Vísir - 11.11.1980, Blaðsíða 17
VISIH
Þriðjudagur 11. nóvember 1980.
frimerki
46. þáttur.
Umsjón: Hálfdan Helgason
Orlítill eftirmáli
1 gærkvöld lauk frimerkja-
sýningunni FRIM 80, sem hald-
in var á vegum Félags fri-
merkjasafnara I Reykjavfk i til-
efni Dags frlmerkisins. Full
ástæ&a er til þess aö óska sýn-
ingarnefnd til hamingju með
það hve vel tókst til, já, og
reyndar félagsmönnum al-
mennt, þvi þeir voru yfirleitt
boðnir og búnir að aðstoða við
sýninguna eftir þvi sem tök voru
á. Aðsókn var mjög góð, einkum
helgardagana, og er ekki vafi á
að syningarstaðurinn skipti
verulega miklu máli. Virðast
Kjarvalsstaöir vera mjög
heppilegir sem sýningarstaður
frimerkjasýninga og er rétt að
hafa það timanlega i huga þegar
næst verður ráðist i að halda
stórsýningu.
Ekki er rétt að lita fram hjá
þvi að sú óvænta auglýsing er
hlaust af mótmælum starfs-
manna klnverska sendiráðsins i
Reykjavik, átti sinn þdtt i að-
sókninni, þvi ekki er að efa að
margan hefir fýst að sjá hvers
konar frimerki það voru er
stofnað gátu i voða ágætu sam-
bandi Kinverja og Islendinga.
Enginnskyldi heldur draga i efa
einlægni Kinverjanna i mót-
mælumsinum og vel má vera aö
á þeim frlmerkjum, sem þeir
óskuðu að fjarlægð yrðu, séu
áletranir er beinast gegn Al-
þýðulýöveldinu Kina. Þær
áletranir hefðu hinsvegar næsta
fáir sýningargestir skiliö og trú-
lega enginn tekið eftir nema
vegna umræddra mótmæla.
Sýningarnefndin gerði alveg
rétt I þvi, aö minu mati, að
veröa ekki við þessari umleitan
Kinverjanna þvi erfitt gæti orð-
ið að átta sig á þvi hvar draga
skuli mörkin i efnum sem þess-
um. Frimerki, svo sakleysisleg
sem þau eru, geta verið með
skæðari áróðurstækjum og slik-
ur fjöldi frimerkja er til, sem
flokka má undir hugtakið áróð-
ur á einn eða annan hátt að þau
verða ekki talin. Þess má geta
aðá Taiwan eru frimerki frá Al-
þýðulýðveldinu eða merki, sem
sýna á einhvern hátt samstöðu
með þvi, algjör bannvara. Svo
þar er jafht á komið.
Ekki verður fariö út I þaö hér
aö geta einstakra safna er fram
komu á sýningunni. Hér var,
eins og reyndar var stefnt að
strax I upphafi, um kynningar-
sýningu að ræða og komu þvi i
dagsljósið mörg söfn er ekki
hefðu beinli'nis átt erindi á sam-
keppnissýningu en voru engu að
siður áhuga verö og vonandi hef-
ur sýningin orðið til þess að
kveikja svo i einhverjum að
hann vinni safn sitt upp fyrir
næstu samkeppnissýningu.
Ég vil þó gera smá-undan-
tekningu frá þvl er ég sagði hér
að framan og minnast á ramma
Þjóðminjasafnsins sem var
mjög athyglisveröur. Það er
ekki á hverjum degi sem söfn-
urum gefst kostur á að lita grípi
eins og þá er þar mátti sjá. A
Þjóðminjasafnið og forstöðu-
maður þess, Þór Magniísson,
þakkir skildar fyrir þann skiln-
ing sem okkur söfnurum er
sýndur og mætti sú stofnun er
liggur á hinu fræga Hans Hals
safni eins og ormur á gulli taka
Þjóðminjasafnið til fyrirmynd-
ar og gefa söfnurum tækifæri
til að kynnast þvi þó ekki væri
nema með þvi að sýna örlitinn
hluta af þvi á hverri sýningu,
sem haldin verður hér á landi I
framtiöinni.
Tímaritið GRUSK
Þriðja og siðasta tölublað
þessa árs af GRÚSKI, málgagni
Landssambands islenskra fri-
merkjasafnara er nýkomið Ut.
Er þetta tiunda heftið frá upp-
hafi. Aö þessu sinni er blaðið 48
siður og reyna umsjónarmenn
þess aö gera sem flestum til
hæfis i efnisvali þótt sy nt sé að
enn má halda lengra á þeirri
braut.
Meðal efnis að þessu
sinni er mjög fróðleg grein eftir
danskan safnara, Walther
Fenger aö nafni. Nefnist hún
Danski Reykjavikurstimpillinn
og lysir hann þar athugunum
sinum á tveimur næstum eins
Reykjavlkurstimplum, sem
miklu máli skiptir að geta
greint á milli. Þá er greint frá
landsþingi L.l.F. á Husavfk á
8.1. vori, grein er nefnist Hug-
leji.Bingar um nokkur bréfspjöld
og endursögð er skemmtileg
grein úr norska Morgunblaðinu
fra þvi um aldamót og nefnist
hún Frimerkjasöfnunarástrio-
an. Allmargar smærri greinar
eru i blaðinu auk greinar er
nefnist Seðlar íslandsbanka en
rétt er að geta þess að blaðið
GRÚSK er gefið Ut I samstarfi
við Myntsafnarafélag íslands.
Blaðið er sent öllum félögum i
aðildarfélögum Landssam-
bands islenskra frimerkjasafn-
ara en aðrir geta óskað eftir
áskrift með þvi aö skrifa I Póst-
hólf 5530, 125 Reykjavfk.
•rtMARrf n'KiK mfxvíw
Ný frímerkí 09 flelra
NU um nokkurra ára skeið
hefir smáeyjan Mön, sem liggur
i sundinu milli Englands og Ir-
lands, haft sjálfræði hvaö snert-
ir Utgafufrlmerkja.Eru merkin
þaðan mjög vinsæl meðal safn-
ara og nýlega komu Ut jóla-
merkin 1980 og eru þau helguð
umhverfisvernd. Merkineru tvö
með mynd af fuglum og sýnir
annaðþeirra mUsarindil (6p) en
hitt sýnir rauðbrysting. Um
þessar mundir er haldið þing al-
þjóðasamtaka frimerkjasafn-
ara IEssen i Þýskalandi. Af þvi
tilefni gefur v-þýska póststjórn-
in Ut frfmerki og er þaö með
yfirveröi, sem rennur til efling-
ar frimerkjasöfnunar en I
Þýskalandi eru þau mál komin
hvað lengst og má minna á að
það var einmitt þar í landi, sem
fyrst var gefiö Ut frimerki i til-
efni af Degi frlmerkisins. Áður-
nefnt þing F.I.P. (alþjóðasam-
takanna) situr sem fulltrUi ís-
lenskra safnara, Siguröur R.
Pétursson, formaöur landssam-
bandsins en honum til aðstoðar
er Sigurður H. Þorsteinsson,
fyrrum formaður L.Í.F.
*wwwwMimninin
FIP-KONCHI-HHiCSSENmO
DElf!lS(BEBUNDESPœr
iiimiiiiri.....inui
wmp'Frímerki
íslensk og erlend,
notuð, ónotuð og umslög
Albúm, tangir, stœkkunar-
gler o.fl. ávallt fyrirliggjandi.
* Póstsendum.
* FRÍMCRICAM1ÐITÖÐIN
™ SKÓLAVÖROUSTÍG 21A, PÓSTHÓLF 78. 121 RVK. SÍMI 21170
? ??QDDDDDDDDDDDDaDnatiaDDDDDDDCIDDDnDaDDDaaDDaD
?
n
?
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
SKUTAN
Frá og með mánudeginum
10. nóvember er Skútunni
lokað um óákveðinn tíma
vegna breytinga
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
VIÐ MUNUM TAKAA §
MÓTIPÖNTUNUM g
Á VE/SLUMAT OG BRAUÐI \
SEM ÁÐUR I SÍMUM l
51810 OG 52502
a
D
D
D
D
D
D
n ^^ ¦ m. ^^ ¦ m m ¦ v g
D D
aDDDDDDaDDDnDDaaaDDDDDDDDDDaUDDDDDDDaaDDDaaDD
SKUTAN
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 158., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á
hluta I Skarphéðinsgötu 6, þingl. eign Tryggva S. Jónsson-
ar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á
eigninni sjálfri fimmtudag 13. nóvember 1980 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 190., 94. og 99. tbl. Lögbirtingabla&s 1979 á
hiuta i Stigahlið 2, þingl. eign Jéns Hannessonar o.fl., fer
fram eftir kröfu Sparisj. Rvikur og nágr. á eigninni sjálfri
fimmtudag 13. nóvember 1980 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á
hluta I Unufelli 31, þingl. eign Axels Þorkelssonar fer fram
eftir kröfu Gests Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtu-
dag 13. nóvember 1980 kl. 16.30.
Borgarf ógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á hluta i Tunguvegi 15, þingl. eign
Kristinar Jóhannsdóttur fer fram eftir kröfu Garðars
Garðarssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 13.
nóvember 1980 kl. 13.45.
Borgarfdgetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 i
hluta IGrettisgötu 16 B, þingl. eign Ingibjargar Þorsteins-
dóttur fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl. á
eigninni sjálfri fimmtudag 13. nóvember 1980 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavlk.