Vísir - 14.11.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 14.11.1980, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 14. nóvember 1980 Nauðungaruppboð sem auglýst var 190., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á Þingholtsstræti 5, þingl.eign tsafoldarprentsmiðju h.f. fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 17. nóvember 1980 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á húseign v/Reykjavikurflugvöll, þingl. eign Iscargo fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 17. nóvember 1980 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið f Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 74., 76. og 78. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á Grandagarði 3, þingi. eign Ólafs Bergsveinssonar fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka islands og Gjaldheimt- unnar f Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 17. nóvem- ber 1980 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta I Bræðraborgarstfg 26 , þingl.eign Kristjáns Kristjánssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Tryggingast. ríkisins og Ævars Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 17. nóvember 1980 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið f Reykjavfk. Nauðungaruppboð annað og sfðasta á hluta í Hagamel 32, þingl.eign Tryggva Guömannssonar fer fram eftir kröfu Grétars Haraldsson- ar hrl. á eigninni sjálfri mánudag 17. nóvember 1980 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á hluta I Flyðrugranda 16, talinni eign Péturs Sörlasonar fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 17. nóvember 1980 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta I Frostaskjóli 4, þingl.eign Hall- friðar Guðmundsdóttur,fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar f Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 17. nóvem- ber 1980 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta I Þórsgötu 15, talin eign önnu E. Viggósdóttur fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk og Borgarsjóðs á eigninni sjálfri mánudag 17. nóvember 1980 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavik. Nauðungaruppboð aö kröfu Kristins Björnssonar hdl., Garöars Garöarsson- ar hdl., Magnúsar Þórðarsonar hdl., Jóns G. Briem hdl., Björns Ólafs Hallgrimssonar hdl., Einars Viðars hrl., Arnmundar Bachman hdl., Jóns Halldórssonar hdl., Gústafs Þ. Tryggvasonar hdl., Jóns Ingólfssonar hdl. og innheimtumanns rikissjóðs verða eftirtaldir iausafjár- munir seidir á nauðungauppboði, föstudaginn 21. nóvem- ber n.k. kl. 16, i Tollvörugeymslu Suöurnesja hf., Hafnar- götu 90 I Keflavik: Bifreiðarnar Ö-5300,, Ö-4187, Ö-1547, Ö-5588, ö Ö-6197, ö- 4872, Ö-238, Ö-4441, Ö-2279, Ö-5992, Ö-836, Ö-4150, Ö-1285, B- 794, Ö-6369, Ö-4666, Ö-6317, Ö-1308, Ö-688, Ö-3866, Ö-1733, ö- 1018, Ö-6080, Ö-639, Ö-6838, Ö-6923, Ö-5994, Ö-1996, Ö-5740, Ö-6438, Ö-5009, og krani Lindin Semimobil L 20/14, púss- band, Pioneer segulband, sófasett, sjónvarpstæki og plötuspilari. Þá veröur selt á sama stað og tíma að kröfu Tollstjóra eftirfarandi hlutir: Tvö Philips myndsegulbönd N 1502, frystikista Tricity 368 lftra, sjónvarp Blaupunkt 22”, þeytivinda og frystiskápur 200 litra. Þessir hlutir eru allir ónotaðir og verða til sýnis á upp- boösstaö kl. 14-15 sama dag og uppboðiö fer fram. Greiösla fer fram við hamarshögg. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu embættis- ins. Uppboðshaldarinn I Keflavfk VtSIR Georæn hagfræði Galbraifhs John Kenneth Galbraith, hagfræðingurinn sem menn minnast kannski af sjónvarpsþáttunum i fyrra, hefur sent frá sér nýja bók, sem fjallar um ástæðurnar tií fátæktar i heiminum. Kom hún út á frönsku hjá Gallimard-forlaginu nýlega og ber titilinn „Teorie de la pauvreté de masse”. John Kenneth Galbraith leitar að hagfræðiforsendum inni I sálar- kima manneskjunnar. Galbraith, sem var sendiherra i Indlandi árin 1961 til 1963 og hefur auk þess fylgst náið með málum þriðja heimsins, eða þróunarrikj- anna (eftir þvi hvað menn vilja kalla þau), setur fram i bókinni sinar hugmyndir um, hversvegna svo litt hafi þokast áfram i þróunarhjálp við riki þriðja heimsins: Galbraith hefur þótt vera af róttækari skólanum, eða vinstrilinunni og hafa kenningar hans ekki átt mikið upp á pall- borðið hjá hægri mönnum. sama meðalið úugir ekkl öllum I gagnrýni, sem birst hefur er- lendis um bók Galbraiths, ætla menn þó að hugmyndir hans þar muni falla i betri jarðveg hjá þeim, sem hingað til hafa verið andmælendur hans, heldur en hjá hans venjulegu fylgismönnum. I stuttu máli leggur Galbraith út af þvi, að „tæknikratar frá auðugri rikjum heims hafa gengið út frá þvi, að það sem var velheppnað i heimalöndum þeirra, hlyti að vera besta meðal fyrir snauðustu rikin”. — Hann segir, að sú forskrift hafi hinsveg- ar ekki hrifið i reynd. Aðstoð lögð fram i matvælagjöfum, efna- liagshjálp og tækniaðstoð frá iðnaðarrikjunum hefur ekki breytt miklu i dagfari fólks i þriðja heiminum. Veittist Galbraith harkalega að stöðnuðum hugmyndum, sem „þrjátiu ár hafa i reyndinni staðið i vegi þvi að lausn fyndist á vandamálunum”. Þessar hug- myndir segir hann byggðar á veðurfarslegum aðstæðum, skorti á náttúruauðlindum eða hráefn- um, galla á efnahagskerfi eða kennt um arðráni auðvaldsins og nýlendukúguninni. — Galbraith segir, aö undantekningar séu svo margar, að þær virðist afsanna þessar kenningar eða forsendur, sem menn hafa gefið sér. Hugarfar uppgjafar og vonieysis Hann segir, að menn verði — finnist þeim vitahringur fá- tæktarinnar snúast i það óendan- lega að leita skýringar i þvi, að til þess að nútima efnahagstæki eða aðferðir verki, verði að vera tií staðar vilji til framfara, áhugi einstaklingsins til þess að bæta sin kjör. I vestrænu iðnaðarsam- félagi sem byggt er á tveggja alda efnahagslegri velgengni og framförum, þykir sjálfsögð af- staða aðhver og einn leitist við að auka sinar tekjur. Það sama gildi hinsvegar ekki i þeim hluta heimsins, þar sem menn hafa svo vanist eilifri örbirgð að þeir láta sér lynda vesaldóminn. Menn ein- faldlega hafi lagað sig að eymd- inni. Það sé afleiðing reynslu þeirra af ótal tilraunum til þess að rifa sig upp úr fátæktinni, sem hafi allar strandað á óyfirstigan- legri mótstöðu. Galbraith heldur þvi sem sé fram, að ibúar þriðja heimsins hafi ekki óeðlilega valið uppgjöf- ina fram yfir hinn kostinn, vonina með öllum hennar niðurdrepandi vonbrigðum. Þrjár forsendur fyrlr leit að úrræðum Út frá þessu leggur Galbraith slðan og segir, að forsenda þess, að þriðja heiminum verði bjargað úr eymdinni, sé sú, að menn geri sér grein fyrir og viðurkenni eftirfarandi: 1. Að allt tal um uppgjöf hinna snauðu fyrir fátæktinni megi ekki skoðast niðurlægjandi eða ásakandi, heldur þvert á móti viðurkennast sem mannlega staðreynd og mjög raunhæfa. Sænski hlartaHeginn dáinn Atján ára Svii, sem fór til Kali- forniutil þessaöfá grættfsig nýtt hjarta (17. október), vegna þéss að slíkar aögeröir eru bannaðar I Svlþjóö, lést I fyrradag. Móðir hans sat við banabeö hans, þegar hann skildl við. Læknarnir segja aö likaminn hafi ekki hafnað nýja hjartanu eins og helst er hætt við, heldur hafi pilturinn veriö orðinn svo iila á sig kominn þegar hann gekk undir aðgerðina að hann náði sér aldrei á bataveg. Spllltur horgarstiórl Fyrrum bæjarstjóri Sochi viö Svartahafið I Sovétrikjunum hefur veriö dæmdur I þrettán ára fangelsi fyrir spillingu I embætti. Honum var fundið að sök að hafa þegiö mútur, allt frá kökum og kjötmeti upp I skartgripi að verö- mæti um 10 þúsund rúblur. Þeir sem ekki höföu þolinmæöi til þess aö blöa eftir leyfisveiting- um fyrir nýjum bQum eöa íbúðum gátu svindlað sér fram I biöröð- inni meö þvi aö borga bæjar- stjóranum 1500 rúblur. Fyrir svipaða greiðslu gat afgrciðslu- inaöur f rfkisverslun keypt sér verslunarstjórastööu. Póiitísk dómsmál I Frakkalndi Peyrefitte, dómsmálaráðherra Frakka, segist skella skolleyrum við þcirri gagnrýni, sem beinist aö honum fyrir að sækja til saka ritstjóra franska blaösins „Le Monde”. Ritstjóranum er gefið aö sök, aá hafa grafiö undan virðingu dóinstólana, en franskir fjölmiðl- ar gagnrýnt mjög málshöföunina. Ráðherrann segir, aö Le Monde hafi óskupast yfir öllum málum, sem hann hafi komið nærri þessi þrjú og hálft ár, sem hann hefur veriö dómsmálaráðherra og blaðið hafi linnulaust rægt dóm- stólana, réttarkerfið og dóm- endur. Frá þvl I desember 1977 hefur Le Monde fjallaö um dómsmál og niöurstöður dómaranna. Eru það einkurn mál meö pólitisku yfir- bragöi sem blaðið hefur lagt sig eftir aö skýra frá. Oiíuhneyksllö á Itaiíu Fyrrum yfirmaður itölsku leyniþjónustunnar á yfir höfði sér ákæru vegna þess að leyniskjöl komust I hendur blaðamanni sem siöar var myrtur. Leyniskjölin lutu aö hneykslis- máli vegna tollsvika á innflutn- ingi bensíns og oliu, en þaö mál veldur nú þessar vikurnar miklu fjaðrafoki á ttalfu. Komust þau I hendur Pecorelli, blaðamanni I Róm, sem myrtur var I mars 1979 eftir að hafa birt úrdrætti úr skjölunum. Lögreglan hefur sfðan reynt aö grafast fyrir um, hvernig skjölin komust I hendur blaðamanninum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.