Vísir - 13.12.1980, Page 12

Vísir - 13.12.1980, Page 12
Laugardagur 13. desember 1980 12 sérstœð sakamaL Þyrsti lögreglu- )>jónninn Þýskur lögregluþjónn myrti unga ástralska elskendur á feröalagi til þess eins aö af la sér fjár til áfengiskaupa Peter Melchert hafði alla tið valdið föður sinum, sem var lögreglumaður, endalausum áhyggjum. Hann var ekki nema rétt orðinn 15 ára þegar heim- ilislæknir Meichert fjölskyldunnar lýsti þvi yfir að Peter væri orðinn drykkjusjúklingur. Foreldrar Peters, sem voru vel metnir borgarar i Pirmasens i Vestur-Þýskalandi voru orðin úrkula vonar um að nokkurntima tækist að koma drengnum á réttan kjöl i lifinu. Hið eina sem Peter sýndi nokkurn áhuga var kvennafar, fylliri og skemmtanalif almennt, og af þvi leiddi að hann var oftast skuldum vafinn. Faðir hans reyndi að hlaupa undir bagga með syninum en það var ekki hlaupið að því að standa straum af gjálifi Peters úr launaumslagi lögreglumanns. Aldrei nokkurn tima sýndi Peter nokkurn þakklæt- isvott og lagði sig eingöngu fram við að losna undan aga hins stranga föður sins. Þvi kom það eins og þruma úr heiðskiru lofti þeg- ar Peter, sem svo var i nöp við allt sem flokkast mátti undir aga, lög og reglu, sótti um og fékk starf sem landamæralögreglumaður þegar hann var 19 ára gamall. i upphafi virtist framtiðin brosa við honum i hinu nýfengna starfi. Hann var afburða skytta, en i skot- fimi hafði hann notið tilsagnar föður sins frá unga aldri. Þó svo hann væri manna siðastur til þess að - viðurkenna það þá hafði hann i raun og veru áhuga á löggæslustörfum, sem i sjálfu sér var ekkert ein- kennilegt þar sem hann hafði svo að segja alist upp i lögreglunni. En ekki leið á löngu áður en allt féll aftur i fyrri farveg, og Peter var kominn á fulla ferð i skemmtanalifinu um leið og hverri vakt lauk. Peter Meichert situr i réttarsalnum og biður dóms. Svo var þaö dag einn að Peter var i leyfi og fór i heimsókn i heimabæ sinn Pirmasens,að hann rakst á gamlan kunningja, Achim Anstaedt á förnum vegi. Þeir brugðu sér inn á krá og röbbuðu saman yfir glasi af góðu vini. Achim sagði þá Peter að hann hefði gerst liðhlaupi og strokið frá herdeild sinni i Koblenz vegna þess að hann væri orðinn dauð- uppgefinn á lifinu i hernum. ,,bað fyrirfinnst ekkert jafn drepleiðinlegt i þessu lifi”. Haldiðút á lifið Vinirnir ákváöu að hittast aft- ur. Þeir settu sér mót á Café Strecker i Pirmasens klukkan fimm daginn eftir, föstudaginn 9. febrúar 1979. Þegar þeir svo hitt- ust héldu þeir upp á endurfundina með þvi að fá sér heldur ótæpi- lega neöan i þvi. Þeir voru orðnir nokkuð hátt uppi þegar Peter kom meö þá tillögu að þeir skryppu yfir landamærin til Frakklands til þess að skemmta sér. Þar væri æðislegt fjör, fullt af kvenfólki og svo væri brennivinið hræódýrt. Ekki hafði Achim mikiö á móti hugmyndinni en eitt vafðist þó fyrir honum. Hvar gætu þeir orðið sér úti um peninga fyrir slikri skemmtiferð. Peter varð ekki ráðafátt frekar en fyrri daginn þegar gleðskapur var i vændum. Hann sagðist myndu selja mótor- hjólið sitt og þeir gætu farið i bil sem Achim átti og svo myndi þeim örugglega leggjast eitthvað til á ferðalaginu. beir skelltu i sig nokkrum glös- um til viðbótar og siðan sneru þeir sér að viðskiptunum. Það tók þó ekki langan tima að selja mót- orhjólið og voru þeir þá ágætlega fjáöir. Fannst þeim alveg tilvalið að skreppa aðeins aftur á krána og skála fyrir þvi hversu vel hefði til tekist með söluna. Þegar þeir komu aftur á krána hittu þeir þar fyrir einn góðkunn- ingjann i viðbót Gerhard Lang- doll bifvélavirkja sem hafði stansaö i kránni til þess að fá sér einn laufléttan á leiðinni heim úr vinnunni. Svo aö þegar félagarnir stungu upp á þvi við hann að hann slægist i för með þeim, reyndi hann i fyrstu að komast undan þvi og bar við að hann þyrfti að fara heim ogskipta um föt. Félagarnir lögðust nú á eitt við að reyna að telja honum hughvarf og sögðu að þetta yrði aðeins skottúr. Þeir yrðu komnir heim aftur eftir nokkra klukkutima. Þeir voru ekkert að hafa fyrir þvi að segja Gerhard að áður höfðu þeir komið sér saman um að vera yfir helg- ina i Frakklandi. Að lokum ákvað Gerhard að slá til og klukkan átta um kvöldið lögðu þeir af stað. Um miðjan dag daginn eftir voru þeir á ferð i nágrenni Lyon og Avignon. Gerhard var farinn að leggja hart að þeim að snúa aftur til Þyskalands. Hann þyrfti að vera kominn aftur i vinnuna á mánudeginum. Peter og Achim báðu hann i guðanna bænum að vera ekki að þessu þrugli og reyna heldur að skemmta sér. Og með það var stanzað við næstu krá og bætt við sig nokkrum glös- um einnig tóku þeir með sér nokkrar flöskur af áfengi. Þegar þeir voru aftur komnir i bilinn tóku þeir stefnuna til Pirlat. A leiðinni dunduðu þeir við það sér til afþreyfingar að skjóta með skammbyssu á umferðarskilti sem urðu á vegi þeirra en þar sem þau voru heldur fágæt þarna i dreifbýlinu skutu þeir einnig að bæjum þeim sem þeir fóru fram- hjá. Gerhard Langdoll: ,,Ég sá Ástralina leiðast upp brekkuna. Mennirnir tveir komu hlaupandi á eftir þeim.annar með skamm- byssu og hinn með litla exi. Reyndu þeir að hitta glugga húsanna eða jafnvel hænsn sem voru oft á vappi við bæina. Einnig urðu bátar sem sigldu á skipa- skurði þarskammt frá fyrir barð- inu á þeim kumpánum. Þegar hér var komið sögu voru þeir orðnir alldrukknir en þó ekki svo að þeir vissu ekki hvað þeir aðhefðust. i hjúskaparhugleiðing- um Skyndilega sáu þeir einhverja ferðalanga við vegarbrúnina framundan sem veifuðu til þeirra og föluðust eftir fari. Peter og Achim veittu þvi strax athygli að annar ferðalanganna var ung og lagleg stúlka og ákváðu að taka þau með. Stúlkan og maðurinn sem með henni var útskýrðu á ensku, að þau væru frá Sydney i Ástraliu og ætluðu að ganga i það heilaga eft- ir nokkrar vikur. Svo þaö mætti eiginlega segja að þau væru að taka smá forskot á sæluna með þessari Evrópuferð meðan það væri enn mögulegt áður en þeim yrði um of iþyngt með skyldum heimilis og hjúskapar. Jafnframt kynntu þau sig og sögðust heita David Harman og Melinda Park. Skömmu eftir að skötuhjúin voru komin upp i bilinn byrjaði Peter að ræða um það við Achim á ,þýsku sem Ástralirnir skildu ekki stakt orð i að réttast væri að ræna ræflana. bau hlytu að vaða i seðlum þó ekki væri nema til þess

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.