Vísir - 19.11.1980, Page 19

Vísir - 19.11.1980, Page 19
Miövikudagur 19. nóvember 1980 19 vísm Go&sögnin um Elvis iifir stöðugt og ekkert lát virðist vera á vin- sældum hans jafnvel þótt þrjú ár séu nú iiðin frá þvl hann lést. Goðsögnin um Elvis lifir: Stöðugur straumur pítagríma að gröfinni Þaö grétu margir þeg- ar rokkkóngurinn Elvis Presley yfirgaf þennan heim í ágúst árið 1977. Og margir gráta enn þann dag í dag. En eitt er vist/ að nafn Elvis mun lifa um ókomin ár. Plötur hans seljast enn í milljónum eintaka og yfir 3000 aðdáenda- klúbba starfa um allan heim. Einn slíkur er í Dan- mörku en honum stjórn- ar Presleyaðdáandi einn sem kallaður er „Bamse". Bamse hefur nú skipulagt pilagríma- ferð til Memphis/ þar sem heimili Presleys var og er miðað við að hópurinn verði við gröf rokkkóngsins á af- mælisdegi hans/ 8. janú- ar 1981/ en þann dag hefði Elvis orðið 46 ára. i tilefni þessarar ferðar hefur danska tímaritiö Se og Hör efnt til get- raunar þar sem f jórum lesendum er gefin kost- ur á að fara i pilagrima- ferðina. Daglega koma þús- undir ferðamanna til Graceland í Memphis, þar sem Elvis bjó og ár- lega skipuleggja aðdá- endaklúbbar ferðir þangað á afmælisdegi hans. Elvis var vissu- lega goðsögn i lifanda lifi og svo virðist sem dauði hans breyti engu þar um. Danski Presieyaðdáandinn Bamse verður fararstjóri I ferð danskra pilagrima að gröf rokkkóngsins. Þaö vex eitt blóm — ný plata á markaðinn Komin er á markaðinn ný tveggja laga hljómplata sem ber heitið „Það vex eitt blóm". Höfundur laga og gítarleikari á plötunni er Guðmundur Árnason og er hann jafnframt útgef- andi. A A-hliö plötunnar er lag við ljóð Steins Steinars „Það vex eitt blóm fyrir vestan” en i þvi leika auk höfundar þeir Kaktus-með- limir: Arni Askelsson trommur, Helgi Kristjánsson bassa og Guð- mundur Benediktsson sem syngur lagið en hann leikur auk þess á pianó, Roland strengjavél og gitar. I þessu lagi leikur einnig Kristinn Svavarsson á saxafón. A B-hlið er spilaö lag sem I leika auk höfundar, Karmel Russel á selló, Reynir Sigurðsson á vibra- fón, Gisli Helgason á tenór-blokk- flautu og Helgi Kristjánsson á bassa og gitar. Platan var tekin upp i Hljóðrita i október sl. og upptökumaöur var Gunnar Smári. Guðmundur Benediktsson sem syngur og leikur á ýmis hljóðfæri á plöt- unni og höfundur laga og útgefandi Guðmundur Arnason. og Rudy Julie Andrews syngur og dansar með ballett- meistaranum Rudolf Nureyev i nýjum sjón- varpsþætti sem verið er að vinna að um þessar mundir. — „Rudy dans- ar vissulega betur en ég — en ég vona að ég vinni það upp með þvi að syngja betur en hann", — segir Julie um sam- vinnu þeirra... Diskómeistari í Dansstúdíó ,,Ég hitti Gary þegar hann var að kenna á kennaranámskeiði við dansskóla Brittu Umark i Kaup- mannahöfn en ég var þá kennari við skólann. Þegar ég stofnaði skóla minn hér heima i haust fannst mér tilvaliö aö reyna aö fá hann hingað”, — sagöi Sóley Jó- hannsdóttir danskennari, sem rekur dansskólann „Dansstúdfó”, en skólinn hefur nú fengið tii liös við sig nafntogaðan Bandarikja- mann, Gary Kosuda og mun hann kenna við skólann fram til jóla. „Ég kom heim i september og stofnaði skólann i október og þetta hefur gengiö mjög vel þvi ég fyllti skólann á tveimur dögum”, — sagði Sóley ennfremur. Sóley sagðist aöallega kenna jassballett og diskópardansa svo og ein- staklingsdansa og sagði hún að þetta væri fyrir fólk á öllum aldri, enda væru nemendur skólans frá 6 ára og upp úr. Sóley sagöi aö jassballettinn væri til aö mýkja hreyfingar fólks og miöaöist kennslan aö þvi aö kenna fólki aö dansa eins og þaö sjálft langaði til, — þaö er, aö finna sig I tónlist- inni. Hún sagöi aö þaö væri mikill fengur fyrir skólann aö fá Gary til aö kenna þvi hann væri snillingur i öllu er lyti aö diskódönskum. Gary Kosuda hefur aö baki langtnám og reynslu á sviöi sam- kvæmisdansa en þó einkum svo- kallaöra diskópardana Sltkan dans hefur hann kennt viöa um Bandarikin siöustu árin og raun- ar einnig i Kaupmannahöfn. Hann hefur bæði lært og kennt hjá hinum viöurkenndu dansskólum Arthur Murray og Fred Astaire, Eins og áður greinir mun hann kenna á vegum Dansstúdió bæöi diskópardans og einstaklings- diskódans og hefjast námskeiöin i þessari viku og er innritun þegar hafin. Danskennararnir Gary Kosuda og Sóley Jóhannsdóttir taka snúning á dansgólfinu i Hoilywood. (Visismynd: B.G.)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.