Vísir - 12.11.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 12.11.1980, Blaðsíða 16
16 VÍSIR Miðvikudagur 12. nóvember 1980. lesendur Globelrotters til íslanús? „íþróttafrik” skrifar: Er það rétt sem maður er að heyra um allan bæ að unnið sé að þvi á vegum Körfuknattleikssam- bands Islands að fá hingað til lands hiö heimsfræga körfuknatt- leikslið Harlem Globetrotters? Ég vildi mjög gjarnan fá svar við þessu frá viðkomandi aðilum, þvi hér er um frábæran flokk að ræöa. P.s.: Lesendasiðan stendur forráðamönn- um körfuknattleiksfor- ustunnar að sjálfsögðu opin til svara. Sænskur pennavinur Til dagblaðsins Visir, Reykja- vik. Ég yrði mjög ánægð ef Visir vildi hjálpa mér að eignast pennavin á Islandi, en ég hef mik- inn áhuga á að skrifast á við Is- lendinga. Ég er sænskur nemandi og fyrir utan nám mitt hef ég mikinn áhuga á tónlist, bréfaskriftum og frimerkjum. Bestu kveðjur, Mayre Skoog Mellanttkersv. 7a S-79030 Insjön Sweden Hringið í síma 86611 rnilli kl. 2-4 eða skrifið tili lesenda- —eíöunnar Grettís-báttur Biörnssonar Bréfritari vill fá fasta þætti með Gretti Björnssyni I Sjónvarpiö. Helgi Geirsson skrifar: Við Islendingar erum lánsamir, og það er furðulegt að aðeins 200 þúsund manna þjóð skuli eiga eins marga afbragðsmenn á flestum sviöum, jafnvel miðaö við fjölmennustu og fremstu þjóðir heims og raun ber vitni. Mig hefur þó oft undraö fram- taksleysi islenska sjónvarpsins að nýta framtak islenskra skemmtikrafta sem skyldi, sumir hverjir eru á heimsmælikvarða. Best kemu þetta fram i þvi að ekki skuli löngu vera búiö að koms á föstum þáttum með Gretti Björnssyni harmonikuleikara. Hér er maður sem hefur skemmt Islendingum á öllum aldri siðan hann var 12 ára en hann kom fyrst fram i Útvarpinu meö bróður sinum Arna sem þá var 9 ára. Þjóölegri og alþýðlegri lista- mann og hljóðfæri er ekki um að Rjúpnaveiðimenn á villigötum G. Jónsson skrifar: Þá er runninn upp sá árstimi að hinar árlegu dauðaleitir að rjúpnaveiðimönnum hefjast, og urðu reyndar tvær leitir um helg- ina sem nýliðin er. Þetta er orðinn árviss við- burður, og ætla þeir menn sem stunda þessar veiðar seint að læra að hafa með sér nauðsyn- legan útbúnað svo þeir verði LEIFTURSÖKN GEGN KOMMÚNISMA sjálfum sér ekki til skammar og öðrum til ama og fyrirhafnar. Maðurinn sem týndist i Esjunni um helgina hefði til dæmis getað skilað sér til byggða, ef hann hefði haft litinn áttavita með- ferðis og kunnað að nota hann. En hann var áttavitalaus eins og flestar rjúpnaskyttur eru, og kaus heldur að ráfa um i þokunni alla nóttina villtur og vitlaus. En það er ekki nóg með að þessir menn tefli sinu eigin lifi i hættu, heldur kosta þeir þjóö- félagið stórar upphæöir i pening- um, þvi skyldu þeir gera sér grein fyrir. Gera þarf út fjölmenna leitarflokka til að leita þessa vill- inga uppi, og kostnaður við það er gifurlegur. Ég held að það væri best að lög- reglustjóri tæki upp þá stefnu að gefa engum leyfi til að bera byssu nema hann væri búinn að læra hvernig útbúa á sig i veiðiferðir upp um fjöll og gæti sannað að loknu námskeiðinu að hann hefði yfir þessum útbúnaði að ráða. Þeir hafa þær tekjur af rjúpna- veiðunum, þeir sem þær stunda, að það vorkennir þeim enginn að þurfa 'að kaupa sér þennan nauðsynlega útbúnað. Þ.J. skrifar: Islendingar geta nú ekki lengur vikist undan þeirri skyldu að hefja leiftursókn. Leiftursókn gegn kommúnisma sem er aö tröllriða öllu hér á landi. Kommúnistar búast um i þjóö- félaginu. Það er sama hvert litið er,alls staðar grafa þeir um sig eins og krabbamein i þjóðar- likamanum. Aróðurss veitir kommúnista hafa skipað sér á bekk alls staöar sem mögulegt er. Þeir vinna markvisst að þvi að hertaka sjónvarp, útvarp, skóla, leikhús og fjölmiðla aðra en þá sem hér hafa veriö nefndir. Þetta er augljóst dæmi: Flugleiðum skal stefnt á rikis- jötuna. Mikilhæfir menn þess fyrirtækis eru látnir skriða fyrir fótum þessara vesalinga sem eiga eð heita ráðherrar lýðveldis. Þeir kalla það fyrirtæki á „fram- færi almennings” þótt felld sé niður skattheimta hjó þessu glæsilega fyrirtæki sem er stolt íslendinga og dæmi um árangur einkaframtaks djarfra manna. Nú skal þaö á jötuna hvað sem það kostar. „Félagsmálapakka” kalla þeir það þótt geröir séu sjálfsagðir hlutir. Þetta er gert i áróðurs- skyni. Aróður þeirra grefur um sig. Kommúnistar halda niðri lifs- kjörum á Islandi. Þetta er stað- reynd. Kommúnistar koma i veg fyrir erlenda stóriðju og stór- virkjanir sem nú þegar heföi getað verið búið aö færa okkur mikinn gjaldeyri, og hærri lifs- standard. 1 staðinn vex nú fólks- flótti frá landinu. Það skrifast á reikning kommúnista. Kommúnistar viðhalda verð- bólgunni. Þetta er gert til þess að koma öllum fyrirtækjum á rikis- jötuna, þ.e. á hausinn. Þeir ætla að nota verðbólguleiðina til að koma á „alræöi öreiganna”. Þeim skal ekki verða kápan úr þvi klæðinu. Kommar vita vel aö láglaunafólk tapar mest á verð- bólgunni. Þeim er sama. Þeir vita að fyrirtæki munu fara á hausinn meö sömu verðbólgu og atvinnu- leysi veröur gifurlegt. Þeim er sama. Þeir vita að eina leiðin til að koma á alræöi öreiganna er að setja allt á hausinn og útbýta bara „félagsmálapökkum ” i áróöursskyni. Kommúnistar kalla sig ,,al- þýöubandalagsmenn” það lætur betur 1 eyrum, til þess er leikur- inn gerður. Þeir skipa sér sjálfir og forystusauðum sinum i raðir verkafólks og segjast „verja hag láglaunafólks”. Oj. Manni veröur flökurt af smjaðri þeirra og lág- kúrulegri lygi. Meirihluti „al- þýðubandalagsmanna!’ er sak- laust fólk sem hefur bitið á læ- vísan áróður kommúnista. Hinn ráðandi kommúnistaklika i „al- þýöubandalaginu” dregur þetta saklausa fólk á asnaeyrunum. Hefjum I nafni Islands leiftur- sókn gegn kommúnistum. ræða. Grettir hefur leikið við góðan oröstir á Norðurlöndum i Bandarikjunum og Kanada utan Islands. í Bandarikjunum stóð jafnvel til að hann yrði ráðinn hjá Lawrence Welk hinum fræga sjónvarpsmanni, og i Kanada vann Grettir hæstu viðurkenn- ingu fyrir harmonikuleik og jafn- vel hvaða hljóðfæraleik sem er i breska heimsveldinu. A Islandi þarf Grettir enga kynningu ... I siðustu forseta- kosningum lék hann á nikkuna sina i sjónvarpssal á milli þess að upplýsingar komu af kjörstöðum, áheyrendum til mikillar ánægju. Það er þvi miður eins með Sjón- varpið og flestar aðrar opinberar stofnanir að æviráðnir starfs- menn vilja gerast hálfgerðir steingervingarsem spyrna á móti breytingum og framförum sem mest þeir mega. Þeir láta þvi miður litla karla sem telja sig hafa vit á list og æðri skilning á henni en almenningur hafa áhrif á sig þótt enginn skilji þá og al- menningur vilji þá ekki. Gerum þetta dálítið létt og skemmtilegt svo öllum liki sem best. Sækjum ekki vatn yfir læk- inn. Látum eftir fólkinu að fá njóta Grettis Björnssonar meðan hann getur spilað á harmon- ikúna. Fólk skilur það og kann áreiðanlega að meta það. Hvað væri þjóðlegra en að hafa harmonikuþátt undir nafninu Grettisþáttur Björnssonar reglu- lega núna i skammdeginu. Þvi þurfa islenskir afburðamenn að vera steindauöir áður en þeir eru metnir aö verðleikum? GOtt h)á skátum Anna og Dóra skrifa: Þaö er nú svo að sjaldan er minnst á það sem vel er gert en nú gat ég ekki orða bundist. Annan október datt mér það til hugar að fara með litla dóttur mina á Gosadag á Hótel Loftleið- um, ég hafði séð I VIsi auglýsingu um að þar ættu skátar og tékk- neskir listamenn að sjá um dag- skrá fyrir alla fjölskylduna en þó aðallega börnin. Og það er þáttur skátanna sem mig langar að þakka fyrir, þvi að I öllu báru þeir af, I leikjum sinum og söng fengu þeir krakkana,já og okkur þessi gömlu.til þess að lifa okkur inn i þá stemningu sem skátum einum tekst að skapa. Þeim tveimur stjórnendum sem stjórnuðu söngnum og gleðinni vil ég þakka sérstaklega fyrir, framkoma þeirra var stórfengleg og hef ég aldrei séð unga menn ná svo vel til krakka eins og þeir gerðu. Mig langar lika að þakka öllum litlu skátunum sem þarna voru (úr skátunum I Arbænum, sagði litill skáti mér) fyrir þeirra þátt. Ég vildi bara að dagskráin hefði verið lengri. Gangur hótelsins var svo skreyttur eins og skátaheimili og var gaman að sjá hvað krakk- arnir hafa unnið skemmtilega að uppsetningunni. Ég veit að þetta eru stór orð en við skemmtum okkur bara svo vel mæðgurnar. Skátarftakk fyrir frábæra skemmtun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.