðustu mánaða. Verður ekkert úr allsherjar- verkfallinu, sem boðað hafði ver- ið á morgun, en hæstiréttur hnekkti i gær úrskurði undirrétt- ar i löggildingu samtakanna „Eining”. Hæstiréttir felldi niður ákvæöi, sem undirréttur hafði skikkað inn i stofnlög samtak- anna um forystuhlutverk komm- únistaflokksins. Sömuleiðis var felld niöur sú takmörkun á verk- fallsréttinum, sem samtökin höfðu tekið sér i stofnlögin, sam- kvæmt samningum við pólsku stjórnina i sumar. Nokkrir bandarisku glslanna f prisund sinni aö elda ofan i sjálfa sig, en horfur eru á, aö þaö dragist enn um hriö aö þeir fái aö fara heim. Skilmálar frana standa í llSA-stjórn Beðið er nú viðbragöa Irana eftir svör Bandarikjastjórnar viö skilmálum, sem settir hafa verið fyrir frelsun bandarísku gislanna. Warren Christopher, aðstoðar- utanrikisráðherra afhenti svör Washingtonstjórnar bréflega I Alsir I gær, en Alsirstjórn hefur verið milligöngumaður i sam- skiptum USA og Irans, sem ekki hafa stjórnmálasamband, eftir að bandariska sendiráðsfólkið i Te- heren var tekið til fanga fyrir ári. Menn segja, áö forsetinn þyrfti aö beita sérstökum völdum sin- um, sem stjórnarskráin gefur honum umboö til, ef uppfylla afetti öll skilyröin fjögur. Eru tvö þeirra vandamest. Nefnilega afhending auðæfa keisarans og niðurfelling á öllum kröfum Bandarikjamanna til Irans. Hitt er hægur vandinn að lýsa þvi yfir, að Bandarikin muni ekki skipta sér af málefnum Irans, og losa um Iranskt fjármagn, sem fryst var i Bandarikjunum. ÖRYGGISRAÐSTEFNAN FER ÚT UM ÞÚFUR Náisl ekki samkomulag á næturfundi um dagskrána Þvi er nú spáð, að öryggisráö- stefna Evrópu, sem hefst i Mad- rid, verði litiö annað en setning- arathöfnin, en muni strax leysast upp. Undirbúningsviðræöur stóðu langt fram á nótt, en ekki tókst að jafna ágreininginn milli austurs og vesturs. Þykja litlar vonir til þess, að ráðstefnuhaldinu verði bjargað. Fundurinn I nótt kom til lítils. Fulltrúar vesturlandanna saut- ján, sem sitja eiga ráðstefnuna, vildu ekki hvika frá kröfunni um nægilegan tima til þess aö ræða, hvernig staöiö hafði verið við ein- stök ákvæöi Helsinkisáttmálans, og hvernig Afghanistanmálið hafði haft áhrif á þiöustefnuna milli austurs og vesturs. Þar heföi taliö snúist mjög um mannréttindamál I Sovétrikjun- um og annars staðar austantjalds og um frjálst upplýsingastreymi yfir járntjaldið. Fulltrúar varsjárbandalags- rikja og aöallega Sovétrikj- anna neituðu algerlega að mæta þessum kröfum. Hinir vestrænu fulltrúar kenndu „þvergiröingshætti” Sovétstjórnarinnar um, aö ráö- stefnan stefndi til upplausnar. Sögðu þeir, að hugsanlega mundu vonbrigðin I Madrid riða þessum viðræðum austurs og vesturs að fullu, en þessar framhaldsráð- stefnur af Helsinkiráðstefnunni 1975 þykja hafa verið hinar gagn- legustu fyrir batnandi sambúð austurs og vesturs. Michael Foot ! Foothellir ! ! að stuðla að j einingu innanj j verkamanna- j j fiokksins j Jafnaöarmennirnir i breska i * Verkamannaflokknum kviða ' | þvi, að kjör Michael Foot I for-1 ■ mannssæti flokksins i gær muni ■ ' leiða til ósigurs flokksins I næstu * | þingkosningum. Kjörtimabiliö | irennur þó ekki út fyrr en 1984. | Foot sigraði Denis Healey, . Iformannsefni hægri arms I Iflokksins, meö tiu atkvæöa mun I i atkvæðagreiðslunni i gær. . Foot er talsmaöur vinstri og . Iróttækari armsins.sem vill að I |Bretland segi sig úr Efnahags- | .bandalagi Evrópu, og taki upp . lafvopnunarstefnu i kjarnorku- I |málum. — Hægri arm flokksins I .óar viö aö bjdöa kjósendum upp lá þessa stefnu. Hinn málsnjalli og hvithærði | Foot hefur heitið þvi að sameina I Verkamannaflokkinn, sem nú I isýnist klofinn eftir siðasta | [ landsþing og formannskjörið. 67 [ | ára að aldri er hann elsti maður, | | sem kjörinn hefur veriö i leiö- i *togaembætti breska Verka-' |mannaflokksins. Hann gekk i| • flokkinn 1934 og var fyrst kosinn i ' á þing fyrir 35 árum. Hefur hann 1 | litla reynslu af setu i rikis-1 ■ stjórnum. Þetta er sennilega i síöasta | | sinn, sem þingflokkur Verka-1 . mannaflokksins velur formann . I flokksins, þviað á siöasta lands-1 | þingi voru samþykktar breyt-1 ingar á lögunum, sem miöa að I þvi að framvegis verði formaö-1 | urinn kjörinn af kjörráöi, mynd- I [aö af þingflokki, óbreyttum | félögum og verkalýðsfélögun-1 ■ um. Boðað hefur verið til fram-1 ' haldsfundar i janúar til þess aö | ganga betur frá nýju kjörregl-1 ^unum. Lögreglan haföi um hríö fyigst meö útlendingum, sembjuggu viö Maiaga, eftlr aö spænska iögregl- an haföi fundiö 40 þúsund doilara- seöla falsaöa sem taidir voru koma frá suöurhluta Spánar. 1 feröatösku Svisslendingsins fann spænska lögreglan 25 þúsund doliara i fjórum umslögum meö heimilisföng I ýmsum Afrlku- iöndum. Frakkarnir voru hand- teknir eftir yfirheyrslu á Sviss- lendingnum. Kynsklptlngur leltar tll mannréttlnfla- dómstóls Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur visaö frá máli belgfsks kyn- skiptings sem sakar stjórnvöld lands slns um aö hindra hann I aö ganga i hjónaband. Daniel, sem áöur hét Daniella, van Oosterwijck (36 ára) sótti belgisku stjórnina til saka fyrir aö vilja ekki breyta fæöingarvott- oröi hans, eftir aö kvnferöi hans var breytt fyrir tlu árum. Segist hann ekki geta af þeim sökum gifst konu löglega og þaö brjóti I bága viö mannréttinda- sáttmála Evrópu. — En mann- réttindadómstóllinn visaö málinu frá, þvi aö Daniel þótti ekki hafa reynt til hlitar aö fá leiöréttingu fyrir belgiskum dómstólum. Dæmdir lyrlr leyfis- lausar husleltir Tveir fyrrum háttsettir foringj- ar I FBI, bandarlsku alrikislög- reglunni, voru dæmdir i vikulokin fyrir brot á mannréttindum meö þvi aö þeir höföu fvrirskipaö undirmönnum sinum aö’ gera nus- leitir, án leitarhelmildardómara. Báöir játuöu aö hafa veitt fyrir- mælin en sögöust hafa fengiö um- boö frá yfirmanni FBI þáverandi, sem var Patrick Gray. — Meöai þeirra sem vitni báru i réttar- höldunum var Richard Nixon fyrrum forseti. — Refsing hefur ekki enn veriö ákveöin en tvl- menningarnir eiga yfir höföi sér alit aö 10 ára fangeisi og 10 þús- und dollara sektir. Munkur barðl bumbur tll að mótmæla klarnorkuvopnum ttalska lögreglan handtók I gær japanskan munk, sem sat og baröi trommur á Sankti Péturs- torgi. Meö þessu vildi munkurinn mótmæia kjarnorkuvopnum og vlgbúnaöi i heiminum. Deki Sasamori, en svo hét munkurinn, var aö undirbúa einnar viku hungurverkfall, þeg- ar hann var handtekini}. Haföi hann setiö viö forn-egypska stein- súlu, þegar lögreglan sagöi hon- um aö aögeröir hans væru ekki leyfilegar og handtók hann sföan cins og áöur sagöi. Munkurinn var siöar iátinn laus, en ekki leiö á löngu þar til sást til hans viö bænagjörö ekki alllangt frá Sankti-Péturstorgi. Var hann umsvifalaust handtek- inn aftur og er fyrirhugaö aö koma honum úr landi sem allra fyrst. Tlgrlsdýravernd- un t Klna Nýleg könnun hefur leitt I Ijós, aö um 300 svokölluö Mansjúrlu- tigrisdýr lifa enn I sinum upprunalegu heimkynnum, sem eru I noröausturhluta Klna. Þessi umræddu tigrisdýr eru stærst innan sinnar fjölskyldu ef svo mætti segja og geta þau oröiö allt aö 320 kllóum. Þau lifa enn I fjalllendi noröaustur Klna, eins og áöur sagöi en einnig á afmörk- uöu landssvæöi I Slberiu. Þá hafa fáein dýr fundist I noröur-Kóreu. ^Er taliö aö um helmingur tigrisdýranna lifi á klnversku landssvæöi og hefur m.a. Ma Yiging forstööumaöur dýra- verndunarstofnunarinnar I Klna fuilyrt aö svo sé. Þá hafa yfirvöld landssvæöa þeirra sem dýrin lifa enn á, ákveöiÖ_aö efla cnn friðunaraögeröir, ef aö gagni megi koma. Fimm siðsuðust 1 larðsklálfta f Kalltorníu Harður jaröskjálfti varö I norðurhluta Kaliforniu sl. laugar- dag. Fimm manns slösuöust þeg- ar hluti af bllabrú hrundi meö þeim aflciöingum aö tvær bif- reiðir steyptust niöur. Aö sögn lögreglunnar slösuöust farþegarnir fimm ekki alvarlega. Kvaöst lögregian jafnframt undr- andi á, aö ekki skyidu fleiri slas- ast I jaröskjálftanum, sem mældist 7 stig. Er þetta stærsti skjálftisem mælsthefur á megin- landi Bandarikjanna á þessu ári og olli hann umtalsveröu tjóní aö sögn. M.a. slltnuðu rafmagnslln- ur, vntnsleiöslur sprungu og gluggar brotnuöu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.