Vísir - 19.12.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 19.12.1980, Blaðsíða 14
14 vtsnt Föstudagur 19. desember 1980 Eftirfarandi stöður á byggingadeild borgarverkfræðings eru lausar til umsóknar: 1. Rekstrarstjóri trésmíöastofu. Verksvið er stjórn trésmfðastof u, birgða- stöðvar og módelverkstæðis. Æskilegt er að umsækjendur hafi verkfræðb tæknifræði- eða viðskiptafræðimenntun og reynslu í stjórnun. 2. Eftirlitsverkstjóri trésmíðastofu. Verksvið er launaútreikningar þar með talið útreikningur á kaupauka (bónus) og út- tekt á viðhaldsverkum. 3. Tæknimenntaöur starfsmaður á byggirtga- deild. Verksvið er hönnun viðhaldsverka og gerð verklýsinga. Umsóknarf restur er f ramlengdur til og með 2. janúar n.k. Umsóknir sendist byggingadeild borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. LÖGTÖK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtun- um, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir júlí, ágúst og september 1980, svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt, lestar vita-og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1980, gjaldföllnum þungaskatti af dísil- bifreiðumog skatti samkvæmt ökumælum, al- mennum og sérstökum útflutningsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 15. desember 1980 ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ •■■•■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ •■■■■ ■■«■■ ■■«■■ ■■■■■ ■•■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■»■■ ■■■■■ ■!■!■ ■••■• SmSi ■■■ ■» iSSii: iiiSi ■■■■■ ■■■•■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ••■■■ ■■■■■ ■■■■■ •••■• ■*■■> ■■■■■ :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: Vilt þú selja hljómtæki? Við kaupum og seljum Hafið samband strax UMBOÐSSALA MEÐ SKÍDA VÖRUR OG HUÓMFLUTNINGSTÆKI M iCii GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 ***** ***** *!*** ***** ■■■■■ ■•■■■ ■■■•■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■•■■■ ■•■■■ ■■•■■ ■■•■■ ■■■■« ■■■■■ ■■•■■ ■■■•■ •••■■ •■■•■ !!!!! •■■■• *•••■ •■*•* ■•"■• ■•■•■ ■■■■■ ■•■■■ ■■■•■ ■••■■ ■■■■• ■•■•■ ■■■•■ ■■■•■ ■■■■■ ■■•■■ •■■•■ aaiaa ■■■•■ ••■■■ ■■•iX !!!!! *•*•* ***** ■•••■ •■■■■ ••••• ••■•• •■••■ ••••• ■•■■■ ■■••• ■■••■ •■•■■ ■•■■• ■■■■■ ■•••■ •■••• ■•••• ■■■■■ ■•■•■ •■■■■ !!!!! ••••• ■■■■■ ■■■■■ ■■•■■ ■■■■■ anaa ■■■■■ ■■■■■ ■■■•■ ■■•■• •••■• ■■■■• •■•■• ■■■■■ ■■■•■ ■•■•■ ■■•■■ ■■■■■ ■•■•■ •■■•■ ••■■■ Maður fær eitthvað fyrir peningana, þegarmaður g, auglýsir í Visi siminn er:866ÍÍ 50 ára einsemd Nú eru liðin 50 ár frá stofnun Rlkisútvarpsins. Síðastliðin 50 ár hafa verið timi mikilla framfara hér á landi. Fyrir 50 árum var islenska þjóðfélagið frumstætt bænda- samfélag, en nú búum við i tæknivæddu nútimaþjóðfélagi. Það er augljóst mál, að á þess- um 50 ára ferli hefur útvarpið haft mikil áhrif á andlegt lif íslendinga, enda er útvarpið öfl- ugasti menningarmiðillinn hér á landi og jafnframt sá ódýrasti. Kalla mætti útvarpið Lýðhá- skóla islensku þjóðarinnar. Við höfum talið okkur vera mikla menningarþjóð. Hér koma út einhver ósköp af bókum á ári hverju. Fáar eða engar þjóðir fara eins oft i leik- hús og við tslendingar. Svona mætti lengi telja. Þvi verður ekki neitað, að útvarpið á ekki litinn þátt i að glæða menn- ingaráhuga þjóðarinnar og halda menningu okkar við. En afskipti Islenskra stjórnmála- manna af málefnum rikis- útvarpsins eru þeim ekki til sóma, þótt á þvl séu sem betur fer nokkrar undantekningar. Sú ríkisstjórn, sem vanrækir stofn- un eins og Rikisútvarpið, getur varla talist menningarlega sinnuð. Sú rikisstjórn, sem nú er við völd, virðist hafa fremur tak- markaðan áhuga á Lýðháskóla islensku þjóðarinnar, Rikisút- varpinu. Þar sem það er fjár- svelt, getur það ekki komið til móts við þær kröfur, sem á slikri stofnun hvila I nútima- þjóðfélagi. Rætt hefur verið um, að út- varpa ætti allan sólarhringinn, að farið verði að útvarpa á annarri rás, bæta þyrfti dag- skrána og gera hana fjölbreytt- ari, koma til móts við ýmsa neöanmóls Sigmar B. Hauksson skrifar um útvarpið í til- efni af 50ára afmæli þess og segir að auðveldlega megi færa rök fyrir því að ríkisútvarpið sé fjár- svelt. hópa i þjóðfélaginu, sem nú eru afskiptir. Þaðeru tómir draum- orar að halda, að þetta sé hægt nema útvarpið fái að byggja nýtt útvarpshús og að tryggður verði f járhagsgrundvöliur stofnunarinnar. Það eru varla til nein 50 ára gömul einkafyrir- tæki hér á landi, sem ekki eiga eigið húsnæði. Það er mjög svo táknrænt, svo ekki sé meira sagt, varðandi samskipti rikisvaldsins og út- varpsins, að eins og hlustendur hafa tekið eftir. er nú farið að út- varpa i sterió. Þessi útbúnaður kostaði rétt um 100 milljónir. Útvarpið varð að greiða 61,5 millj. I aðflutningsgjöld af þess- um búnaði — það var afmælis- gjöf stjórnvalda til Rikis- útvarpsins á 50 ára afmæli þess. Alrangt er- að Rikisútvarpið sé einhvers konar dragbitur á rik- inu, t.d. greiðir útvarpið I ár 510 millj. i söluskatt af auglýsing- um. Einn af helstu tekjustofnum Rikisútvarpsins voru aðflutningsgjöld af sjónvarps- tækjum og loftnetum, sem flutt voru til landsins. Fyrstu 9 mán- uði þessa árs var þessi fjárhæð 902 millj. króna. Útvarpið hefði svo sannarlega getað notað þessa peninga, en þeir voru hins vegar teknir af fyrir 2 árum. Hæstu gjöld, sem viðskipta- vinir Rlkisútvarpsins greiða eru 74.200 krónur á ári. Hér er um afnotagjöld að ræða fyrir lita- sjónvarpstæki og útvarp. Ef þessari fjárhæð er skipt niður á 12 mánuði, verða þetta 6.183, — krónur á mánuði. Það má þvi mjög auðveldlega færa ýmis rök að þvi, að Rikisútvarpið sé fjár- svelt. En hver er ástæðan fyrir þvi, að stjórnvöld koma i veg fyrir, að útvarpið geti gegnt hinu mikilvæga hlutverki sinu? Er það sinnuleysi, eða er ástæð- an einhver önnur? Þvi verður ekki á móti mælt, að rikisvaldið vanrækir Rikisútvarpið og þá um leið öflugasta og ódyrasta menningarmiðil þjóðarinnar. Sú stefna er hættuleg islenskri menningu. I I I I I I I I I I I I I I I I I 1 I I I I I I I I I I I I enskur metsölubókahöfundur Harry Pattersson, einnig nefndúr Jack Higgins. Hann er fyrrver- andi prófessor við enskan háskóla en hóf nýlega að vinna eingöngu við skáldsagnagerð og vegnar vel. Aðrar bækur eftir hann eru: Við Ragnarök, Gimsteinar á Grænlandsjökli, Orninn er sestur og Strfð I stormi. Leiftur hf. gaf út. WÐLAUGUR GUÐMUNDSSON Ljóðabók: Af sjálfsvigum Úterkomin ljóðabókin Af sjálfs vigum eftir Gisla Sigurkarlsson. Bókin skiptist i 7 kvæðaflokka. Skákprent gaf út. Lokaljóðið er þannig: — og siðan þögn — ekkert bergmál mun ljósta auðar hvelfingar engir veggir geyma klið radda — og þó voru orð gullin okkar — Höíundwf bökonno: ' VIO ÍAGNAROK (Hony fWwxw) OWSTBHM A GRÆNUNOSfodl Ita* KsoM OSNINN tS S£Zn» (Jock ' STæ I STOKMl Dod. Aí ón imur át nrjarto M Mhnda: BNlBKAiWW Uodt «»»») Konungsránið Út er komin á Islensku bókin Konungsránið. Höfundurinn er Bók um vini dýranna Nýlega kom á markaðinn ný bók eftir Guðmund Guðlaugsson, sem nefnist „Vinir dýranna”. Hún hefur að geyma niu sögur fyrir börn og gerast þær allar i sveitinni, þar sem dýr koma mjög við sögu. Segir höfundur frá margvis- legum samskiptum dýra og manna, en Halldór Pétursson, listmálari hefur gert myndir i bókinni. Bók Guðlaugs er 123 siður að stærð, prentuð I Vikingsprenti, en gefin út á kostnað höfundar. Vegur frelsisins „Ungur maður fær köllun frá Guöi um að fara út og vinna menn fyrir hans rfki. Þessi maður er Frank Mangs, nú 50 ára gamall og á að baki sér auðugt og sér- stætt lif. Hvitasunnusöfnuðurinn á Akureyri hefur gefið út bók um feril hans sem heitir Vegur frelsisins. Vegferðarvisur: Blátt áfram Blátt áfram nefnir Guðmundur A. Finnbogason vegferðarvisur sinar sem nú eru nýútkomnar i bók, eða pappirskilju. Lokakveðja Guðmundar i bókinni er svohljóðandi: Blátt áfram þú máttir yfir lita. Blátt áfram vil bestu kveðjusenda. Blátt áfram ég gerði samanhnýta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.