Vísir - 12.11.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 12.11.1980, Blaðsíða 2
2 Ferðu oft á ball? Jón Gunnar Egilsson, verslunar- maöur: „Þaö kemur fyrir, aöal- lega skólaböll hingaö til”. Gunnar H. Sigurösson tjónaskoö- unarmaöur: „Nei, þaö er klárt mál, held það sé eitt ár siðan ég fór siðast”. Magnús Þóröarson verkamaöur: „Nei þaö eru margir mánuðir siðan ég fór siðast”. Hrefna Siguröardóttir meina- tæknir: „Nei, það er að visu stutt siðan ég fór siðast, en ég fer ekki nema svona tvisvar á ári”. Smári Svavarsson pipulagn- ingarmaöur: „Nei ég fer svona cvisvar,þrisvar á ári, maöur fær kkert út úr þessu”. Arngrímur Jónsson sóknarprestur í Háteigsprestakalli „TROFRÆBSU f LANDINU A ERFITT UPPRRATTAR" //Reynslan af prestkosn- ingunum hefur ekki verið slík/ að það væri eftir- sóknarvert að hver maður í þjóðkirkjunni hefði at- kvæðisrétt í biskupskjöri. Ég hygg/ að prestarnir hafi augljósastar forsend- ur til að kjósa sér fórstöðu- mann sinn og safnaðanna/ af þekkingu"/ sagði séra Arngrimur Jónsson sóknarprestur í Háteigs- sókn, þegar Visir ræddi við hann i tilefni af nýafstöðnu kirkjuþingi. Er það hið síð- asta sem Sigurbjörn Einarsson biskup yfir Is- landi stjórnar. Sr. Arngrlmur er fæddur aö Arnarnesi við Eyjafjörð, áriö 1923, sonur hjónanna Jóns Páls- sonar trésmiðs og Kristinar ólafsdóttur. Sr. Arngrimur ólst upp á Akureyri, frá tveggja ára aldri, en hélttil Reykjavikur 1943, aö afloknu stúdentsprófi. Þar hóf hann nám viö guðfræðideild Há- skóla tslands og lauk prófi þaöan 1946. Þá um sumariö lá leiðin austur i Odda á Rangárvöllum og þar þjónaði sr. Arngrimur 118 ár. „Þaö er töluvert ólikt að starfa i strjálbýli og þéttbýli”, sagði sr. Arngrimur. „Mismunurinn er fyrst og fremst fólginn i þvi að i strjálbýlinu kynnist presturinn nær hverjum manni i sinni sókn. 1 þéttbýlinu kynnist hann tæpast nema litlum hluta, sem hefur þá oftast samband við hann aö fyrra frumkvæði. Þaö eru varla neinir möguleikar til annars, þvi erillinn hér I Reykjavik er með þeim hætti, að um sllka kynningu verð- ur ekki að ræöa”. Arið 1964 flutti sr. Arngrimur svo til Reykjavikur ásamt fjöl- skyldu sinni. Varö hann þá prest- ur við Háteigskirkju, og hefur þjónað þar siðan. „Ég hygg, að afstaöa almenn- ings til kirkjunnar sé svipuö og áöur var”, svaraði hann spurn- ingu blaöamanns um þaö efni. „En ég verð að segja, aö hlut- fallslega var kirkjusóknin langt- um betri 1 Oddaprestakalli en hér I Reykjavlk. Ég kann ekki skýringu á þvi. Breyting á messu- formi er i sjálfu sér góöra gjalda verð, og gæti e.t.v. örvaö fólk til að sækja kirkjur. En breytt messuform eitt fyrir sig breytir ekki nokkrum sköpuð- um hlut um afstöðu fólks. Til aö geta tilbeðið i hvaða formi sem menn hafa fyrir þvl, verða menn að hafa slna trú”. „Hvernig finnst þér staöið aö Sr. Arngrlmur Jónsson sóknar- prestur I Háteigskirkju. trúfræðslu barna og unglinga?” „Henni hefur ekki farið fram, en hindrunum hefur aftur á móti fjölgað með árunum. Vil ég þar einkum nefna timaskort ungling- anna, og virðist vera grlðarlegt vinnuálag á unglingum I skólum landsins. Það hafa komið fram tillögur um að reyna að þjappa fermingarundirbúningnum meira saman og velja til hans tima, þeg- ar unglingar eru lausari viö. En það hefur ekki komið nein niður- staöa I þessu efni. Að minu mati á trúfræðsla hér á landi erfitt uppdráttar vegna ytri hindrana og e.t.v. einnig vegna þess, aö almenningur er ekkert sérstaklega vel að sér um þá trú, sem hann telur sig játa, aö þvl er mér sýnist.” Sr. Arngrimur hefur sem kunn- ugt er verið oröaður við næsta biskupskjör. „Ég hef sjálfur ekki sóst eftir þessu og ekki beðiö nokkurn mann um stuðning I þvi efni”, sagði hann þegar þetta mál bar á góma. „En ég hef verið beð- inn af nokkrum prestum að gefa mig i þetta. Hef ég svarað J»im þannig, að vera mætti aö það væri ábyrgðarhluti að neita þvi og gaf mig á þann hátt að þessu”. Sr. Arngrimur er kvæntur Guð- rúnu Hafliöadóttur og eiga þau þrjú börn. -JSS Guðbergur gerir upp I Mogganum Guöbergur laiar út t Morgunblaöinu birtist merkilcgt viötal viö Guö- berg Bcrgsson rithöfund sem hingaö til hefur vcriö talinn i hópi vinstri sinn- aöra rithöfunda og mjög hossaö i Þjóöviljanum. t viötalinu segir Guö- bergur meöal annars aö margur listamaöurinn hreiöri um sig I ákveön- um stjórnmálaflokki eöa kvennahreyfingu. Hins vegar kveöst rithöfundur- inn aldrei hafa haft ,,, , , andleg tengsi viö þó ÞjóÖ- viljamenn ellegar Tima- ritsmenn. Ég hef aldrei umgengist þessa menn, þekki þá ekki.” Þá kemur þaö fram f viötalinu aö Almenna bókafélagiö ætlar aö gefa út þýöinu Guöbergs á Don Quixote sem Menningar- sjóöur vildi ekki gefa út. Hrinrik skrifaöi bréf . . . BPétið tll Harðar Ég sá einhvers staöar frétt um þaö aö Hinrik Bjarnason dagskrárstjóri lista- og skemmtideiidar sjónvarpsins hafi skrifaö Heröi Viihjálmssyni fjór- málastjóra Rikisútvarps- ins bréf, þar sem greint var frá fjárhagserfiöleík- um deildarinnar ef ekki fengist meira fé til reksturins en gert er ráö fyrir í fjárlögum rlkisins fyrir næsta ár. Nú vill svo til aö fjár- máiastjóra er sennilega ekki meö öllu ókunnugt um þetta, enda var þaö aö undirlagi hans sem menntamálaráöherra skrifaöi fjárveitinga- nefnd Alþingis bréf og fór fram á aö úr þessu yröi bætt. Kannski aö næsta skrefiö veröi þá aö menntamálaráöherra skrifi fjármálastjóra bréf og tilkynni honum aö sér hafi borist vitneskja um aö fjárhagsstaöa út- varpsins sé siæm. Stóö Flosi fyrir skeyta- sendingunni? Skeyti lii Reagan Ég hef heyrt eftir Fiosa Óiafssyni aö leikarafé- lagiö hér hafi sent Ronaid Reagan heiliaskeyti þeg- ar hann var kosinn forseti Bandarikjanna. Flosi sagöi vlst lfka aö þetta sýndi aö iélegur leikari gæti þó alltaf oröiö forseti. ftðfepðiií megrunar Nonni litli kom hiaup- andi inn f stofu tii mömmu sinnar og hróp- aöi fagnandi: — Mamma, mamma. Nú veit ég hvernig þú get- ur megraö þig. — Hvernig á ég aö fara aö, Nonni minn? — Þú átt aö drekka uppþvottaiöginn. Þaö stendur utan á flöskunni aö hann taki burt alla fitu. venlulegt en golt Danska sjónvarps- myndin sem sýnd var á þriöjudagskvöldiö var létt og skemmtiieg á köfl- um meö góöum „skotum” á ýmislegt úr daglega iif- inu. Ekki efast ég um aö sumir Islenskir höfundar hafa fussaö og sveiaö og taliö þetta iapþunnt efni. Galiinn er nefnilega sá, aö hér þykir ekki við hæfi aö gera sjónvarpsmynd eöa leikrit nema yfirfylla verkiö af vandamálum og boöskap. Þaö þykir svo ómerkiiegt aö gera mynd um venjulegt fólk fyrir venjulegt fólk aö slikt er fyrir neöan viröingu þeirra spekinga, alla vega sumra, sem ráöa þvf hvaöa islensk verk eru unnin fyrir sjónvarpiö. Þess I staö er keppst viö aö koma klámhöggum á áhorfendur sem eiga sér einskis ills von. Sæmundur Guðvinsson blaðamaöur skrifar Öskrað I leikhúsi Þaö atvik átti sér staö I Þjóöleikhúsinu á dögun- um aö maður i miöjum sal byrjaði skyndilega aö æpa og hrina stuttu eftir að sýningin héit ófram eftir hlé. Þessi ólæti mannsins trufluöu bæöi ieikara og áhorfcndur og fólk á næstu bekkjum reyndi aö sussa á manninn en ópin héldu áfram. Loks kom dyravöröur aövifandi, ruddist inn I bekkinn og spuröi hvasst: — Hver ert þú? Hvaö gengur á og bvaöan kem- ur þú eiginlega? — Af svölunum, stundi þá maöurinn. Gallarar kaupa sand Þaö hefur fariö heidur hljótt hvaö er aö ske I Hafnarfiröi, en þó er þar stórmál ó ferðinni. Hafn- firöingar eru nefniiega farnir aö kaupa sand af Aröbum I stórum stil. Astæðan? Hún er sú aö Gaflarar hyggjast bora eftir oliu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.