Vísir - 13.12.1980, Qupperneq 2

Vísir - 13.12.1980, Qupperneq 2
VÍSIR Laugardagur 13. desember 1980 Litla stúlkan með eldspyturnar Saga H.C. Andersens um litlu stúlkuna með eldspýturnar er vel þekkt en þetta teningaspil er byggt á sögunni. Allt frá tveimur og upp i sex geta tekið þátt i leiknum og notar hver þátttakandi tölu, smápening eða eitthvað þess háttar sem hann færir eftir reitunum. Sá sem fyrstur nær á reit númer 50 er sig- urvegarinn. 2. Allir hraða sér framhjá litlu stúlkunni sem hefur himt úti i kuldanum allan daginn og reynt að selja eldspýturnar sinar. Biddu eina umferð. 4. Úr glugganum skin bjart ljós og hún finnur lykt af indælis gæsasteik. Farðu á reit númer 5. 6. Henni er mjög kalt á höndunum og kveikir á einni eldspýtu til að reyna að hlýja sér. í bjarmanum birtist henni hlýleg stofa þar sem arineldur brennur. Biddu eina umferð. 10.Það slokknar á eldspýtunni og stofan hverfur. Farðu á reit númer fimm. 14. Hún kveikir sér á annarri eldspýtu. Hún sér inn i stofu þar sem stendur dúkað borð. Biddu þar til þú færð 5 eða 6. 19. Finasta máfastell er á borðinu. Aukakast. 23. Hún finnur freistandi ilm af gæsasteikinni guðdómlegu. Biddu þar til allir eru farnir framhjá reit númer 22. 27. Það slokknar á eldspýtunni. Farðu á reit nr. 30. 32. Hún kveikir sér á þriðju eldspýtunni og sér hið herlegasta jólatré. Biddu þar til þú færð 1,2 eða 3 á teninginn. 36. Það slokknar á eldspýtunni. Farðu á reit númer 38 . 40. Henni er ennþá mjög kalt og kveikir sér á fjórðu eldspýt- unni. í bjarmanum sér hún hina góðu og gömlu ömmu sina sitja og prjóna. Allir færast fram um þrjá reiti. 43. Morguninn eftir nema menn skyndilega staðar á ferð sinm um strætin. Biddu eina umferð. 48. í húsasundi situr litil stúlka sem er dáin úr kulda. Allir færast aftur á bak um þrjá reiti. 50. Hún var að reyna að hlýja sér„pislarögnin”,sagðifólk. Enginn vissi hversu fallega hluti hún hafði séð i bjarma eld- spýtnanna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.